Hrossin þagna

Össur Skarphéðinsson hefur valið þeim Lilju, Ásmundi og Atla heldur nöturleg auknefni: hryssan, folaldið og afsláttarklárinn. Lilja hefur margsinnis bent á stórkostlegar veilur í efnahagsstefnu stjórnarinnar. Ásmundur hefur margsinnis bent á svik Vinstri grænna í fullveldismálinu. Nú standa litlu hrossin í höm og kvarta yfir álygum samflokksmanna sinna. Það er dapurlegt að horfa á svo illa meðferð á skepnum en dapurlegra þó að hrossin skuli láta þetta yfir sig ganga, þegar þeim stendur til boða að strjúka úr stóðinu og koma sér fyrir á notalegri stöðum. En þegar á reynir hénast litlu hrossin niður og þagna.
mbl.is Bregðast við málflutningi Árna Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur . Var það ekki einhvern vegin svona orðatiltækið  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.1.2011 kl. 20:24

2 identicon

Sammála þessu. Það nær engri átt að líkja þeim við hesta, fegurstu og elskulegustu dýr jarðar. Önnur auknefni eru nærtækari og í tilfelli Ásmundar er það nokkuð augljóst.

caramba (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:19

3 identicon

Slík hæðiyrði myndi enginn dirfast að velja Valhallarkappanum. Lengi lifi Bjarni!

stormsveipur (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:14

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að líkja einhverjum við hross - hvers eiga dýrin að gjalda með hliðsjón af því hugarfari sem býr í viðkomandi persónu?

Össur hefir oft hlaupið á sig með óviðkunnanlegum glósum og sagt margt sem betur væri ósagt. Sem ráðherra allra Íslendinga  ber hann sem slíkur að vanda mál sitt. Hann getur ekki haft sig í frammi eins og götustrákur sem ekki kann sig.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2011 kl. 08:56

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mosi, Össur ER götustrákur og kann sig ekki .... og það á við um okkur flesta. Eins og Lilja er nú ágæt má hún ekki rjúka upp í vonsku þótt strákar tali til hennar í galsa.

Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 10:17

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eru þau ekki öll búin að lýsa því yfir að þau styðji ríkisstjórnina? Eins og maðurinn sagði hér að ofan: Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.1.2011 kl. 13:22

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahaha já einmitt  

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.1.2011 kl. 22:16

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birdie hjá Kollu.

Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband