Farðu strax, kerling!

Einu sinni var Idi Amin forseti Úganda og naut valdanna í ríkum mæli. Hann drap skelkaða þegna sína eftir hentugleikum og snæddi þá sem honum leist best á. En grimmdin varð honum að fótakefli og þar kom að hann hrökklaðist úr landi og varð fáum mönnum harmdauði.

Valdaferill Jóhönnu er líka á enda kljáður. Engum Sjálfstæðismanni hefur hún sálgað og engan Framsóknarmann étið svo vitað sé. Þó er næsta víst að fáir munu syrgja þá stund þegar hún pakkar saman dótinu sínu í pappakassa og paufast niður tröppur Stjórnarráðsins.

Það gengur einfaldlega ekki að hafa forsætisráðherra sem ítrekað er staðinn að lygum. Það er sama hvernig kerlingargreyið reynir að flækja málið - þetta mál er bara of einfalt og of augljóst til þess að hægt sé að flækja það eða drepa því á dreif með styrkjatuldri.

Árni Páll Árnason er strax farinn að tala eins og sá sem valdið hefur. Annar forystumaður er ekki í sjónmáli, því varla fer Samfylkingin að afhenda Steingrími stýrishjólið. Samfylkingin valdi Jóhönnu einungis vegna þess að flokkinn vantaði sameiningartákn. Jóhanna sameinar ekkert lengur. Hún er bara til trafala. Jafnvel stækustu orðhákar vinstri manna hafa gefist upp því að halda hlífiskildi fyrir henni.

Kerlingin verður að fara og það strax. 

 


mbl.is Spyr um sannleiksskyldu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftirfarandi er augljóst Baldur:

Forsætisráðherra átti fundi með umsækjendum um stöðu Seðlabankastjóra. Laun  voru ekki rædd. Af því að Forsætisráðherra ræður ekki launum Seðlabankastjóra.

Forsætisráðherra svaraði ekki tölvupósti Más Guðmundssonar um launakjör Seðlabankastjóra. Af því að Forsætisráðherra ræður ekki launum Seðlabankastjóra

Forsætisráðherra var aldrei þáttakandi í umræðu um laun Seðlabankastjóra. Af því að Forsætisráðherra ræður ekki launum Seðlabankastjóra

Þetta er staðfest af embættismönnum og í skjölum.

Seinasti Seðlabankastjóri sem nýtti ráðherravald til að hækka laun sín var núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þegar hann réð sjálfan sig í Seðlabankann. Þá réð Forsætisráðherra launum Seðlabankastjóra

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stækustu orðhákar vinstri manna, hafa ekki beint gefist upp á því að hlífiskyldi yfir henni.  Þá vantar bara rök fyrir áframhaldandi vörnum og henda "drullukökum" í allar mögulegar áttir og drepa málinu á dreif.

 Björn Valur Gíslason, "Konninn" hans Steingríms J. ( samanber "Baldur og Konni"), sprettur fram í umræðuna, með "poka fullan af ryki", sem hann þyrlar upp, fyrst og fremst í viðleitni sinni, til að draga úr trúverðugleika þeirra, sem sannleikans krefjast, með fyrirspurn um löngu upplýst mál, þ.e styrkjamál Sjálfstæðisflokksins, gagnvart FL-group og Landsbankans.  Birni Val, er það löngu orðið ljóst, hverjar lyktir þess máls voru og á hvaða hátt það var leitt til lykta.

Eflaust hafa augu einhverra "blindast" af ryki "Konnans", þó svo að ekki hafi hann, getað bent á einhverja "kosti" forsætisráðherra, í sínu framlagi til varnar ráðherranum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.6.2010 kl. 15:46

3 identicon

Mikið voðalega er umræða á Íslandi alltaf hreint furðuleg :-o

ASE (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Heyr þú mig Baldher !  Hann Stefán er bara með múður við þig - hvað gengur honum til - ekki trúi ég því að hann sé jafn illa vaxinn til höfuðsins og ég , að halda þeirri "fyrru" framm að ástandið versni ef súkkulaðihúðaði Engeyjardrengurinn kemst til valda í  ríkisÓstjórn ?

   Ja ljótt er ef satt er .

Hörður B Hjartarson, 8.6.2010 kl. 19:29

5 identicon

Heill og sæll Baldur.  Þarna er ég hjartanlega sammála þér.

Aftur á móti sýnist mér frekar kjánalegur misskilingur í gangi hjá Stefáni og Herði hér fyrir ofan.  Ef hrunið á að kenna okkur eitthvað er það að ástunda gagnrýna hugsun.  Og þar ætti núverandi ríkisstjórn ekki að vera undanskilin.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 20:33

6 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, þú talar um Idi Amin. Líttu á þetta:

Það verður aldeilis gaman að fylgjast með slagnum um embættin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem framundan er. Þar mun margur prúður og víðsýnn maðurinn verða í framboði. Ekki veit ég hvort höfundur tilvitnaða textans hér fyrir neðan verður í framboði, en hann er ólíkt kjarnyrtari en til dæmis Bjarni Benediktsson, sem allir vilja fella, en enginn þorir gegn.

"Gylfinn hefur lagst svo hund-flatur fyrir Evrópu-valdinu, að hann ræðst að forseta lýðveldisins með sömu brígsl-yrðunum og forsætisráðherra-tíkin. Þetta lið er svo vitskert að það ætti með réttu að loka inni á hæli og henda lyklinum. Ætlar alþýða landsins innan ASÍ að una áfram stjórn Gylfans?" (Loftur Altice Þorsteinsson)

Þarna kemur skrifarinn krókalaust að kjarna málsins og auglýsir og kynnir sjálfan sig vel í leiðinni!

Svona eiga bændur að vera!

Það er sannur þjóðarheiður að svona skrifum.

Eða er það ekki?

Er þetta kannski bara algjör þjóðarósómi?

Líklega.

Björn Birgisson, 9.6.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband