4.5.2010 | 10:37
Vinstri menn starfa ekki af heilindum
Gordon Brown rak rýtinginn milli herðablaða íslensku þjóðarinnar þegar braskaralýðurinn var búinn að koma okkur á knén. Hann réðist að okkur þegar verst gegndi. Hann er fjandmaður Íslands. Nú ætla breskir kjósendur að veita þessum vinstri sinnaða skíthæl maklega málagjöld.
Það er rétt hjá Manish Sood að Brown ætti að biðja Breta afsökunar en hann ætti líka að biðja Íslendinga afsökunar.
Það er undarlegt hve erfiðlega vinstri mönnum gengur að starfa af heilindum, hvort heldur þeir eru á Bretlandi eða á Íslandi. Það er alltaf sami rassinn undir þessum mönnum.
Segir Brown versta forsætisráðherra sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú meiri alhæfingarnar! Það er sama hvor hlið peningsins það er vinstri eða hægri þegar valdagræðgi og hroki taka völdin. Það má glöggt sjá í þínum hægri FLokki.
Rannveig H, 4.5.2010 kl. 13:41
Hvenær byrjuðu stjórnmál að snúast um heilindi?
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 13:59
Nei, Rannveig, yfirleitt er það nú svo að hægri menn leggja ríkari áherslu á heilindi og heiðarleika en vinstri menn. Hægri menn leggja almennt meiri áherslu á réttindi og skyldur einstaklinganna, en meðal vinstri manna er einstaklingurinn aukaatriði - aðalmálið er ríkið, hið opinbera.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 14:37
Björn, ég hallast nú að því að mannlífið almennt snúist að miklu leyti um heilindi. Stundum færist áhersluþunginn eitthvað annað, því miður.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 14:38
'Ég fæ ekki skilið hvernig þú nærð að flokka þetta svona þegar við erum í þeirri stöðu að það hrundi hér allt sem hrunið gat,undir stjórn hægri manna,hvar voru heilindin og heiðarleikin,skyldur stjórnvalda og hægri einstaklinga? Hver brást eða hvað hjá Sjálfstæðisflokknum? Stefnan eða fólkið sem starfaði að heilindum hins hægri manns.
Rannveig H, 4.5.2010 kl. 14:52
Það brást allt hjá Sjálfstæðisflokknum nema Davíð enginn hlustaði á hann og þó varaði hann við öllu saman.Hann var ekki fyrr orðinn seðlabankastjóri en hann byrjaði að vara við stefnunni hjá Sjálfstæðisflokknum sem hann kom reyndar á koppinn.Síðan hélt hann áfram að vara við svo mikið varaði hann við að hann hafði engan tíma til að koma í veg fyrir efnahagshrunið sitt,þó var hann á launum hjá okkur og hans starf var að koma í veg fyrir hrunið.
Benedikt Jónasson, 4.5.2010 kl. 14:57
Mér sýnist Steingrímur vera að standa sig glettilega vel miðað við aðstæður. Ef við hefðum ekki atorkusaman og heiðarlegan mann eins og hann í þessu, þá værum við í enn verri málum.
En það er gríðarlegur samdráttur út í þjóðfélaginu. Einn var að segja mér að hann væri með 30% samdrátt í apríl miðað við apríl í fyrra og annar sagðist vera með 60% samdrátt í sínu fyrirtæki. Mér finnst margir vera alveg við það að gefast upp með sín fyrirtæki.
Doddi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 15:09
Ef þú kallar það að stinga alla kjósendur sína í bakið og svíkja hvert eitt og einasta kosningaloforð sitt að vera að standa sig vel þá, já steingrímur stendur sig vel (allavega í því að svíkja loforð)
Geir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 16:40
Það er einmitt "dugnaður" Steingríms og hans manna við að leggja skatta á atvinnulífið, sem að veldur þessum samdrætti að mestu leyti.
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 18:15
Ég held að menn neyðist til að staldra við orð Geirs í #8 hér að ofan. Það er stórundarlegt að vinstri menn skuli standa með Steingrími þrátt fyrir gegndarlausa sviksemi og klúður á klúður ofan. Þetta bendir óneitanlega til þess að ekki aðeins séu oddvitar vinstri manna siðlausir - kjósendur þeirra eru það líka.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 18:49
Núna ætlar "vinstri stjórnin að treysta á "gullfiskaminni" þjóðarinnar. Það er talið líklegt að tillaga um laun Más verði dregin til baka, fyrir eða á fundi bankaráðs síðar í mánuðnum.
Ef að það stendur virkilega til að draga tillöguna til baka, þá hlýtur að vera hægt að gera það núna í dag, en ekki bíða með það. Bankaráðið þarf ekki að funda um það hvort Lára taki tillöguna til baka. Lára hlýtur að vera fullfær um það að draga eigin tillögu til baka, hjálparlaust.
En það er sjálfsagt verið að ræsa spunarokkana núna.................
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 19:14
Auðvitað ætti hún að draga tillöguna til baka strax í dag, en hún vill hafa á þessu faglegt yfirbragð til að sýnast, og þess vegna hinkrar hún nokkrar vikur. En Jóhanna drottning harðneitar að svara spurningum fréttamanna. Forsætisráðherra landsins harðneitar að svara!!!!!!!!
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 19:22
Atvinnulífið í þessu landi minnir mest á pelabarn sem er búið að læra eitt orð: Mamma. Nú hrópar það í sífellu þetta eina orð sem það kann: Mamma, mamma, mamma, mammmmmma! - og beinir beiðnum um allt, einkum þó bleijuskipti, til ríkisins. Ekki örlar á sjálfstæðri hugsun hjá þessu pelabarni þjóðarinnar. Mamma!
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 19:39
Það er nánast meir skandall en málið allt að hún neit að tjá sig.
En segði hún nokkuð annað en að það væri verið að kanna málið og svo væri verið að skrifa siðareglur fyrir Forsætisráðuneytið?
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 19:40
Hehehe engar siðareglur fyrir hana, ónei. Siðareglur fyrir alla aðra.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 19:49
Björn, atvinnulífið er náttúrlega bara hluti þjóðlífsins. Þegar einn limur sýkist eru hinir í hættu. Okkur vantar öfluga, hægri stjórn sem þorir að taka á hlutunum og veit hvernig á að gera það.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 19:51
............. og veit hvernig á að gera það (eins og dæmin sanna). Joker.
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 20:04
Jafnvel Real Madrid gerir stundum sjálfsmark.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 20:11
En þeir eru ekki sérfræðingar í því!
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 20:18
Drengur! 13 holur í dag. 28 punktar í húsi. Öll flöggin inn á sumarflatir á morgun! Gaman, gaman á Húsatóftavelli! 1000 kalla mót á morgun kl. 17 í tilefni opnunar sumarflatanna!
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 20:25
Hvernig í fjáranum ferðu að því að ná 28 punktum út úr 13 holum? Er þetta einhver Grindavíkur-formúla sem þið notið þarna suður með sjó eða ertu að leika svona fanta vel?
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 20:28
Ég var einfaldlega tveimur punktum undir forgjöfinni minni. 2 x 13 = 26. Ég fékk 28 punkta. Auðvitað var ég að spila fantavel. Áttir þú von á öðru?
Björn Birgisson, 4.5.2010 kl. 20:58
Jæja ég kalla þig öflugan að leika svona vel svo snemma sumars. Að vísu varstu að leika á vetrarflötum og völlurinn þar af leiðandi talsvert styttri, en á móti kemur að flatirnar eru lélegri. Ég tók ekki skorið í Þorlákshöfn um daginn en það hefur ekki verið nándar nærri svona gott, trúlega 26-29 punktar á allan völlinn. En það var líka hávaða rok allan tímann og sveiflan tæp.
Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.