Hver mun stjórna borginni?

Er hægt að mynda starfhæfan meirihluta með Jóni Gnarr? Er hægt að skilgreina vitrænan málefnagrunn í slagtogi við mann sem hefur ekkert að segja um pólitík, veit ekkert, skilur ekkert og slær úr og í þegar hann er spurður?

Það verður erfitt en bæði Dagur og Hanna eru skyldug til þess að láta á það reyna. Jón er þrátt fyrir allt sigurvegari kosninganna, þótt að lokum hafi hann ekki uppskorið nema 35% atkvæða.

Takist Degi eða Hönnu að semja um málefnalegan grunn við Jón Gnarr og kumpána hans mun reyna á hvort sá sundurleiti hópur sé fær um að halda stefnu og standa við gerða samninga. Líkurnar eru svona hér um bil 1 á móti 100. Kannski er hægt að finna í mannkynssögunni einhver dæmi um að slíkt samkrull hafi lánast en þau geta ekki verið mörg.

Það verður hvimleitt fyrir Hönnu Birnu að opna faðminn fyrir blaðurskjóðunni Degi B. Eggertssyni en það gæti nú samt orðið beisklegt hlutskipti hennar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega er þetta svartsýnt og fordómafullt tal í þér Baldur. Ég segi nú bara eins og kaninn ... "lighten up!"

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:06

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sf og Besti, verður niðurstaðan Baldur...Þarf ekki að ræða það frekar.

hilmar jónsson, 30.5.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Grefill, við Hafnfirðingar erum í sjöunda himni - íhaldið jók hér fylgi sitt til stórra muna og Reykvíkingar sýndu að þeir eru helmingi vitlausari en við.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 11:26

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, mér finnst eðlilegast að Sf og Besti talist við og láti á það reyna hvort þeir finni málefnalegan grundvöll sem báðir eru sáttir við. En Sóley verður illa fjarri góðu gamni, hún er í þeirri stöðu að það munar hvergi um hana.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 11:28

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Hún á í sem skemmstu máli að láta sig hverfa Baldur, og láta næsta manni á lista eftir sitt sæti..

Ekki ólíklegt að það verði niðurstaðan. Skilst að aldrei hafi nokkur verið strikaður út í jafn miklu mæli og Sóey.

Vg eru að uppskera í takt við þennan glataða frambjóðanda.

hilmar jónsson, 30.5.2010 kl. 11:33

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sammála þessu Hilmar. Bæði Sóley og Gísli Marteinn ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér þegar í stað. Sama ætti þessi kaupmálakerling á Akureyri að gera, sú sem barði Sjálfstæðisflokkinn niður úr 4 fulltrúum í einn.

Baldur Hermannsson, 30.5.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband