9.1.2011 | 17:52
Bjarni gnæfir yfir gapuxana
Þetta er hárrétt hjá Bjarna Benediktssyni. Þegar aðrir stjórnmálamenn steypa stömpum og ryðja úr sér þvættingnum heldur formaður Sjálfstæðisflokksins sjó. Hann sýnir alltaf öðru hverju sína bestu hæfileika, sem eru skarpskyggni, æðruleysi, stefnufesta og rökvísi. Wikileaks valsar um leynihólf Bandaríkjanna og stelur öllu steini léttara. Bandaríkjamenn hafa fullan rétt til að rannsaka Wikileaks og þá sem þar ráða húsum. Össur Skarphéðinsson og Ögmundur hafa báðir hlaupið á sig en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stendur keikur og gnæfir yfir gapuxana.
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt satt og rétt. Bjarni stendur sig vel í erfiðri stöðu. En vinstra- Baugsliðið hefur lengi haldið gangandi skipulegri rógs- og lygaherferð gegn honum, sem mér hefur því miður sýnst að bíti á sumar einfaldar sálir, þar á meðal einhverja kjána sem hingað til hafa sagst vera sjálfstæðismenn. Eins og Göbbels benti á: Sé lygin endurtekin nægilega oft verður hún sannleikur.
En öll él styttir upp um síðir. Bjarni, Davíð og Mogginn munu standa róginn og lygina af sér. Hvað sagði ekki Lincoln:
You can fool all of the people some of the time
And some of the people all of the time
But you can not fool all of the people all of the time
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2011 kl. 18:06
Þetta er algjör útúrsnúningur og/eða vanþekking. Bjarni skilur greinilega ekki hvenig Wikileaks virkar. Wikileaks er ekki í því að stela upplýsingum úr tölvukerfum, þeir miðla upplýsingum sem aðrir leka til þeirra á sama máta og t.d. fréttamiðlar gera.
Ingvi Gautsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:17
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1132148/#comment3076715
Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 18:23
Ingvi minn sæll! Hvar hefur þú verið? Hvaða rugl er þetta? Er Wikileaks ekki í því að stela upplýsingum út tölvukerfum? Þeir beinlínis fengu samkynhneigðan ungan hermann til þess að stela fyrir sig á alveg skipulegan hátt. Síðan birtu þeir þýfið og urðu frægir. Aumingja homma- strákurinn lenti í súpunni. Hann verður að sjálfsögðu dæmdur fyrir landráð, sem hann verðskuldar. Mörðurinn Assange fær hins vegar frægð og formúur fyrir þýfið og nýtur aðdáunar vinstri- kjána, islamista og al Qaida.
Vilhjálmur Eyþórsson, 9.1.2011 kl. 18:32
Ég er nú ekki alveg sammála ykkur piltar.Íslensk lög vernda Íslenska þingmenn fyrir lögsókn.Ef íslenskur þingmaður brýtur af sér þarf að rjúfa þinghelgina.Bjarni segir að hann trúi orðum Birgittu að hún hafi ekkert að fela.En hvað er hann þá að segja.Eðlilegast í þessu væri það að bandarísk sjórnvöld færu fram á að íslensk stjórnvöld rannökuðu þetta mál og væntanlega styddu það með einhverjum rökum.Varðandi Geir Haarde er það nátúrulega bara bull að færa hann fyrir landsdóm.Vonandi verður það mál allt tekið upp seinna,Landsdómur settur af og bætur greiddar til hans vegna pólitískrar valdníðslu.En varðandi þetta mál Birgittu ættum við að láta pólitíkina eiga sig og beita prinsippinu.Þ.E.Lög Bandaríkjanna gilda ekki á Íslandi.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:39
Merkilegt að hægri maður vilji ekki verja einstaklinga gegn afskiptum stjórnvalda...
Óskar Þorkelsson, 9.1.2011 kl. 18:39
Óskar, þú mátt ekki alhæfa svo gressilega drengur. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnmálamanna að verja glæpamenn fyrir afskiptum stjórnvalda.
Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 18:41
Sæll Vilhjálmur. Ég hef ekki séð það koma fram að Wikileaks hafi fengið umræddan hermann, Bradley Manning, til að gera neitt. Hvaðan hefuru það? Að fregnum að dæmi virðist hann hafa haft sínar eigin ástæður fyrir sínum gjörðum. Einnig tel ég það ólíklegt sem þú segir að Assange sé að fá "formúur fyrir þýfið", hvaðan hefurðu það? Ég veit ekki betur en að umrætt "þýfi" sé dreift frítt á netinu.
Ingvi Gautsson (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:48
Eitt breytist aldrei. Sjálfstæðismenn og þeirra skósveinar kikna alltaf í hnjáliðunum þegar menn með völd tjá sig. Þegar ráðamenn í Bandaríkjunum tala um að það sé ólöglegt að koma upp um stríðsglæpi þá eru topparnir í sjálfstæðisFLokknum fljótir að gelta eins og litlir rakkar. Eins eru allir litlu sjálfstæðismennirnir eins og ástfangnar smástelpur þegar formaðurinn tjáir sig. Gott að sumt breytist ekki við hrun og svoleiðis smáhluti.
Boris (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 19:24
Mér finnst að bandaríkja her eigi að fá að myrða börn og óbreytta borgara án afskipta einhverra glæpamanna og landráðamanna sem bera fyrir sig frjálsu flæði upplýsinga.
Guðmundur Pétursson, 9.1.2011 kl. 19:43
Til Ingvars:
Wikileaks fær framlög frá fólki um allan heim. Þeir eru m.a. með höfuðstöðvar einhversstaðar sem þeir hefðu líklega ekki getað borgað fyrir ef það væri ekki fyrir peninginn sem þeir fengu, nema þá að Assange hafi bara alltaf átt nóg af pening, sem ég efa einhvernveginn.
Súpa (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 19:46
Súpa, það hefur víða komið fram að Wikileaks þiggur gríðarlega fjármuni frá ýmsum aðilum. Kortafyrirtækin vildu ekki taka þátt í því fjárstreymi og urðu fyrir hörðum netárásum.
Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 19:56
Sumt bara mun aldrei breytast og eitt af því er rassakyssingarhneigð hrunflokksins gagnvart USA.
Davíð Oddson og slepjugangur hans gagnvart Bush og Írakstríðinu er gott dæmi.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 19:57
Hanna Birna bætti um betur þegar hún kyssti rasskinnarnar á 78 gæjanum á Gay Pride deginum. Sjálfstæðismenn fara ekki í manngreinarálit, Hilmar minn.
Baldur Hermannsson, 9.1.2011 kl. 20:02
Hanna og flokkurinn í heild hafa kysst þá rassa sem best hafa boðið hverju sinni. Þannig er nú hugsjónin á þeim bæ.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 20:18
Að mínu mati ættu allir stjórnmálamenn að tala af varúð varðandi þessa rannsókn, á meðan málsatvik liggja ekki ljós fyrir. Það er fullkomlega eðlilegt að Bandarísk yfirvöld beiti þeim réttarheimildum sem þau hafa. Ef þau hins vegar seilast útfyrir heimildir, ber að slá á fingur þeirra.
Einar K. Guðfinnsson þingmaður benti á, að Alþjóða þingmannasambandið myndi taka upp varnir fyrir Birgittu, ef að henni yrði sótt. Það er því ekki eins og hún sé bjargarlaus munaðarleysingi. Einar hefur starfað lengi á vegum sambandsins og segir það mjög öflugan vettvang til að snúast gegn tilraunum til að brjóta á réttindum þingmanna.
Augljóst er að þeir Ö-Ö (Össur og Ögmundur) ætla að notfæra sér mál Birgittu til að æsa til andúðar á Bandaríkjunum. Þeir nýta vel sérhvert tækifæri til að torvelda samskipti við okkar beztu bandamenn. Þetta er liður í baráttu Ö-Ö til að innlima Ísland í Evrópuríkið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 20:49
Loftur góður punktur.
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:44
Loftur: Blessaður skríddu aftur inn í það andlega samfæelag sem þér hæfir.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 22:56
Loftur: Af hverju er maður ekki hissa á því að fólk sé búið að fá upp í kok af þér ?
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 22:58
Athugasemd 19 á að standa, en athugasemd 18 er aftur á móti ofaukið og dreg ég hana til baka.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 23:02
Bjarni Valhallarkappi blífur.
stormsveipur (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:04
Alveg er hreint magnað að sjá hvað vinstri hugsandi menn hafa svo miklu meiri andúð á þeim sem standa hinumegin við miðju en andstæðingar þeirra. Alltaf þarf að gera allt persónulegt og allir eru vitleysingar og fábjánar. Er ekki hægt að skoða málið út frá staðreyndum ef maður er vinstrimaður?
Stebbi (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 23:17
Hilmar, var það athugasemdin um Ö-Ö sem var til þess að þú fekkst skitu ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 23:19
Alltaf smekklegur til orðsins Loftur. Nei ég dreg til baka þetta með samfélag þitt, Fólki er ekki upp á bjóðandi að flíka því of mikið.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 23:29
Guðmundur Pétursson, nei mér finnst ekki að nokkur maður ætti að drepa konur og börn og raunar ekki karlmenn heldur. Því miður gerist þetta á vígvellinum. Ég sá með eigin augum myndbandið sem þú vísar til og ég sá líka gagnsvör bandarískra hermanna sem voru þarna á staðnum. Það var algert hneyksli að RÚV skyldi bara sýna myndband Wikileaks en ekki svör og útskýringarnar því að þær vörpuðu öðru ljósi á þessa dapurlegu atburði. RÚV braut þarna hlutleysisskylduna og ekki í fyrsta skipti. Ég sá þessa umræðu á netinu, mest hjá CNN, og það sannast þar sem oftar að maður verður ævinlega að hlusta á framburð beggja aðila.
-
Ég ætla hins vegar ekki á nokkurn hátt að verja framferði Kana í Írak, ég hef annars staðar bent á að Wikileaks hafi unnið nokkurt gagn með gagnaþjófnaði sínum, en ég ítreka að Wikileaks verður líka að þola að þeir séu sjálfir rannsakaðir. Og ég bendi á að eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem fjallar um Twitter-mál Birgittu af viti fram að þessu er Bjarni Benediktsson.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 00:48
Loftur og Hilmar, gaman að sjá að ekki er allur móður af ykkur runninn þrátt fyrir kreppuslenið.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 00:49
sammála þér Baldur, Bjarni er að standa sig vel núna ......... !
Jón Snæbjörnsson, 10.1.2011 kl. 12:38
Hvað mundi Bjarni corleone Ben segja ef Pútín mundi krefjast sömu upplýsinga um íslenska stjórnmálamenn á grundvelli dóms í afdalaríki í Rússlandi ?
Óskar Þorkelsson, 10.1.2011 kl. 16:19
Óskar, þetta er allt spurning um milliríkjasamninga, lög og rétt.
Baldur Hermannsson, 10.1.2011 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.