21.1.2011 | 09:57
VG: Fólkið úthýsir svikaranum ..... lýðræðið virkar!
Vinstri grænir eru í frjálsu falli og bráðum verða þeir minni en Framsóknarflokkurinn. Fólkið hafnar svikaranum og rekur hann með vendi úr húsum sínum. Vinstri grænir eru mesti og versti svikaraflokkur Íslandssögunnar. Aldrei hefur nokkur hópur manna gengið jafn herfilega bak orða sinna og Vinstri grænir. Og það ljótasta af öllu ljótu er að þeir fáu þingmenn sem sýnt hafa löngun til þess að standa við stefnu flokksins og efna kosningaloforðin .... þau hafa mátt þola kárínur og pústra af hendi hins illmálga formanns og rakka hans.
*
Vinstri grænir engjast í forinni, sakbitnir og skömmustulegir og eitthvað er nú fallegt við þá sjón. Lýðræðið virkar!
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem vekur helst furðu mína, er að VG skuli ENNhafa eitthvað fylgi og hversu tregir menn eru við að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboð til áframhaldandi starfa. Viðlíka maður og Sigmundur Davíð hefur ekki komið fram í Íslenskum stjórnmálum síðan Davíð Oddsson var og hét.
Jóhann Elíasson, 21.1.2011 kl. 10:38
Sammála þér um Sigmund, hann er góðum kostum búinn. Það er samt eitthvað við hann sem almenningi fellur ekki við, ég veit ekki hvað það er. Margir setja fyrir sig, sérstaklega konur, að svo ungur maður skuli vera digur sem þjór. Hann ætti að fara í hnefaleika og gá hvort fylgið rýkur ekki upp.
Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 10:53
Já, sennilega er þetta alveg rétt hjá þér.
Jóhann Elíasson, 21.1.2011 kl. 10:57
Latiði ekki svona
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 12:58
Nú er fólki loksins, loksins að verða ljóst hið sanna eðli Steingríms „með sorg í hjarta“ Sigfússonar. Hann hefur aldrei verið annað en valdasjúkur frekjuhundur. Yfirgangurinn beinlínis streymir í allar áttir frá manninum, en slíkt virðist ganga í sumar einfaldar, talhlýðnar sálir. Steingrímur fékk „ráðherraveikina“ fyrir mörgum árum og var svo ár eftir ár að daga uppi í stjórnarandstöðu. Hann var að missa hárið og tennurnar og hrukkast allur upp þangað til hann loksins, loksins loksins komst aftur í ráðherrastólinn, sem hann ætlar aldrei, aldrei að sleppa.
Innræti mannsins kom vel fram þegar hann lagði á ráðin um að draga Geir fyrir landsdóm, en greiddi svo sínu eigin ráðabruggi atkvæði „með sorg í hjarta.“
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.1.2011 kl. 14:16
Það eru - því miður - verri andskotar til í Íslandssögunni en VG. Það bætir þó á engan hátt ímynd VG þó hægt sé að benda á annan verri.
Bændaflokkurinn sem síðar varð Framsóknarflokkurinn. Þegar Thor Jensen stofnaði Korpúlfsstaðabúið og ætlaði að koma íslenskum landbúnaði inn í 20. öldina, þá hljóp Framsóknarflokkurinn til, með Hriflu Jónas fremstan í broddi og kom því búi á hausinn með bráðabirgðalögum um að öll mjólk skyldi seld á sama verði af sama aðila, sullað saman í "ríkismjólk" þannig að enginn fengi betri mjólk en annar. Þannig hvarf "barnamjólkin" sem var svo vinsæla hjá barnafjölskyldum, því mjók Korpúlfsstaðabúsins var svo feit, góð og næringarrík að fólk greiddi fúslega hærra verð fyrir þessa góðu næringu - sem hellv.... Framsóknaflokkurinn tók frá þeim.
Sjá frétt í Alþýðublaðinu föstudaginn 31. ágúst 1934, XV Árgangur, 260 Tölublað,blaðsíða 1: "Mjólkurverð í Reykjavík lækkar". Liður nr. 3: "Öll mjólk í bæjum, þar sem mjólkurbú eru, verður seld gegnum eina sölumiðstöð".
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=4665&pageId=19592&lang=is&q=Mjölkurverðið í Reykjavík
Þá var Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn þrátt fyrir aðeins fylgi lítils minnihluta Íslendinga vegna snarvitlauss kosningarfyrirkomulags sem þeir slógu skjaldborg um þar til fyrir tiltölulega fáum árum og þá, eðlilega, eru þeir að hverfa af sjónarsviðinu. Farið hefur fé betra.
Í mínum huga, þá er Framsóknarmennskan forveri Kommúnismans eins og hann var útfærður í Sovíetríkjunum. Mig grunar að Lenín hafi farið leyniferð til Íslands til að kynna sér hugsanahátt Bændaflokksins (síðar Framsóknarflokksins) til að læra að búa rétt um hnútana. Og honum tókst það helvískum..
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 21.1.2011 kl. 16:08
Þetta er hryggilegur lestur, Björn bóndi, og alltof sannur. Framsókn hefur löngum verið ægilegur skaðvaldur í þjóðarlíkamanum. Mér finnst hann hafa eitthvað skánað upp á síðkastið en það er eins og hann hafi ekki lengur land undir löppum og hvert hann fer virðast fáir vita.
Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 17:17
Baldur...; Framsóknarflokkurinn skánað!?! Hann hefur skánað að því leitinu til að hann hefur minnkað. Framsóknarflokkurinn verður orðinn algóður, þegar hann er alveg horfinn.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Megi Framsóknarflokkurinn vera sem lengst í burtu um ókomin ár og aldir og líta þannig vel út. Farið hefur fé betra.
Mbkv, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 21.1.2011 kl. 17:45
Baldur, ég er sammála þér með Sigmund Davíð, þótt hann sé framsóknarmaður.
Framsóknarmenn hafa gert margt gott og slæmt á þeim níutíu og fjórum eða fimm árum sem hann hefur verið til.
Ég er nú aldeilis ekki framsóknarmaður, heldur harðasti sjálfstæðismaður Íslandssögunnar, en mér finnst að allir eigi að njóta sannmælis.
Mér finnst svo sem ekki gaman að viðurkenna það, að formaður Framsóknarflokksins sé einna öflugastur í stjórnarandstöðunni, en það þýðir ekki að horfa framhjá staðreyndum.
En ég er sammála Sigurbirni varðandi Korpúlfsstaði, það var óréttlætanlegt með öllu.
VG er svo undarlegur flokkur, að hann fer að slá Samfylkingunni við, eða alla veitir hann henni harða samkeppni í bullinu.
Jón Ríkharðsson, 22.1.2011 kl. 01:40
Ég held að bráðum verði Vinstri grænir jafn litlir og Frjálslyndi flokkurinn hjá Guðjóni Arnari og Sigurjóni Þórðarsyni. Núll komma núll og koma hvergi fram á mælum lengur. Gleðilegt Baldur að flokkurinn okkar er að rísa.Til hamingju með það.
Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 02:39
Sigvaldi, gleðilegt er að flokkurinn okkar skuli rísa .... og við skulum vona að hann sjálfur rísi undir vaxandi fylgi, því eigi mun vanþörf á.
Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 12:25
Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara að endurnýja hjá sér framboðslistana og koma með nýtt og ferst dugnaðarfólk þá er stórsigur vís.
Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:24
Sammála því, þá er stórsigur vís ..... og nýtt góðæri fram undan hjá íslensku þjóðinni.
Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 13:31
Þorrakveðja.
Þreyjum þorra þennan nú,
því bráðum kemur vor.
Vinstri stjórnin vesöl,sú
vill oss drepa úr hor.
Solveig (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 20:50
Sólveig: Flott þorrakveðja!!!
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 22.1.2011 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.