Enn eitt réttarhneykslið

Það er nákvæmlega ekki neitt samræmi milli dóma á Íslandi. Hér er á ferð forhertur stórglæpamaður sem fremur gróf kynferðisafbrot gegn fjórum stelpukrökkum og hann fær að launum fimm ára fangelsi.

Hvaða refsingu hefði þessi glæpamaður fengið annars staðar í heiminum? Mjög víða hefði hann verið tekinn af lífi og málinu þar með farsællega lokið. Sums staðar hefði hann fengið ævilangt fangelsi án mökuleika á reynslulausn. Á Íslandi fær hann fimm ár, sem í reynd mun þýða að hann verður aftur kominn á stjá eftir 1-2 ár, skellihlær að fórnarlömbunum og hælir dómurunum.

En öfgar dómstólanna teygja sig líka yfir á hinn kantinn. Þegar sauðdrukkinn og útúrdópaður lýður af ýmsum kynjum veltist hver um annan, káfandi og þuklandi, svo illa á sig kominn að enginn man með nokkurri vissu hvað gerðist og hvað gerðist ekki - þá þyngist brún dómaranna og þeir dæma einhvern auðnuleysingjann til þyngstu refsingar fyrir kynferðislegt áreiti og þær kvensniptir sem eiga hlut að máli fá allt að milljón krónum í miskabætur.

Við Íslendingar ætlum að taka til í pólitíkinni hjá okkur, við þurfum líka að taka til í gerspilltum fjölmiðlaheiminum og við þurfum að hreinsa til í dómsmálunum.

Nýja Ísland......hvenær kemur þú? 


mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svona af dæmunum sem þú talar um- ertu að tala um munin á syfjaspelli og nauðgunum sem gerast undir áhrifum áfengis. 


Ég geri samt ráð fyrir að þessi lýsing þín á þessum nauðgunardómum sé fullvæg- því ég man að ég fékk æluna nánast upp í kok- þegar ég las stuttlega lýsinguna á því hvernig tveir Pólverjar nauðguðu íslenskri konu- þá væntanlega helölvaðir. Þeir hlutu harðan dóm enda ekki annað hægt  því gjörningurinn var með þeim viðbjóðslegri sem ég hafði séð. 

Brynjar Jóhannsson, 5.5.2010 kl. 19:43

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, ég er ekki að tala um sifjaspell, það er annað mál þótt vissulega sé skeggið skylt hökunni. Maður hefur séð þessa dóma í blöðunum gegnum tíðina og ég hef alltaf undrast þetta einkennilega misræmi - harðar refsingar og háar fésektir fyrir meinlaust káf sem fólk man ekki einu sinni eftir, og svo vægir dómar fyrir hrottaleg brot eins og hér um ræðir. Fimm ár er ekki neitt. Tuttugu og fimm ár væri strax skárra.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 20:49

3 identicon

Ég get alveg tekið undir að hann eigi að fá harðari dóm en við megum samt ekki láta blóðþorstan alveg taka yfir.

Þau lönd sem taka sem hafa mjög harða dóma eru flest töluvert verri samfélög en við búum við. Heimsmet kanans í fangelsun hefur ekki verið að gagnast þeim.

Geiri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:56

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að heimsmet kanans í fangelsun sé hreint neyðarúrræði. Þetta er alveg ferlegt samfélag þarna vestra. Þeir eiga við að etja vandamál sem eru alveg óþekkt hér á landi. Það væri enn verra ástand þar ef þeir væri ekki duglegir að fangelsa.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 20:59

5 Smámynd: Vendetta

"Ég held að heimsmet kanans í fangelsun sé hreint neyðarúrræði." Tja, þeir eiga sennilega heimsmet í að senda saklaust fólk í lífstíðarfangelsi. Nú nýlega var maður, Raymon Towler, leystur úr fangelsi eftir að hafa verið lokaður inni í 30 ár. Hann hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun, en svo kom í ljós þremur áratugum síðar að hann var blásaklaus. Nú segir löggan í Cleveland: Jæja, þá ættum við að fara að leita að raunverulega nauðgaranum". Eftir 30 ár. Good luck. Á meðan saklaus maður eyðir hálfri ævinni í fangelsi saklaus, gengur barnanauðgari laus í 30 ár. Það eru tugir þannig mála í USA, þar sem menn hafa verið sakaðir um nauðgun og setið inni saklausir áratugum saman. "Duglegir að fangelsa" Já, mikil ósköp.

 

Árið 2009 á Íslandi voru fjórir menn handteknir og dæmdir í gæzluvarðhald fyrir hópnauðgun á ungri konu. Svo kom í ljós og gat sannazt að hún laug upp á þá öllu saman. Þegar hún var ákærð, var hún sýknuð með þeim rökum að fyrst hún var undir áhrifum kannabis þá mátti hún ljúga eins mikið og hún vildi. Í mínum huga er þetta réttarhneyksli, en femínistunum finnst þetta allt í lagi. Íslenzkir femínistar álíta að allir karlmenn séu annað hvort nauðgarar eða tilvonandi nauðgarar. Þeir sem halda, að það sé jafnrétti fyrir lögunum, eru annað hvort heimskir, blindir eða femínistar.

 Auðvitað á að fangelsa nauðgara og fimm ár fyrir Ívar er alls ekki of harður dómur. En það á líka að refsa þeim sem ljúga nauðgunum upp á aðra. Það er til lagagrein um það í hegningarlögum og varðar allt að 2ja ára fangelsi, en hér á landi er yfirleitt ekkert farið eftir því í svona málum. Dómarar gera sér ekki grein fyrir því að á Íslandi eru allir sem eru ásakaðir um kynferðisbrot, eru útskúfaðir um alla eilíft þótt þeir séu sýknaðir. Þess vegna er mikilvægt að allar ákærur séu byggðar á óyggjandi staðreyndum.

Vendetta, 5.5.2010 kl. 22:10

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vendetta, ég skrifa hiklaust undir allt þetta. Dómararnir dæma harðlega mannræfla sem er svo ofurölvi að þeir vita hvorki í þennan heim né annan, en sleppa glæpakvendi sem lýgur upp á saklausa menn og afsakar sig með kannabisneyslu. Þessa dómara á umsvifalaust að leysa frá störfum.

*

Réttarkerfið er lélegt eins og sannaðist best í sjónvarpsfréttum kvöldsins, þar sem kerfið klúðraði máli tveggja stórglæpamanna með leti sinni.

*

Ætli réttarkerfið sé spillt líka? Baugsdómarnir voru í meira lagi undarlegir og ég hef velt því fyrir mér hvort 300 milljónirnar sem Davíð voru boðnar hafi kannski ratað sína leið í vasa hæstarréttardómaranna.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:16

7 identicon

Staðan er slæm í Bandaríkjunum fyrst og fremst vegna þess að þeir eru fastir í viltra verstrinu. Réttarkerfið snýst um að svala blóðþorstanum, hefndinni, frekar en að reyna að bæta fólk. Menn fara í fangelsi og koma verr út úr því.

Okkar kerfi hefur sína galla en það er samt töluvert skárra en gamaldags hugsunarhátturinn sem er fastur í kananum.

Geiri (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:37

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir, ég hef oft brotið heilann um einmitt þetta - það er eins og númer eitt hjá könum sé að finna sakborning, dæma hann og refsa honum; númer tvö er síðan hvort hann sé raunverulega hinn seki.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 22:39

9 identicon

„Nýja Ísland“ heldur sig væntanlega fjarri svo lengi sem umbótamennirnir fara um með ýkjukenndum einföldunum í siðferðilegri sjálfumgleði.

Martin Swift (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 22:43

10 Smámynd: Vendetta

Martin, varstu með einhvern í huga, þegar þú skrifaðir þína athugasemd, eða varstu bara að drulla yfir alla sem geta fært rök fyrir máli sínu?

Vendetta, 6.5.2010 kl. 11:18

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er afar sorglegur dómur. Fébætur til stúlknanna, þótt þær bæti aldrei skaðann, eru til skammar. Þær eru til samans jafnháar og lögfræðingi voru dæmdar fyrir að fá ekki starf sem hann sótti um. Sjá blogg Oddgeirs Einarssonar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 12:42

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Peningar bæta aldrei þennan skaða. Svona óargadýr á að taka úr umferð í eitt skipti fyrir öll.

Baldur Hermannsson, 6.5.2010 kl. 12:52

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Í Kína hefði hann fengið "eitt" skot í hnakkann - ekki flóknara en það þarna - enda hafa þeir annað að gera við tímann en að ala upp fullorðið fólk og annað

Jón Snæbjörnsson, 6.5.2010 kl. 17:24

14 identicon

Sem betur fer búum við ekki í Kína.

Geiri (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband