Sjálfstæðisflokkur nálægt hreinum meirihluta

Íslendingar eru búnir að taka í lurginn á Sjálfstæðisflokknum. Hann tók út sína refsingu svikalaust og hefur nú ferð sína að nýju. Nærri helmingur kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn. Hann nær því miður ekki hreinum meirihluta ..... en það stappar nærri því. Og hann mun enn auka styrk sinn ef nauðsynleg endurnýjun lánast vel á framboðslistum. Íslenska þjóðin veit sem er að Sjálfstæðisflokknum einum er treystandi fyrir efnahagsmálunum. Við munum ekki rífa okkur upp úr vesaldómnum fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn er aftur kominn í ríkisstjórn. Þetta veit fólkið.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með helminginn sem svaraði ekki? Guðmundur Ólafsson RUV rausari sagði skekkjumörk 5% í hvora átt. En annars líst mér vel á þetta.

Solveig (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 08:40

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2011 kl. 08:42

3 identicon

Túlkun RÚV á  skoðanakönnunni er:  Taka ber þessa niðurstöður með fyrirvara.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 08:59

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andrés Ingi, fréttastofukommarnir á RÚV gnísta tönnum. Könnun er vissulega ekki kosning, taka ber öllum könnunum með fyrirvara ... en það er aðeins núna sem þeir taka það fram sérstaklega.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 09:39

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Solveig, skekkjumörkin eru minnstv 5%, en könnunin gefur samt tæra vísbendingu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn nær að skúra, lofta út og ryksuga heima hjá sér fyrir næstu kosningar á hann góða von um hreinan meirihluta.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 09:40

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Baldur, þú ert nú betri að reikna en svo. Hins vegar virðast andstæðingar fjórflokksins vera nálægt hreinum meirihluta - og það er fréttin!

Sigurður Hrellir, 21.1.2011 kl. 11:04

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hrellir, alltaf kemur þú á óvart ..... er þetta samkvæmt einhverri nýrri stærðfræði sem þú hefur sjálfur fundið upp?

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 11:31

8 Smámynd: Björn Birgisson

Hringt var í 800 manns og samkvæmt fréttinni tók aðeins 431 skýra afstöðu, eða 53,9%. 369 slepptu því alveg að gefa upp afstöðu sína. Það eru rúm 46%.

Hvers vegna eru svona margir óákveðnir?

Meðal annars vegna þess að fólkið er að bíða eftir nýjum valkostum. Nýjum framboðum.

Tæplega annar hver kjósandi hefur endanlega snúið baki við fjórflokknum að því er virðist.

Það er merkilegasta niðurstaða þessarar könnunar.

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 12:44

9 identicon

Heill og sæll Baldur fornvinur; - og aðrir gestir þínir !

Aldrei; aldrei nokkurn tímann, má þessi glæpa flokkur, sem kennir sig við Sjálfstæði, komast til valda hér, á ný.

Þó svo; hitt kraðakið (B - S og V), sé á svipuðu róli, að þá eru til;; III. og IIII. valkostir einnig, Baldur minn - þó svo; mér hugnaðist fólk úr framleiðslu- og þjónustu stéttum, einna helzt, til skynsamlegra stjórnar athafna.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:52

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, þeir sem ekki taka afstöðu núna eru að bíða eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn taki til hjá sér og tefli fram nýju fólki. En ég er ekki búinn að steingleyma kosningaspá þinni. Hún getur vel gengið eftir og þá breytist heildarmyndin verulega.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 17:12

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ég er farinn að efast um að fólk úr framleiðslu- og þjónustustéttum sé endilega hæfast til þess að stjórna. Er ekki best að velja til þess arna fólk sem á langan og gæfuríkan feril að baki, þekkir vel og virðir landsins lög og menningu og kann að fara með fjármuni.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 17:14

12 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég ætti kannski að endurbirta kosningaspána mína, svona í kjölfar þessarar könnunar. Kannski til að stríða þeim montnustu svolítið!

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 17:21

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK, ekki vitlaust. Hún er alls ekki fráleit. Þú getur ef þú vilt sett hana hér líka, be my guest.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 17:28

14 identicon

Sæll.

Þetta eru svo sem ágætar fréttir en skv. þessari könnun er mjög margir óákveðnir. Ég tek undir með Baldri þegar hann segir sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að taka til heima hjá sér.

Mér finnst formaðurinn vera helst til linur. Þegar einhver í stjórnarliðinu opnar munninn er það fólk búið að gefa á sér höggstað. Nú er verið að blaðra um að þjóðnýta hugsanlega Magma. Hvaðan eiga þeir rúmlega 30 milljarðar sem það mun kosta að koma? Ef hægt verður að þjóðnýta Magma hlýtur maður að spyrja hvers vegna þurfti þá að skera niður í heilbrigðis- og menntakerfinu. Lög eru skýr hvað þetta varðar, náttúruauðlindir eru eign þjóðarinnar.

Fyrir um hálfu ári eða svo sagði sjálfur fjármálaráðherrann að hagvöxtur væri loksins kominn en örfáum dögum síðar kom í ljós að enn var samdráttur. Laug fjármálaráðherra eða vissi hann ekki betur? Það þarf að velta honum upp úr þessu og minna kjósendur reglulega á þessa hrikalegu bommertu sem er ein af mörgum sem frá þessum manni hafa komið (AGS, Icesave, ESB og fleira og fleira).

Svipaða sögu er um sólskinsdrenginn að segja, hann segir að annað hvort verði gjaldeyrishöft lengi eða við tökum upp evru (sbr. fína grein á evropuvaktinni). Þetta evru tal sýnir greinilega að sumir hafa ekki gripsvit á efnahagsmálum, hverju hefur evran reddað fyrir t.d. Spánverja (þar sem vextir voru lengi neikvæðir), Grikki, Íra og fleiri ríki? Ég er viss um að Grikkir taka heilshugar undir það að evran sé frábær. Svo er merkilegt að fólk sé ekki minnt á það efnahagsstefna Samfylkingarinnar eins og hún leggur sig er ESB. Sf er ekki einu sinni hikandi eða getur ekki lært af sínum mistökum þegar flokkurinn sér framkomu ESB gagnvart okkur vegna makríldeilunnar. Hvað er með þann flokk? Að honum þarf að sauma með kerfisbundnum hætti enda er það auðvelt. Flokkurinn var líka hrifinn af Icesave, sá ekkert athugavert við að drekkja okkur í skuldum. Þetta þarf að minna kjósendur reglulega á.

Bjarni ætti að nota hvert tækifæri til að hamra á Vg og Sf með þessa vitleysisstefnu þeirra enda mistökin mörg og stór. Ég held að ef hann væri mun harðari væri flokkurinn kominn yfir 50%. Svo mætti hann gjarnan færa flokkinn lengra til hægri.

Mér finnst vanta hér almennilegan hægri flokk. Hvernig getur nokkur hægri maður verið fylgjandi inngöngu í þetta miðstýrða skrifræðisbákn ESB?

Helgi (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 17:28

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta eru þarfar vangaveltur, Helgi, og ég las þær mér til fróðleiks og skemmtunar. Takk fyrir. Ég get alveg tekið undir það, að Bjarni Ben mætti vel vera harðari í horn að taka.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 17:33

16 identicon

Úff pabbi kenndi mér að telja...

"Alls tóku 53,9% afstöðu."

0,539 * 0,434 =  0,233, eða 23,3%

Baldur skrifar: "Nærri helmingur kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn."

Nei, til þess að fá það út þarftu að falla á 8. bekkjar stærðfræði eða falla í lesskilningi. Ég satt best að segja veit ekki hvort það er. Samkvæmt þessari könnun styður ekki einu sinni fjórðungur kosningabærra einstaklinga Sjálfstæðisflokkinn.

Stundum getur borgað sig að skilja það sem maður er að lesa, frekar heldur en að draga þær ályktanir sem að henta manni hverju sinni.

Björn virðist vera sá eini sem að skilur þetta, fjórflokkurinn er í dauðatygjunum og ég mun vera einn af þeim sem að dansar af gleði í rústum þeirra.

Maynard (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 19:48

17 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur minn, ég þakka þér þitt góða boð og ætla að þiggja það, þótt það sé ekki minn stíll að troða færslum mínum inn á aðrar síður. Þú ert sannur höfðingi, meira að segja stundum sannur gleðigjafi. Sérstaklega þegar þú ert að stríða og hrekkja. Þar ferðu fremstur á meðal jafningja. Góða helgi, minn kæri! Hefst nú lesturinn:

Fréttablaðið var að birta könnun á fylgi við flokkana. Tvennt vekur þar athygli. Annars vegar fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins og hins vegar það að rúm 46% vilja ekki gefa neitt upp um sinn pólitíska hug.

Ég leyfi mér að halda því fram að það sé lítið að marka könnun Fréttablaðsins að þessu sinni og endurbirti því mína spá fyrir næstu kosningar. Ekki var hringt í nokkurn mann og svarhlutfallið því ekkert! 

Það er mikið spjallað um þingkosningar um þessar mundir. Ríkisstjórnin stendur í ströngu í erfiðum málum, sem aldrei er hægt að leysa svo öllum líki. Auk þess eru skærur innan VG hægt og bítandi að draga máttinn úr stjórninni. Það kann því að vera stutt í andlátstilkynninguna.

Kosningar í sumar eða haust. Hreint ekki útilokað að svo verði.

Kannski það, en eitt er undarlegt í því sambandi. Það segjast flestir vilja kosningar, en í raun vilja forráðamenn fjórflokksins forðast þær í lengstu lög. Þótt þeir haldi öðru fram. Ítrekað.

VG og Samfylkingin eru nú í skítverkunum og áhugi annarra á að koma að stjórn landsins er nákvæmlega enginn. Ég fullyrði það. Nákvæmlega enginn.

Forðast kosningar? Af hverju ætti það að vera?

Jú, það stefnir í hrun fjórflokksins. Ný öfl munu koma fram og sópa til sín fylgi. Fjórflokkurinn hefur nú 60 þingmenn. Ég gæti vel séð fyrir mér að sú tala færi í 45 þingmenn verði kosið á næstu mánuðum.

Það þýðir að ný öfl taka til sín 18 þingsæti. Kannski Hreyfingin þar með talin, bjóði hún fram.

Hvaða öfl munu leggja til rassa til að verma þessi sæti í notalegum þingsalnum?

Hvað þýðir þetta? Læt hugboð mitt og ágiskunarhæfileika um málið! Tek fram að ég hef einu sinni unnið í Getraunum og einu sinni í Lottó. Nokkrar krónur! Oft unnið í Happdrætti Háskólans, en aðeins minnstu fjárhæðirnar!

Kjósum og teljum upp úr kössunum!

Framsókn fær 6 þingmenn. Tapar þremur.

Sjálfstæðisflokkur fær 17 þingmenn. Vinnur einn.

Samfylkingin fær 14 þingmenn. Tapar sex.

Vinstri grænir fá 8 þingmenn. Tapa sjö.

Ný framboð fá 15-18 þingmenn. Vinna stórsigur!

Hvernig ríkisstjórn má svo bjóða ykkur upp á að þessum kosningum loknum? Eru ekki endalausir möguleikar til myndunar betri stjórnar en þeirrar sem nú situr?

Björn Birgisson, 21.1.2011 kl. 20:05

18 identicon

Komið þið sæl, að nýju !

Baldur ! 

Ástæðulaust myndi ég ætla; að þú þyrftir að snúa svo út úr orðum mínum - sem þú gerir hér að ofan, í andsvari þínu, til mín.

Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:11

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, það var nú engan veginn ætlun mín að snúa út úr orðum svo ágæts drengs sem þú ert, og biðst ég að bragði velvirðingar á syndum spilltum orðum mínum. Ég reyni að gera betur næst.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 20:19

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Maynard, ef ekki koma fram ný og sannfærandi framboð verður ekki annað ráðið af þessari könnun en staða Sjálfstæðisflokksins sé firna sterk og ekki langt frá hreinum meirihluta. Það er nú einu sinni löstur kannana að svörun er aldrei 100% og stundum langt frá því marki.

Baldur Hermannsson, 21.1.2011 kl. 20:21

21 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vel má vera að nákvæmlega þetta yrðu úrslitin ef ekkert verður í boði nema fjórflokksviðbjóðurinn, loks þegar kosið verður. Ég mundi a.m.k. ekki gera mér, vinum mínum, fjölskyldu og afkomendum þá skömm að styðja nokkurn þeirra, eftir það sem á undan er gengið.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2011 kl. 00:57

22 identicon

Góðan daginn.

Nú virðist vera orðin íþrótt hjá mörgum að hrauna yfir fjórflokkinn og kenna honum um allt sem menn telja slæmt. Vissulega getur hann gert betur og hefur að sumu leyti verið óheppinn með menn sem veljast þar til forystu. Lítum nú aðeins á nýju framboðin sem eru komin fram:

1) Besti flokkurinn í Rvk. Hverju hefur sá flokkur komið í verk fyrir utan að ráðast á nokkrar aspir?

2) Hvað hefur nú Hreyfingin gert? Þar á bæ talar fólk út og suður og stefna ekki sjáanleg.

Vandamálið er ekki fjórflokkurinn heldur sú stjórnmálastefna sem fylgt hefur verið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur t.d. ekki fylgt frjálshyggjustefnu þó Steingrímur og Jóhanna séu að reyna að sannfæra fólk um það. Örlítil þekking á sögu sýnir okkur að sá sósíalismi sem núverandi stjórnvöld fylgja virkar ekki. Útþensla ríkisins á árunum 1999-2007 sannar að hér reið frjálshyggja ekki húsum, þvert á móti. 

Þetta hrun færir okkur m.a. heim sanninn um það að þetta blandaða hagkerfi sem við höfum m.a. búið við er ekki nógu gott kerfi. Ríkið þarf að ca. halvera og fækka þarf alþingismönnum og sveitarstjórnarfulltrúum. Einnig þarf að fækka verulega í stjórnsýslunni og á hinum ýmsu ríkisstofnunum því þá er hægt að draga ríkisútgjöldin saman. Hvað höfum við t.d. við ca. 40 hagfræðinga eða svo að gera í Seðlabankanum? Það fólk sem missir vinnuna finnur sér án efa fljótlega vinnu hjá einkafyrirtækjum en þau munu fljótt rísa úr öskustónni þegar hið opinbera lækkar álögur á fyrirtæki og einstaklinga.

Helgi (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:04

23 identicon

Þetta áróðursbragð að tala um fjórflokkinn er óttalega heimskuleg smjörklípa. Nú ætla ég ekki að segja að þessir flokkar sem eiga að heyra undir þetta fyrirbæri sem er hugarfóstur fábjána séu fullkomnir. En hvernig hafa þau framboð verið sem komið hafa fram utan þessa fjögurra flokka? Eru þau svo gæfuleg?

1. Besti flokkurinn

2. Íslandshreyfingin

3. Hreyfingin

4. Frjálslyndi flokkurinn

5. Borgarahreyfingin

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:22

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helgi og Sigvaldi, í hvert skipti sem einhver viðmælandi minn fer að nefna fjórflokkinn þá veit ég að það stendur maður sem hefur engan skilning á lýðræði, hugsar í frösum og talar í frösum..... og ég veit líka að það er tilgangslaust að tala um pólitík við þennan mann. Ég vík þá heldur talinu að ensku knattspyrnunni. Það hefur aldrei verið til neinn fjórflokkur.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 13:30

25 identicon

Það er líka áhugavert að sjá hvað njósnabröltið á Birgittu Bondpíku hefur reytt fylgið af Hreyfingunni. Þau standa berstríbuð eftir enda kaus enginn þetta lið á þing til að standa í því að epsa Bandaríkin og aðrar vestrænar vinaþjóðir upp gegn litla Íslandi á þessum erfiðu tímum. Þetta eru þjóðhættulegir terróristar.

Sigvaldi Ólafsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 13:56

26 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Helgi orðar þetta ágætlega í sínu innleggi hér að ofan þar sem hann bendir á langvarandi verklag handónýts frjálshyggjuflokks. Samt kjósa frjálshyggjumenn þetta hræ yfir sig aftur og aftur í stað þess að slíta sig frá því og þora að standa á eigin sannfæringu - því þetta er jú þeirra lið.

Fjórflokksheilabilunin er því svipuð ensku kanttspyrnunni að því leyti að fylgismennirnir halda með sínu liði hvað sem tautar og raular. Lifrarpollarar eru einfaldlega bestir og sameinaðir Mansesteringar sökka feitt!

Þetta er svo sem í lagi í þeirri ensku en ótækt þegar kemur að því sem skiptir einhverju máli eins og hvernig þjóðfélagi er stjórnað.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2011 kl. 14:13

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert fínn gaur, Haraldur ......... en Arsenal er best. Á Emirates leika menn fótbolta eins og Guð ætlaðist til þegar hann skapaði knattspyrnuna.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 14:23

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigvaldi, Birgitta vinnur þjóðinni nákvæmlega ekkert gagn, hún æðir út og suður um heimsbyggðina og gasprar á einhverjum hipparáðstefnum á milli þess sem hún stekkur út á Austurvöll og grýtir þinghúsið. Þjóðin hefur enga þörf fyrir svona fólk á þingi.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 14:25

29 identicon

hahahahaahahahaahahahahaahahahhahahahahahhahahahhahahahahahahahahahaahahahahahahahahahahahaahahahahahahahahahahahahahahahahahahahhahah... Sjálfstæðisflokkurinn setti Ísland á höfuðið með efnahagsstefnu sinni og þú segir að honum sé einum treystandi til að fara með skattpeninga okkar... hahahahhahahahahahahahahahahahahahahahahaahhaahahahahahhahahahahaahhahaahahahahahahahhahahahhaahahahahahahahhaahhahahahahaha

Ágúst Valves Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 14:59

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágúst, ekki hlæja svo mjög að tárin hrynji út í sósuna.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 19:26

31 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég held að þetta segji meira um aðra flokka en það segir um hrunflokkinn. Frammistaða þeirra hefur verið, og er hrein hörmung.

Hörður Þórðarson, 22.1.2011 kl. 19:56

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ég gef mér að "hrunflokkurinn" sem þú kallar svo af talsverðu ranglæti sé Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur allra stétta. Að öðru leyti er ég sammála athugasemd þinni.

Baldur Hermannsson, 22.1.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband