Fólkið vill ekki Birgittu Jónsdóttur

Birgittu Jónsdóttur væri fjandans nær að rannsaka sinn eigin þátt í tölvunjósnum á Alþingi frekar en að elta ólar við breskan kjaftask á Kárahnúkum .... mann sem engu máli skiptir. Tölvunjósnir á Alþingi eru reginhneyksli og enginn veit á þessari stundu hvort eða hve miklum persónulegum upplýsingum þessum gagnaþjófum hefur tekist að stela, hvers kyns prívat og persónulegum upplýsingum og einkabréfum sem enginn maður kærir sig um að lendi á glámbekk.

*

En Birgitta reynir að drepa þessu reginhneyksli á dreif með því að þusa um einhvern kjaftask á Kárahnúkum. Hafi þessi kjaftaskur liðsinnt lögreglunni skulum við þakka honum pent og senda honum ávísun í þakkarskyni. Þetta útlenda skemmdarverkapakk sem sló upp tjöldum til þess að trufla löglegar framkvæmdir kostaði íslenskan almenning stórfé og það er alltaf góðra góðra gjalda vert að ljóstra upp um svoleiðis hyski.

*

Og Birgitta mætti líka huga að síðustu skoðanakönnun og rannsaka sinn þátt í frjálsu falli Hreyfingarinnar. Fólkið kærir sig greinilega ekki um þingmann sem tekur sér frí frá þingstörfum til þess að berja þinghúsið utan og makkar þess á milli með alþjóðlegum njósnastofnunum.


mbl.is Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða fólk? Þú og þín fjölskylda? Þú talar allavega ekki í mínu nafni né míns fólks.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ásthildur, ég held satt að segja að þú þurfir ekki að gera þér upp heimsku. Ég er að vísa í könnunina sem birtist í Fréttablaðinu í vikulokin .... það þarf svæsinn hálfvita til þess að skilja ekki þá tengingu.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:13

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bakdur, sástu ekki  Draumalandið eftir Andra Snæ?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2011 kl. 14:17

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, kíkti aðeins á bókina og sá að þetta var bara kjaftavaðall og peningaplogg. Fólk þarf að vinna fyrir sér og það er göfug hugsjón að virkja fallvötnin okkar til álframleiðslu fyrir mannkynið.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:20

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hehe þú ert með álhjarta helvítið þitt

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.1.2011 kl. 14:23

6 identicon

Hjartanlega sammála Ásthildi Cesil Þórðardóttur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 14:32

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki er það nú svo gott Jóhannes, ég tel nauðsynlegt að móta skynsamlega orkustefnu til framtíðar og taka þá með í reikninginn hinar ýmsu orkuþarfir atvinnulífs og mannfélags á komandi tímum. En vinstri flokkunum er ekki treystandi til þess að móta slíka stefnu, til þess eru fordómarnir of sterkir og dómgreindarleysið of altækt hjá þessu fólki. En við eigum ekki að láta orkuna renna ónotaða til sjávar, það er alveg ljóst.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:33

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það bara sýnir að þú ert líka yfirborðslegur kjáni, Elín mín.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:34

9 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Baldur. Þetta hundasúrulið þarf að bulla einhversstaðar.

Björn Jónsson, 23.1.2011 kl. 14:47

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, það er víst rétt hjá þér en inn á milli verður maður þreyttur á bullinu og langar til að fleygja inniskónum í þetta hundasúrulið.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 14:55

11 identicon

Heill og sæll Baldur; fornvinur sanni - og aðrir gestir þínír, hér á síðu !

Baldur !

Um leið; og ég vil þakka Ásthildi Cesil, og fleirrum, fyrir andmælin, við fárán legum málflutningi þínum, vil ég benda þér á, að tilvera Alþingis, í okkar samtíma er;; REGNHNEYKSLI, eitt og sér.

Glæpa stofnun; sem (með nýja forminu), var endurreist af luðrunni Kristjáni VIII., árið 1845, þar sem hann var með hjartað í brókunum, gagnvart þeirri byltingar öldu, sem gekk yfir hluta Evrópu, um miðbik 19. aldarinnar - eins og við munum, fornvinur góður.

Endurskrifa þú; grein þína - biddu þau Ásthildi afsökunar, á frumhlaupi þínu, og viðurkenndu þá fullyrðingu mína, að Alþingi sé;; sannanlega, glæpa stofnun - og hefir unnið Íslandi og Íslendingum, tjón eitt, gegnum tíðina, ágæti drengur.

Reginhneyksli; hvað ? Ætli það stafi ekki af; þeim 63 liðleskjum, sem hafa þennan vettvang til, að þrasa á fullum launum - á meðan land og fólk og fénaður allur, sekkur í kviksyndi forheimskunnar , dag hvern ???

Með; afar höstugum kveðjum, til þín Baldur / en hinum beztu, til annarra /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 15:04

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heill og sæll virðulegi Árnesingur, og haf þú heila þökk fyrir kveðju þína þótt höstug sé. Mér finnst nú ærið djúpt í árinni tekið að kalla hið háa Alþingi glæpastofnun. Eitthvert lag verðum við að hafa á umsjón landsmálanna og okkar skipan er áþekk þeirri sem önnur vestræn ríki viðhafa. Misjafnlega tekst nú til með áhöfnina en þá má ekki gleyma því að það er þjóðin sjálf sem kýs þessa áhöfn í frjálsum kosningum. Við fáum það Alþingi sem við eigum skilið. Ef Alþingi er glæpastofnun þá erum við líka glæpaþjóð.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 15:14

13 identicon

Alveg hárrétt Baldur. Fólkið vill ekki Birgittu og hennar líka. Það gagnast þjáðum almenningi ekkert í þessu landi þegar þau verja öllum tíma sínum í að fljúga um heiminn á Saga Class og halda sellufundi með erlendum tölvuhökkurum í húsakynnum Alþingis eins og enginn sé morgundagurinn. Fólkið vill heldur ekki Ásthildi Cesil Þórðardóttur og hennar líka því á meðan Hreyfingin datt niður í tvö prósent í nýjustu könnuninni þá þurrkaðist Frjálsyndi flokkur Ásthildar af yfirborði jarðar og mældist ekki einu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar að ná vopnum sínum og allar kanninir sýna það að hann skóflar til sín sívaxandi fylgi. Það sem fólkið vill er Sjálfstæðisflokkurinn - Áfram Ísland - Stétt með stétt - Gjör rétt, þol ei órétt!

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 15:17

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gott Sigvaldi, þjóðin er að rakna úr rotinu, sér hvar blái fálkinn blaktir við hún í golunni og skjögrar þangað í von um forystu. Við megum ekki bregðast fólkinu, Sigvaldi.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 15:19

15 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Baldur !

Rangt; hjá þér. Það voru; nokkrir íslenzkir áhugamenn, um viðreisnina á 19. öldinni, sem komu rolunni Kristjáni VIII. til hjálpar, við að koma þessu Drauga setri makinda og hóglífis, á laggirnar, eins og við munum.

Ekkert; ekkert réttlætir áframhaldandi tilveru, þessa óþevrra, meðal okkar lengur, Baldur minn.

Byltingarráð þjóðernissinnaðrar Alþýðu; væri okkur verðugast 3 -18 manna, að skipan - og helzt; vopnuðu.

Með; samt sem áður, sömu kveðjum, sem þeim fyrri /

Óskar Helgi

e. s. Vil mótmæla; orðum hins ágæta Björns Jónssonar, um Hundasúrurnar. Hvílíkt lostæti; í munni okkar krakkanna, heima á Stokkseyri, í gamla daga, Björn minn !!! 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 15:26

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Byltingarráð þjóðernissinnaðrar alþýðu ...... ekki veit ég hvernig þú hefur hugsað þér að manna þá stofnun en geri samt ráð fyrir því að þú viljir leyfa fólki að kjósa, því löng reynsla er komin á að alþýðunni hugnast aldrei til lengdar að fá ekki að kjósa. Ekki legg ég sjálfur hug á að sitja í slíku ráði en hvað vopnabúnað áhrærir get ég lagt í púkkið veiðiffla tvo, annar þeirra er 17 skota John Wayne riffill úr villta vestrinu.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 15:37

17 Smámynd: Arnór Valdimarsson

http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?proc=54&itemid=61745

Þetta er úr könnun Reykjavík síðdegis 18 jan 20011. Hreyfingin 12%!!!

Hún segir þig fara með rangt mál.

Og athugaðu síðan það. Að Samspillingin og Sjallarnir drápu tölvumálinu á dreif þegar það kom upp.

Hvað voru þau að fela þá?

En ætla nú að nota mál sem þau klúðruðu sjálf, til að sverta eina fólkið á Alþingi sem er að vinna fyrir þjóðina.

Nefnilega Hreyfingarfólkið. Sem 4flokka samspillingin óttast meir og meir.

Arnór Valdimarsson, 23.1.2011 kl. 15:45

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnór, þetta er ekki alvöru skoðanakönnun, þetta er bara spaug. Hreyfingin var á góðri siglingu fyrir nokkrum mánuðum en fólkið er búið að fá nóg af þessu linnulausa auglýsingabrölti Brigittu og tækifærismennsku hennar. Birgitta er búin að gereyða Hreyfingunni og fór létt með það.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 16:13

19 identicon

Einhverra hluta vegna finn ég alltaf tröllalykt á þessari bloggsíðu, æsingur eins er annars gaman. Þér tekst vel til...

hlöðver (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 17:14

20 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Baldur: alltaf sami rosakjafturinn! Hvernig dettur þér í hug að taka þér vald að tala fyrir fjöldann án þess að hafa umboð til þess?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2011 kl. 17:50

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur, nú get ég eki stillt mig um að setja ofan í við þig, sérstaklega vegna eftirfarandi ummæla:

"mann sem engu máli skiptir"  "Hafi þessi kjaftaskur liðsinnt lögreglunni skulum við þakka honum pent og senda honum ávísun í þakkarskyni."

Í hvaða heimi býrðu eiginlega maður? Það er eins og þú fattir ekki hversu alvarlegt það er að erlent ríki skuli hafa sent hingað njósnara til að hafa eftirlit, meðal annars með íslenskum ríkisborgurum. Á Íslandi er það EINGÖNGU lögreglan sem hefur lagaheimild til slíkrar starfsemi og þá aðeins með opinberum dómsúrskurði þar að lútandi. Án slíkrar heimildar eru njósnir um einkahagi fólks á Íslandi kolólöglegar, auk þess sem slíkt felur í sér gróft brot á fullveldi íslenska ríkisins ef njósnarinn er á vegum annars ríkis. Hafi lögreglan vitað af erlendum njósnara á íslensku yfirráðasvæði er mesti skandallinn sá að hann skuli ekki hafa verið handtekinn og vísað úr landinu umsvifalaust. Hafi íslenskur ríkisborgari vitað af njósnaranum og jafnvel aðstoðað hann, þá eru það enn fremur landráð skv. 10. kafla almennra hegningarlaga!

Miðað við þessa, sem og aðra framkomu breskra yfirvalda gagnvart hagsmunum íslenska ríkisins undanfarin misseri, hlýtur að vekja furðu að ekki sé löngu búið að gera breska sendiherrann og allt hans fylgdarlið brottrækt. Það sem ríður mest á er hinsvegar að rannsakað verði hvort umræddur njósnari hafi á einhverjum tímapunkti borið vopn hér á landi, því ef svo er felur það í sér stríðsverknaði ("act of war") sem samkvæmt 5. grein stofnsáttmála NATO kallar á viðbrögð ekki eingöngu frá Íslandi heldur bandalagsþjóðunum öllum. Með öðrum orðum þá væri komin upp sú einkennilega staða að Bretland væri komið í stríð við ekki bara sjálft sig heldur allar svokallaðar "vinaþjóðir" sínar. Það myndi reyndar koma fáum á óvart því bresk stjórnvöld hafa lengi verið í óopinberri styrjöld gagnvart þjóð sinni og til jafns við aðrar þjóðir, en hafa þó hingað til neitað að gangast við því og þess vegna væri opinber staðfesting á því athyglisverð.

Varðandi ásakanir í garð Birgittu þá þykir mér hér koma fram háleitar hugmyndir um innræti fólks sem höundurinn þekkir ekki baun. Ég hef haft þá ánægju að kynnast Birgittu, af góðu einu saman, og get vitnað um að það sem hún segir og gerir er allt af heilum hug. Kannski er það einmitt það sem vekur svona mikla neikvæðni og harkaleg viðbrögð í hennar garð frá fólki sem stjórnast af annarlegum hvötum, að hún er sjálf laus við allt slíkt. Mannskepnunni er jú tamt að óttast það sem hún þekkir ekki, en af því að ég veit að þú stjórnast ekki af vanþekkingu Baldur, þá hlýtur maður að spyrja sig að því hvaða hvatir liggi að baki slíkum málflutningi. Ef við einföldum hlutina mjög og stillum þeim þannig upp að annaðhvort ertu með almúganum eða á móti, þá er alveg á kristaltæru í hvoru liðinu Birgitta er.

Í hvaða liði ert þú? Þar til annað kemur í ljós skal ég leyfa þé að njóta vafans...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 17:59

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Baldur minn, það er gaman að sjá hvað gerist þegar við tveir ásamt Davíð Oddssyni og nokkrum fleirum tjáum okkar skoðanir í mesta sakleysi, það verður allt vitlaust.

En er verið gaman að hreyfa við fólki og fá það til að hugsa.

Varðandi stjórnskipun okkar, þá er hún í meginatriðum eins í öllum þeim velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við.

Þjóðfélög sem byggjast á byltingahugsjóninni þykja ekki farsæl til búsetu, þótt ég efist ekki um að þjóðinni liði vel með vin minn Óskar Helga í forsvari byltingarráðsins, því þar réttsýnn maður á ferð, en ekki sjálfgefið að þeir sem á eftir kæmu væru sömu gerðar.

Það að ætla að breyta þjóðfélaginu á þann veg sem Hreyfingarliðið vill, þótt ásetningur kunni að vera góður, er ekki farsæl leið til framfara.

Það þýðir ekki að ætla sér að umbylta núverandi kerfi og boða eitthvað sem valdið hefur ófriði og deilum víða, heldur væri vetra að koma með einhverja nýja hugsun ef fólk er svona óhresst með núverandi fyrirkomulag.

Staðreyndin er sú, að tveir flokkar á þingi hafa raunhæfar hugmyndir til endurreisnar, það eru framsókna og sjálfstæðismenn.

Þessir tveir flokkar eru þeir einu á þingi sem boða leiðir sem miða að aukinni gjaldeyrisöflun, en við græðum meira á því heldur en gagnslausu þvargi um óheiðarleik pólitíkusa.

En ég er sammála Óskari vini mínum Helga með hundasúrurnar, þær eru sérdeilis ljúffengar, þótt þær skapi lítil verðmæti önnur en að gæla við braglaukanna um stund.

Jón Ríkharðsson, 23.1.2011 kl. 18:27

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir svart á hvíti að fólkið hafnar Birgittu. Er hætt að bera dagblöðin út í Mosó?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 18:28

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, mér er skítsama hvort Bretar senda hingað menn til að fylgjast með útlendum skemmdarverkaskríl. Verði þeim að góðu. Og það er bara í vestrunum sem mönnum er skipt í good guys og bad guys. Ég nenni ekki að taka þátt í svona sandkassaleik.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 18:31

25 identicon

Mér finnst nú alvarlegast að við skulum hafa íslenska þingmenn sem bjóða erlendum tölvuhryðjuverkamönnum inn í húsakynni sjálfs þingsins. Þar sitja þau dögum saman við að semja frumvörp ásamt þessum sömu tölvuhryðjuverkamönnum. Þau nota menn eins og þennan Assange fyrir ráðgjafa til að búa til lagafrumvörp sem við hin eigum að fara eftir. Um svipað leyti finnast dularfull njósnatæki á fáförnum stöðum sem greinilega hafa verið sett upp til að tappa upplýsingum af tölvukerfi löggjafasamkomunnar. Þegar svona er komið í heimskunni og dómgreindarleysinu að við höfum þingmenn sem standa í því að opna þinghúsið fyrir svona skríl þá er eðlilegt að spyrja áleitinna spurninga um hæfni fólks til að sitja á þingi. Ég yrði ekkert hissa þó Ósama Bin Laden fyndist falinn í kústaskáp inni á skrifstofu þingsins strax nú eftir helgi og þegar það gerist þá verður sagt að hann sé þarna sem "rágjafi" Hreyfingarinnar sem sé að undirbúa frumvarp sem heimili starfsemi talibana í Öskjuhlíð.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 18:45

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já það er með ólíkindum að sakfelldir tölvuglæpamenn hafi fengið að valsa um húsakynni Alþingis, grandskoða aðstæður og koma fyrir háþróuðum tækjakosti til þess að njósna um einkamál þingmanna. Getur hugsast að einhverjir þingmenn séu núna beittir þvingunum í krafti upplýsinga sem þessir njósnarar hafa útvegað? Hreyfingin ætti að afsala sé þingsætunum þremur sem hún hefur núna til umráða á Alþingi.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 18:53

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ásthildur, ég held satt að segja að þú þurfir ekki að gera þér upp heimsku. Ég er að vísa í könnunina sem birtist í Fréttablaðinu í vikulokin .... það þarf svæsinn hálfvita til þess að skilja ekki þá tengingu.

Hvorki geri ég mér upp heimsku né viðurkenni að ég sé heimsk.  Þú getur sjálfur verið heimskur Baldur Hermannsson, sé að þú rífur stólpakjaft við alla hér sem ekki deila þínum skoðunum, en ég viðurkenni samt að þú ert meiri maður en Eiður Guðnason sem lokar á andmælendur sína.  En ef þú hefði nú lágmarks þekkingu á hlutum ættirðu að vita að Fréttablaðið er ekki gefins á Ísafirði, og fjandinn fjarri mér að ég færi að kaupa þann snepil, hvað þá lesa hann þess vegna, en eins og er er ég í Austurríki og les því hvorki það blað né annað.

Einhver skoðanakönnun í Fréttablaðinu kemur því engu við um mínar skoðanir, þess vegna segir ég enn og aftur, hvaða rétt hefur þú til að tala svona um Birgittu, ertu að vísa í þig og þína nákomnustu, því þú TALAR EKKI Í MÍNU NAFNI NÉ ÞEIRRA SEM ÉG ÞEKKI TIL.  Hvað sem líður ESBsneplinum Fréttablaðinu.  Og hana nú!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 19:09

28 identicon

Forseti alþingis á að segja af sér strax á morgun. Það er Ásta Ragheiður Jóhannesdóttir Samfylkingu. Það er með ólíkindum að allt skuli ekki hafa verið sett á fullt í að rannsaka málið strax þegar það kom upp. Ótrúleg heimska og handvömm einkennir allt þetta málo það sýnir auðvitað að það er brýnt að komið verði upp leyniþjónustu í þessu landi til að verja innra öryggi ríkisins. Fyrsta verk hefði átt að vera að senda lögregluna á eftir Þór Saari, Margréti Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur til að yfirheyra þau gaumgæfilega um ferðir Assange og manna hans um húsakynni Alþingis í boði þeirra. Hefði það verið gert þá væri búið að upplýsa málið í dag.

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:12

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er Osama Bin Laden i kústaskápnum á Alþingi?

Hvernig stendur á því að USA leyniþjónustunni er ekki gert viðvart....Það er verið að leita að þessum manni um allan heim, sem ég man bara ekki fyrir hvað...enn þessi Bin Laden getur verið stórhættulegur á Alþingi.

Sérstaklega ef hann kemst til valda í gegnum einhvern stjórnmálaflokk í landinu. Hann gæti villt á sér heimildir og sagst vera "Vinstri Fábjáni" og þá verður hann kosinn eins og skot inn á þing!....

Það þarf að blogga um þetta Bin Laden mál og alþjóðanjósnir í miðbæ Reykjavíkur...hroðalegt er að vita af þessum skandal...er Bin Laden komin á þing eða er hann á leiðinni þangað?...Ég bara spyr?...

Óskar Arnórsson, 23.1.2011 kl. 19:20

30 identicon

Baldur er greinilega ekki búinn að lesa bókina um Gunnar Thoroddsen, en þar kemur fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var byggður upp sem glæpasamtök.
Birgitta flaug á SagaClass vegna þess að erlend samtök keypti miðann og annað var uppselt.
Ef Baldur væri með heilli há, þá hefði hann séð umræðu um það að betra hefði verið fyrir íslenska hagkerfið ef Kárahnjúkavirkjun hefði verið slegin af. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki í kosningar því hann myndi gjalda afhroð. Það munu að minnsta kosti líða 10 ár þar til óhætt er að hleypa Sjöllum að. Þann tíma þurfa þeir að nota til að hreinsa til, losa sig við glæpamennina og öðlast traust almennings. Ef Sjallar ná meirihluta að óbreyttu þá þýðir það að íslenska þjóðin er með glæpaeðli.

Margret (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:21

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ásthildur, þessi könnun hefur verið birt margsinnis og út um allt hér á netinu og þér er engin vorkunn að vita skil á þeim málum sem þú ert að rífa kjaft út af. Ef þú ert áskrifandi að Morgunblaðinu geturðu þar að auki lesið blaðið um tölvu hvar sem þú ert stödd í heiminum. Ef þú ert ekki áskrifandi að Morgunblaðinu ertu einfaldlega illa upplýst og ekki við bjargandi.

*

Og Eiður Guðnason er sómamaður þótt hann sé vinstri maður. Hafi hann lokað á þig hefur tilefnið verið ærið.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 19:23

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði, það hefði átt að setja Birgittu og það batterí allt í gæsluvarðhald meðan málið væri rannsakað í þaula. Ásta Ragnheiður er auðvitað ekki annað en smánarblettur á þjóðfélaginu. Kannast virkilega einhver maður við að hafa kosið þetta örverpi á þing?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 19:25

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvaða glæpamenn ert þú að tala um Margrét? Ég veit að Árni Johnsen situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn .... en eru þeir fleiri? Það sakar aldrei að tala gætilega, Margrét.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 19:27

34 identicon

Ég var að segja að ég yrði ekki hissa þó Bin Laden fyndist í felum í húsakynnum þingsins þar sem hann væri á vegum Hreyfingarinnar sem "ráðgjafi" við samningu á lagafrumvörpum. Auðvitað í nafni trúfrelsis. Fólk sem dregur menn eins og þennan Assange inn á þing og sendir hann í veislur í bandaríska sendiráðið í sínu nafni og Alþingis "til að gera grín" því er trúandi til alls. En því er ekki treystandi til að sitja á þingi.  

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:31

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði, ég vil tíu sinnum heldur hafa Bin Laden á þingi en þremenningana í Hreyfingunni, hann er þó heimskunnur athafnamaður og þar að auki harður stuðningsmaður Arsenal, sem ekki er verra.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 19:37

36 identicon

Það er afkáraleg lýgi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið byggður upp sem einhver glæpasamtök. Ekki trúa því sem þið lesið í bókum eftir vinstri dindilinn Guðna Jóhannesson. Sjálfstæðisflokkurinn var með vel smurða kosningavél og það er enginn glæpur að standa sig vel innnan leikreglna lýðræðisins. Björn Bjarnason fer ágætlega yfir þetta í pistli á vefsíðu sinni:

http://www.bjorn.is/pistlar/nr/5714

Ásthildur Cesil Þórðardóttir segir "fólkið það er ég". Það var og....

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:41

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einhver sagði að hún hafi verið í fýluklíkunni kringum hann Sverri Hermannsson, það gæti skýrt ýmislegt.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 19:43

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta verður bara betra og betra. Bin Laden komin á þing undir dulnefni. Étur bæði svínakjöt og fer með faðirvorið til að villa á sér heimildir. Hvar endar þessi spennandi íslenska njósnasaga? Hver átti tölvunna? Hver átti hugmyndinna? Eða var bara verið að fá sér ódýra nettengingu? Hvað verða margar bækur skrifaðar um málið áður enn það upplýsist og hversu margar á eftir?...

Sjálfstæðisflokkurinn var komið á laggirnar í byrjun í göfugum tilgangi. Svo dóu feðurnir og synirnir tóku við og hugsjónirnar fóru beint til helvítis...og eru þar ennþá.

Óskar Arnórsson, 23.1.2011 kl. 19:50

39 Smámynd: Skríll Lýðsson

þú rakar inn punktunum Baldur. :)

Skríll Lýðsson, 23.1.2011 kl. 20:06

40 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur. Er þér semsagt skítsama hvort Bretar virða fullveldi annara ríkja eða traðka á því? Ef svo er þá er ágætt að sú afstaða þín komi fram. Vissulega er heimurinn ekki svo svart/hvítur að hægt sé að skipta öllum í góða/slæma, enda tók ég það fram að "Ef við einföldum hlutina mjög" þá sé hægt að komast að tiltekinni niðurstöðu, án þess þó að alhæfa. Með því að misskilja þetta viljandi tókst þér hinsvegar að bregða þér fimlega undan því að svara spurningunni, sem er elsta aðferð í heimi til að snúa út úr. Hver er þá í sandkassaleik? Ef þú telur þetta vera einhvern leik þá tókst þér allavega að plata mig því ég hélt fyrst að þér væri alvara og vildir að fólk tæki mark á því sem þú hefur að segja.

Athugasemd #26 virkar í besta falli sem slappur brandari þegar svo stórfelld rökleysa er sett fram í sömu andrá og viðmælandinnn frábiður sér atferli sem hann líkir við óþroskaða og barnalega hegðun. Þar segir að sakfelldir tölvuglæpamenn hafi fengið að valsa um og "grandskoða aðstæður" án þess að nokkur fótur sé fyrir slíkum fullyrðingum, en á mannamáli kallast það fordómar. Eins og ég fékk sjálfur að kynnast nýlega þá eru miklar aðgangsstýringar í húsakynnum Alþingis, gestir þurfa t.d. að innrita sig áður en þeim er hleypt inn og húsnæðið er sérstaklega gert þannig úr garði að einmitt sé ekki hægt að valsa þar óhindrað um allar trissur.

Og talandi um aðgengi vafasamra einstaklinga að húsakynnum Alþingis, þá situr einmitt maður á Alþingi sem hefur verið dæmdur fyrir þjófnað úr sjóðum almennings og reyndi að ljúga sig frá sökinni. Samkvæmt sömu rökum og þú beitir eru talsvert meiri ólíkindi þar á ferð því sem þingmaður getur viðkomandi einmitt gert það sem er ekki á færi gesta: valsað um óhindraður, og samkvæmt sömu rökum er það hrein heppni að hann skuli ekki vera búinn að stela þar öllu steini léttara nú þegar. Ekki nóg með það heldur er viðkomandi í flokki sem er einmitt með sínar skrifstofur aðliggjandi sömu skrifstofunni og "njósnatölvan" fannst í. Flokki sem er þekktur hérlendis sem handbendi erlendra valdablokka og er öðrum fremur skjalfest með traustum heimildum að hafi tekið virkan þátt í leynimakki af slíkum toga, meðal annars í samstarfi við útsendara erlendra leyniþjónustustofnana. En þú, Baldur, kýst að hunsa þessar staðreyndir vegna þess að það hentar ekki þínum málstað.

Samkvæmt nákvæmlega þínum eigin rökum Baldur, ætti Sjálfstæðisflokkurinn að afsala sér öllum sínum þingsætum undir eins. En af því að ég veit að þú ert heittrúaður á þann flokk, þá verða ummæli þín að fá að dæma sig sjálf: sem sjálfhverfar rökleysur byggðar á fordómum og vanþekkingu. Enn fremur er vandséð hvernig slík viðhorf samræmist því sem við viljum sjá hjá fólki sem starfar við menntun og uppeldi ungmenna.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 20:14

41 identicon

Á næstunni mun Wikileaks birta tölvupósta allra þingmanna og ráðherra sem nú eru á Alþingi sem og starfsmanna þingsins. Þá mun ýmislegt koma fram sem á eftir að kollvarpa stjórnmálunum hér á landi. Þetta verður alger bomba.

Hljómar þetta ósennilega?

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 20:31

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég er rífandi kjaft Baldur Hermannsson, en hvað um þinn strigakjaft hér við alla sem ekki lúta þínum skoðunum.  Og að ég sé í fýluklíku kring um Sverri Hermannsson, já að hluta til er það rétt, ég gekk í Frjálslynda flokkinn á sínum tíma, vegna þess að Sverrir og Guðjón Arnar höfðu það á sinni stefnuskrá að fara í kvótakerfið.  Því miður fengu þeir ekki þann stuðning sem þurfti til, en komust þó á þing og gátu komið sjónarmiðum sjávarútvegsins á framfæri.  Allt sem þeir sögðu þá hefur gengið eftir, allar viðvaranir Guðjóns Arnars og Sverris standa eins og stafur á bók.  Og ég er stolt af því að standa þeim við hlið í málefnum Frjálslynda flokksins.  Það varð reyndar til þess að ég var beitt ranglæti í minni vinnu við Ísafjarðarbæ, sem hefur leitt til þess að ég hef nú sagt upp störfum mínum þar, var eiginlega gert ókleyft að starfa eftir það.  Sem er einn svartasti bletturinn á sjálfstæðísflokknum og skriflum hans það má kalla það fýlu, það má líka kalla það einelti eða viðbjóð, allt eftir því hvernig fólk lítur á þessa Sjálfstæðísklíku sem er eiginlega krabbamein á þessu þjóðfélagi, hvernig sem á það er litið. 

En það er samt gaman að ræða við þig, því þú gefur endalausa höggstaði á þér karlinn.  Enda vondan málstað að verja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 20:43

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og ég gleymdi þessu með áskrift að Mogganum, ég var áskrifandi í yfir 30 ár.  Skrifaði meira að segja margar greinar í Moggan á sínum tíma, m.a. grein um fíkniefnavandann, sem ég þekki afar vel, og þegar sú grein birtist ekki, hafði ég samband við Moggann og fékk viðtal við Styrmi, hann tjáði mér að hann gæti ekki birt greinina mína nema ég tæki út tilvitnun í Illuga Jökulson um að fangelsismálastjórinn á Litla Hrauni væri glæpamannaframleiðandi.  Manstu þessi sem núna er ríkislöggi?  Hann tilkynnti mér að hann myndi birta greinina mína ef ég samþykkti að taka út þetta með fangelsismálastjórann, og þar sem greininn átti fullt erindi til fólks þá samþykkti ég að það yrði tekið út.  Já hlutleysi Moggans er alþekkt ekki satt!!!

Svo þegar fjölmiðlalöginn voru til umræðu og forsetinn okkar neitaði að skrifa undir og fyrirsagnir Morgunblaðsins voru á þann lund að ég gat ekki stutt hann áfram og sagði upp áskrift, hrindi þessi ágæti ritstjóri í mig og við áttum langt spjall saman, um ætterni hans inn í Súðavík og hvers vegna ég vildi segja upp þessum eðalfjölmiðli.  Það var nú ekki eins og ég væri núll eitthvað þá.... eða hvað?

Nei síðan hef ég látið vera að lesa eða kaupa Morgunblaðið. En það er auðvitað ákveðin tvískinnungur í því að ég blogga hér, en það er vegna þess að bloggið er aðskilið frá sjálfum mogganum.  Ef mér verður hent út hér með, þá verð ég auðvitað líka bara að taka því.  En mér líkar vel bloggið, og finnst synd þegar margir af mínum vinum og samherjum segja mér að þeir komi aldrei hingað inn vegna nýja ritstjórans ykkar.  En svona er lífið ekki satt fullt af pandóruboxum sem stundum er betra að opna ekki, því það er aldrei að vita hvað veltur þaðan út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 21:04

44 Smámynd: Offari

Ég er greinilega ekkert að fylgjast með..  Ég sem ætlaði að fara að kjósa Birgittu.

Offari, 23.1.2011 kl. 21:04

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð annars að segja að mér líkar ágætlega við fólk sem rífur kjaft, ég veit þó allavega hvar ég hef það Baldur minn.l

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 21:11

46 identicon

Frábær pistill Björns Bjarnasonar sem segir allt sem þarf:

http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/1136032/

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:29

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Framkoma Birgittu eykur ekki virðingu fyrir þingmönnum og síst af öllu að hún hafi kallað hingað til starfa með þingflokki Hreyfingarinnar forráðamenn WikiLeaks í því skyni að undirbúa löggjöf til að veita þessum sömu mönnum skjól og svigrúm til að athafna sig hér á landi.

Er ekki tímabært að þingmenn taki sig saman og segi hingað og ekki lengra?

Æ Æ Æ, Björn Bjarnason með sína blauTlegur draum að her á Íslandi slafrar núna eins og saklaus nunna.  Ja svei því bara þið sjálfstæðis menn svokallaðir, því í minn huga kemur allt önnur nafngift en sjálfstæði, eruð algjörlega úti á túni, og ykkur er vorkunn því loksins þurfið þið að horfa í eigin barm og hlýta því að fólk ser loksins farið að sjá í gegnum mistrið um hve litlir karlar þið eruð í raun og veru og hversu ósjálfstæðír líka, og þurfið því að vitna hver í annann. Vonandi hefur þjóðarsálin þroska til að sjá það líka og koma ykkur þar sem þið eigið skilið í SANDKASSAN..
Verst var að upplifa föður minn heitinn algjörlega lost í þessu apparati og neitaði að trúa því hve rotið þetta samfélag var, þó höfðu gæðíngar Sjálfstæðísflokksins rænt hann aleigunni, sem var fólkin í allskonar verðbréfum.  Svei ykkur bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 21:51

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú varst orðin svo þægilega meyr, Ásthildur, en hver fjandinn hleypur eiginlega í þig í #47 ..... stafsetningin prúða farin veg allrar veraldar og málfræðin líka, það er eins og rauðvínið í Austurríki fari ekki alltof vel í þig .....slakaðu ögn á kona.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:07

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, berufsverbot er orðið....sérðu ekkert eftir því að hafa látið svona fasisma út úr þér?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:07

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Barði, þetta eru óskapleg tíðindi og eiginlega ekki þess konar tíðindi sem hægt er að gleðjast yfir. Veistu hvort völvufarganið sem rausa úr sér allt vit um áramótin voru búnar að sjá þetta fyrir?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:09

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, kannski er með pólitíska arfleifð eins og ættar auðinn...... er ekki sagt að það taki þrjá ættliði að sólunda honum?

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:10

52 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Baldur !

Þú ferð; yfir öll mörk, í andsvörum þínum, til Ásthildar Cesil - og ættir að biðja hana afsökunar, á orðhengilshættinum; þér, að segja, fornvinur góður.

Fjarri fer því; að við Ásthildur séum alltaf, sama sinnis, í ýmsum viðfangs efnum, en það get ég vottfest - sem aðrir; sem til hennar þekkja, að hún er sannur land- og þjóðvinur, og ærleg, í hvívetna.

Þar um; ei meir að tala - eins og Jón Indíafari hefði kosið, að nefna, nema;; ég neyðist til, að setja frekar ofan í við þig, Baldur minn.

Með; eftir sem áður - hinum sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 22:10

53 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásthildur þessir heiðursmenn eru því miður bara búnir að þroskast hálfa leið í átt að gagnrýnni hugsun. Þeir eiga eftir seinni hlutann og þann erfiðasta: sjálfsgagnrýni.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 22:11

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, Björn Bjarnason var alla sína tíð á þingi risi meðal dverga. Mikið saknar ég þess manns. Þá var öldin önnur er Gaukur bjó á stöng.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:13

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skríll, takk fyrir innlitið ..... þá mátt gjarnan líta oftar inn og staldra lengur við :)

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:14

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heiðvirði og stórskemmtilegi Árnesgoði, áminningar þínar les ég ávallt hrærðum huga og svo er einnig núna. Um Ásthildi skal ég ekkert fjölyrða, mér sýnist hún alveg þess megnug að bregða fyrir sig skildi og ekki er hún síður skeinuhætt í spjótalögunum ....... sú virðulega frauka. Vona af alhug að þér vegni vel og sért við hestaheilsu, nú er kominn Þorri og ef við þreyjum hann munum við líta fagurt sumar og væri þá gaman að kasta á þig kveðju einhvern tíma ef svo giftusamlega ber undir.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:18

57 identicon

Bara svo þú vitir það Baldur,að þá vorkenni ég þér enn.

Númi (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 22:22

58 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Wikipedia: Berufsverbot is an order of "professional disqualification" under German law. A Berufsverbot disqualifies the recipient from engaging in certain professions or activities on the grounds of his or her criminal record or membership in a particular group.

Baldur: Það sem ég átti við snerist ekkert um þýsk lög heldur siðferðisleg og heimspekileg gildi, hugtök sem ég vona að virðist ekki framandi. Það er ávallt varasamt að brydda upp á tilvísunum til þýskra nasista, og gildir einu hvort það sé gert undir rós. En þegar það kemur úr þessari átt, þá er það hinsvegar eins og slett sé skyri í bland við hálfstorknaða steypu úr stóru íláti á tólftu hæð í glerhúsi. Það er ekki aðeins húsið sem brotnar, heldur dettur líka sá sem átti skyrið á rassinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 22:25

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég sé að þú skilur fyrr en skellur í tönnum en ert of forhertur til að biðjast velvirðingar. Þú átt eftir að kafna í skyrdollunni með þessu áframhaldi.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:30

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Annars er hlægilegt að sjá aðfarir þínar á blogginu, Guðmundur, þú ert eins og grálúsugur hundur á öllum bloggsíðum í dag, berandi blak af kvenímynd þinni, hinni heilögu Birgittu, en úthúðandi strangheiðarlegum og þjóðhollum einstaklingum á báða bóga og sést ekki fyrir. Ég skal biðja Núma að vorkenna þér ef það skyldi hjálpa, hann er manna duglegastur að vorkenna.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:33

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Númi, ég var orðinn hræddur um að vorkunnsemi þín væri á þrotum.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:33

62 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir vörnina Óskar minn og fleiri hér.  Ég hef alltaf haft munnin fyrir neðan nefið og mér er gefið að svara fyrir mig, það gerir mín Hornstranda arfleifð sem ég er stolt af.  Vissulega er rauðvínið bæði ódýrt og gott hér í Austurríki og besta vínið framleitt hér í Burgenland þ.e. í Blau Frankies héraðinu, Þar sem  ég hef heimsótt vínarbændur og dreypt af þeim eðal vökva sem þeir framleiða.  Það breytir samt engu um mínar skoðanir.  Þó ef til vill sé ég eitthvað kærulausari en venjulega um stafsetningu.  Það getur líka skrifast á tölvuskriflið sem ég er með, sem hleypur útundan sér.  En allavega gott fyrir andstæðing að skella skuldinni á rauðvínið þegar andsvörin klikka, eða geturðu á einhvern hátt andmælt því sem ég hef sagt hér minn ágæti?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 22:39

63 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég stend líka með Birgittu í þessu máli sem öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 22:41

64 Smámynd: Baldur Hermannsson

Slepptu því kona að kalla mig saklausan "þinn ágæta", við erum ekki einu sinni dús mér vitanlega. En satt að segja Ásthildur sé ég ekkert annað í tilsvörum þínum en eintóma merkingarlausa froðu. Ég segi þetta ekki til þess að vera hortugur við þig, ég segi þér bara sannleikann umbúðalaust. Þú ert þarna eitthvað að úthúða Sjálfstæðisflokknum og ég sé enga ástæðu til þess að gera veður út af því, það er enginn skyldugur til þess að þykja vænt um hann ..... en þessi umræða snýst bara ekki um Sjálfstæðisflokkinn, hún snýst um Birgittu Jónsdóttur og auvirðilega smjörklípu hennar í Silfri Egils.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 22:45

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Allir sem hafa áhuga á Birgittu-málinu ættu að lesa bloggpistil Runólfs Þórhallssonar, hann er mjög skýr og greinargóður:

http://runzac.blog.is/blog/runzac/entry/1135985/#comment3085394

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:09

66 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Baldur það er sama froðan og ég sé frá þér.  Og nú finn ég loksins að ég hef náð undir skinnið á þér, það er gott, því svo sannarlega hefur þú vondan málstað að verja  og ágætt að finna að hafa hitt á veikan blett.  Því allt sem ég hef sagt hér um sjálfstæðísflokkinn hef ég reynt á eiginh skinni, hvergi hef ég hallað máli eða orðum aukið. Þið eigið allan ykkar skít og meira til.  En með Birgittu stend ég og er alveg viss um að Birgitta á ekki til smjörklípu, það er ykkar sjálfstæðismanna, samfylkingar, vinstri grænna og framsóknar skrifað viljandi með litlum stöfum að viðhafa smjörklípur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 23:11

67 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æ guð minn almáttugur, þegar kellingarnar koma nú sigri hrósandi með þessi ævagömlu skítatrix.....elstu trixin í bókinni ....."nú finn ég loksins að ég hef náð undir skinnið á þér" ....."ágætt að finna að hafa hitt á veikan blett" ........"Þið eigið allan ykkar skít"......og þar fram eftir götunum. Þessi trix snarvirkuðu þegar þú varst ung, Ásthildur, heyrirðu það: þegar þú varst ung og varst að knésetja unga menn og óreynda. Nú ert þú orðin hundgömul og ég er enn eldri, allt of gamall til þess að falla fyrir svona billegum brögðum. Stattu bara heils hugar með þínum Birgittubjána og haltu áfram að hunsa bæði staðreyndir og rök, þér líður örugglega best þannig og hvorki ég né nokkur annar mun áfellast þig fyrir trygglyndið.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:18

68 identicon

Ef Ásthildur er svona frábær og allt hennar fólk og flokksfélagar og Birgitta líka, hvernig stendur þá á því að flokkur hennar Frjálslyndi er fokinn út í veður og vind og mælist ekki einu sinni í skoðanakönnunum? Og Hreyfingin með tvö prósent og fylgið hrunið af henni. Samanlagt eru þessir tveir flokkar ef flokka skyldi kalla með tveggja prósenta fylgi (2 + 0 = 2)á meðan Sjálfstæðisflokkurinn sem hún formælir af heift fer með himinskautum, bætir við sig fylgi í hverjum mánuði og mælist nú með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. EF kenningar Ásthildar stæðust þá ættu flokkar hennar að vera með það fylgi sem blessað Íhaldið hefur og svo öfugt en því fer aldeilis fjarri.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:21

69 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábær greining Sigvaldi. Þú skýtur föstum skotum og öll hæfa þau markið með glæsibrag. Maður spyr sig einmitt: hvað eru þessar kellingar eiginlega að þenja sig? Þær tala eins og væru þær einhverjir sérstakir umboðsmenn íslensku þjóðarinnar en svo er það bara 1% sem styður þær. Og þær voga sér að formæla bestu, stærstu, glæsilegustu og farsælustu stjórnmálahreyfingu Íslandssögunnar .........nei, þetta er ekki í lagi.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:24

70 identicon

Það er fjör hér!

Skúli (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:31

71 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og þær voga sér að formæla bestu, stærstu, glæsilegustu og farsælustu stjórnmálahreyfingu Íslandssögunnar .........nei, þetta er ekki í lagi.

Hahaha þið félagarnir sláið Sóley Tómasdóttur út, og ég hélt að það væri ekki hægt.  Ræfilstuskurnar þetta með bestu, stærstu, glæsilegustu og farsælustu stjórnmálahreyfingu Íslandssögunnar er svo fyndið og hvar eru þið nú? þessi stærsta, glæsilegasta, farsælasta stjórnmálahreyfing Íslandssögunnar hefur skilið okkur íslenska þjóð eftir næstum á vonarvöl. 

Ef íslendingar væru ekki svona miklir kjánar með atkvæðín sín, þá væri þessi flokkur minni en Frjálslyndiflokkurinn er í dag.  Og sá tími mun koma að það verður þannig.  Ég segi eins og kjáninn Jóhanna; Minn/okkar tími mun koma, og það gerist fyrr en ykkur grunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 23:39

72 identicon

Já Baldur minn þetta er bara ekki í lagi. Ásthildur segir að hún sé fólkið og svo segir hún að fólkið sé "svona miklir kjánar með atkæðin sín" af því það kýs bara alls ekki hana, félaga hennar í Frjálslynda flokknum og Birgittu og Hreyfinguna en ætlar í staðinn að kjósa flokkinn sem vill "Stétt með stétt", allir að ganga í takt, gjaldeyrissköpun, atvinnu og frjálst framtak. En fólk er engin fífl heldur eru Íslendingar almennt mjög heilbrigt og vel gefið fólk. En ég ég áhyggjur af þessari frú frá Ísafirði. Baldur ert þú ekki efnafræðingur með aðgöngu að rannsóknarstofu? Þú ættir að mæla í henni díoxín innihaldið. Þetta er bara ekki í lagi hvernig konan lætur.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:48

73 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn fær minnst 40 prósent í næstu kosningum ef hann stillir upp með nýju og dugandi liði, svona heilt yfir. Ég hitti margt fólk og finn hvernig vindar blása. En það er ekki hægt að verða minni en Frjálslyndi flokkurinn. Það er stærðfræðilega og eðlisfræðilega ekki mögulegt því stjórnmálaflokkur getur ekki orðið minni en núll en það er sá flokkur í dag. Klofingsbrot úr hinni glæstu Sjálfstæðishreyfingu Íslands hafa aldrei orðið langlíf. Heima er best - Stétt með stétt!

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:51

74 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er fallegt af þér, Sigvaldi, að hafa áhyggjur að velferð ísfirsku hvítabirnunnar, en það er enginn vandi svo slæmur að hún Jónína Ben lækni hann ekki snarlega með vel heppnuðu detoxi. Og þá er aldrei að vita nema hvítabirnan snúi frá villu síns vegar, gangi aftur alls hugar fegin í íhaldsfaðminn volga og taki þátt í göngunni miklu .....þegar íslenska þjóðin gengur inn í nýja gullöld undir forystu flokks allra stétta.

Baldur Hermannsson, 23.1.2011 kl. 23:58

75 identicon

Ég held að þú sért góður markaðs maður Baldur.  Þú færð nefnilega fullt af athugasemdum þegar þú skrifar, en það sem þú skrifar er bara yfirleitt tóm steypa.

Brynjar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:41

76 identicon

Er sú saga sönn sem ég heyrði á kaffihúsi niðri í bæ í kvöld að Wikileaks sé nú komið með alla tölvupósta þingmanna og starfsmanna þingsins frá því fyrir hrun og ætli að birta allt gillimojið og að innihaldið sé slíkt að valda muni kaflaskilum í Íslandssögunni?

Barði Gangdal (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:47

77 identicon

Hvað með þann glæp sem er Sjóvárvafningur Bjarna Ben formanns þíns? Bjarni var á hálum ís þegar hann réttlætti gjörninginn í viðtali sumarið 2009 og sagði að íslenska þjóðin myndi ekki þurfa að greiða neitt fyrir tapið (þjófnað þeirra). En annar er nú komið í ljós. Er það ekki glæpur að ræna bótasjóð tryggingarfélags?
http://www.svipan.is/?p=21004

Margret (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:48

78 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Sigvaldi Ólafsson !

''Sjálfstæðisflokkur'' þinn; er ómengaður glæpa flokkur - og vel má vera; að hinir þrír (B - S og V), komist ekki í 1/2 kvisti, við þetta ræksni þitt - og ykkar Baldurs; beggja, ágæti drengur. Meira að segja; Baldur sjálfur, hefir ekki getað hrakið orð mín, þar um, enda,......... veit hann; sem aðrir upplýstir landsmenn, að Davíð Oddsson / Halldór Ásgrímsson / Jón Baldvin Hannibals son og Steingrímur J. Sigfússon, ættu allir - sem einn, í dýflissum að sitja, Helvízkir.

Vel; sem drengilega, verst Ásthildur Cesil, sem oftar, kárínum öllum, sem vænta mátti. Næst; þegar ég hitti hana, persónulega, mun ég biðja hana, fyrir hönd forfeðra sinna - sem formæðra; afsökunar á, hversu mörgum Strandamanna, frændi minn, Þorleifur Kortsson; Lögmaður í Bæ í Hrútafirði (1615 - 1698), kom á bálið - þar Nyrðra, sem Vestra, gott fólk.

Með kveðjum þeim; sem fyrri fóru - og áður /

Óskar Helgi   

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:53

79 identicon

Já, ef vestfirsku nornirnar brynnu jafn glatt í dag og þær gerðu þá, þá væri fjórðungurinn í betri málum en hann er í dag.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 00:57

80 identicon

Sigvaldi !

Þetta síðasta skeyti þitt; (nr. 79), er svo langt fyrir neðan beltis stað - að öngvu tali tekur; þér, að segja.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 01:00

81 identicon

Sigvaldi *46 : Frábær pistill Björns Bjarnasonar sem segir allt sem þarf:

"Staðreynt er að Birgitta og þingmenn Hreyfingarinnar höfðu hér á sínum vegum í desember 2009 nokkra einstaklinga tengdum WikiLeaks sem sérhæfir sig í að safna opinberu efni og miðla því á vefsíðu sinni" BB

Þessi smjörklípupistill segir allt sem segja þarf um BB. Fram hefur komið hjá Birgittu sú staðreynd að tölvan var sett upp áður en að Wikileaks fólkið var hér. Auk þess ýjar BB að því að Wikileaks sérhæfi sig í því að stela efni með njósnum, en staðreyndin er sú að Wikileaks hefur ekkert með öflun gagnanna að gera, W birtir bara gögn frá öðrum aðilum. Fyrir utan þessar augljósu lygar BB, þá gleymir hann einnig að nefna þá staðreynd að Sjálstæðismenn höfðu einnig aðgang að þessu herbergi þar sem tölvan var.

Ekki skrítið að gamlir lygarar eins og BB séu hræddir við Birgittu og svo sérstaklega Wikileaks....eins og aðrir spilltir stjórnmálamenn.

magus (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 01:51

82 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og þú hefur ef til vill tekið eftir Sigvaldi þá snerta þessi gelt þín mig ekkert.  Þau eru svo langt frá og barnaleg að engu tali tekur, hvað ertu annars gamall?  Ættir þú ekki að vera í leikskólanum þínum?

Eiginlega er ég farin að vorkenna þeim Baldri og Sigvalda og fleirum hér.  'Eg var einu sinni með svona leppa fyrir augunum, en svo tók ég þá burtu og það sem ég sá var ekki falleg, svo ég ákvað að yfirgefa samkvæmið og hef aldrei séð eftir því eitt augnablik. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2011 kl. 08:01

83 identicon

Hjartanlega sammála þér Baldur.

Birgitta er í besta falli barnalegur kjáni.  Hún talar sannarlega ekki fyrir mína hönd í þessu glæfralega brölti sínu.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 09:02

84 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur Hermannsson er leiðindatarfur sem aldrei getur seti á sér við að koma illu til leiðar. Nálgunarbann kæmi vel til greina.

En þetta með hana Bitgittu lilu. Hún er náttúrlega bara yndisleg og mun fljótlega verða ráðherra.

Árni Gunnarsson, 24.1.2011 kl. 09:40

85 Smámynd: Björn Birgisson

Birgitta ráðherra? Þarf þá ekki að koma hlerunartækjum fyrir í ráðherrastólnum?

Björn Birgisson, 24.1.2011 kl. 11:32

86 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kýs hiklaust Birgittu sem ráðherra. Hún er heiðarleg, djörf og einlæg. Hún er eiginlega allt sem aðrir á þingi eru ekki. Og samt ekkert vont um neinn sérstakan. Bara það þarf fleyri á þing og inn í embættismannakerfi af sömu sort og Birgitta er...

Baldur er síður enn svo fullkomin eins og sést best á þessum pistli. Hann hefur ekkert vit á sjaldgæfum eintökum af fólki eins og Birgittu. Assange og Birgitta eiga að fá íslensku fálkaorðuna fyrir sína vinnu í þágu mannkynsins. 

Tek undir með magus hér að ofan...

Óskar Arnórsson, 24.1.2011 kl. 12:01

87 identicon

Það er umhugsunarefni að það sem ég er að benda á með fullkomlega málefnalegum hætti með tilvísun í staðreyndir skuli ekki snerta Ásthildi því hún þykist vera þáttakandi í stjórnmálum. Samt les hún ekki dagblöðin og hún afneitar staðreyndum og kallar þær "gelt". Ég hef bara bent á að hún og félagar hennar í Hreyfingunni og Frjálslynda flokknum eða hvað þetta lið kýs að kalla sig, njóta einskis fylgis né trausts meðal kjósenda. Þetta eru staðreyndir upp úr skoðanakönnunum. Fylgi Hreyfingarinnar er hrunið og Frjálslyndi flokkurinn er horfinn. Ég bendi á þetta því Ásthildur segir að hún sé "fólkið". Á sama tíma níðir hún og hamast á Sjálfstæðisflokknum sem er lang stærsta og öflugasta fjöldahreyfing í stjórnmálum á Íslandi í dag og er óðum að ná fyrri styrk eftir leið mistök og erfiða tíma. Það gerir hann því þjóðinni þykir vænt um flokkinn sinn á meðan hún fyrirlítur og sniðgengur fyrirbæri eins og Hreyfinguna og Frjálslynda flokkinn. Skoðanakannanir og kosninganiðurstöður sanna það og þarf ekki mig né aðra til að fullyrða neitt um þá staðreynd.

"Vinnum saman - Áfram Ísland - Stétt með stétt - Gjör rétt, þol ei órétt".

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 12:29

88 identicon

Það er gott og blessað Sigvaldi að þú skulir vera svona málefnalegur.  Máli þínu til stuðnings bendir þú á blöðin og þá líklega skoðunakannanir sem hafa birst undanfarið.  Þú aftur á móti lest það sem þú vilt út úr þessum könnunum.  Það vita það flestir sem fylgst hafa með þessum málum að þeir sem eru óvissir og nefna engan flokk eru í mun minna mæli að fara að kjósa Sjálfstæðisflokkinn heldur en þú og Baldur vinur þinn haldið.  Stærri hluti af Óvissufylginu fer á hina flokkanna og ég get lofað þér því að Birgitta nýtur meiri vinsælda en þú heldur.

Ég er einnig viss um það að þú og Baldur vinur þinn kjósið Sjálfstæðisflokkinn og hafið alltaf gert og munið alltaf gera sama hvað.  Þar með eruð þið ásamt mörgum skoðunarbræðra ykkar ekki óvissufylgi.

Síðan erum við hinir. Óflokksbundnir hugsandi menn og konur sem erum hundleið á ruglinu í ykkur tveimur ásamt öllu þessu fjórflokksrugli sem viljum eitthvað nýtt og óspillt.  Þá kemur hún Birgitta bara vel til greyna.

Brynjar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 13:25

89 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar Arnórsson, það er nú dálítið gróft af þér að halda því fram, að ég sé ekki fullkominn en þér er fyrirgefið. Birgitta hefur vafalaust einhverja kosti þótt ég komi ekki auga á þá.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:30

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, það er satt, það er ótrúlega billegt að ýta jafn rökvísum og málefnalegum andstæðingi eins og þér út af borðinu á þeim forsendum einum saman að þú "snertir" ekki blessaða konuna. Það er orðið fjandi hart ef konur neita að ræða málin nema káfað sé á þeim fyrst.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:32

91 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Brynjar.  Þetta er dæmigerður málflutningur rökþrota manna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2011 kl. 13:33

92 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, hvaða fjórflokksrugl ert þú að gaspra um? Það er ekki til neinn fjórflokkur. En B, D, S og VG hafa stuðning um það bil 95% þjóðarinnar og þó að þið 5% sem eftir eruð séuð í einhverju geðillskukasti, þá hlustar enginn á ykkur vegna þess að þið hafið ekkert fram að færa nema geðillskuna, óánægjuna og ástfóstur við tölvuhakkara og skemmdarverkamenn. Farið þið bara upp í hálendið, sláið tjöldum og rífist hver við annan og látið alminlegt fólk í friði.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:36

93 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei sko, Ásthildur risin úr rekkju, fersk eins og morgungyðjan nýrisin úr öldunum .... og strax byrjuð að kýta. Hafðu nú mín ráð og snertu ekki rauðvínið fyrr en með kvöldmatnum.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:37

94 identicon

Bravó Baldur.   Besti Flokkurinn fékk nú töluvert fylgi.  Síðan hef ég tekið eftir einu með þig að þú getur aldrei svarað með rökum.  Þetta er bara upphrópannir og skætingur en engin rök.  Ég er ekki tölvuhakkari, skemmdarverkamaður né kommúnisti.

Brynjar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 13:42

95 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, ég svara alltaf rökum með rökum, en steypu og stælum er erfitt að svara með öðru en skynsamlegum fortölum. Besti flokkurinn hefur aldrei boðið fram í þingkosningum.......til hvers ertu að afvegaleiða vitræna umræðu með svona útúrsnúningi? Haltu þig við efnið.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:47

96 identicon

"þið 5% sem eftir eruð séuð í einhverju geðillskukasti, þá hlustar enginn á ykkur vegna þess að þið hafið ekkert fram að færa nema geðillskuna, óánægjuna og ástfóstur við tölvuhakkara og skemmdarverkamenn. Farið þið bara upp í hálendið, sláið tjöldum og rífist hver við annan og látið alminlegt fólk í friði."

Það er mikið af rökum þarna.

En þakka þér samt Baldur ég ætla að reyna að bera virðingu fyrir þér.

Brynjar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 13:54

97 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vertu ekki að því Brynjar, ég þarf ekki á þinni virðingu að halda og þar að auki ber ég nákvæmlega enga virðingu fyrir þér eða þínum fimm geðillskuprósentum.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 13:56

98 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hér er kjarni þessa máls saman kominn í afar hnitmiðuðum pistli eftir sjálfan Björn Bjarnason, sem er einna fróðastur núlifandi Íslendinga um alþjóðamál og ummæli hans verða með engu móti hunsuð ...... ég leyfi mér að birta textann orðréttan, Því tilefnið er svo gríðarlega mikilvægt:

"

Sunnudagur 23. 01. 11.

Furðu vekur hve Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyfingarinnar, hefur tekist að þvæla sér inn í vandræðamál sem teygja sig víða um lönd. Hún átti hlut að því að kalla hingað til lands hóp aðgerðasinna í umhverfismálum til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og álveri á Austurlandi. Í hópnum reyndist vera flugumaður á vegum bresku lögreglunnar sem fylgdi þessum hópi land úr landi. Hann hefur nú snúið baki við lögreglunni og leitast við að koma sér í mjúkinn hjá Birgittu með því að ala á grunsemdum í garð lögregluyfirvalda þeirra landa, sem hann sótti heim.

Þegar í óefni er komið velur Birgitta þann kost að gera aðra tortryggilega vegna  þessara erlendu samstarfsmanna sinna. Nú vill hún klína því á íslensku lögregluna að flugumaður var í hópnum sem hún dró til landsins og heimtar opinbera rannsókn á málinu!

Staðreynt er að Birgitta og þingmenn Hreyfingarinnar höfðu hér á sínum vegum í desember 2009 nokkra einstaklinga tengdum WikiLeaks sem sérhæfir sig í að safna opinberu efni og miðla því á vefsíðu sinni. Í herbergi sem þingmennirnir gátu nýtt var sett ómerkt og órekjanleg fartölva sem tengd var inn í tölvukerfi alþingis. Þegar bent var á að hugsanlega mætti rekja þessa tölvu til erlendra vina Birgittu las hún sér til málsvarnar ljóð í ræðustól alþingis. Hún gat ekki neitað tengslum við WikiLeaks-mennina.

Vegna þessara WikiLeaks-tengsla hefur Bandaríkjastjórn óskað eftir persónuupplýsingum um Birgittu frá Twitter-samskiptasíðunni.  Þegar Birgitta frétti af rannsókninni í Bandaríkjunum sneri hún sér til íslenskra ráðherra með upphrópunum og heimtaði afskipti Alþjóðaþingmannasambandsins.

Að breyta þessum vandræðagangi í íslenskt vandamál af því að Birgitta var kjörin hér á þing og skuli þess vegna njóta sérréttinda stangast á við allt mótmælastand þingsmannsins. Af hverju tekur hún ekki sjálf slaginn við þá sem hún telur beita sig rangindum? Væri hún utan þings er víst að hún úthrópaði þá sem nýttu sér friðhelgi þingmanna.

Framkoma Birgittu eykur ekki virðingu fyrir þingmönnum og síst af öllu að hún hafi kallað hingað til starfa með þingflokki Hreyfingarinnar forráðamenn WikiLeaks í því skyni að undirbúa löggjöf til að veita þessum sömu mönnum skjól og svigrúm til að athafna sig hér á landi.

Er ekki tímabært að þingmenn taki sig saman og segi hingað og ekki lengra?"


Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 14:10

99 identicon

Mér þykir leitt að fólk skuli ekki geta tekið þátt í málefnalegri umræðu og komið með mótrök á móti því sem ég tefli fram. Ég viðurkenni fúslega að Sjálfstæðisflokkurinn gerði leið mistök á hinum svokölluðu góðærisárum en fram að þeim gekk mjög vel. Hér var undir forystu Sjálfstæðisflokksins byggt upp fyrirmyndar velferðarþjóðfélag í fremsta flokki á heimsvísu, nánast upp úr moldarkofunum sem við bjuggum í allt fram á miðja síðustu öld. Alvarlegustu mistökin voru þau að sleppa villidýrunum lausum í viðskiptalífinu. Þau misnotuðu traustið sem þeim var sýnt með hræðilegum hætti. Nú er bara að bæta fyrir þessi mistök og það getur flokkurinn ef hann teflir fram nýju fólki í sínum röðum og sýnir þjóðinni hvað í alvöru er mikið spunnið í þessa miklu fjöldafylkingu sannra og góðra Íslendinga. Þjóðin mín ætlar ekki að klikka og láta lýðskrumara villa sér sýn þó við höfum lifað þrengingar að undanförnu því hún hafnar með öllu lýðskrumurum á borð við Frjálslynda flokknum, og nú síðast farin að segja nei takk við Hreyfingunni, Framsókn, Vinstri Grænum og Samfylkingu en þjappar sér saman um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er engin Íhaldslygi heldur bara staðreyndir upp úr vísindalega gerðum skoðanakönnunum. Ekki einni - heldur mörgum.

"Aldrei að víkja - Stétt með stétt!"

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:11

100 identicon

Nú sit ég hér með tárvot augun og segji bara við ykkur 2.   Takk strákar og fyrirgefiði, ég sé þetta allt í réttu ljósi núna.

Brynjar (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:17

101 identicon

Allt í lagi vinur. Gott að þú hefur séð ljósið eins og stöðugt fleiri Íslendingar gera dag hvern nú um stundir. Mundu svo að þegar þú kemur í kjörklefann þá krossarðu við bókstafinn D.

"D - fyrir Drottinn", það segi ég alltaf við sjálfan mig um leið og ég munda blýantinn þegar ég fer að kjósa.

F er fyrir fávita og H er fyrir hálfvita, B er fyrir bjálfa, S er fyrir Sauði og V er fyrir vitleysinga. Mundu það Brynjar minn. 

"Vinnum saman - Áfram Ísland!".  

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:24

102 identicon

Þarna vitnar Baldur Hermannsson í pistil Björns Bjarnasonar,,,,,,,,,,,,halló ,,,,,halllllóóó..Hver var það er stóð hér fyrir  hlerunum og allskyns undirferlisvinnubrögðum og njósnum um aðra ráðherra og þingmenn,ritstjórum, og lét hlera síma hjá þeim er hann taldi vera sér sem ógnun,þá almenningi og öðrum ráðamönnum.Svar : Bjarni Benediktsson faðir Björns Bjarnasonar.....

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 14:25

103 Smámynd: Baldur Hermannsson

$99 hjá Sigvalda er svo góð, svo vel orðuð, hnitmiðuð og svo dásamlega rétt að ég leyfi mér að birta hana aftur ..... fegurri ástarjátningu til sannleikans er vart hægt að ímynda sér:

"

Mér þykir leitt að fólk skuli ekki geta tekið þátt í málefnalegri umræðu og komið með mótrök á móti því sem ég tefli fram. Ég viðurkenni fúslega að Sjálfstæðisflokkurinn gerði leið mistök á hinum svokölluðu góðærisárum en fram að þeim gekk mjög vel. Hér var undir forystu Sjálfstæðisflokksins byggt upp fyrirmyndar velferðarþjóðfélag í fremsta flokki á heimsvísu, nánast upp úr moldarkofunum sem við bjuggum í allt fram á miðja síðustu öld. Alvarlegustu mistökin voru þau að sleppa villidýrunum lausum í viðskiptalífinu. Þau misnotuðu traustið sem þeim var sýnt með hræðilegum hætti. Nú er bara að bæta fyrir þessi mistök og það getur flokkurinn ef hann teflir fram nýju fólki í sínum röðum og sýnir þjóðinni hvað í alvöru er mikið spunnið í þessa miklu fjöldafylkingu sannra og góðra Íslendinga. Þjóðin mín ætlar ekki að klikka og láta lýðskrumara villa sér sýn þó við höfum lifað þrengingar að undanförnu því hún hafnar með öllu lýðskrumurum á borð við Frjálslynda flokknum, og nú síðast farin að segja nei takk við Hreyfingunni, Framsókn, Vinstri Grænum og Samfylkingu en þjappar sér saman um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er engin Íhaldslygi heldur bara staðreyndir upp úr vísindalega gerðum skoðanakönnunum. Ekki einni - heldur mörgum.

"Aldrei að víkja - Stétt með stétt!""

Takk fyrir, Sigvaldi.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 14:29

104 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, ertu ekki búinn að lesa nýju bókina eftir Þór Whitehead? Forhertir og samviskulausir landráðamenn gengu hér meðal vor og sátu á svikráðum við eigin þjóð. Bjarni Benediktssongerði rétt í því að láta hlera kommúnista. Ég virði Bjarna sértsaklega fyrir að hafa látið hlera þennan óþjóðalýð. Hugrakkur maður og drengur góður, Bjarni Benediktsson. Hann er oss horfinn en minningin lifir skær og fögur.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 14:32

105 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sjálfstæðislokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka vegna sjálfstæðisstefnunnar.

Sjálfstæðisstefnan er nákvæmlega eins í dag og hún var framsett árið 1929, hún hefur ekkert breyst.

Stefna vinstri flokkanna hefur hins vegar heilmikið breyst, allavega á prenti vegna þess að vinstri menn sjá að hin upphaflega stefna myndi aldrei ná neinu fylgi, en þeir framfylgja samt óþægilega stíft sinni gömlu stefnu.

Og hvert hefur vinstri stefnan þróast?

Í átt að sjálfstæðisstefnunni, því vinstri menn tala um ágæti frjáls markaðar og frelsis almennt, þeir eru hættir að boða sinn harða sósíalisma, þótt þeir pukrist með hann í "reykfylltum bakherbergjum".

Hreyfingin er hálfundarlegt fyrirbæri, þar eru einstaklingar sem bjóða sig til starfa í stjórnmálum án þess að vera stjórnmálamenn. Það er svona svipað og ef ég ynni á Ásbirninum og gegndi stöðu háseta án þess að segjast vera sjómaður, ég fæ þetta ekki til að stemma.

Svo virðist markmið þeirra að skreppa á þing til að laga ýmislegt og þegar því er lokið, þá ætla þau að hætta í stjórnmálum, án þess þó að hafa verið stjórnmálamenn þótt þau starfi sem slíkir.

Þau halda kannski að þau séu eins og Jesús, en hann dvaldi hér á jörðu skamma hríð og hvarf til himna eftir að hann hafði komið sínum boðskap á framfæri.

Það má vel vera að þetta sé velmeinandi fólk, en ég skil það alls ekki.

Ég veit það eitt, að engum flokki hefur tekist jafnvel að byggja upp landið og Sjálfstæðisflokknum, enda eins og ég hef áður sagt, þá reyna allir flokkar að líkja eftir stefnu hans, með með afleitum árangri.

Fúslega viðurkenni ég samt stór mistök hjá sjálfstæðismönnum og breyskleika margra þingmanna hans. En gallaðir menn þekkjast víst líka í hinum flokkunum og ekki eru þeir færri þar.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2011 kl. 15:47

106 Smámynd: Baldur Hermannsson

Afar skynsamlegur pistill hjá Jóni Ríkharðssyni. Þessi pistill einkennist af hógværð og mikilli lífsreynslu höfundar, sem er íslenskur sjómaður eins og þeir gerast bestir. Margir sem hér hafa tjáð sig mættu læra af hógværð og kurteisi Jóns Ríkharðssonar.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 16:07

107 identicon

Þið eruð fyndnir gaurar,Baldur og Jón Ríkharðsson.Þetta kallast að vera með Davíðsheilkenni,og ég er nokkuð viss um það að það eru engin lyf til við því.Eflaust eruð þið búnir að sætta ykkur við það.Gott að þið náið vel saman,þið fyndnu gaurar.Jóhanna Sigurðardóttir er að koma þessu heilkenni inní sína samflokksmenn og virðist það virka alveg ótrúlega vel,því miður fyrir þjóðina því ESB-óværan er í því heilkenni.Já þú eryt stoltur Baldur af vinnubrögðum Bjarna Benediktssonar með hleranir og aðra njósnastarfsemi er átti sér stað hér á árum áður,já Baldur þetta kallast Davíðsheilkenni. Það kæmi mér ekki  á óvart þegar tímar líða að Davíð Oddsson hafi einnig notað hlerunartaktík á sína fjölmörgu fjandmenn sína,Davíð sá óvini í öllum hornum.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:26

108 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er allt í lagi Númi, bara að þú hættir ekki að vorkenna mér. Og lagaðu lyklaborðið drengur, það er pirrandi að lesa texta þar sem orðunum er slengt í einu bendu án stafabils.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 16:30

109 identicon

Takk fyrir ábendinguna með lyklaborðið,það er orðið lúið.  Baldur ég mun aldrei hætta að vorkenna þér.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 16:46

110 Smámynd: Björn Birgisson

Um hvað fjallaði þessi færsla? Var það ekki einhver konukind? Nú eru lyklaborð, rauðvín, stafabil og hver á að vorkenna hverjum, eða ekki, komin í aðalhlutverkin, ásamt auðvitað Davíð Oddssyni. Er þetta nýjasta uppskriftin að naglasúpu?  

Björn Birgisson, 24.1.2011 kl. 16:57

111 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir hólið Baldur, en ég veit ekki hvort það hljómar sem ókurteisi þegar ég segi að Númi sé forhertur og hlandvitlaus andskotans vanviti sem hlotið hefur kvarnir í stað heila í vöggugjöf.

Því miður bera skrif hans þess vitni, sem og heigulsháttur hans, því hann þorir ekki að koma fram undir fullu nafni og mynd, eins og sannir karlmenn gera þegar þeir tjá sínar skoðanir á opinberum vettvangi, og sannar konur vitanlega.

Mér finnst þetta ekki ókurteisi hjá mér, stundum er sannleikurinn bara svona og það er illa hægt að orða hann á annan veg.

Til upplýsingar skynsömu fólki til handa, því Númi hefur ekki haus til að skilja staðreyndir, þá er þetta "Davíðsheilkenni" misskilningur. Ég get fallist á það, að Davíð var farsæll stjórnmálamaður lengst af, þótt hann hafi ekki gert allt rétt á sinni löngu stjórnartíð. En fullkominn stjórnmálamaður er ekki enn kominn fram.

Að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um Davíð, því ég þekki hann ekki neitt.

Davíð á engan þátt í mótun sjálfstæðisstefnunnar, því þegar hann fæddist, þá höfðu liðið nítján ár frá því hún var samin. Þótt Davíð sé ansi magnaður, þá efast ég um að hann hafi gert mikið hér á landi áður en hann fæddist.

Ef saga Davíðs er skoðuð, þá var hann eingöngu að framfylgja sjálfstæðisstefnunni og hann hélt mjög á lofti nafni forvera síns Ólafs Thors, því hann átti að sönnu mikinn hlut í sjálfstæðisstefnunni.

Það er til haugur af svona vitleysingum sem þykjast geta lesið huga fólks sem þeir þekkja ekki neitt eins og opna bók, en fyrir þá sem skilja staðreyndir vil ég segja, að ég hugsa afskaplega lítið um Davíð.

Ég á yndislega fjölskyldu sem ég hugsa einna mest um, einnig er ég svolítið upptekinn af ýmsum áhugamálum tengdum bókmenntun og músík.

Ég vil ekki leggja meira á duglega og vinnusama heilann minn en orðið er, enda sé ég ekki tilgang í því að hugsa mikið um Davíð.

Hann er hættur í pólitík, þótt hann láti skoðanir sínar í ljós eins og ég, Númi og fleiri.

Tími Davíðs er löngu liðinn eins og tími margra góðra manna sem staldrað hafa við í pólitík um mislanga hríð.

Sjálfstæðisflokkurinn fylgir ekki stefnu Davíðs, heldur sjálfstæðisstefnunni, svo ég endurtaki sjálfan mig aðeins.

Og Davíð fylgdi bara sjálfstæðisstefnunni eins og sjálfstæðismenn eiga og ger og hann er ósköp venjulegur maður að ég tel, sannur sjálfstæðismaður eins og ég, Baldur, Sigvaldi og fleiri.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2011 kl. 16:59

112 identicon

Já þetta er nú að verða meiri naglasúpan. Jón Ríkharðsson segist lítið þekkja til Davíðs,en ver hann samt á fullu og vitnar í ýmislegt honum foringjanum til verndar. Nú vorkenni ég bæði Jóni og Baldri. Þeir mega eiga það að þeir eru skemmtilega ýktir pennar,áfram Jón og Baldur.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 18:20

113 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vert þú ekki men ólíkindalæti, Björn Birgisson, þetta er umræða, þetta er Ísland, og á Íslandi endar öll umræða í Davíð Oddssyni.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 19:08

114 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, það er trúlega rétt að Númi sé heigull en við skulum þá minnast þess að hann hefur fullan rétt til þess að vera heigull. Hann eigrar um netið í skjóli nafnleyndar og staðfestir því þann ásetning sinn að vera heigull um aldur og ævi. En ég kann vel við Núma. Brjóst mitt er bólgið af kristilegu umburðarlyndi og ég lít svo á að hann sé maður alveg eins og við hinir sem þorum að koma fram undir fullu nafni. Og Númi hefur lengið vorkennt mér af heilum hug og nú er hann byrjaður að vorkenna þér líka. Já Númi karlinn er mér að skapi þótt heigull sé.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 19:14

115 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur: "frekar en að elta ólar við breskan kjaftask á Kárahnúkum .... mann sem engu máli skiptir"

visir.is: Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla "Í ljós hefur komið að einhverjir af flugumönnunum sváfu hjá umhverfisverndarsinnunum. Konurnar segjast hafa verið misnotaðar af lögreglunni. Meðal þeirra sem komu sér fyrir í röðum aðgerðarinnanna var Mark Kennedy"

Að mati Baldurs Hermannssonar eru kynferðisbrotamenn sem sagt bara kjaftaskar sem engu máli skipta. En þetta er kannski allt í lagi, svo lengi sem það er bara "útlenskt skemmdarverkapakk" sem er misnotað með þessum hætti. Þá er líka ágætt að sú afstaða liggi fyrir, að það megi níðast á minni máttar, sérstaklega útlenskum konum. Slík viðhorf myndu eflaust falla í góðan jarðveg í Rwanda, eða þannig, en ætli þau eigi vel heima í íslenska skólakerfinu?

Baldur: "Bjarni Benediktsson gerði rétt í því að láta hlera kommúnista. Ég virði Bjarna sértsaklega fyrir að hafa látið hlera þennan óþjóðalýð."

Að mati Baldurs Hermanssonar hefur fólk sem hann lítur niður á ekki rétt á sömu mannréttindum og aðrir. Ágætt að sú afstaða liggi fyrir líka.

Baldur: "of forhertur til að biðjast velvirðingar. Þú átt eftir að kafna í skyrdollunni með þessu áframhaldi."

Virðing er eitthvað sem maður ávinnur sér (gangi þér vel með það Baldur). Ég skal hinsvegar biðjast velvirðingar á nokkrum prentvillum sem ég sá eftir á í einni athugasemdinni frá mér. Og hafðu ekki áhyggjur af mér, á mínu heimili þykir skyr herramannsmatur sem við reynum að láta alls ekki fara til spillis.

Baldur: "Annars er hlægilegt að sjá aðfarir þínar á blogginu, Guðmundur, þú ert eins og grálúsugur hundur á öllum bloggsíðum í dag, berandi blak af kvenímynd þinni, hinni heilögu Birgittu, úthúðandi strangheiðarlegum og þjóðhollum einstaklingum á báða bóga"

Hláturinn lengir lífið, svo verði þér að góðu!

Eitt af einkennum rökþrots er að reyna að persónugera umræðuna, en í mínum huga snýst þetta hinsvegar ennþá um málefnið, sem eru pólitískar njósnir og skemmdarverk, kynferðislegt misferli, og jafnvel landráð ef íslenskir aðilar hafa átt hlut að máli. Baldur, þú virðist líka hafa gleymt því hver viðmælandinn er. Sem einn af stofnendum stjórnmálahreyfingar sem ítrekað situr undir gagnrýni fyrir þjóðhollustu, og er sú eina sem uppfyllir skilyrði laga um fjármál stjórnmálasamtaka, læt ég það vera hver það er sem er "úthúðandi strangheiðarlegum og þjóðhollum einstaklingum á báða bóga". Að mínu mati ber það hvorki vott um þjóðhollustu né heiðarleika að koma landráðum og kynferðisbrotum til varnar eða reyna að gera lítið úr þeim. Við skulum sjá hvað íslensk lög hafa að segja um þessa verknaði:

Almenn hegningarlög 93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Almenn hegningarlög: 199. gr. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum. ... ... ...

Af refsirammanum sést að um alvarlega glæpi er að ræða, en þetta þykir Baldri Hermannssyni "góðra gjalda vert" og að jafnvel eigi að senda brotamönnunum "ávísun og penar þakkir fyrir". Ekki síst þar sem brotin beindust gegn fólki sem Baldur lítur á sem "hyski". Dæmi hver fyrir sig um smekklegheitin í slíkum málflutningi.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 20:33

116 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér er líka hlýtt til Núma Baldur minn og vitanlega þykir mér vænt um að fá að njóta hans kærleiksríku vorkunnsemi og raggeitur eru vissulega líka menn, ekki má nú gleyma því, ég ber virðingu fyrir öllu sem lifir og smámennum líka, mér þykir kannski vænna um þau, því hjarta mitt er líka troðfullt af kristilegu umburðarlyndi og náungakærleik öllum til handa.

Mér finnst líka vænt um Jóhönnu og Steingrím Joð, þótt ég vilji ekki láta þau stjórna landinu.

Hann hefur líka skemmtilegan skilning á því sem hann les, kannski er hann bókmenntafræðingur, en þeir taka oft að sér að skilgreina það sem aðrir skrifa.

En Númi  minn, því miður hef ég ekki haft tækifæri til að kynnast Davíð, hann sést aldrei á vettvangi flokksins. En ég myndi fagna því ef ég fengi að kynnast honum, því hann er örugglega fjári skemmtilegur kall, þótt hann hafi örugglega einhverja galla líka eins og ég og fleiri.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2011 kl. 20:34

117 Smámynd: Björn Birgisson

Um hvað er umræðan sérstaklega? Í augnablikinu bera hæst níðskrifin um Núma, sem ætti auðvitað að koma fram undir fullu nafni eins og alvöru kvenmanni sæmir! Annað. Þegar við verðum öll dauð og öll kurl löngu komin til grafar í okkar stóru málum, mun Davíð Oddsson fá þvílíka falleinkunn sem stjórnmálamaður, að ég ætla hér og nú að fagna dauðanum og því að þurfa ekki að lesa um alla þá ósvinnu.

Björn Birgisson, 24.1.2011 kl. 21:00

118 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég kann nú ekki við að óska þér til hamingju með dauðann, Bjössi minn, enda verður garðurinn hnípinn þegar þú hættir að blómstra.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 21:06

119 identicon

Iss ekki lít ég á þessar athugasemdir snillingana Baldurs og Jóns sem einhverskonar níðskrif um mig. Mér finnst þeir bara fyndnir.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:14

120 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur: "Brjóst mitt er bólgið af kristilegu umburðarlyndi"

Já, ekki síst umburðarlyndi fyrir njósnurum, landráðamönnum, og kynferðisbrotamönnum.

Þú ert gullmoli Baldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 21:15

121 identicon

Ég vil bara taka það fram að ég er sammála öllu sem hér hefur komið fram í 118 færslum og þakka mínum sæla fyrir að vera Íslendingur. Sérstaklega finnst mér mikið koma til naglasúpuhugmyndarinnar með rauðvínsdassi.

Skondinn Spéfugl (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:18

122 identicon

Athugasemdir Jóns Ríharðssonar, sérstaklega þessi nr. 111 eru eins og talaðar út úr mínu hjarta.  Hugtökin "Davíðsheilkenni" og "náhirð" eru bara óskhyggja og tilbúningur svekktra vinstri manna. 

Þeir sem hallast til hægri hafa sína sannfæringu og lífssýn verandi ekkert að spá í Davíð Oddsson - þó hann sé örugglega ágætur að flestu leyti eins og við öll.  

Sigrún G. (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:20

123 Smámynd: Björn Birgisson

Þá er það dauðinn. Er í gestatölvu. Er að fara heim. Tölvan mín þar er steindauð og farin að lykta. Dó í fyrrinótt og verður jarðsett í kyrrþey. Blessi ykkur öll. Amen.

Björn Birgisson, 24.1.2011 kl. 21:27

124 identicon

visir.is: Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla "Í ljós hefur komið að einhverjir af flugumönnunum sváfu hjá umhverfisverndarsinnunum. Konurnar segjast hafa verið misnotaðar af lögreglunni. Meðal þeirra sem komu sér fyrir í röðum aðgerðarinnanna var Mark Kennedy.

Hvaða rugl er nú þetta? Þó að heilbrigðir James Bondar úr bresku lögreglunni hafi gert sér lítið fyrir og riðið þessum hippastelpum í tjöldunum uppi á Kárahnjúkum þá gerir það þá ekki að kynferðisafbrotamönnum! Þær hafa örugglega lagst á þá enda sjálfsagt hippafélagar þeirra karlkyns löngu náttúrlausir af öllum hassreykingunum. Það þarf meiri svona flugumenn og mér finnst að íslenska lögreglan ætti þegar að planta nokkrum slíkum í Hreyfinguna, helst inn í sjálfan þingflokkinn. Þá kæmi margt áhugavert í ljós.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:34

125 identicon

Nei Nei Baldur,nú er ég farin að vorkenna Sigvalda.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:47

126 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er að verða eins og málfundaræfing í einhverjum menntaskóla: endalaus orðræða sem fáir virðast nenna að hlusta á eða lesa. En allir vilja tala og skrifa!

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2011 kl. 21:50

127 identicon

Sigrún í pistli no 122,nefnir svekkta vinstri menn,og dásamar Davíð Oddssson og telur hann örugglega ágætan.

Til að uppfræða þig Sigrún og fleiri að þá er þessi Davíð talin einn af þeim tuttugu og fimm mönnum er bera mesta ábyrgð í heiminum á falli fjármálakerfisins. Þá er þetta einnig sá sami Davíð er undirritaði það að Íslenska þjóðin væri ein af þeim er studdi innrásina inní Írak.  Sigrún hve mörg manslíf er þessi styrjöld búin að taka.  Já þessi Davíð verður einhverntíman dregin fyrir stríðsglæpadómstólin og Halldór Ásgrímsson vinur hans.  Spyrjið Bjarna Benediktsson,hann var formaður utanríkismálanefndar er þessi ákvörðun Davíðs og Halldórs var ákveðin . Aldrei kom til kasta utanríkismálanefndar þessi ákvörðun,því hún barst henni aldrei. Aðeins þessir tveir menn ákvörðuðu það að þjóðin hin Íslenska yrði með í þessari innrás. Hví eru ekki farin fram réttarhöld yfir þessum tveim misindismönnum.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:59

128 identicon

Komið þið sæl; sem áður - og fyrri !

Baldur - Sigvaldi Ólafsson - Jón Ríkharðsson og Sigrún G. !

Er tilbeiðsla ykkar; á land- og þjóðar og fénaðar níðingnum; Davíð þessum Oddssyni, einhverri ómerkilegustu afurð Suður- Múlasýslu - ekki farin að minna einum of, á samsvarandi hátterni Bolchevíka, austur í Sovétríkjunum, þá Georgíski drabbarinn Jósef Stalín var á dögum, austur þar, gott fólk ?

Reynið nú ögn; að hemja ykkur, sé þess nokkur kostur.

Með; alveg nákvæmlega, þeim sömu kveðjum - sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 22:36

129 identicon

Time Magazine útnefndi Davíð Oddsson sem einn þeirra 25 manna sem mesta sök bera á fjármálahruninu. Sama tímarit útnefndi Adolf Hitler og Jósef Stalín sem menn ársins 1938 og 1939. Er yfirhöfuð eitthvað að marka tímarit sem reynist svo herfilega glámskyggnt?

Hemmi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 22:41

130 identicon

Ákvörðun um stuðning við Íraksstríð var tekin 2003. Bjarni Ben sat í utanríkismálanefnd 2005-2009, formaður nefndarinnar 2007-2009.

Hemmi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 22:48

131 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, Guðmundur og þér allir sem berið kvíðboga fyrir ástarsorgum hippakerlinga uppi á reginfjöllum Austurlands, þeirra sem riðnar voru af agentum hennar hátignar - einu sinni var þetta ort:

*

Íslenska kona er karlmennsku svipt,

því kraftlaust er hippaliðið.

En Hallgerður langbrók var hetjum gift,

og henni var mikið riðið.

Baldur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 22:52

132 identicon

Held að ungu mennirnir Númi og Hemmi, eins ágætir eins og þeir annars eru þurfi aðeins að taka blöðkurnar frá augunum sínum og sjá heiminn okkar í stærra samhengi. 

Sigrún G. (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 23:22

133 identicon

Rétt til getið  Hemmi.     Bjarni vari í allsherjarnefnd 2003-2007. En hvernig stendur á því að utanríkismálnefnd fjallaði ekki um ákvörðunartöku hinna Íslensku Stríðs-Glæpamanna.?Jú þeir tóku þessa ákvörðun bara sí svona þeir kumpánar.

Sigrún er vitur kona henni finnst Davíð Oddsson vera hin ágætasti maður.(stríðsglæpa)? ? ? ? .

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 23:32

134 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei sko, er ekki bara Árni Johnsen sjálfur mættur á svæðið, og byrjaður að kveða klámvísur úr ræðupúltinu eina ferðina enn.

Í þúsundasta skipti Árni: "ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ!"

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2011 kl. 23:56

135 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja, Gvendur Ásgeirs hefur gleymt að bryðja pillurnar og er kominn með ofskynjanir.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 00:03

136 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn Helgi, ég skil ekki hvað þú ert að meina.

Það að segja Davíð hafa gert bæði góða og slæma hluti getur vart talist tilbeiðsla.

Ég sagði að það gæti verið gaman að hitta hann, því ég hef trú á að hann sé skemmtilegur kall, þó manni finnist einhver skemmtilegur, eða haldi það um viðkomandi, þá telst það vart tilbeiðsla.

Ég veit þitt álit á honum og mér finnst það lýsa nákvæmlega sömu öfgunum og hjá þeim sem viðurkenna aldrei neitt misjafnt um hann.

Það er hvorki hægt að segja að hann hafi verið algóður né alslæmur, hvort tveggja er einfaldlega kolrangt.

En ég fagna því að Sigvaldi sé nú líka kominn í kærleiksríkan samúðarfaðm Núma, þetta er sennilega kærleiksríkasti einstaklingurinn á þessari síðu.

Enda alþekkt með einfeldninga, þeir eru oftast óskaplega góðhjartaðir og þess vegna finnst mér alltaf svo óskaplega vænt um þá.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 00:19

137 identicon

Komið þið sæl; sem áður !

Jón stórvinur minn Ríkharðsson !

Þér; að segja, sem þeim Baldri - Sigvalda og Sigrúnu, skal aðeins það úr orðum mínum lesast, eins og fram er sett.

Viðbjóður; forvígismanna flokka kerfisins íslenzkra, flestra,, er með þeim hætti, að sízt skyldi halda nöfnum þeirra á lofti - nú á tímum; í ljósi þeirra skemmdarverka, sem eftir þá liggja, alfarið.

Hlutirnir; gerðust ekkert af sjálfum sér, Jón minn.

Svo einfalt; er það.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 00:50

138 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Baldur minn ég gleymdi ekkert að taka lyfin heldur tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að nota þau fyrir mörgum árum síðan. Og sá krankleiki sem þær áttu að meðhöndla, en gerðu þó aldrei á fullnægjandi hátt, hafði sem betur fer aldrei í för með sér ofskynjanir. En það var svosem í takt við önnur ummæli þín hér að nota slíkt til að koma á mig neðanbeltishöggi, enda áður sýnt að þér finnst eðlilegt að níðast á fólki hafi það á sér veikan blett. Verði þér vonandi að góðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2011 kl. 02:52

139 Smámynd: Billi bilaði

Baldur: „Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér.“

Baldur: „Fólkið kærir sig greinilega ekki um...“

Baldur: „Ég er að vísa í könnunina sem birtist í Fréttablaðinu í vikulokin .... það þarf svæsinn hálfvita til þess að skilja ekki þá tengingu.“

Sum sagt: Ekki nennti ég að lesa lengra, en ég held ég þyggi það með þökkum að vera svæsinn hálfviti í þínum augum.

Billi bilaði, 25.1.2011 kl. 10:32

140 Smámynd: Baldur Hermannsson

Billi bilaði, þú þarft að gera betur en þetta til þess að verðskulda titilinn "svæsinn hálfviti".

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 11:07

141 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðmundur, þú ert sjálfur með neðanbeltishögg í þínum athugasemdum, þú byrjaðir þann leik og skalt ævinlega búast við því að ég gjaldi líku líkt. Ég hef í einkaskilaboðum mælst til þess við þá sem skrifa hér að þeir láti þig afskiptalausan, en þú verður sjálfur að gæta hófs í þínum skrifum .... sem þú hefur ekki gert fram að þessu.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 11:13

142 identicon

Einu hef ég komist að.  Við Baldur er ekki hægt að rökræða því hann fer alltaf að kalla alla sem ekki eru sammála honum hálfvita eða asna.  Ef rennt er yfir ummæli á þessari síðu að þá sér maður að hann svarar aldrei með rökum.

Brynjar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 11:19

143 identicon

Þetta tölvumál á alþingi er bara hlægilegt, og þú tókst agnið, sökku og stöng Baldur.

doctore (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 11:54

144 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, ég hef engan mann kallað hálfvita og asna ..... en þú ert væntanlega hvort tveggja og mega þá báðir una glaðir við sitt.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 12:50

145 Smámynd: Baldur Hermannsson

doctore, þetta tölvumál er háalvarlegt og ef þú sérð það ekki ertu að hætti Brynjars bæði hálfviti og asni.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 12:51

146 identicon

Baldur róaðu þig niður,,,,svona,,,,svona,,..

Númi (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 14:03

147 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þú verður sjálfur að gæta hófs í þínum skrifum .... sem þú hefur ekki gert fram að þessu"

Eins og ég hef áður sagt, þá ert þú algjör gullmoli Baldur. En kannski er rétt hjá Núma að róa þetta aðeins niður... ?

Það er auðvitað háð gildismati hvers og eins hvar mörk hófs liggja, en fróðlegt væri að þú myndir útskýra þetta nánar, t.d. með því að vísa til einhverra tiltekinna atriða sem fara svona fyrir brjóstið á þér. Ef ég hef móðgað þig herfilega með einhverju þá þykir mér það auðvitað leitt, en ekki gleyma heldur að líta sjálfum þér nær.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2011 kl. 19:36

148 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú veittist tvívegis ósæmilega að starfsheiðri mínum. Það var högg undir belti. Ég skal ekki að fyrra bragði teygja þennan lopa en mundu bara að í okkar viðskiptum skaltu búast við því að þér verði svarað í sömu mynt.

Baldur Hermannsson, 25.1.2011 kl. 19:40

149 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú skalt gera þér grein fyrir því að starfið er að hluta til opinbers eðlis. Ég tel mig ekki hafa farið inn á persónulegt svið að því leyti.

En þér sárnar þetta augljóslega og sem fyrr segir þykir mér það leitt.

Mér sárnar líka að sjá koma fram ákveðin viðhorf sem hér birtast, og eins og áður segir þá varða þau mig að nokkru leyti persónulega.

Hinsvegar virði ég fullkomlega við þig allan málefnalegan skoðanaágreining, ég fyrirlít engan bara fyrir það eitt að vera annarar skoðunar.

Lifðu heill Baldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2011 kl. 20:59

150 Smámynd: Óskar Arnórsson

....hverslags andsk..!"#¤%&/()=?!!!#&?/(//%&)..djafuls....kjaptadi erda???

Auðvitað ertu fullkomin eins og ég Baldur minn. Hvernig læt ég. ...Birgitta er yndisleg. Ég hef alltaf sagt það og þá er það satt að sjálfsögðu...allar aðrar skoðanir á málinu eru ógildar....dregur einhver það í efa? Sá sem gerir það hefur bara annaðhvort ekki vit á málinu eða ranglega upplýstur....eða bæði.

Óskar Arnórsson, 25.1.2011 kl. 21:06

151 identicon

Þessi neikvæðni í kringum Birgittu og Wikileaks minnir mikið á hvernig umræðan var um öll "fíflin" sem settu út á útrásina og bankakerfið fyrir hrun, vegna meintrar "öfundar" og neikvæðni...

Stundum er eins og það sé alltaf sama sagan með alla þá sem setja sig á móti straumnum, sama hvaða mál það er...stutt er í galdrabrennurnar.

Og svo hræsnin...þegar Assange var sakaður um kynferðislegt ofbeldi þá var fjölmiðla umræðan þannig að hann væri stórhættulegur nauðgari sem alþjóðalögreglan ætti að eltast við...en þegar lögreglumenn í Bretlandi lenda í svipuðu máli, sbr "flugumanninn" á Íslandi...þá heyrist ekki píp í fjölmiðlunum heima, jafnvel þótt íslenskt kvenfólk sé á meðal fórnarlamba...ekki hef ég séð margar fréttir um "stórhættulegann nauðgara" í boði lögreglu á meðal Saving Iceland.

Þegar Wikileaks birtir skjöl sem sýna spillingu stjórnvalda í BNA þá fara galdrabrennurnar af stað á Íslandi..."Wikileaks glæpapakk að stela skjölum í heimildaleysi".....en þegar samtal Davíðs við seðlabankastjórann í Bretlandi fæst ekki birt, vegna þess að það var tekið upp í leyfisleysi, þá verður allt vitlaust að því enginn lekur dótinu á netið...það bara verður að birta þetta no matter what.

-Og er það ekki rétt? Og þá komum við aftur að Birgittu..eigum við ekki að styðja hana?

magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 06:45

152 identicon

PS

Þetta njósnamál er hlægilegt. Tölvan var sett upp áður en Wikileaks fólkið var á staðnum þannig að það er ekkert sem bendlar það við þetta mál, eða Birgittu. Auk þess birtir Wikileaks skjöl sem aðrir hafa lekið..en koma ekki nálægt lekanum.

Einnig er nokkuð ljóst að ólíklegt er að tölvan hafi komið frá "utanaðkomandi" aðila sem ætlar njósnir, því hackarar þurfa ekki að lauma tölvu á staðinn, þeir gera allt í gegnum netið. Það er einmitt forsendan fyrir því að þeir nást ekki....þeir þurfa ekki að vera á staðnum...geta verið hinum megin á hnettinum. Það væri bara fáránleg óþörf áhætta að fara á staðinn sjálfan...

ef þetta voru njósnir þá var það í gegnum einhvern þingmann eða starfsmann, og þá eru allir jafn líklegir sem höfðu aðgang...þar á meðal Sjálfstæðismenn. Einhverjir hafa nefnt það að starfsmenn Breta og Hollendinga hafi verið á staðnum....en þá vaknar aftur spurningin, ef þeir ætluðu að njósna, hvers vegna ekki láta atvinnu hakkara sjá um það?

Ef einhver "öryggislöggjöf" varðandi netið (til varnar "internetshryðjuverkum")bíður í skúffunni...þá er aldrei að vita...gæti hafa verið "ljósashow" til að undirbúa almúgann. 

magus (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 07:19

153 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott komment hjá þér magus og tek ég undir hvert einasta orð. Kanski Baldur geri eitt blogg um munin á krítik og neikvæðni. Það er mikil þörf á að sortera þessa tvo óskyldu hluti í dag...

Óskar Arnórsson, 26.1.2011 kl. 09:46

154 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

magus: Góðir punktar, alvöru hakkari á auðveldara með að fara gegnum "eldveggi" en steinveggi. Það er allt eins líklegt að þessi aðskotatölva hafi verið fyrir einhvern til að komast frítt á netið, eins og að til stela gögnum. Um svipað leyti og tölvan var þarna fréttist einmitt af því að IP-tala Alþingisnetsins hefði komið upp í lista yfir deilendur í Bittorrent skráaskiptakerfi á netinu, sem smellpassar alveg við þá skýringu.

Að njósnatölvunni sjálfri slepptri, þá hef ég ekki enn séð sannfærandi útskýringu á því afhverju einhver ætti að vilja eða yfir höfuð þurfa að stela gögnum frá Alþingi. Býr sú stofnun yfir einhverjum gögnum sem eru ekki aðgengileg mér og þér og hverjum sem er? Ef svo er á að sjálfsögðu að birta öll slík gögn hvort sem er, og ef Alþingi sér ekki sóma sinn í því sjálft væri bara ágætt ef einhver tölusnillingur tæki það að sér. Alþingi á ekki að vera að fást við neitt sem ekki þolir dagsins ljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 340349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband