26.5.2010 | 08:06
Nostradamus sá þetta allt fyrir
Mogginn ætti ekki að sólunda skotsilfrinu í kannanir af þessu tagi, það er kappnóg að fletta upp í Nostradamusi, hann sá þetta allt fyrir. Eða hvernig er hægt að túlka eftirfarandi vers úr spádómum Nostradamusar öðru vísi:
Tveir flokkar, eitt höfuð, klofið svið,
Og fjórir fengu þar kröftugt andsvar:
Smáir fyrir stóra, ótvírætt þeim til angurs,
Eldingu lýstur niður í Ráðhúsið og verra fær Þinghúsið.
Þarna er klárlega vísað til Besta flokksins og fyrirliða hans, Jóns Gnarr. Nostradamus sér þarna fyrir harkalega útreið fjórflokksins og uppreisn smælingjanna - en sú uppreisn verður þeim ekki til heilla. Eftir kosningar verður mynduð samsteypustjórn tveggja flokka í Reykjavík.
Úrslitin verða reiðarslag fyrir borgarmálin eða kannski öllu heldur: reiðarslag fyrir þá skipan mála sem verið hefur í Ráðhúsinu.
Athyglisverðast þykir mér þó að Nostradamus spáir því augsýnilega að Besti flokkurinn muni einnig bjóða fram í næstu Alþingiskosningum og fá rífandi fylgi. Nostradamus sá þetta allt fyrir.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er athyglisvert Baldur. Verst ef uppreisn okkar smælingja yrði til hins verra en getur það orðið verra eins og nú er háttað?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.5.2010 kl. 11:20
Baldur.
Nostramemus var að tala um sigur Heru.
Svo sá hann von þjóðarinnar.
Þú hefur nægan manndóm til að styðja Besta flokkinn.
Þinn stuðningur eru tvö sæti.
Gnarrin notar ekki peninga borgarinnar í að eyða gróðri hjá Hrafni.
Þú þarft ekki meir fyrir til að styðja Gnarinn.
Fjórtán borgarfulltrúar og við plötum Nostrademus.
Trúin flytur fjöll.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2010 kl. 11:51
Byltingar hafa reyndar oftast talist "smælingjum" óhagstæðar, vegna þess að byltingar, vel flestar, hafa þann leiða ávana að "éta börnin sín" (smælingjana).
Við eigum í sögu okkar þjóðar, rúmlega ársgamla byltingu, sem alla jafna gengur undir nafninu "Búsáhaldabyltingin". Þótti sú "bylting" bera þess merki að nú, væri "lýðræðið" að "tala" í sinni skýrustu mynd og smælingarnir, fengju nú loksins, þá "brauðmola", sem kosningaloforð áratugana á undan höfðu "lofað" þeim.
Þeir sem til þekkja og vilja horfast í augu við það sem í rauninni gerðist, vita að stærstur hluti þeirra manna og kvenna, sem lét sig hafa það að mæta dag eftir dag niður á Austurvöll, til þess að berja búsáhöld sín, voru eingöngu "nytsamir sakleysingar", þeirra stjórnvalda sem nú eru við völd.
Það mun svo væntanlega skýrast á næstu vikum og mánuðum, hvort kjósendur BF og aðrir borgarbúar fái eitthvað fyrir sinn snúð, úr "bakaríi" BF, eða þá hvort þessir kjósendur, fái þann "niðurlægjandi" sess í sögunni að vera "nytsamir sakleysingjar" í leikhúsi fáranleikans.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 11:55
Sem útleggst þannig Kristinn Karl á skiljanlegu máli:
"Ekki láta ykkur dreyma um að brjótast undan valdi spiilingar og reynið ekki að kveinka ykkur undan því þótt þið verðir rændir eigum ykkar og sjálfsvirðingu.
Þið munuð að lokum verða fegnir að snúa til baka og láta berja ykkur og sparka í ykkur því við þessir voldugu ráðum þegar upp er staðið.
Og til þess að ná yfirrráðum þurfum við að gera ykkur hrædda því okkur vantar atkvæðin ykkar til að tryggja okkur völd!"
Takið hinni pótullegu kveðju og...haldið svo kjafti!
Árni Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 14:19
það ber nú ekki að skilja orð mín á þann veg, að breytinga sé ekki þörf. En að breyta til, bara til að breyta til, gerir oftar en ekki illt verra.
Ég get svo ekki séð að alþýða þeirra landa sem, fengið hafa "byltingu" undanfarin 100 ár hafi "fitnað" neitt sérstaklega.
Hvað fengu Rússar og í raun öll Austur- Evrópa sér til hagsbóta í Októberbyltingunni 1917? Hvað fékk þýska þjóðin við byltingu Nasista? Hvað fékk kúbverska þjóðin við byltingu Castrós? Hvað fengu Kambódar, við byltingu Rauðu knerana?
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 14:33
Þetta eru skemmtilegar rökræður og dýpa skilning okkar á framvindu samfélagsins. Ég lít ekki á leiftursókn Gnarrs sem byltingu, því lýðræðisfyrirkomulag okkar breytist ekki dugg, það koma bara nýir menn. Hvort þeir koma með einhverjar nýjar áherslur veit enginn, allra síst þeir sjálfir. Það er gott að hrista upp í hlutunum öðru hverju. Gnarrinn hristir upp en á honum er ekkert að byggja til langframa. En hafið þið íhugað síðasta hlutann í spádómi Nostradamusar: það kemur líka fram nýtt og geysilega öflugt framboð við næstu Alþingiskosningar? Hvernig líst ykkur á það dæmi, góðir hálsar?
Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 14:51
Reyndar spurning Baldur, hvort þinghúsið, sé ekki í miðri "eldingu", með þessar liðleskjur við völd?
Væri nokkuð hægt að hafa það mikið "svartara", nema þá með Samfó í hreinum meirihluta?
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 15:18
Hvað er hér að gerast? Það er nokkuð augljóst. Stjórnmálaöflin öll eru að fá rauða spjaldið frá kjósendum. Rauða spjaldið þýðir að sá sem það hlýtur fer sjálfkrafa í bann.
Væru þetta kosningar til Alþingis og fylgistölur Besta flokksins í Reykjavík svipaðar og kannanir hafa sýnt, væri flokkurinn sá að ná 10-11 þingmönnum í höfuðborginni einni saman!
Hvernig væri að skella kosningum til Alþingis á í haust?
Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 15:23
Segja má að útkoma skoðannakannana sé "gula spjaldið" og eitt tiltal eftir það. Rauða spjaldið fer á loft eða ekki á laugardaginn.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 15:34
Já en strákar, það er alls ekki víst að það sé svo slæmt að Besti flokkurinn sigri. Við erum allir búnir að sjá og sannfærast um að stjórnmálaflokkarnir taka ekki mark á réttmætri gagnrýni og þeir hunsa lærdóma reynslunnar, allir sem einn. Ég myndi aldrei kjósa Besta flokkinn en ég sé samt augljósa kosti sem fylgja þessu framboði og ég er afar fylgjandi því að fram komi nýtt, ferskt alvöru framboð fyrir næstu Alþingiskosningar.
Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 15:41
Ég hef reynt að vera spar á það að tala "illa" um Besta flokkinn, enda hann sjálfsagt ekkert verri en margur annar flokkur og alveg réttlætanlegur í lýðræðislegu umhverfi.
Það er líka nokkuð ljóst að við, hverja pirringsgrein eða blogg, gegn Besta flokknum, eykst stuðningur við hann. Enda tel ég að kosningar eigi að vinnast eða tapast á málefnum , en ekki á pirringi flokka gagnvart öðrum flokki/flokkum.
Framboð Besta flokksins mun samt vonandi setja kraft í "líklosun" úr lestum gömlu flokkana.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 16:04
Að sjálsögðu kjósa allir besta flokkinn. maður þarf nú ekki að vera spámaður til að sjá það.
Offari, 26.5.2010 kl. 16:49
Vonandi kjósa allir "besta flokkinn", að sínu mati. Annað væri illa farið með atkvæðisréttinn.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.5.2010 kl. 16:54
Úr því sem komið er er líklega best að Besti flokkurinn fái hreinan meirihluta í borg íhaldsins. Þá kemst flokkurinn líklega í Heimsmetabók Guinness, Framsóknarflokkurinn þurrkast út í Reykjavík, smáframboðin eiga engan séns og læknirinn getur farið að huga betur að eigin málum og sinna sjúklinga.
Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 21:02
Sammála KKB í nr. 13...Venjulegt fólk hlýtur að kjósa þann flokk sem því líst best á.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.5.2010 kl. 21:06
Silla, þú ert hér með komin með dómararéttindi á golfvöllum landsins, einnig í Hæstarétti. Þú ert svo flott!
Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 22:04
Silla er meiri heimspekingur en dómari, að mínu mati.
Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 23:00
Þitt mat skiptir engu máli nú. Þetta er afgreitt mál. Þú skilar bara sératkvæði eins og Jón Steinar.
Björn Birgisson, 26.5.2010 kl. 23:19
Nú þannig. OK, sératkvæði.
Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 23:45
Björn þú ert góður "eigin málum og sinna sjúklinga" - eða eigum við að snúa þessu á haus - kannske betra þannig .
Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 00:34
Þegar Gnarr sest í borgarstjórastólinn hlýtur að fara að styttast í komu andkristsins (vonandi).
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.