Lilja sprengir atómbombuna

Lilja Mósesdóttir lýsir yfir stórstyrjöld gegn lygum og spillingu vinstri flokkanna. Hún segir sig úr gríðarlega mikilvægum starfshópi stjórnarþingmanna og gefur þar með algert frat í vinnubrögð og markmið félaga sinna. Þessi úrsögn er mikil sprengja en sjálfa atómbombuna sprengdi Lilja þó í gær á Facebook:

"Ármann Jakobsson réttlætir Magma-klúðrið með því að Icesave-skrípaleikurinn hafi tafið góð mál. Ég kannast ekki við þá töf. Þingflokkurinn ræddi málefni Magma við ráðherra sína á fundum í sumar og haust. Þingflokkurinn samþykkti að fela fjármálaráðherra að finna leið til að tryggja að hlutur Geysis Green í HS orku færi í almannaeigu. Þingflokkurinn vissi ekki betur en að sú vinna væri í gangi."

Þarna segir Lilja berum orðum að Steingrímur Sigfússon hafi svínað gróflega á þingmönnum Vinstri grænna. Þessi vinnubrögð minna ekki lítið á baktjaldamakk Villa Vill og Björns Inga í REI-málina. Það mál tortímdi ekki aðeins borgarstjórnarmeirihlutanum - það tortímdi líka Villa og Birni Inga.

*

Það þarf engan speking til að sjá að hafið er dramatískt einvígi milli konunnar og karlsins. Eins og segir í gömlu, góðu vestrunum: this town ain´t big enough for both of us. 

 

 

  


mbl.is Segir sig úr ríkisfjármálahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

        Baldur !     Það er ekki á þig logið - þú ert seigur að stílfæra sannleikinn , eða öðru nafni staðreyndir : "Það þarf engan speking til , , , "   .

        Er þetta nú ekki tveimur of langt gengið , hvað trúverðugleik varðar, þú bombukastari .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 19:17

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, ég held ekki að þetta sé of langt gengið. Lilja er greinilega staðráðin í því að láta ekki larfalákinn úr Þingeyjarsýslu vaða yfir sig á forugum fjósaklossunum.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:23

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það er þín fullyrðing Baldur , sem ég tek ekki undir .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 19:25

4 identicon

Liljan veit hún fer með ósannindi þarna. 

Tilgangurinn er augljós hjá henni og allur annar en leiða fram einhvern sanleika

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 19:33

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss, Höddi, stóri gallinn við þig er sá að þú skilur ekki kvenfólk. Þegar konu er endanlega misboðið er ekkert hægt að tjónka við hana. Lilja er augsýnilega búin að fá nóg af þessum norðlensku ruddum, Steingrími og Birni Val. Nú hjólar hún í þá með vélsögina og sagar undan þeim lappirnar með fjósaklossum og öðrum herlegheitum sem gott vinstri grænt karlrembusvín má prýða.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:35

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón óskarsson, Lilja Mósesdóttir lýgur aldrei.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:36

7 identicon

Spurði samþingmann að þessu og segir hana fara með rangt mál.

Steingrímur hefur gert það sem í hans valdið hefur staði en þeir sem fóru með eignarhaldið vildu alla tíð fara þessa leið sem á endanum var farin, að selja úr landi. 

Svo er þetta mál á forræði iðnaðarráðherra ef vel er að gáð.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 19:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur hefur þá haldið þingflokknum utan við málið. Lilja skrökvar þessu ekki upp á hann. Það er bara formsatriði hvaða ráðherra heldur utan um málið. Þetta er stórfellt álitamál og varðar alla ríkisstjórnina. Steingrímur fór á bak við þingflokkinn. Hann er óalandi og óferjandi eftir þetta. Lygamörður sem enginn getur treyst.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:51

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er varla svo að ég nenni að setja mig inní málið, en af þessari frétt er svo að skilja að Lilja mótmæli því að vinnubrögð niðurskurðarnefndar hennar eigi að skarast við hina nefndina sem ætlað er að fjalla um skattahækkanir.

Ekki lái ég henni það! Það er alveg ný aðferðafræði að stofna nefndir til höfuðs hver annarri. Skömminni skárri eru þá nefndirnar sem ætlað er að svæfa málin.

Kolbrún Hilmars, 23.5.2010 kl. 19:53

10 identicon

Þú ert eins og Liljan Móseasar. 

Hafa þann "sannleika" sem hentar 

Hennar tilgangur var og er að koma höggi á Steingrím og það hefur henni tekist.

Með lyginni einni saman.  Koma orðrómi af stað. Það dugar alla vega mönnum eins og þér.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 19:57

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Baldur: Hvað með Árna Sigfússon, landsölumann númer eitt ? Hann er örugglega ekki afkomandi Axlar Bjarnar :)

Finnur Bárðarson, 23.5.2010 kl. 20:04

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf sama athyglisþráin í þessum VG stelpum, gera allt fyrir frægðina, jafnvel að koma naktar fram!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2010 kl. 20:04

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er mikilvægt að menn átti sig á, að almannaeign er ekki hið sama sem ríkiseign. Ríkiseignir eru til umsýslu fyrir sérvalina elítu, sem á tímum ráðstjórnarríkjanna voru nefndir kommissarar. Ef HS Orka hefði verið lögð undir ríkið og þar með stjórn Svandísar Svavarsdóttur, hefðu engar fjárfestingar átt sér stað og á endanum engin orkuframleiðsla farið fram á Reykjanesinu.

 

Við eðlilegar aðstæður hefði verið gott mál að HS Orka hefði haldist í eigu sveitarfélaganna á Reykjanesi, en engar forsendur eru til þess eins og ástandið er. Núna er mikilvægast að fjárfestingar hefjist í aukinni orkuframleiðslu, því að öll uppbygging á svæðinu hefur stöðvast vegna skemmdarstarfsemi VG.

 

Mig grunar að Lilja átti sig á þessari staðreynd, en Steingrímur og Björn Valur eru með stórpólitískar leikfléttur í gangi, sem ekkert tillit taka til atvinnuleysis á Suðurnesjum. Lilja er löngu orðin leið á að láta fjósamenn eins og Björn Val vaða yfir sig á saurugum stígvélunum. Fjósamaðurinn hefur hvað eftir annað sýnt að hann kann enga mannasiði og er til lítilla bóta að hann hefur tekið upp á þeim nýgja sið að bera hálsbindi.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.5.2010 kl. 20:09

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið óskaplega langar mig til að trúa Lilju Mósesdóttur hvað þetta mál varðar.

Lilja hefur það framyfir Steingrím J. að hún lærði hagfræði en er líklega verr að sér þegar kemur að þingeyskri markaskrá.

Öllu gamni fylgir nokkur alvara og það verður ekki hægt að halda leyndum sannleikanum í því máli hvað varðar samskipti þingflokksins og Steingríms í þessu máli.

Alvarleikinn er mikill þegar svo er komið að tiltekið hitamál er gert fréttnæmt með þessu móti af stjórnarþingmanni. Komi það í ljós að Lilja fari með ósannindi veit hún að trúverðugleiki hennar er horfinn og pólitískir dagar hennar taldir þar með.

Hitt er svo annað mál að þessi aðferð við skattlagningu viðbótarlífeyris er auðveldasta og ódýrasta leiðin til tekjuauka ríkissjóðs.

En þrátt fyrir það er sjálfsagt mál að spara svona 90% í utanríkisþjónustunni.

Árni Gunnarsson, 23.5.2010 kl. 20:14

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Lilja Mósesdóttir má eiga það að hún sinnir því sem að mestu, sem hún var kosin til að sinna, ólíkt flestum öðrum þingmönnum VG, sé litið til þeirra loforða og yfirlýsinga, sem að Steingrímur o.fl. gáfu í undanfara kosningana 2009. Hinir þingmenn VG, nema kannski með tveim undantekningum, eru til sölu.

Hvað REI málið varðar, þá var það eitthvert besta verk síðasta kjörtímabils hjá sexmenningunum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að stoppa af Villa og Binga, þó svo að það hafi kostað það að "Tjarnarkvartetinn" hafi fengið að taka lagið í 100 daga.  Samfylkingin getur í það minnsta afþakkað, með réttu, einhvern heiður af því að hafa stoppað REI á einn eða annan hátt. Því til stuðnings eru til upptökur af Steinunni Valdísi, segja það fullum fetum í Kastljósþætti, að REI og GGE (Geyses Green Energy)geti ekki, verið annað en "gargandi" snilld, enda komi að því, þeir "miklu" fjármálasnillingar Hannes Smárason og Bjarni Ármannsson, sem væru nú ekki vanir að "bruðla" með háar fjárhæðir.  Eins er til á prenti grein eftir Dag B. Eggertsson, sem ber heitið "Óorði komið á útrásina" og segir þar meðal annars: "Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf." 
  Hvað Magma-vitleysuna áhrærir, þá var skrifað undir vegna Magma uppúr miðjum apríl, en varla hægt að segja að Icesave, hafi tekið mikinn tíma af störfum þingsins, síðan 30 des. sl. og því hefði verið nægur tími, hefði viljann ekki vantað, til þess að leggja fram og fá samþykkt frumvarp að lögum sem setti fjárfestingu eins og þessu Magma-dæmi, einhverjar skorður.  Samfylkingin féllst bara ekki á slíkt frumvarp og því kom það ekki fram, ekkert flóknara en það.
  Samfylkingin er, þegar hún kastar af sér "vinstrisauðagærunni", einkavæðingar og þá fyrst og fremst einkavinavæðingarflokkur.  Nægir þar að nefna "sérlögin vegna gagnaversins á Reykjanesi, enda er varaþingmaður flokksins einn þeirra sem stendur að því verkefni.  Samfylkingin vílar líka ekkert fyrir sér að færa þjoðargersemar í hendur innlendra eða erlendra einkaaðila, enda verður það þannig, ef að ESBdraumur Samfylkingar verður að veruleika.

 Hvað varðar þetta upphlaup Svandísar í fréttum RÚV í gær, þar sem að hún talaði eins og að hún hefði komist að þeim stóra "leyndardómi" að Magma Energy, væri í raun kanadískt fyrirtæki og einhver nefnd þyrfti endilega að koma saman aftur og ræða það mál, þá var það "leikrit" sem Svandís setti þar upp í boði RÚV, á kostnað okkar skattborgarana, eingöngu til "heimabrúks" fyrir grasrótina í VG.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 20:21

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

     Baldur !  

    Hví ert þú með svona pólitíska moldrok , löngu fyrir kosningar , eða er þetta út af borgar-  og sveitastjórnakosningunum sem þú lætur eins og   -? .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 21:16

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það gæti nú verið, góðu heilli, styttra í þingkosningar en margur heldur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 21:18

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sexmenningarnir björguðu Reykjavík frá ægilegum hremmingum með því að stöðva REI-helförina. Það kom snemma upp kvittur um að þeir hefðu leitað til Davíðs og hann hefði sagt þeim að stöðva þessa ósvinnu og það strax, því annars færi allt á hvolf. Og Gunnar Smári Egilsson skrifaði hatursfulla níðgrein í Fréttablaðið þar sem hann vó hatramlega að Davíð fyrir að vera að skipta sér af málum sem honum kæmu ekkert við. Nú vita víst allir hvað gerst hefði ef REI hefði fengið fram að ganga.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:19

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, þetta er ekki moldrok heldur pólitískt öskufall úr eldgíg Vinstri grænna.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:20

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, Lilja minnir okkur á þá ánægjulegu staðreynd að í öllum flokkum er til heiðvirt fólk, jafnvel Framsókn og Samfylkingu - en þá þarf að leita bæði vel og lengi.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:21

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Ó nei Baldur , far rétt með staðreyndu mála - þetta kemur lóðbeint sunnann úr Hýrafirði .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 21:24

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, ertu alinn upp á Suðurnesjum?

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:28

23 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samfylkingarfólk, sér í lagi þegar það varpar af sér "vinstri sauðagærunni" og leigupennar hennar, eiga það til að umturnast, þegar Davíð, hefur upp raust sína og varar við glæpsamlegum ásetningi útrásarvíkinga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 21:31

24 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ekki skánar þú , þú suðurnesjasótsvartaíhaldssauðskinnsskóarskólastrákur .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 21:31

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég bara spurði, Höddi, því þú hefur greinilega ekki lært að lesa almennilega þegar þú varst í skóla. Lilja segir þarna fullum fetum að Steingrímur hafi blekkt þingflokkinn. Og Lilja er nýbúin að segja sig úr lykil starfshópi stjórnarflokkanna. Fáðu konuna þína til þess að lesa þetta með þér - ég er ekki að djóka, það stendur raunverulega þarna.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:39

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, ég veit ekki hvort Gunnar Smári er Samfó, ætli hann sé ekki fyrst og fremst auðnuleysingi og handbendi Jóns Ásgeirs.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:40

27 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það mátti nú lesa fleira úr þinni færslu , en þetta , ; " This town   - osfrv. , ég þarf ekki konuna , mér til aðstoðar , til að skilja það þú Suðurnesingur .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 21:45

28 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Gunnar Smári hefur eflaust ekki beina tengingu í Samfó, en GGE-REIgengið hafði það og tenging Samfó við Jón Ásgeir, var innsigluð, með kossi í Borgarnesi árið 2003. Þannig að í hvert skipti sem Gunnar Smári geltir í þessa átt, þá er það í þágu Jóns Ásgeirs og Samfó. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 21:52

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt er það, Kristinn, tengingin er klár þótt eigi sé hún fögur.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 22:09

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Höddi, Lilja er alvöru pólitíkus, hún er enginn Jón Gnarr - pistill hennar og úrsögn er ekkert annað en uppgjör við liðónýtan formann Vinstri grænna.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 22:10

31 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Satt er það, Baldur, enda hafa þessir aðililar ekki yfir sér "áru" fegurðar,hvorki einir sér eða saman í hópi.

Lilja er bara einn af fáum þingmönnum Vg, sem meinti það sem hún sagði kjósendum sínum í kosningabaráttunni. Flestir hinna þingmanna flokksins, tóku fljótt "sóttina, sem Jóhanna kallar "Blairisma" og kyngja hverrri Samfylkingar-firrunni á fætur annari með bros á vör. Þeir gæta samt að því að koma reglulega fram, með ímyndað óbragð í munni, og lýsa yfir vanþóknun á því ástandi sem þeir sjálfir, tóku þátt í að skapa, svona rétt til að friða grasrót flokksins.  Grasrót sem getur varla annað en verið helsviðin og dauð, eftir allt það eitur, sem yfir hana hefur verið sullað, undanfarið ár.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 22:26

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eitt hlálegasta fyrirbæri samtímans er þessi sífellda vandlæting Vinstri grænna gagnvart verkum sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Það gleymist ekki í bráð að þetta er flokkurinn sem hamaðist gegn mengunarlausri Kárahnúkavirkjun á sama tíma og hann reisti sjálfur mengunarskrímslið á Hellisheiði.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 22:39

33 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Lilja og Bjarnfreðarson eiga ýmisslegt sameiginlegt , t.d. , þau eru bæði gott foringjaefni , og væru þau í FL-flokknum , bæru þau af , sem gull af grjóti .

Hörður B Hjartarson, 23.5.2010 kl. 22:45

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þekki ekkert inn á Bjarnfreðarson, sá aldrei þessa þætti. Voru þeir ekki í læstri dagskrá?

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 22:48

35 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já þær verða seint taldar grímurnar, sem að Samfó og Vg hafa sett upp á tíu ára líftíma sínum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 22:48

36 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sorrý!:) Meðsek!:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 22:50

37 Smámynd: Saltur

Ríkisstjórnin er að falla. Sem er slæmt. Hún er samt að falla. Hún er of veik. Staðan nú er þessi:

Sjálfstæðismenn og Samfylking verða að ná samstöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Með algjörlega nýju fólki sinna flokka. Einnig fólki utan flokka.

Ríkisstjórnin er of veik.

Vinstri grænir eru allt of veikir sem stjórnvald á erfiðum tímum.

Margt gott eiga þeir til, en nú er þörfin á þeirra tillagi engin. Undantekningin er formaður þeirra Steingrímur J. Sigfússon, sá hefur staðið sig vel.

Á erfiðum tímum verður stjórnvaldið að vera sterkt.

Svo er ekki nú.

Saltur, 23.5.2010 kl. 22:58

38 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, yður er fyrirgefið :)

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 22:59

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Saltur, stjórnin hefur ekki verið starfhæf lengi ef út í það er farið; ekki get ég séð fyrir mér samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Uppstokkunin á vinstri vængnum hefur ekki verið farsæl - Alþýðuflokkur + Alþýðubandalag = VG + Samfylking. Sennilega þarf að stokka upp allt flokkakerfið og umfram allt þarf að finna formenn sem njóta almenns traustst í samfélaginu.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 23:01

40 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er reyndar löngu orðið ljóst, að þinglið VG er í raun tveir þingflokkar.  Órólega deildin, er í raun hinn raunverulegi þingflokkur VG, sem reynir að vinna þeim málum framgang, sem lofað var fyrir síðustu kosningar.  Hinir í þingliðinu skipa annan þingflokk, sem kalla mætti: "Samfó-græna".

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 23:01

41 Smámynd: Baldur Hermannsson

....trausts......:)

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 23:02

42 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er munur að geta gengið að hrunflokkinum eina sanna Kristinn, sem samanstendur af eindrægni og samstöðu, engin óróleg deild þar, bara gegnheil samstaða um hyglun á auðmannaklíkum, fjármálaspillingu, og hjarðeðli.

hilmar jónsson, 23.5.2010 kl. 23:11

43 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hef nú lítinn áhuga á því að ganga að Samfylkingunni, Hilmar.  Gengi frekar til enda veraldar, en þá áttina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 23:15

44 Smámynd: hilmar  jónsson

Skil það mjög vel Kristinn.

hilmar jónsson, 23.5.2010 kl. 23:16

45 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Alla vega smellpassaði þessi "lýsing" þín Hilmar, við Samfylkinguna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.5.2010 kl. 23:19

46 Smámynd: Saltur

Herra Baldur. Svar þitt númer 39 er ekki í anda þess sem þjóðin þarf nú. Hvað vilt þú að verði? Er þér bara andskotans sama og blaðrar samkvæmt því? Þú ert virtur bloggari og þarft að vanda þig. Hvað er rökréttast í stöðunni?

Saltur, 23.5.2010 kl. 23:54

47 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert í ríkisstjórn að gera, nema að undangengnum kosningum, þar sem hann fengi óskorað umboð kjósenda til myndun nýrrar stjórnar. 

 Það er takmarkaður áhugi á samstarfi við Samfylkinguna, miðað við núverandi forystu hennar og athafnir, þó svo að Steingrímur J., hafi fórnað VG í það að verða "hækjan" sem  Samfó skakklappast á til Brussel.

 Sá flokkur (annar en VG) sem færi í stjórn með Samfó, án þess að kosið yrði í millitíðinni, yrði að gangast við því að setjast í ríkisstjórn með flokki sem hefur ekki umboð kjósenda, til þeirra verka sem hann stefnir að. Auk þess sem að erfitt yrði að leysa t.d. Icesave, á annan hátt en Samfylkingin stefnir að, þ.e. að borga með bros á vör, til þess að geta tekið "kúrsinn" fulla ferð til Brussel.   Ég held að það sé bara ekki til annar flokkur, en VG, sem hefur geð í sér, til að standa í þannig föðurlandssvikum.

Væntanleg leiðtogaefni Samfylkingar (Dagur B. og Árni Páll), eru heldur ekki "samstarfsvænir" kónar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 00:28

48 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju ekki nýjan flokk og jafnvel nýja flokka? Hvað er það í þessum gömlu flokkum sem allir eru komnir yfir síðasta söludag- sem fólk þarf að syrgja?

Það eru örfáir menn í dag (og konur auðvitað) inni á Alþingi sem hægt yrði að nota undir samhentri verkstjórn án þess að vera alla daga með öndina í hálsinum af kvíða fyrir næstu fréttum.

Ég er að leggja áherslu á nýja flokka ekki síst vegna þess að gömlu flokkarnir eru komnir með svo slæm vörumerki (logo)

Sjáið bara Frjálslynda flokkinn! Hann mun að líkindum ekki hljóta framar brautargengi og ástæðan er sú að hann heitir þessu nafni. Málefnastaðan er góð og ef við skoðum þau tvö baráttumál hans sem upp úr standa og eru innköllun kvótans og andstaða við ESB umsókn án nokkurs afsláttar þá er meiri hluti kjósenda á sama máli.

Þetta bara nægir ekki. Það er "logoið" sem gildir víst í dag.

Árni Gunnarsson, 24.5.2010 kl. 00:43

49 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Nýir flokkar sama hversu góðan málstað þeir hafa, drukkna í umræðu "gömlu" flokkana, nema þeir hafi  álíka "fígúru" í frontinum og tengslanet, eins og Besti flokkurinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 00:53

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Herra Saltur, harðar ákúrur veitir þú og ég get víst ekki færst undan því að vanda mig. Í fljótu bragði virðist rökréttast að Samfó og Sjálfstæðisflokkur taki höndum saman, en sú sýn er öll á yfirborðinu og nær ekki ofan í djúpið. Annar er Evrópufíkill, hinn er Evróputregur. Annar er vinstri miðjumoðsflokkur, hinn er hægri miðjumoðsflokkur. Milli þeirra ríkir kraumandi vantraust. Og hvorugur flokkurinn hefur nógu burðugan foringja til þess að leiða þjóðina á sigurbraut.

*

Gamli skarfurinn hann Árni Reykur er með sannleikann í hnotskurn. Við eigum ekki alltaf að leita rökréttu leiðanna. Stundum eigum við að leita skapandi leiða. Og nú er dagur til að skapa, kæri herra Saltur.

*

(Vona að ég sleppi með þetta)

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 00:56

51 Smámynd: Saltur

Herra Baldur. Þú sleppur ekki með þetta, af og frá. Þú ert mjög gagnrýninn á stjórnvöld. Ég lagði til nýja ríkisstjórn. Þú ferð bara undan í flæmingi. Hvað leggur þú til? Hvað vilt þú sjá á næstunni í stjórn landsins?

Saltur, 24.5.2010 kl. 01:54

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Herra Saltur, þú kemur mér til þess að hugsa um kokk sem býður gestum hússins upp á úldna ýsu, fúlegg, súra mjólk, þrátt smjör, myglað brauð og maðkað kjöt. Svo stendur hann yfir gestunum og spyr með bros á vör hvaða réttir verði nú fyrir valinu.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 01:57

53 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Miðað við núverandi þinglið, er engin "óskastjórn" augsýn.  Það þarf kosningar, til þess að hægt sé að mynda starfhæfa stjórn, ef að það er þá yfirhöfuð hægt. 

Ég reyndar held að kosningabarátta fyrir Alþingiskosningar, sem háð yrði á næstu mánuðum, yrði mun ógeðslegri og óvægnari, en við eigum að venjast.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 02:14

54 Smámynd: Saltur

Vont og illa ígrundað svar, kannski ekki við öðru að búast.

Saltur, 24.5.2010 kl. 02:42

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þvert á móti, þetta er hnitmiðað svar en þú bara nærð ekki hinni snjöllu myndlíkingu sem í því felst. Þetta heitir víst að kasta perlum fyrir svín - og í því tilefni slekk ég á tölvunni og fæ mér egg og beikon.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 10:24

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, það er alveg klárt að hjá kosningum verður ekki komist eins og staðan er núna. Og þá verða góðir menn að láta hendur standa fram úr ermum og vera óhræddir að endurnýja hressilega á listunum.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 10:26

57 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf auk þess að kjósa á ný, þar sem flokkarnir, bera fram svotil "óspilta" lista, breyta starfsháttum Alþingis.

 Breyta þarf Alþingi úr því að vera stofnun sem samþykkir lög frá Framkvæmdavaldinu, í stofnun sem setur Framkvæmdavaldinu lög til að framkvæma.

 Það væri framkvæmanlegt, ef að Nefndarsvið Alþingis yrði eflt, með ráðningu "sérfræðinga" því sviði, sem hverri nefnd hæfir. Það væru því nefndirnar, eða þeir þingmenn sem í þeim sitja, sem semja myndu þau frumvörp, sem til umræðu kæmu í þinginu, en ekki "póltískt" ráðnir aðstoðarmenn ráðherra, eða aðrir starfsmenn ráðuneytana, sem fylgja nær undantekningalaust, pólitískum hagsmunum ráðherrana.

 Væri þetta verklag, eða eitthvað því líkt viðhaft, þá gæti skapast þingmeirihluti um ýmis þjóðþrifamál. Meirihluti sem ekki endilega væri stjórnarmeirihluti, heldur meirihluti þingmanna úr stjórnar og stjórnarandstöðuflokkum um mál, sem annars gætu, sofnað ofan í skúffu ráðuneytana. 

Eitt slíkt mál er t.d. frumvarp um erlenda fjárfestingu, hér á landi. Það frumvarp ku vera fast niður í Fjármálaráðuneyti, á meðan Steingrímur og Indriði, segjast vera að vinna að "skattalegri" útfærslu málsins, sem reyndar hefur tekið vikur eða mánuði.  Á meðan þeir félagar "spá" í sköttum og öðrum málum þeim óskildum, til þess að tefja frumvarpið, bíða að minnsta kosti tíu fjárfestingarverkefni, eftir því að frumvarp þetta verði að lögum.

Af þeim sökum, voru t.d. sett "sérlög" um gagnaverið í Reykjanesbæ. Þessu "sérlögum þykir svipa mjög til heildarlagana um erlenda fjárfestingu Samfylkingin var víst búin í því tilfelli að lofa varaþingmanni sínum Vilhjálmi Þorsteinssyni, sem einnig er formaður stýrihóps um orkunýtingu á vegum Iðnaðarráðuneytisins og viðskiptafélaga hans Björgólfi Thor, skjótri afgreiðslu málsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 11:59

58 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég er nú alveg sammála þér með svarið til Salts, vel orðað og skemmtilega skáldlegt, þar ertu líka mikill gleðimaður Baldur minn! (en nenni nú ekkert að fjölyrða um hvort það var svo tæmandi, þannig séð, skiptir ekki máli)

En svo var það þetta með aðra ágæta orðskýringu þína þessu tengt með sýnina á yfirborðið og djúpið. Kannski ekki augljós tenging, en allt í einu rifjast upp fyrir mér lítil og skemmtileg vísa eftir ekki minni mann en nokkurn sem ég gæti alveg trúað að þér þætti rúmlega ágætur, Halldór Blöndal! Ýmislegt má nú reyndar um hann segja og ekki allt gott, en það má hann eiga að skemmtilegur getur hann oft verið og þá ekki síst með bragvopnið á lofti.

Eins og þú veist sjálfsagt, þá vann Halldór ýmsa verkvinnu sem ungur maður, m.a. við brúasmíði og er einni slíkri var lokið og hann mat verkið, varð útkoman svona!

Geng ég hér í góðri trú,

glittir ögn í botngrjótið.

Þetta er miklu betri brú,

en byggð var yfir KWAI-fljótið!

Veðurfregnir annars batnandi úr Eyjafirðinum Baldur, Sunna brosir glöð upp í heiði og hitin hækkandi. Grænka því flatir og brautir á sumum stöðum sem hraðast!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.5.2010 kl. 13:20

59 identicon

Nú er lygaranum og skrumaranum hampað sem aldrei fyrr.  

Þessari konu líður best ef henni tekst að efna til ófriðar og vera efst í umræðunni og fyrsta frétt í fjölmiðlum. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 13:42

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, gott að heyra að þið þarna nyrðra skulið ekki fara alveg á mis við herlegheitin. Þessi vika verður góð hér syðra en svo kemur vætutíð - og þar með væntanlega sólríkt hjá ykkur. Ég held að herra Saltur kæri sig ekki um nein svör en þau sem smellpassa við hans eigin skoðanir. Slíkir menn lifa alla sína daga í veröld þar sem ekkert gengur upp.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:40

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, ég þekki Lilju ekki neitt fyrir utan það sem ég séð til hennar á opinberum vettvangi. Hún kemur mér fyrir sjónir sem heilsteypt manneskja en vera má að hennar samstarfsmenn líti öðrum augum á kvensilfrið.

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:42

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, ekki það að ég hafi nú mikið vit á störfum Alþingis, en yrði ekki allt þyngra í vöfum með þessari skipan?

Baldur Hermannsson, 24.5.2010 kl. 20:43

63 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þyngra og ekki þyngra.  Þingmenn geta og hafa samið frumvörp sjálfir, með aðstoð starfsmanna þingsins, eða utanaðkomandi sérfræðinga, þannig að þeim málum myndi bara fjölga.  Eins kæmu þá beiðnir ofan úr ráðuneytum, um þau lög sem setja þyrfti svo framkvæmdavaldið gæti sinnt sínu hlutverki. Fjármálaráðuneytið, myndi t.d. benda á að svo að hægt sé að sinna skattaeftirliti betur, að það  sé þörf á nýjum lögum eða ákveðnum bótum á lögum sem nú þegar eru fyrir hendi.  Þetta hljómar kannski flókið, en í rauninni flyttist bara ákveðin vinna úr ráðuneytum yfir á nefndarsvið þingsins og þingmenn hefðu meiri aðkomu en nú er að frumvarpssmíði.

  En sjálfsagt þyrfti að koma þessari skipan á í áföngum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.5.2010 kl. 21:05

64 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Dirty Prize einkennir lánasýslur siðspilltra ríkja. Verðbólga CPI eins og EU mælir hana hefur bara mælst 3,1-3,2% að meðaltali 10 síðustu ár, árunum 2001-2004. Hér verður aldrei farið inn í EU, með Dirty Prize á almenning í farteskinu. Það verður búið að virkja allt sem hægt er virkja innan 30 ára og þjóðar tekjur á haus mun samt lækka.  

Útlend Ríki skoða veiku hlekkina hjá hinum. Það sem er eins og hjá þeim þarf ekki að kanna sérstaklega. Hinsvegar allt það í gruninum sem er öðruvísi er kannað með tiliti til hagstæðari samninga.  

Arbeit macht freiheit.  Íslendingar hafa unnið fleirri stundir en aðrar þjóðir hingað til á mann. 

Júlíus Björnsson, 25.5.2010 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband