10.1.2011 | 17:23
Nýr stjórnmálaflokkur á Íslandi?
Okkur bráðvantar svona stjórnmálaflokk á Íslandi. Heita má að það séu síðustu forvöð að stofna svona flokk.......flokk sem ekki vinnur að því að trana fram sínum mönnum og leggja undir sig stjórnsýsluna, heldur flokk sem vinnur dag og nótt að því markmiði að efla vitræna umræðu um þjóðmál.
-
Hver ætti að leiða slíkan stjórnmálaflokk? Mér dettur í hug Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri DV, sem gerþekkir þjóðmálin en tilheyrir engri sérstakri stjórnmálahreyfingu. Jónas er þar að auki geysi hugmyndaríkur, orðhvatur og frábitinn vinsældaveiðum. Annar maður, stórfróður um landsmálin, er auðvitað Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
-
Ég held að þessi flokkur yrði á örskömmum tíma langstærsti stjórnmálaflokkur Íslands og í sérflokki sá besti.
Nýr stjórnmálaflokkur í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og yfirskrift stefnuyfirlýsingar hins risastóra stjórnmálaflokks, er að þjóðin er fífl, já og aumingjar, því hún vill ekki axla ábyrgð á reikningum Björgúlfs og Björgúlfs.
Svo miklir aumingjar að hún þarf að afsala sér sjálfstæði sínu og láta Brussel stjórna sér.
En það sem ég fatta ekki Baldur, af hverju ert þú að bendla skynsemismanninn Styrmir við Jónas???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2011 kl. 17:44
"...margir þekktir einstaklingar þar í landi..." Hljómar svolítið eins og eitthvað sem Reykvíkingar kannast við og félagar í fjórflokknum þola ekki...
Skúli (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 17:51
Ómar, kannski væri betra að hafa forystumenn sem ekki hafa haft sig frammi til þessa....vandaða menn og vel kunnandi.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 18:17
Skúli, þarna stendur líka: "Meðal þeirra er Erik Rasmussen, sem er aðalritstjóri Mandag Morgen". Spurning hvort Davíð Oddsson yrði fáanlegur til að veita slíkum flokki forstöðu. Það yrði alla vega líf í tuskunum ef svo yrði.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 18:19
Veit ekki Baldur, en það er illa gert að bendla Styrmi við samnefnara hins lægsta í þjóðamálaumræðunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2011 kl. 18:25
Ég segi eins og Ómar að austan, ég skil ekki hvað Styrmir á að gera í nýflokknum. En fengur væri að Jónasi í slíkum flokki. Svo þyrfti að fá einhvern frægan kokk í flokkinn, eins og er hjá þeim dönsku. Sá gæti eldað ofan í miðstjórn flokksins og Jónas skrifað matgæðingagagnrýni þar um og hefði þá hvor tveggja nokkuð að iðja.
Hólmgeir Guðmundsson, 10.1.2011 kl. 18:29
Ómar, ég er ekki beinlíns að spyrða þá saman. Læt mér detta í hug að þeir gætu orðið vaskir forvígismenn að vitrænum umræðum, það er allt og sumt.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 18:40
Hólmgeir, fjórir menn, hver úr sinni áttinni .... það væri góð byrjun. Spurning með Ómar Geirsson, hann er alltaf málefnalegur og fjallar ítarlega um þau mál sem verða honum hugstæð.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 18:42
Ekki málið Baldur.
En Hólmgeir, ég er ekki að setja út á Styrmi, ég er sammála eða ósammála honum eins og gengur og gerist. En Styrmir hefur þann sjaldgæfa eiginleika að rökstyðja sínar skoðanir, og hann áttar sig á því að heimurinn er ófullkominn.
Jónas Kristjánsson, hefur útbúið sér eitthvað módel af fullkomnun, og þá í þeirri merkingu að hann telur sig umkominn að gagnrýna allt, en býður ekkert á móti. Og hann treystir á fávísi lesenda sinna, hann lætur eins og Íslendingar hafi fundið upp á auðráni og spillingu. Hans samanburður er því við eitthvað að utan, við Brussel eða Washington. Gætir þess ekki að samanburðurinn er verri en allt það sem verst er hér, ættbálkaspilling okkar, þó slæm sé, er barnaleikur miðað við lobbýismann á bandaríska þinginu, þar sem ætíð skal gjöf gjalda. Og einu fjármunirnir sem Brussel ræður yfir, styrkirnir til landbúnaðarmála, eru gróðrarstía glæpa og stórfyrirtækjavændis.
Okkar fjármálamönnum tókst eftir forskrift frá Wall Street, að setja nýeinkavædda banka á hausinn, en bandarísku bankarnir sem féllu voru aldargamlir. Og City féll líka, þó var fjármálastarfsemi það eina sem bretar gátu, fyrir utan að semja ballöður, og móta unglingatísku.
En menn eins og Jónas Kristjánsson, fyrirlíta þjóð sina, og leggja allt út á versta veg. Þó eru engin önnur dæmi um smáþjóð sem braust úr algjöri örbirgð, í nútímasamfélag, á jafn skömmum tíma og við. Svo eitthvað hljótum við hafa gert að viti.
En það lestu ekki hjá Jónasi, hann aðeins rífur niður.
En þetta óeðli er svo sem vinsælt hér á landi, að hampa þeim sem níða mest ef þeir passa sig á að nota stólpakjaft við það. En þegar níðið þjónar þeim sem vilja leggja ókleyfan skuldabagga á þjóð sína, endurreisa auðránið hið síðara, og sjá ekkert af því að það er á kostnað aldraðra og sjúkra, þá ertu kominn með samnefnara hins lægsta.
Og samnefnari hins lægsta mun ekki leiða þjóðina út úr ógöngum sínum.
Og þetta er að rökstyðja mál sitt Baldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.1.2011 kl. 19:34
Góð kveðja, Ómar. Já það er þakkarvert að hafa menn á borð við Ómar í umræðunni og ég er sannfærðari en áður um að hann væri vel kominn sem forystumaður í nýjum stjórnmálaflokki sem setur markið hærra en áður hefur þekkst.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 19:45
Akkúrat. Mér er óljúft að sletta ensku en á því máli er til orðið "rant" sem mér finnst ná fullkomlega yfir það sem frá Jónasi kemur (auðvitað eru þeir til sem hafa gaman af að lesa kröftugt rant, án þess að kokgleypa það). Því var ég nú að nefna þessa iðju handa kallinum.
Baldur það er engu líkara en að þú hrífist af hugmyndinnu um "nýtt afl", heldurðu ekki þetta yrði eins og Besti, Samfylkingin á nýrri kennitölu?
Hólmgeir Guðmundsson, 10.1.2011 kl. 19:47
Nei Hólmgeir, þessi nýi flokkur býður ekki fram. Það er einmitt gallinn við stjórnmálaflokka, þeir bjóða fram og laga alla umræðu að framboði sínu og þá er hún ekki lengur nógu vitræn. Til gamans vil ég geta þess að ég tók eftir því fyrir langa löngu hvað stjórnmálamenn vera oft vitrir þegar þeir hætta í pólitík.....þá eru þeir lausir undan flokksokinu og geta farið að tala eins og viti bornir menn en ekki flokksjálkar.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 20:21
Ef stofna ætti svona flokk á Íslandi, þurfa að koma að honum reyndir menn, sem geta hafið sig yfir dægurþrasið. Mér koma strax þrjú nöfn í hug. Jón Baldvin, Davíð Oddsson og Páll Skúlason. Já, já, það er nefnilega þannig að þegar þessir menn tala og tjá sig, þá leggja allir eyrun við. Páll er pottþéttur þarna inn og hinir líka, þegar fullreynt er að þeir hafi klippt á naflastrengi fortíðarinnar. Svo eigum við fullt af fínu fólki. Ragna Árnadóttir er aldeilis frambærileg kona. Nú, svo er stutt í iðjuleysið hjá forsetanum!
Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 20:32
Páll Skúlason.....það kom góð uppástunga.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 20:35
Kæmi mér ekki á óvart þó nýr flokkur sem Guðbjörn og fleiri eru að vinna í að setja á laggirnar eigi eftir að sópa til sín slatta af fylgi.
Við vitum væntanlega hvert hann mun aðalega sækja það fylgi.
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 21:43
Hilmar, einhvern veginn efast ég um það. Sverrir Hermannsson og Albert skáru væna sneið af íhaldskökunni en tollarinn er ekki jafnoki þeirra. Það þarf meira til.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 22:41
Það eru aðrar aðstæður nú Baldur. Aldrei áður hefur mannuðurinn hjá flokknum verið jafn aumur og nú.
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 22:46
Ég er ekki sammála. Það er hörku mannauður hjá íhaldinu....en það eru ekki réttir menn á öllum stöðum. Þetta er svona eins og í fótbolta ef 11 manna lið er skipað eintómum hægri bakvörðum.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 22:58
Hörku mannauður ? Erum við að tala um Guðlaug, Katrínu, Bjarna B og Pétur Blöndal ?
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 23:00
Bjarni og Pétur eru hluti af þessum mannauði, já.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 23:01
Nú ? Er sól Bjarna eitthvað að rísa hjá þér ?
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 23:02
Vissulega þarf meira til en hinn söngglaða tollheimtumann. Og þetta "meira" mun sýna sig. Fjórflokkurinn hefur nú 60 þingmenn. Eftir næstu kosningar spái ég honum 41 þingsæti. Hvert fara hin 22?
Gróa á Efstaleiti hefur hvíslað því að mér, en bað mig fyrir það og ég virði það.
Björn Birgisson, 10.1.2011 kl. 23:02
Það verða líklega þrjú ný framboð, eða fleiri, í boði við næstu kosningar: ESB-sinnaður borgaraflokkur (Tenórtollari og vinir), óánægjuframboð af vinstri væng - líklegast alvöru sósíalistar og/eða kommar, og svo þjóðlegt miðjumoð. Mögulega verða framboðin fleiri, en þetta finnst mér líklegast.
Axel Þór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 09:00
Nú já, þetta verða þá skemmtilegar kosningar. Það þarf að hrista upp í þessu hjá okkur. Veistu, Axel, hvort Björn Birgisson fer fyrir þessum nýja kommaflokki?
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 09:21
Ég held að ísfirski grindvíkingurinn komi ekki nálægt þessháttar umleitunum. En vinnan er skemmst á veg komin á vinstri vængnum. Líklegast væru rauðliðarnir í Rauðum vettvangi kjölfesta í þessháttar vinnu ásamt fólki lengst til vinstri sem gefst upp á VG.
En já, það þarf að hrista aðeins upp í þinginu, gera út af við fjórflokkakerfið og hafa eins og sjö flokka á þinginu. Ég tel fjórflokkinn sem hugtak dautt þegar einn af þessum gömlu flokkum nær ekki að vera ein af fjórum stærstu flokkum á þingi í tvö kjörtímabil.
Axel Þór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 09:29
Sennilega er það rétt hjá þér. Ísfirski hvítabjörninn er frekar hófsamur þótt orðfæri hans bendi stundum til annars.
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 10:00
Ef allir væru jafn hófsamir í orðum og ég er, væri ekkert gaman að tilverunni!
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 14:11
Væri ekki nær fyrir "spekingana" að láta til sín taka innan stjórnamálaflokkanna og gera landinu gagn með því, en vera ekki bara á hliðarlínunni, rífandi kjaft og gagnrýna allt og alla.
Axel Jóhann Axelsson, 11.1.2011 kl. 19:54
Axel Jóhann, ertu starfandi í stjórnmálaflokki?
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 20:48
Ég er greinilega ekki "spekingur". En kannski get ég verið spekingslegur. Það vil konan meina að ég sé þegar ég totta pípuna.
Axel Þór Kolbeinsson, 11.1.2011 kl. 22:39
Axel Jóhann, Lilja Mósesdóttir er einmitt gott dæmi um "speking", og hún er gott dæmi um hvernig spekingum reiðir af í stjórnmálaflokkunum. Þeir eru kafsigldir, barðir og úthræktir af eigin samflokksmönnum.
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:10
Axel Þór, það er örugglega góð byrjun að læra að setja upp spekingssvipinn. Þegar Grísinn fór í forsetaframboðið byrjaði hann á því að setja upp forsetasvip og svo komu atkvæðin á eftir. Ungi maður, þú ert á réttri leið.
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:11
Merkilegt að Axel skuli ekki svara spurningu minni í # 29! Á hvaða tímabili sólarhringsins tilbiðja eintóna Sjálfstæðismenn skurðgoðin sín?
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 23:20
Alltaf sama óþolinmæðin í þér, Björn, mega menn ekki hugsa sig um áður en þeir svara krefjandi fyrispurnum frá handlöngurum Jóhönnu Sigurðardóttur.
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:30
Hvað sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir? Æi hopp ..........................................
Sjálfur skaltu vera handlangari Jóhönnu, þeirrar konu, sem þú hefur sannarlega alltaf girnst, en aldrei fengið, svona pólitískt!
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 23:43
Ég kann nú ekki að meta svona hálfkæring þegar verið er að ræða háalvarleg mál sem varða framtíð landsins.
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:52
Fyrirgefðu, fjórtán sinnum. Framtíð landsins verður í höndum Kínverja og það er vissulega háalvarlegt mál!
Björn Birgisson, 11.1.2011 kl. 23:58
Þér er fyrirgefið. Mér finnst besta mál að komast í viðskipti með Kínverjum. Ómögulegt að binda sig við Evrópuskagann og Vesturheim.
Baldur Hermannsson, 12.1.2011 kl. 01:01
Framtíð landsins, og heimsins alls, er bara að hluta í höndum Kínverja. Stórveldi framtíðarinnar utan N-Ameríku, útskaga Evrasíu og Kína verða líklega Indland, S-Afríka og S-Ameríka. Lífið í fjölpóla heimi mun taka tíma að venjast. Svona svipað og þegar breytt var úr svart-hvítu sjónvarpi yfir í lit.
Þú færð mig ekki sem forseta 2012 Baldur, hafi verið einhver vonarneisti um það.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2011 kl. 09:21
Hehe ég er alveg hættur að vona nokkurn skapaðn hlut og hvað Bessastaði áhrærir, þá veit ég aðeins tvennt: a) ég fæ aldrei þann sem ég kýs á Bessastaði, b) það er vont en það versnar.
Baldur Hermannsson, 12.1.2011 kl. 12:57
Talandi um máltækið, þá sagði einn kunningi minn sem hafði ekki verið við kvennman kenndur í einhvern tíma "Það er vont, svo versnar það og svo visnar það..."
Axel Þór Kolbeinsson, 12.1.2011 kl. 13:02
Ég man eftir amerískum listamanni sem hafði þetta lífsmottó: it goes like this for a while and then it get´s worse.
Baldur Hermannsson, 12.1.2011 kl. 13:10
Þið skrifið allt of mikið hér til þess að manni gefist tími til að lesa það allt!
En ertu þá orðinn afhuga Sjálfstæðisflokknum, Baldur minn?
Ég er sammála Ómari Geirssyni o.fl. hér, að ekki á að spyrða Styrmi við Jónas.
Styrmir væri fínn til að leiða nýjan flokk, þar er þjóðfélagsréttlætissinni á ferð.
En hvernig er það með þig, myndirðu ekki vilja fá Davíð sem annan foringja þar?
Auðvitað veit ég, að fjölmargir eru á móti honum, en hann á líka fjöldafylgi!
Enginn flokkur getur gert svo að öllum líki – allir eru minnihlutaflokkar!
Taki menn rétt mið af þessu, munu þeir átta sig á því, að það mælir ekki móti neinum foringja í stjórnmálum, að meirihlutinn sé á móti honum! Og betra er vont orðspor (NB í sumum kreðsum) en ekkert!
PS. Páll Skúlason er frátekinn í forsetaframboð.
Jón Valur Jensson, 13.1.2011 kl. 12:10
Jón Valur, þessi flokkur yrði ekki framboðsflokkur heldur umræðu vettvangur eins og danska fyrirmyndin.
Baldur Hermannsson, 13.1.2011 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.