Davíðshatrið er trúarfíkn nýkommúnista

Einelti nýkommúnista í Samfylkingunni gegn langfremsta stjórnmálamanni samtímans mun aldrei linna. Það er sama hve harkalega lygarnar eru reknar öfugar ofan í bannsett  kokið á þeim, þeir snúa alltaf aftur vopnaðir nýjum, marklausum ávirðingum.

Hver einasti heiðvirður Íslendingur veit fullvel að Davíð Oddsson bar nákvæmlega enga ábyrgð á bankahruninu. Hann á heiðurinn af því að hafa rifið Ísland upp úr þeirri skelfilegu örbirgð sem vinstri flokkarnir höfðu skapað hér árið 1991, en hrunið er af annarra völdum.

Skýrslan fræga bendir á að Davíð hafi verið stóryrtur við Tryggva Þór Herbertsson meðan allt var að hrynja. En hrunið varð ekki vegna þess að Davíð atyrti Tryggva Þór. Og hrunið varð heldur ekki vegna Rússaklúðurs í Seðlabankanum.

Engum hefur dottið í hug að kenna Mervyn King um hrun Northern Rock. Enginn hefur kennt Greenspan um fall Lehmann-bræðra. En nýkommúnistar á Íslandi  ríghalda í þá hjátrú sína að Davíð Oddsson beri ábyrgð á hruninu.

Engin rök og engar staðreyndir munu nokkurn tíma megna að sannfæra þá um annað, því Davíðshatrið er trúarfíkn sem hafnar allri rökhyggju. 


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Baldur; æfinlega !

Enginn er ég nú; Kommúnistinn né Kapítalistinn, eins og þér kunnugt, en ég ætti vart að þurfa, að minna þig á, að í upphafinu, skyldi endinn skoða.

Davíð Oddsson; er sannanlega, einn sá mesti þrjótur, hver; til valda hefir komist hér á landi, litið aftur til Landnámstíðar, allar götur, og sért þú svo Glámskyggn á atburðarás alla, Baldur minn, er vert, að rifja upp fyrir þér, þegar þessi skálkur hófst til mannvirðinga, meðal Reykvízkra, strax, vorið 1982 - og svo síðar.

Þá þegar; leist mér ekki á gripinn, og hafa grunsemdir mínar, honum til handa allar fram komið, síðan.

Helzt er; að finna samsvörun, með þeim Papa Doc gamla, suður á Haíti, og svo Marcosi karlinum, austur á Filippseyjum, til skírskotunar nokkurrar, ágæti drengur.

En; með beztu kveðjum samt, úr öskustó Árnesþings /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 15:51

2 identicon

Hvers vegna túlka allir Sjálfstæðismenn það vera hatur gegn Davíð þegar hann er gagnrýndur og hans störf?  Er eitthvað hlustað á gagnrýni á hendur honum án þess að Sjallar túlki það sem "hatur gegn foringjanum"?  Er eitthvað hlustað á hvað þessir "hatursmenn" eru að segja?

Skúli (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 15:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Baldur. Ertu með Davíðs-tryggingu?

Davíð hefur gert margt gott eins og allir aðrir, en það eru takmörk fyrir hversu miklu hann á að ráða í Íslenskri pólitík með slíka þvælufortíð sem hann blessaður maðurinn hefur því miður þvælst inn í!

Ég vil ekki taka neinn af lífi andlega en það er skilyrði í lýðræðis-ríki að réttlát aðferð sé notuð við að ná fram réttlæti! Hvað er blessaður maðurinn oft nefndur í rannsóknarskýrslunni? Er rannsóknar-skýrslan kannski bara mjög alvarlegt grín?
M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það eru því miður ekki aðeins Samfylkingar- kjánar og VG- vitleysingar sem níða Davíð. Jafnvel enn verri er lið, sem segist vera sjálfstæðismenn, en er upp til hópa pólitískt rétthugsandi undirmálslýður og vill afhenda Evrópusambandinu völdin í landinu, t.d. liðið í kringum Þorstein Pálsson og nafni minn Egilsson.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 16:46

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Segir ekki rannsóknarskýrslan að Davíð hafi klúðrað öllu sem að honum sneri á síðusu dögum fyrir hrun?

Eða gleymdi hann að klúðra einhverju?

Hann gleymdi líklega að þiggja aðstoðina sem honum var boðin.

Það var víst vegna þess að honum fannst sér stórlega misboðið.

Ekki gleymdi hann að setja Seðlabankann í þrot með því að ausa fé í hrunda banka.

Eiginlega er ljótt af þér Baldur opna fyrir þetta og nú rifjast upp fyrir okkur allt ruglið sem þessi guðsvolaði manngarmur áorkaði á meðan hann fékk ráðrúm til þess.

Megum við engri þjáningu gleyma í friði fyrir þér mannskepna?

Árni Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 16:56

6 identicon

Samkvæmt Vilhjálmi Eyþórssyni þarf maður sem sagt að sleikja rassgatið á foringjanum og gera eins og manni er sagt til að teljast Sjálfstæðismaður. Djöfulsins ræfill þar á ferð og augljóslega enginn Sjálfsstæðismaður!

Kristinn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:30

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú skalt ekki tvo Guði hafa, bara einn

Finnur Bárðarson, 7.6.2010 kl. 17:30

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eitt af því sem maður getur verið viss um í þessu lífi er að vinstrmenn rugla alltaf saman trú og rökum. Þeir trúa því að þeir séu alltaf að setja fram rök, þegar í reynd þeir standa sig best í rökleysunni. Þeir telja sér t.d. trú um að ekkert ill hefði hent ef bankar hefðu ekki verið einkavæddir, þegar augljóst er að það var EES aðildin sem var skúrkur dagsins.

Nú vilja þeir ganga enn nú lengra og ganga í ESB, þegar hver heilvita maður sér að þangað inn fer enginn inn nema í hlekkjum.

Sagan er uppfull af trúarkreddum á borð við þær sem Samfylking og Vg aðhyllast. Nú þykjast þeir hneykslaðir á þeim og kenna öðrum um að hafa komið þeim á. 

Ragnhildur Kolka, 7.6.2010 kl. 17:37

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Hver einasti heiðvirður Íslendingur veit fullvel að Davíð Oddsson bar nákvæmlega enga ábyrgð á bankahruninu?...og allir hinir eru líka saklausir. það er þá engin sekur í bankahruninu ef Davíð. Allt er misskilningur. Peningarnir fór sjálfir, talvan bilaði og jós peningum til útlanda af sjálfdáðum...ALLIR eru hafðir fyrir rangri sök og Davíð mest...já Baldur þú mátt heilsa til Davíðs að það þurfi að fara að loka þessu þjófnaðarmáli í Kínversku verksmiðjunni sem hann hjálpaði vini sínum að stela meðan hann var Forsætisráðherra. Mig vantar þennan pening núna...ég ætla ekki að blanda mér í aðra hreina stuldi sem hann er blandaður í...nei hann er alveg saklaus þessi padda og fárveiki fíkill...ojbara.

Óskar Arnórsson, 7.6.2010 kl. 18:01

10 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessi Kristinn er augljóslega mjög illa kristinn. En svona er fólkið sem kaus Jón Gera Narr og þeir munu halda áfram á sömu braut. Engin meðferðarúrræði eru til staðar gegn því sem hrjáir þetta blessaða fólk, hið mikla, hræðlega og ósigrandi afl, heimskan, er ólæknandi. Engar pillur, engar sprautur duga.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 18:36

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar í undanfara þingkosninga 2003, er Baugur og Samfylkingin, bundust tryggðarböndum (eins og Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður flokksins, viðurkennt að voru fyrir hendi), má segja að Davíðshatrið, hafi breyst úr því að vera "verulegt" yfir í "takmarkalaust". Eftir "staðfestingu tryggðarbandana, var ákveðið, að nú skildi forsætisráðherrastóllinn, tekinn af honum Davíð, svo hann hætti að ofsækja, þessa öndvegisfeðga, sem ráku þá Baug.

Eigi þóttu mannkostir, þáverandi formanns Samfylkingar slíkir (Össurar), að hann ætti eitthvað erindi eða samjöfnuð við Davíð.  Var þá brugðið á það ráð, að sækja inn í Borgarstjórn þáverandi Borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu og var hún sett, til höfuðs Davíð, sem forsætisráðherraefni flokksins.  Ekki varð þó Samfylkingunni, kápan úr því klæðinu, að fella Davíð, þrátt fyrir þungan og óvægin áróður gegn honum.  En sú staðreynd breytti því samt ekki, að Baugur, fékk þó þá "aðstoð", sem ætlast var til með áðurnefndum tryggðarböndum, frá Samfylkingunni.  Skýrasta dæmið því til stuðnings, er "Fjölmiðlafrumvarpið", sem Samfylkingin, barðist gegn með kjafti og klóm, alla leið til Bessastaða og linnti ekki látum, fyrr en forsetinn synjaði, nýsamþykktum Fjölmiðlalögum og vísaði þeim til þjóðarinnar. Samfylkingunni til mikillar gremju, fóru Fjölmiðlalögin, samt aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þau voru dregin til baka.  Sé hugsað til þeirra orða Samfylkingarmanna, þegar það að draga lögin til baka, væri geræðisleg árás á lýðræðið, er athyglisvert að minnast áhuga Samfylkingarinnar eða öllu heldur áhugaleysi flokksins, gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave.  Eins þótti Samfylkingunni, helst til miklu kostað við rannsókn og málarekstur Baugsmálsins. 

 Í aðdraganda bankahrunsins, þegar vitað var að þjóðin, var á leið til andskotans, þá gat ekki einu sinni þáverandi formaður Samfylkingarinnar, brotið odd af oflæti sínu, og látið af margra ári hatri og tekið orð, þáverandi Seðlabankastjóra, Davíðs Oddsonar af alvarleika og festu.

 Síðast í morgun þann 7. júní 2010, þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, þrætti eins og sprúttsali, fyrir þætti Forsætisráðuneytisins í launamálum núverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að samflokksmaður hennar Helgi Hjörvar, formaður Efnahagsnefndar Alþingis, hafi sagt að skipun um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands, sem varða laun Seðlabankastjóra, gat hún ekki stillt sig um að hrauna yfir núverandi ritstjóra Moggans, Davíð Oddsson,  fyrir það eitt að hafa flutt fréttir af "illalyktandi" ráðningarferli núverandi Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar.

 Sjöundi júní 2010, verður því seint talinn, gleðidagur í sögu  Samfylkingarinnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.6.2010 kl. 19:18

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Spyr þjófur um þjóf?" var máltæki í minni sveit og ekki nenni ég að útskýra það frekar í öðrum kirkjusóknum.

En hér er verið að tala um veikindi. ! ! ? ?

Árni Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 19:33

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mælt þú manna heilastur Kristinn Karl. Eins og allir ættu að geta séð tókst Baugs- liðinu að koma af stað einhvers konar hópefli, sem fólst aðallega í einelti gegn eina manninum sem frá upphafi hafði varað við útrásarliðinu, nefnilega Davíð Oddsyni. Það er ömurlegt að fylgjast með þessu liði éta upp fyrirframvitaðann hatursáróðurinn hver eftir öðrum. En við hverju er að búast í landi þar sem Jón Gera Narr er með stærsta flokkinn? Heimskan er máttug og vegir hennar órannsakanlegir.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 19:38

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt orðbragð, sérstaklega hjá Kristni nr. 6. ég ætla nú bara að leyfa mér að gleðjast með þeim sem þarna um ræðir. Nóg er af hatrinu og heiftinni.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.6.2010 kl. 19:38

15 identicon

Ég ber mikla virðingu fyrir Davíð, og ég kaus hann alltaf þegar hann var í pólitík. Hins vegar þá var maðurinn í einni mestu ábyrgðarstöðu efnahagsstjórnar Íslands þegar hrunið varð. Það að enginn hafi trúað honum, eða að hann hafi ekki getað gert neitt, er hálf fáránlegt. Það gæti vel verið að maðurinn hafi hvíslað því til vina sinna að hann væri hræddur um að eitthvað væri að, en af hverju gerði hann ekki meira? Davíð verður að axla ábyrgð, rétt eins og allir aðrir pólitíkusar sem voru við völd þegar allt hrundi. Seðlabankinn tapaði 300 milljörðum í ástarbréfum til bankanna, gleymdi að endurnýja 500 millj. evru lánalínu, og jók ekki bindiskyldu bankanna þrátt fyrir ábendingar AGS. Þessi valdamikli einstaklingur, sem gat fengið þáverandi forsætisráðherra Geir H Haarde til að skjálfa samkv. rannsóknarskýrslunni, getur ekki sagt að hann hafi ekki getað gert neitt. Halló! Þetta er Davíð Oddson, ekki einhver Jói út í bæ. Auðvitað hefði hann getað sagt eitthvað, og fólk hefði hlustað.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 19:41

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Starf seðlabankastjóra er þess eðlis, að nánast allt verður að fara leynt og bak við tjöldin. Það hefur margsinnis komið fram að Davíð varaði handhafa framkvæmdavaldsins margsinnis við en ekki var hlustað. Einliða ákvarðanir frá honum hefðu sjálfkrafa getað valdið hruni. Sérhvert ógætilegt orð getur haft gífurleg áhrif, ekki aðeins hér á landi, heldur út um allan heim. Því er það framkvæmdavaldið, ekki Seðlabankinn sem verður að taka ákvarðanir í öllu sem máli skiptir. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 19:58

17 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Satt að segja þykir mér orðið ,,nýkommúnistar" helst til stórt orð og tignarlegt yfir annað eins undanrennuglundur og Samfylkingin - já og VG - eru, félagi Baldur

Jóhannes Ragnarsson, 7.6.2010 kl. 20:04

18 Smámynd: Jonni

Hefði ekki fjórmenningunum og þjóðinni allri verið gerður stærstur greiði ef reynt hefði verið á lögin í þessu máli/málum?  Þetta hefur ekkert með "Davíðshatur" eða önnur sértrúargoðafræði að gera. Það tíðkast í réttarfarssamfélögum að láta reyna á lögin þegar ráðamenn eru jafn kyrfilega sakaðir um embættisafglöp.  Hérna er málið bara sett ofan í skúffu með skírskotun til "ekkert sérstaks tilefnis".  Hvað var þá þessi rannsóknarnefnd að gera svo ekki sé talað um þingmannanefndina?  Þetta er ekkert venjulegt sakamál og ekki hægt að afgreiða það sem slíkt og ekki undir nokkrum kringumstæðum eftir geðþótta eins eða fárra manna.

Jonni, 7.6.2010 kl. 20:29

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég tek undir orð Árna um að þetta snýst um veikindi sem þjóðin í heild sinni ber ábyrgð á að meðhöndla á sanngjarnan hátt óháð flokka-svika-klíkum!

Ef þjóðin gerir það ekki með samstöðu og réttlæti að leiðarljósi eigum við ekki skilið að teljast sjálfstæð þjóð!

Sjálfstæði þjóðar kostar siðaða samstöðu allra ábúenda, óháð flokkum af alls kyns toga, þjóðernisuppruna og svo má lengi telja! Allir eru jafnir fyrir lögum í réttarríki! Fólk verður að skilja það.

Ef fólk áttar sig ekki allmennt á því verða flestir Íslendingar í sporum þræla á þrælaskipum svika-auðjöfranna fyrr á tímum!

Er ekki siðmenntun og vitsmunir almennings á Íslandi komin lengra á þróunarbrautinni?

Hverju skilaði Háskóla-Hannes þessari þjóð? Maðurinn sem telur sig svo gífurlega menntaðan, en kann ekkert í samfélags-náungakærleika og góðum og málefnalegum og réttlátum samskiptum? Úff!!! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 20:45

20 identicon

Sæll Vilhjálmur Eyþórsson.

Sem sagt það var ekkert hægt að gera? Gat enginn gert neitt? Var hrunið kannski engum að kenna?

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:46

21 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Jú. Geir og Ingibjörg Sólrún hefðu getað hlustað á Davíð. Það gerðu þau ekki.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 20:50

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef verið úti í þessu líka unaðslega sumarveðri og ekki getað svarað ýmsum góðum skeytum sem til mín hafa flogið hér á síðunni, en ég sé að Villi, Kiddi og fleiri hafa barist eins og sannir Mölturiddarar í þágu hins hreina málstaðar. En ég ætla að leyfa mér að birta aftur þessa setningu og biðja bæði Árna og fleiri að íhuga hana:

*

"Engum hefur dottið í hug að kenna Mervyn King um hrun Northern Rock. Enginn hefur kennt Greenspan um fall Lehmann-bræðra. En nýkommúnistar á Íslandi ríghalda í þá hjátrú sína að Davíð Oddsson beri ábyrgð á hruninu."

*

Völd Seðlabankastjóra eru takmörkuð af lögum. Núverandi seðlabankastjóri hefur hvatt til þess að völd Seðlabankans verði aukin svo að hann geti gegnt stærra hlutverki. Það er ástæðulaust að kvarta þótt Seðlabankinn hafi glatað fé í hruninu. Það gerðu allir seðlabankar heims og ríkisstjórn Bandaríkjanna dældi milljörðum dollara inn í hagkerfið.

Baldur Hermannsson, 7.6.2010 kl. 21:06

23 identicon

Ég held að ef hann hefði komið í fjölmiðla, og sagt að bankarnir þyrftu að hætta ruglinu, þá væri hann hetja í dag. En í stað þess að gera þetta, þá lánaði hann bönkunum 300 milljarða án raunverulega veða (ástarbréfin), og gleymdi síðan að framlengja 500 milljóna Evru lánalínu. Hann ásamt Geiri og Ingibjörgu klúðruðu hlutunum með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðina. Þau verða að axla ábyrgð, og viðurkenna að hann hafi gert mistök. Mér finnst persónulega ekki að hann eigi að verða kærður.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:09

24 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrir mér er Davíð ekki saklaus maður. Ég geri ráð fyrir því að hann þiggi eftirlaun sem borgarstjóri, þingmaður og ráðherra og einnig sem Seðlabankastjóri. Ekki veit ég hvað Mogginn er að borga honum fyrir að kippa blaðinu aftur á steingelt flokkaplanið, en sé það króna á mánuði, er það krónu of mikið.

Að  þessi maður skuli voga sér að beita heilu dagblaði með offorsi og svívirðingum gegn réttkjörnum stjórnvöldum og stuðningsfólki þeirra er með eindæmum ósmekklegt.

Þessum sömu stjórnvöldum og því sama fólki sem greiðir honum fúlgur fjár mánaðarlega fyrir misjafnlega illa unnin störf, þótt eitthvað gott hafi nú slæðst með. Siðlaust með öllu.

Hefð hefur skapast fyrir því að aflagðir gamlir skápar í stjórnmálum fari á eftirlaun og dragi sig að mestu úr sviðsljósinu. Það er þó ekki án undantekninga. Nefni Jón Baldvin og Þorstein Pálsson sem dæmi.

En nafnlausar árásir ritstjórans á ríkisstjórnina og fólk henni tengt, benda eindregið til botnlauss haturs og hefnigirni og framferði ritstjórans er án fordæma með þessari þjóð.

Siðferði og siðgæði ritstjórans gæti vel rúmast í einni fingurbjörg.

Björn Birgisson, 7.6.2010 kl. 21:21

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ef hann hefði komið í fjölmiðla og sagt að bankarnir ættu að hætta ruglinu, hefðu þeir hrunið samdægurs. Hann hefði þá ekki verið hetja heldur hættulegt fífl, enn verri og hættulegri en Jón Gera Narr. Seðlabankastjóri verður að halda sig í skugganum og bak við tjöldin hér sem annars staðar.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 21:22

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þetta hrundi allt af sjálfum sér Bjarni!... þeir segja það sjálfir svo það hlýtur að vera. - Að Davíð vissi eitthvað fyrir hrunið, kaupi ég alveg. Að engin hafi hlustað á Davíð, eða hann ekki kunnað á láta fólk heyra það sem hann þurfi að segja, kaupi ég aldrei...enn það er annað mál.

Pólitík er eins og bíómyndir. Maður vill helst ekki horfa á sömu myndina tvisvar, sérí lagi ef hún er hundleiðinleg. Geir var að æfa sig í að vera sjálfstæður sem hann virkilega . Hann valdi vitlausan tíma. Og missti af því sem Davíð sagði...Einmitt þegar Davíð kom með fréttirnar av fjármálalegu "tsunami" framkallað með einhverri vírusbombu sem hafði þá innverkan á fólk um allan heim, tæmdi allar hirslur og hljóp með peninganna. Þetta eru bara örfáir menn og eigilega þarf bara að setja þá á svarta skýrslu. Þeir áttu ekki að vinna í banka. Súrkarnir sem ræna með vélbyssum og skammbyssum eru orðnir nördar í bankaránabransanum. Ég þekki nokkra svona gamaldags byssu bankaræningja, og þeir eru eins og bændur Vestfjörðum 1965 til orðs og æðis. Einn er núna með 8 ár fyrir 75000 sænskar. Það beit hann lögregluhundur líka svo hann var vel komin af "fríinu".

Íslendingur var skotin hér í Stockhólmi fyrir 10 dögum og það komu línur í nokkrum blöðum eins og frétt í MBL um að kind hafi dottið í skurð á Hornafirði. Svo er málið gleymt. Og það næsta tekur við...

Afbrot í ákveðnum stéttum á Íslandi hafa verið samþykkt þegjandi árum saman því engin slasats við þessi afbrot. Íslendingar eru ekki almennt búnir að melta umfangið af því sem hefur verið að ske á Íslandi í fjármálum. Ég var ansi nálægt þessu fólki mörgu hverju og teygðu þessi "sambönd" háttsettra manna, mjög svo óeðlilega, inn í alla kima Reykjavíkurheima. Menn fara almennt ekki á ákveðin bar á laugaveginum þó þeim langaði í bjórglas. Menn passa ekki upp á umgengi sitt. Þá á ég ekki við að ekki sé í lagi að Davíð faðmi Lalla Jóns oní bæ. Enn ef þeir væru búnir að vera fullir saman í nokkra mánuði, Davíð og Lalli Jóns, fyndist fólki það ekkert gaman. Kanski er bara í lagi...svo bættist bankamaður í hópinn og allir að skerpa til stemningunna með smá kóki í nefið...

Seinagangur og handvömm í rannsókn elítunar og þá er rannsókn á Sjálfstæðismannatoppunum, Davíð meðtalinn að sjálfsögðu, og gera nákvæmlega samskonar rannsókn sem þingið gerði, hvað þeir hafast við í fjármálum, og hvernig. það er ekkert mál á Íslandi að setja fókus á mál sem engu máli skipta, og gera fólki upp skoðanir og dáleiða það til að beina huganum að smáatriði sem kemur aðalmálum ekkert við.

Davíð Oddson gerði fullt af góðum hlutum. Og er mjög fær. Hann er bara ekki meðvitaður hvernig áhrif hann hefur á annað fólk. Hann er sterkur og keyrir yfir fólk. Stundum meðvitað og stundum ómeðvitað. Bara að hann lagi ekki hegðun sína í daglega lífinu gerir hann óhæfan nema þá sem ritstjóra. Hann er fínn í það. Ef hann væri meðlimur í harmoníuhljómsveit, myndi hann stilla sitt hljóðfær hæst. Sama á hvað hann spilaði. Það má segja að leiðtogatypur eru oft svona bilaðar...og það er ekkert til við þessu.

Ég trúi heldur ekki að fólk hatist út í eitt eða neitt. Þetta er bara orð sem er nota í skrifuðu máli. Ég hef prófað að hata einu sinni. Það virtist vera eitthvað sjálfsagt mál í nokkrar vikur og svo gafst ég bara upp á því. Fer voðaleg orka í þetta plús hvað þetta er innilega leiðnlegt að standa í.

Enn bara af því að Árni viðurkenndi að hann væri kommúnisti, fór ég að verða hugsi og spurði sjálfan mig hvort það væri fólk í lagi sem væri það. Litli kommúnistinn í mér, sem býr í hjarta allra eins og Guðstrú, (ég frelsaðist í sjóslysi í Grindabvíkurinnsiglingunni 1972), vaknaði og mér leið eins og ekta kommúnista á leiðinna á vaktinna. Það var bara ansi góð tilfinning. Svo myndi ég eftir því að mig langaði að verða ríkur og hristi allar hugmyndir um kommúnisma af mér...  

Óskar Arnórsson, 7.6.2010 kl. 22:01

27 identicon

Fyrir stuttu síðan sagði Már, núverandi seðlabankastjóri að það væri ekkert því til fyrirstöðu að bankarnir féllu aftur án þess að Seðlabankinn gæti gripið inní. Til þess vantaði lagaúrræði og hvatti hann til þess að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lagabreitingum til að efla völd Seðlabankans.

Segir það ekki ýmislegt um mátt Davíðs sem Seðlabankastjóra? Hann gat ekki bara vaðið inn í bankana og skipað þeim fyrir. Ekki frekar en Már.

Davíð er eini maðurinn sem marg varaði við því ástandi sem var að skapast. Hann benti á það ítrekað að gengi krónunnar væri falskt og ekki mætti treysta á styrk hennar.

Hann gagnrýndi ofurlaunin og útrásarvíkingana. Hann mótmælti með því að fara í bankann og taka út sparnaðinn sinn þegar honum misbauð hvernig bankamenn dældu peningum í sjálfa sig. HVAR VORUÐ ÞIÐ HIN ÞÁ?

Það þarf ekki annað en að fara inn á síðu seðlabanka Íslands og lesa þar ræðurnar sem Davíð hélt opinberlega sem Seðlabankastjóri. Þar koma aftur og aftur fram viðvaranir.

Auðvitað vissi Davíð ekki að allt myndi hrynja á einni nóttu, en honum misbauð framferði bankamanna og útrásarvíkinga og hann sagði frá því. Hann reyndi að koma á fjölmiðlalögum til að koma í veg fyrir að útrásarvíkingarnir gætu stjórnað almennsálitinu ásamt því að eiga hálft Ísland.

HVAÐ GERÐUÐ ÞIÐ ÞÁ? Voruð þið í liðinu sem mótmælti þessu frumvarpi gegn óskabarni þjóðarinnar, Jóni Ásgeiri?

Jón Ásgeir hefur alla tíð tuggið það í sínum fjölmiðlum að Davíð sé spilltur og "out to get him". Þessi áróður hans hefur vissulega skilað sínu þar sem margir trúa því að Davíð sé í raun djöfullinn sjálfur. Sorglegt hvað lúalegur þjófur sem Jón Ásgeir er, hefur enn sterkt tak á almenningi í gegnum áróðursdæluna sína, 365 miðla.

Hrafna (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:22

28 Smámynd: RIKKO

Haha... hættu nú á með þetta Jón Gnarr hatur gamli heilageldingur.... þú og Baldur myndu eflaust %$##/ !"#$%$ á honum Davíð ef þið gætuð

RIKKO, 7.6.2010 kl. 22:22

29 Smámynd: RIKKO

Hverju ert þú svo að halda fram Baldur? Að bankakallar í ameríku hafi ollið hruninu á Íslandi?

Ég held að þetta sýni frekar hversu illa og veikt þetta kerfi var sem þessir Sjálfstæðismenn bjuggu til. Ert þú í alvörunni svona vitlaus?

RIKKO, 7.6.2010 kl. 22:28

30 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Tek undir hvert orð, sem Hrafna segir. Það er ömurlegt að sjá hverju Jón Ásgeir og kó hafa getað áorkað með tökum sínum á fjölmiðlunum og hve margar einfaldar sálir láta Baugs-liðið stórna hugsun sinni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2010 kl. 22:32

31 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er munur að geta gengið að einum guði sem stýrir huga og hönd Vilhjálmur. Hrunguðinum..

hilmar jónsson, 7.6.2010 kl. 22:36

32 identicon

Komið þið sæl; á ný !

RIKKO (eða; hvern andskotann þú heitir, ágæti drengur) !

Þrátt fyrir Valhallar (við Háaleitisbraut; Reykvízkra) þráhyggju Baldurs stór vinar míns, að þá get ég - sem fjöldi annarra vottfest, að hann sé með þeim skarpari, í alls lags vísdómi; þér að segja.

Stundum; þarf ekki að taka Baldur bókstaflega, enda,...... stutt í kaldhæðni nokkra, í hans hugskoti, oftlega;; RIKKO minn.

Með beztu kveðjum; sem þeim öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:38

33 identicon

Hilmar, er Sjálfstæðisguðinn eitthvað verri en Baugsguðinn ykkar?

Jón Ásgeir verður allavega glaður að sjá hversu margir lepja enn upp áróðurinn hans gagnrýnislaust þrátt fyrir allt sem hann hefur gert. Hinn heilagi sannleikur, Fréttablaðið virðist enn vera að gera sitt gagn fyrir hönd Guðs, nei ég meina Jóns Ásgeirs.

Hrafna (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 22:51

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

...bankahrunið birðai allt í ameríkiu og þegar útrásarvíkingarnir sá "fjármálaölduna" koma, hreinsuðu þeir búrið (bankanna) eins og þeir í ameríku, og stungu af í eina björgunnarbátnum. Málið er að "skipið" sökk ekki og þeir tóku allan matinn...sem er miklu meira af mat enn þeir geta torgað sjálfir...þetta var bara svo mikið af mat og sú staðreynd að engin var að fylgjast með í búrinnu, sem er glæpurinn. End of story.

Óskar Arnórsson, 7.6.2010 kl. 23:08

35 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sigurbjörg - sammála þér varðandi orðbragð nr 6 - það gefur sterklega til kynna þroska þess einstaklings og gerir hann ómarktækann.

Annað - varðandi málfar - 28 segir -

Hverju ert þú svo að halda fram Baldur? Að bankakallar í ameríku hafi --------ollið ---hruninu á Íslandi? Málkunnáttan í takt við þekkinguna -

Ég held að þetta sýni frekar hversu illa og veikt þetta kerfi var sem þessir Sjálfstæðismenn bjuggu til. Ert þú í alvörunni svona vitlaus?

Ummæli um kerfi sem tekið var upp frá Evrópu.

--------

nr 7 vitnar í Biblíuna-  Þú skalt ekki tvo Guði hafa, bara einn.

Ég á nokkrar Biblíur og fullyrði að hér sé rangt farið með -

Í mínum Biblíum stendur - ÉG ER DROTTINN GUÐ ÞINN - ÞÚ SKALT EKKI AÐRA GUÐI HAFA.

-----------

Varðandi gnarr og esta flokkin - narr sagði - og svo fullt af alsskonar fyrir aumingjana - og 35% kjósenda í Reykjavík ( af þeim sem kusu ) risu upp og hrópuðu ÞAÐ ER ÉG - og boðberi fíflskunnar varð borgarstjóri með froðubrúsa við hlið sér.

---

Núna er búið að kveða uppúr um mál nokkurra einstaklinga - niðurstaðan er 35% ekki þóknanleg - og ekki VG eða Sf heldur - og þá er hrópað - spilling - DO stjórnaði Sérstökum saksóknara á bakvið tjöldin - Davíð og Idid Amin ( sem er nú víst dauður ) eru að ráðast á jóhönnu - blablabla.

Þráni Bertelssyni skjátlaðist hroðalega þegar hann talaði um 5% -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.6.2010 kl. 07:47

36 identicon

Finnst engum Davíðshatarana skrítið að það sé nákvæmlega EKKERT sem hægt er að ásaka Davíð um að hafa brotið af sér?

 

Jóhanna gat ekki einusinni áminnt hann í starfi þegar hún bolaði honum burt úr Seðlabankanum, heldur þurfti hún að breyta lögum til að ná sínu fram.  

Sérstakur saksóknari telur ekki þörf á frekari rannsóknum á hans störfum.

Staðreyndin er að Davíð hefur EKKERT brotið af sér.

Hann er ekki spámaður eða alvitur, hann gat að sjálfsögðu ekki spáð fyrir um nákvæmlega hvað myndi gerast en hann sá teikn á lofti og hann tjáði sig um það opinberlega.  Hann var einn þeirra fáu sem spyrntu við fótum gegn þessum “óskabörnum” sem komu landinu á hausinn þegar hann setti fram fjölmiðlafrumvarpið og tók allan sinn sparnað út úr landsbankanum þegar honum ofbauð framferði bankamanna.


Það sem hann gerði í aðdraganda hrunsins sjáum við í dag sem ýmist rangar eða réttar ákvarðanir.  En hver erum við að dæma um það eftir á?  Davíð er ekki spámaður og auðvitað þurfti að taka ákvarðanir hratt byggðar þá þeim upplýsingum sem fyrir hendi voru á þeim tíma.  Hann er mannlegur after all þó svo Baugstíðindi geri sitt besta til að sýna hann í djöfullegu ljósi.

Már sagði að Seðlabankinn hefði í dag engin völd til að koma í veg fyrir annað hrun.  Af hverju átti Davíð þá að hafa þessi völd?

Var það bara af því að hann heitir Davíð Oddsson og það er í tísku að kenna honum um allt sem miður fór?


Hrafna (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 11:34

37 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vorið 2008 vildi Seðlabankinn hætta að taka við svokölluðum  „ástarbréfum“.  Hins vegar var ákveðið, eftir þrýsting frá fjármálafyrirtækjum og stjórnvalda, að fresta því fram á haustið og hætta þá í áföngum að taka við „ástarbréfunum.

Vera má að „toppeinkunn“ matsfyrirtækja, eins og t.d. Moody´s íslensku bönkunum til handa sem birt var vorið 2008, hafi einnig eitthvað haft með þá aðgerð, að fresta því að hætta móttöku „ástarbréfana“.

Í „lokaatlögu“ þáverandi eigenda Glitnis banka, til bjargar bankanum, hafnaði Seðlabankinn, í takt við fyrri ákvörðun að taka við „ástarbréfum“, sem veði fyrir því láni.  Lögðu Glitnismenn þá fram einhvers konar „bílalánavafning“, sem að þeir hafa eflaust fundið, eftir mikla leit í „tómum“ sjóðum bankans.  Seðlabankinn hafnaði, hins vegar þessum „bílalánavafningi“ , enda „lánavafningur þessi, metinn á þessum tíma, lítils eða einskis virði og Glitnirbanki, fór þá leið sem hann fór.

Í björgunnarleiðangri Kaupþings, lögðu eigendur bankans fram eignarhlut sinn í danska FIH bankanum, sem veð. Var það veð tekið gott og gilt, enda fastlega búist við því að Seðlabankinn, muni endurheimta, stóran hluta lánsins í gegnum það veð.   En eins og Glitnir, þá féll einnig Kaupþing.

 Við fall bankana voru sett neyðarlög, sem tryggðu allar innistæður Íslendinga íslenskum bönkum og fóru þá kröfur Seðlabankans, aftur fyrir innistæðurnar í kröfuröðinni.  Vera má að „neyðarlögin“ hafi, í það minnsta, frá sjónarhóli Seðlabankans, verið slæm lög.  En það er aftur á móti alveg klárt, að án neyðarlaganna, hefði greiðslukerfi bankanna (kortin okkar) stöðvast og ekki hefði heldur þýtt neitt að taka þá peninga út úr bönkum, til kaupa á mat og öðrum nauðsynjum, enda hefðu þá bankarnir lokast í einhvern tíma.  Þess ber einnig að geta að núverandi forsætisráðherra, sem haldið hefur helst til streitu, „spunanum „ um gjaldþrot Seðlabankans, var Félags og tryggingarmálaráðherra, þegar neyðarlögin voru sett og hlýtur að hafa verið það ljóst, hver „kröfuröðin“ yrði við gildistöku lagana, nema auðvitað að ráðherrann, hafi þá verið „jafnlangt“ út á túni, eins og í nýlegum málefnum Seðlabankans.

 Hafin er leit hjá „Spunadeild og blogglúðrasveit“ Samfylkingar, sem er „sjálfskipaður“ árásarher „Davíðshatara“, að ótrúverðugleika og/eða vanhæfi  „setts saksóknara“ í máli Seðlabankastjórana og forstjóra FME.  Líklegt er að í þeirri „leit“ finnist ekki einu sinni, ein ræfilsleg smörklípa. Því til stuðnings, bendi ég á brot af nýlegu bloggi, Friðjóns R. Friðjónssonar, sem ég „skelli“ inn hér að neðan, þar sem „brot“ af störfum setts saksóknara, Björns L. Bergssonar, í máli fjórmenninganna, nokkur ár aftur í tímann.

Björn er meðeigandi á Mandat lögmannsstöfu, en þekktasti lögmaður þeirrar stofu er Ástráður Haraldsson sem gegnt hefur ótal trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græna. Björn og Ástráður hafa verið samferða mestallan sinn starfsferil.

Björn var líka formaður þeirra kærunefndar jafnréttismála sem komast að þeirri niðurstöðu að nafni hans Bjarnason hefði brotið jafnréttislög þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður dómari við Hæstarétt.

Árið 2005 vann Björn ásamt Sif Konráðsdóttur lögfræðiálit fyrir þáverandi stjórnarandstöðu, núverandi ríkisstjórnarflokka, um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins.

Af þessu má sjá að, ef að eitthvað „vanhæfi“ setts saksóknara, væri fyrir hendi, þá væri það líklega, vegna starfa fyrir núverandi stjórnarflokka, á liðnum árum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.6.2010 kl. 12:04

38 identicon

Alltaf þarf allt að snúast um þennan mann, Davíð Oddsson!  Og alltaf eru allir sem gagnrýna hann kallaðir "Davíðshatarar", "spunameistarar" o.s.frv. 

Ég endurtek það sem ég skrifaði í gær: Hvers vegna túlka allir Sjálfstæðismenn það vera hatur gegn Dabba þegar hann er gagnrýndur og hans störf?  Er eitthvað hlustað á gagnrýni á hendur honum án þess að Sjallar túlki það sem "hatur gegn foringjanum"?  Er eitthvað hlustað á hvað þessir "hatursmenn" eru að segja?

Kærar kveðjur!

Skúli (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:35

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Davíð Oddson er yndislegur...

Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 20:21

40 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Baldur. Ertu ekki örugglega með plaggat af idolinu þínu fyrir ofan hjónarúmið ? Og ferðu ekki alltaf með davíðsbænirnar þegar þú leggst til hvílu eða gerir eitthvað syndsamslegt í augum hans ?

Brynjar Jóhannsson, 9.6.2010 kl. 06:16

41 Smámynd: Billi bilaði

Nú myndi ég hlæja, væri ég ekki dauður!

Billi bilaði, 9.6.2010 kl. 12:21

42 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það að Sjálfstæðismenn hafa ekki losað sig undan Davíðsklafanum sýnir að þeir geta ekki endurnýjað flokkinn til framtíðar. Mér er svo sem sama því að tími Davíðs er búinn og þar með Sjálfstæðisflokksins einsog hann er í dag.

Framsóknarmenn losuðu sig undan oki Jónasar af Hriflu. Sósíalístar undan Einari Olgeirs. Ég er ekki viss um að Davíð sé þeirra maki að mannkostum en en fyrirferð hans í þjóðfélaginu er ekki minni og því ástæðulaust annnað en að kvarta sáran undan henni enda þurfum við almenninglegt fólk til starfa fyrir samfélagið en ekki gamla lúsera.

Gísli Ingvarsson, 9.6.2010 kl. 13:25

43 Smámynd: Dexter Morgan

Er þetta nú einmitt málið; að vera í sandkassaleik um það hvort Davíð hafi verið slæmur eða verri. En ég er sammála síðasta innleggi, meðan svona margir Sjálfstæðismenn eru haldnir þessu "Davíðs-heilkenni" þá er ekki hægt að endurreisa þennan flokk; (sem er í sjálfu sér í góðu lagi mín vegna). En meðan það eru til svona kallar eins og Vilhjálmur, Balur, Guðbjörn og fl, þar sem slefan slitnar ekki milli þeirra og hins fallna foringja, komast þeir ekki í nútímann, (SEM er mjög gott í sjálfu sér). En víða; þar sem þjóðir þekkja siðmenningu og orðið "siðferði" er ennþá til í orðabókum, myndir svona maður eins og Davíð "hvíla" sig á Hrauninu.

Dexter Morgan, 9.6.2010 kl. 16:22

44 identicon

Það má þá líka snúa þessu við Dexter Morgan. Á meðan svona margir vinstri menn eru haldnir þessu "Davíðs-hatri" þá verður þeim ekki mikið úr gagni á meðan.

Þetta á heldur ekki að snúast um Davíðs-ást eða Davíðs-hatur. Davíð er bara mannvera og ósköp venjuleg mannvera ef út í það er farið. Hann er enginn dýrðlingur en heldur enginn djöfull.

Kannski báðar fylkingar þurfi að láta af öfgunum þar sem þær verða aldrei sammála um það hvort Davíð hafi gerst sekur um stórfellda glæpi og afglöp eða hvort hann hafi verið sá eini sem varaði við því sem var að gerast.

Eitt er þó á hreinu. Sérstakur saksóknari taldi ekki ástæðu til að rannsaka hans vinnubrögð, Rannsóknarskýrsla Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann HEFÐI varað ýmsa aðila við, það er STAÐREYND að hann barðist opinberlega gegn útrásarvíkingunum með því að leggja fram fjölmiðlafrumvarpið og taka sparifé sitt útúr bankanum.

Jóhanna Sig þurfti að breyta lögum til að koma honum úr bankanum þar sem hún gat ekki fundið neitt til að áminna hann fyrir.

Svo má benda á ýmislegt sem Davíð hefði átt að gera eða ekki að gera. Hann gerði kannski mörg mistök eins og margir hafa bent á, en mér þykir sérdeilis óeðlilegt að ætla Davíð að sitja uppi með alla sökina á ástandinu. Hann er jú bara mannlegur eins og við hin.

En miðað við niðurstöðu Sérstaks saksóknara, rannsóknarnefndar Alþingis og þá staðreynd að ekki var hægt að áminna hann í starfi þá finnst mér ansi hart að honum vegið.

Ég kenni því um að Baugstíðindi hafi í gegnum tíðina náð að heilaþvo ansi marga og búið til ákveðna mynd af Davíð sem það birtir fyrir fólki. Ég þekki óþægilega marga sem mega ekki heyra minnst á Davíð án þess að þeir gretti sig. Þetta sama fólk hefur ekki hugmynd um hans störf í gegnum tíðina. Það þekkir andlitið en ekki verkin, hvorki góð né slæm. Ég kenni fjölmiðlaumfjöllun um þetta viðhorf fólks sem þekkir ekkert til Davíðs. Og ef maður spyr "af hverju líkar þér ekki Davíð"? þá eru svörin, "æj, bara".

Hrafna (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 19:47

45 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hrafna !

Þú ert; svona álíka foringja dýrkunar luðra - eins og þorri Stalínistanna voru, austur í Sovétríkjunum fyrrverandi.

Eins; og ég gat um, hér efst, á síðu Baldurs, leist mér ekki á ygglibrún Sunn- Mýlingsins; Davíðs Oddssonar, þá Reykvíkingar forpokuðust til, að kjósa þetta fífl yfir sig, sem Borgmeistara (borgarstjóra), vorið 1982.

Álit mitt; hefir ekkert með hatur, á mann fýlunni að gera - miklu fremur, hefir hann áunnið sér andúð, allra hugsandi manna, með hrakvirkjum sínum, í þágu frjálshyggju bölvunarinnar, gegnum tíðina, helvítis affiktið, Hrafna mín.

Það er nú; kjarni málsins, þér; að segja.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 23:11

46 identicon

Davíð er mannlegur eins og hver annar, og gerir mistök eins og aðrir. Það er kannski auðvelt að vera vitur eftir á, og segja að hann hefði átt að gera hluti öðruvísi, en það útskýrir þó ekki af hverju hann vill ekki viðurkenna það. Þetta er bara spurning um að vera hreinskilinn og viðurkenna að hann var í lykil ábyrgðarstöðu þegar allt hrundi. Það getur vel verið að hann hafi vitað þetta fyrirframm, en það réttlætir ekki þau mistök sem seðlabankinn gerði. Mér finnst ekki að hann eigi að vera kærður, en gæti í það minsta játað ábyrgð, í stað þess að segja "ég gat ekki neitt". Þetta var valdamesti pólitíkus landsins, og seðlabankastjórinn, auðvitað gat hann gert eitthvað ef hann hefði þorað því.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:07

47 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Nú fer hávær krafa fram um allt þjóðfélagið að þeir sem fortíð áttu í aðdraganda "hrunsins" dragi sig í hlé og hleypi öðrum að. Þetta á mest við DO. Þó að Geir hefði verið fyrstur til að taka pokann sinn þá var hann aldrei annað en handbendi DO innan flokksins. Það verður að minnsta kosti ekki annað séð af skýrslunni. Auðvitað er Davíð mannlegur og það erum við hin líka. Þess vegna finnst okkur hann ekki vera boðlegur í stjórnmál endurreisnarinnar þó hugmyndalausir ósjálfstæðismenn líti á hann sem lampa fóta sinna. Það er nú bara sorglegt.

Gísli Ingvarsson, 10.6.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband