Sigurður er mígfyndinn

Það er gaman að sjá unga menn vaxa í starfi og breytast úr léttadreng í fullgildan háseta. Nú er Sigurður Kári Kristjánsson orðinn einn af sterkustu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, rammur að afli, hugdjarfur, orðheppinn og mígfyndinn og leggst vel á árarnar þegar róið er beint upp í vindinn. 

*

Það er gaman að sjá hve vinstri skriffinnum liggur illa orð til Sigurðar Kára. Það sannar svo ekki verður um villst að þar fer drengur góður og mannvænlegur. Hann er býsna vel menntaður,  kýrskýr, fróður og rökvís og fer aldrei á handahlaupum í málin, heldur reifar allt snöfurmannlega og styður gildum rökum.

*

Þráinn Bertelsson og aðrir léttadrengir vinstri flokkanna ríða ekki feitum truntum frá orðaskiptum við Sigurð Kára. Hann er framtíðarmaður á þingi en þeir munu allir hverfa eins og illur draumur þegar þjóðin vaknar. 


mbl.is Gagnrýnir ummæli Þráins á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Baldur, Sigurður Kári er alltaf rólegur og yfirvegaður, en hann getur skotið ansi fast þegar sá gállinn er á honum.

Þetta með Þráinn endurspeglar ákveðið vandamál er varðar kosningalöggjöfina.

Það voru atkvæði greidd Borgarahreyfingunni sem komu honum á þing, þannig að hann er að eyðileggja atkvæði kjósenda sinna.

Málið er einfaldlega þannig, að flokkur fær ákveðinn fjölda þingmanna. Einn þingmaður á ekki að geta breytt því, ef hann kýs að hætta í flokknum á hann að hverfa af þingi og sá sem er fyrir neðan hann á lista á að taka við.

Þráinn hefur einfalda skilgreiningu á mannlegu eðli, sem hentar honum vafalaust vel.

Þeir sem eru honum sammála eru í lagi, hinir sem eru ósammála honum eru hálfvitar.

Þetta er einfalt og gott, ég er ekki viss um að heilinn hans ráði við flóknari skilgreiningar a fólki.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 17:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei þetta markar sennilega hámarks afköst kommaheilans.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 18:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:)

Óskar Þorkelsson, 19.1.2011 kl. 18:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, er Stálmaðurinn endurborinn? Hvar er hinn núna? Það er nú heldur lítið að marka þínar niðurstöður þegar þú metur manndóm flokksbræðra þinna. Þá gerist þú blindur á báðum eyrum og skellir skollaaugum á það sem miður fer!

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 19:31

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þetta eru nú ýkjur, Grindvíkingur. Annars var Stálmanninum margt gott gefið og við hefðum verið margfalt betur settir með hann en þessi gerpi sem nú hreykja sér í Stjórnarráðinu. En illvígur sjúkdómur lagði Stálmanninn að velli og þjóðin kaus vitlaust. Því fer sem fer.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 19:48

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er að skipuleggja byltingu. Stálbangsar afþakkaðir. Blóm vel þegin!

http://urval3bjorn.blog.is/blog/urval3bjorn/

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 19:56

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Búinn að skoða þetta. NATO sér um sína.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 19:56

8 Smámynd: Björn Birgisson

Þú ert á listanum. Viltu verða forsætisráðherra, Jón Steinar í Hæstarétti, kannski þingvörður? Helst vildi ég að þú yrðir utanríkisráðherra. Það skýrir sig sjálft!

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 20:16

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei takk, mér dugar að sjórna mínu eigin heimili og pallbílnum.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 20:19

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

stjórna :)

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 20:19

11 Smámynd: Björn Birgisson

Pallbílnum? Dælumeistarinn? Láttu konuna um það!

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 20:24

12 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

 Sigurður Kári stendur sig með ágætum og gott til þess að vita að hann er aftur kominn inn á þingið. Hatur vinstra- hyskisins á honum eru bestu mögulegu meðmæli sem nokkur sjálfstæðismaður getur fengið. Því meira hatur og rógur sem beinist að einhverjum einstaklingi á hægri væng, þeim mun meira óttast pakkið hann.

Líka þetta: Eins og ég hef bent á oftar en einu sinni er það staðreynd að Þráinn dröslaði mér upp í gömlu Valhöll fyrir hálfri öld, þegar við vorum saman í landsprófi og skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru raunar mín einu opinberu afskipti af þeim flokki, sem ég þó hef stutt frá fæðingu, ef ekki lengur. Það var ekki fyrr en hann fór að fást við listabrölt, að hann snerist til vinstri, enda vita allir að „hægri bullur“ eiga engan sjéns í listalifinu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 19.1.2011 kl. 21:35

13 Smámynd: Björn Birgisson

"Það var ekki fyrr en hann fór að fást við listabrölt, að hann snerist til vinstri, enda vita allir að „hægri bullur“ eiga engan sjéns í listalifinu."

Þvílíkt þvaður! Þvílíkt blint hatur til vinstri! Skrif Vilhjálms eru honum til minnkunar í þessu samhengi.

Hvað með borgarskáldið Tómas Guðmundsson? Og marga fleiri.

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 340363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband