Hvítflibba-tukthús er tímaskekkja

Fyrr eða síðar mun einhver verða dæmdur fyrir glæpaverk í öngþveiti bankakreppunnar. Atkvæðamestu bófarnir munu  vitaskuld sleppa. Því þeir hafa verndarenglana Brynjar Níelsson, Gest Jónsson og aðra stjörnulögmenn sér til til fulltingis og enginn dómstóll hefur roð við þeim. Öllum helstu ákæruliðum gegn stórbokkunum verður "vísað frá vegna formgalla". En þótt stórfiskarnir sleppi verða einhverjir smáfiskar veiddir í nótina, dregnir á land og steiktir á pönnu til þess að gleðja þjóðina.

En hvar eiga smáfiskarnir að afplána refsivistina? Hafa menn hugsað út í hvílík tímaskekkja það er að hafa tvö fangelsi í landinu? Litla-Hraun fyrir venjulega afbrotamenn  en lúxus gistihús á Kvíabryggju fyrir hvítflibbana?

Það er í rauninni óskiljanlegt að stjórnvöldum skuli hafa haldist það uppi öll þessi ár að mismuna fólki jafn gróflega. 

Kvíabryggja á að vera það sem það er nú þegar: yndislegt gistihús, en þó með þeirri breytingu að þangað mega allir fara og gista um nætursakir í sveitasælunni.

En Litla-Hraun þarf að stækka til muna því hvítflibba-tukthús er tímaskekkja. 


mbl.is Aðstoðar Black ekki óskað sem sakir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sé ekki betur en að löggjafinn sé á fullu við að taka á hættulegustu glæpamönnum bankakreppunnar: þ.e.: Þeim sem mótmæla ranglætinu. Það mun vissulega þurfa að fjölga afplánunarúrræðum ef fram heldur sem horfir..

hilmar jónsson, 2.5.2010 kl. 21:08

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þau mál enda fyrst í réttarkerfinu, sem minnst vinna er við að rannsaka og gera dómtæk. Hvítflibbarnir eru ekki látnir bíða, því Sérstakur saksóknari er svo "latur", heldur vegna þess að "hvítflibbaglæpi" tekur að jafnaði lengri tíma að rannsaka og gera dómtæka. Handvömm við rannsókn slíkra glæpa, sem og auðvitað annara, geta leitt til óverðskuldaðrar sýknu, vegna vanbúins málaundirbúnings. Það er örugglega eitt af því sem þjóðin myndi aldrei þola.

p.s. Baldur, var að setja síðbúið "komment" inná bloggið um "Náhirðina sem hatar fyrirtækin".

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það verður ekki hjá því komist að dæma þetta fólk samkvæmt gildandi lögum. Ég býst ekki við því að það verði strangir dómar - en það gengur ekki að hunsa lögin. En það er hreinlega óþolandi að skipta fólki í tvennt eins og gert hefur verið til þess. Refisdvöl á Kvíabryggju hefur alltaf haft það yfirbragð að hinum dæmda manni hafi vissulega orðið eitthvað á í messunni, en raunverulegur brotamaður sé hann þó ekki. En sá sem gistir Litla-Hraun er stmplaður afbrotamaður alla ævi.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:19

4 Smámynd: hilmar  jónsson

En hvernig væri að fara að forgangsraða í takt við alvarleika glæpa ?

hilmar jónsson, 2.5.2010 kl. 21:21

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sérstakur saksóknari hlýtur að forgangsraða í þeim málum sem að honum snýr, þ.e. efnahafsbrotum tengdum hruninu. Hann þarf samt að hafa það í huga að glæpir fyrnast á ákveðnum tíma, þannig að hann þarf líka að taka "litlu" glæpina samhliða þeim stóru og "litlir" glæpir hljóta oftast nær að taka skemmri tíma í rannsókn.

Önnur mál eins og þetta með mótmælendurna, er bara ekki á könnu á Sérstaks saksóknara, heldur Ríkissaksóknara, sem er annað embætti.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:28

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn er með þetta - mergurinn málsins. Það er alvarlegt mál hvernig sumir ala á vænisýkinni hvað þetta mál varðar. Og enn alvarlegra að sumir skuli gera þennan ofbeldislýð að einhverjum píslarvottum. Við höfum lög í landinu og þeim ber að framfylgja. Hvað er annars að frétta af ofbeldismönnunum sem reynda að lama fjarskipti í landinu með sprengjum? Ég hef ekkert heyrt af því máli frekar. Ætli það sé sami aktífista-lýðurinn og sá sem nú er fyrir rétti?

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:31

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um ofbeldislýð Baldur. Hvernig var það aftur með starfsmann Seðlabankanns : Klemnesson og bróðir, sem báru sig til að ráðast á mótmælendur þám: unga konu sem stóð fyrir fyrir utan Hótel Borg.. Skyldi réttarkerfið eiga eftir að fjalla um það mál ?

hilmar jónsson, 2.5.2010 kl. 21:37

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að það mál hefur verið kært til lögreglu, þá fer það fyrir dóm, ef að næg gögn benda til sektar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:39

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, menn stefna ekki hetjum.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:40

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú gerir þetta klemma-kvabb áhrifameira ef þú lætur ungu konuna vera einstæða móður, atvinnulausann öryrkja, þroskahefta og þar að auki vanfæra. Prófaðu þetta trix næst. Kannski tekst þér að kreista tár af hvarmi einhvers staðar.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:42

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Baldur: Það er erfitt að gera þetta áhrifameira en myndabandið sýnir. Maðurinn er einfaldlega eitt af aumkunarverðum dæmum um skítmennsku Davíðshirðarinnar.

hilmar jónsson, 2.5.2010 kl. 21:52

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þarf að sjá þetta myndband, er það á netinu? Hefurðu annars hitt Óla Klemm? Þetta er skarpgáfaður náungi, fjölfróður, vinsæll og skemmtilegur.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:54

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Gáfurnar hreinlega lýstu af honu á myndbandinu.

http://www.youtube.com/watch?v=5pVezi_pBAA

hilmar jónsson, 2.5.2010 kl. 21:56

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehe ég var að skoða þetta frábæra myndband, rosalega er gaurinn flottur. Er hann karate-maður í alvörunni eða er það bara sögusögn? Svo er litli bróðir skemmtilegur með bendingarnar - sennilega grunnskólakennari.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 22:01

15 Smámynd: Rannveig H

Litli bróðir er læknir,  glæsileikinn drýpur af þeim. Hrollur.is

Rannveig H, 2.5.2010 kl. 23:11

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já, þetta eru glæsilegir gaurar, því verður ekki neitað. 50 hugrakkir menn á borð við þessa tvo hefðu stöðvar skrílslætin á Austurvelli, stjórnin hefði ekki sprungið og Ísland væri komið út úr kreppunni.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:16

17 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held nú Baldur að stjórnin hefði samt sem áður sprungið. Á þessum tímapunkti um áramótin 2008-2009, voru "stjórnarmyndunnarviðræður" Össurar og Ögmundar komnar vel á veg.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 23:40

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Geir var klaufskur. Hann hefði strax átt að tilkynna kosningar með vorinu. Hann lét Sollu plata sig.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:56

19 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er það ekki að forminu til, forsetinn sem boðar til kosninga? Sé svo, þá má ekki gleyma að á þessum stað í sögunni, var ÓRG vinur Samfó og VG og ekki víst að hann hefði leyft þá atburðarrás, nema með þeim millileik sem minnihlutastjórn Samfó og VG með stuðningi Framsóknar.

Eftir á að hyggja hefði Ólafur frekar átt að mynda utanþingsstjórn eða leggja að formönnum flokkana þjóðstjórn, fram yfir útkomu skýrslunnar. Sem að var þá nota bene væntanleg eftir 10 mánuði og rjúfa þing eftir birtingu skýrslunnar.

Þá hefðum við líklega losnað við óværur eins og ESBaðildarferli og Icesaveskuldaklafa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.5.2010 kl. 00:09

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur er auðvitað jókerinn í spilastokknum. Enginn veit hvað hann hefði gert. Fyrr á dögum var engin spurning að forsætisráðherra hafði vald til að rjúfa þing og boða til kosninga. Þetta gerði Óli Jó og þótti sjálfsagt. En Ólafur nýtir alla óvissu sér í vil og rýfur allar hefðir ef honum þóknast svo. Það er ekki hægt að starfrækja siðað samfélag með slíkum manni í háu embætti.

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 00:17

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur ! Hefur þú ekki trú á að Jón Steinar komi einkavini sínum ósködduðum í gegn - honum Hádegismóra ?

Hörður B Hjartarson, 3.5.2010 kl. 01:25

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hver er "Hádegismóri" ? Ég þekki Írafellsmóra en ekki þennan...?

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 08:19

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mótgangs-óra- mergðin stinn

mér vill klóra um bakið.

Illa fór hann Móri minn,

mikið stóri sauðurinn.

sagð gamli bóndinn sem missti uppáhaldssauðinn. Mig minnar að það hafi verið Þormóður skáld í Gvendareyjum.

Nú legg ég til að þetta verði kveðið við upphaf allra landsfunda Sjálfstæðisflokksins og þess gætt að draga mjög lengi síðasta atkvæðið.

.......sauðuriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn!

Árni Gunnarsson, 3.5.2010 kl. 12:36

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha ég skil, svona eins og mongólski barkasöngurinn?

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 12:47

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er búinn að fá nóg af öllu íhaldskjaftæði. Þetta var eitt stórt grín hjá mér. Innst inni hef ég alltaf verið sósíaldemókrat.

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 13:05

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahahahahaha...........þetta er í síðasta skipti sem ég skil eftir bloggið galopið með alla kommana kringum mig.......!

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 13:16

27 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Eitt stórt grín!? Ég sem hélt að þú værir alvöru kennari:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.5.2010 kl. 13:19

28 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég átti þátt í að hjálpa Baldri með að opna sig með þetta fyrir nokkrum dögum.

Nú líður honum eins og homma, nýkomnum út úr skápnum og frelsið blasir við...

hilmar jónsson, 3.5.2010 kl. 13:39

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe ég var sko fljótur að stökkva inn í íhaldsskápinn aftur......:)

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 14:22

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, öllu gamni fylgir nokkur alvara......:)

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 14:22

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Já, sko ég var náttla rosalege ung þegar við Njáll þú ´st byrjuðum saman eða þannig sko!"

Árni Gunnarsson, 3.5.2010 kl. 14:38

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, varstu að lesa íslenskuritgerð hjá barnabarninu?

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 15:19

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslenskuritgerðir barnabarnanna eru dálítið yfir meðallagi fram að þessu. En ég hef heyrt það undarlega mál sem í dag er talað af þeirra kynslóð og haft ótrúlega gaman af.

Árni Gunnarsson, 3.5.2010 kl. 22:05

34 Smámynd: Baldur Hermannsson

Segi það sama, ég skemmti mér oft yfir málfari nemenda minna. Verst þykir mér þó hvað orðaforðinn er hryllilega takmarkaður. Þau eru líka hirðulaus með málfræði og stafsetningu - en enskri tungu sýna þau meiri virðingu, gera sér far um að hafa bæði málfræði og stafsetningu reglum samkvæmt.

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 22:14

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

En að efni þessarar færslu: Ég ætla að gera þá undantekningu að vera sammála því öllu. Reyndar held ég að þetta sé nú almennt viðhorf í samfélaginu þessa dagana.

Eiginlega hefur mér alltaf gengið afar illa að skilja það lof sem borið er á þessa tvo ráðherra sem teknir voru í ríkisstjórnina utan úr bæ til að gefa henni trúverðugra yfirbragð. Það hlýtur eingöngu að byggjast á samanburðinum.

Árni Gunnarsson, 3.5.2010 kl. 22:26

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst það tiltæki stórsnjallt, raunar hið eina snjalla sem Jóhanna og Steingrímur hafa gert til þessa. Þau fengu fagmenn í bankamálin og dómsmálin. Þessir tveir málaflokkar urðu að líta sæmilega út. Því miður klúðraði Gyldi bankamálunum svo herfilega að annað eins hefur ekki sést. En það er þó skárra að hafa hann en Björgvin Sigurðsson, Sigmund Erni, Schram eða einhvern ámóta skarf úr vinstri geiranum.

Baldur Hermannsson, 3.5.2010 kl. 23:04

37 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tiltækið sem slíkt var kannski snjallt en valið ósköp furðulegt. Þú afgreiddir Gylfa og ég skal gera tilraun með frú Rögnu. Nú um langa hríð hefur samfélagið öskrað á rannsókn á lífeyrissjóðina. Margir ræða um rannsókn á skipanir í skilanefndir bankanna og starfsemi þeirra og er þá fátt talið af öllum þeim ósköpum sem greinilega þarfnast opinberrar rannsóknar. Og enn eru dómstólar landsins ófærir um að vinna þá vinnu sem nú liggur fyrir á næstu mánuðum vegna manneklu.

Það er umræða í gangi hjá ríkisstjórninni um sumt af því sem hér hefur verið bent á en viðbrögðin sein. Og yfirbragðið einhvern veginn þannig á þessu öllu að ríkisstjórnin og dómsmálaráðherrann þar með virðast ekki nenna að standa í þessu óskaplega moldviðri öllu.

Snörpustu viðbrögðin er gegn því fólki sem ákært var fyrir að ónáða Alþingi og vekja fulltrúa sína til lífsins.

Árni Gunnarsson, 4.5.2010 kl. 07:56

38 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það sem að gerir hann Gylfa ótrúverðugan er það fyrst og fremst, held ég að hann er settur í það hámenntaður maðurinn, að fylgja stefnu sem að hann myndi eflaust vara nemendur sína við, væri hann í því starfi sem að hann sóttur úr.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 09:08

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég starfa með undramanni nokkrum sem tók mig tali mánuði fyrir fall bankanna og sagði mér að þeir væru í þann mund að verða gjaldþrota og í hvaða röð þeir yrðu gjaldþrota. Allt gekk þetta eftir, nákvæmlega eins og hann hafði sagt fyrir.

*

Ekki lágu neinskonar dulrænir hæfileikar til grundvallar þessari framsýni, heldur sú staðreynd að hann hefur um langt árabil fylgst grannt með efnahagsmálum og hefur að auki aflað sér menntunar í þeim efnum.

*

Um skeið hefur undramaðurinn frætt mig um stöðu lífeyrissjóðanna og sú fræðsla fær mig til að halda að annað hvort hafi frúin Ragna enga hugmynd um hvernig ástatt er á þeim bæjum, ellegar viti hún það og hreinlega þori ekki að koma nálægt þeim skelfilegu ormagryfjum sem þar leynast.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 10:18

40 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn Karl, það má vera að þetta sé rétt sem þú segir. Alla vega hlýtur að vera erfitt fyrir mann sem kippt er skyndilega út úr friðsælu kennslustarfi og beinlínis hent út í djúpu laugina án tilsagnar í hundasundi. Hann starfar við hlið manna sem hertir eru í eldi stjórnmálabaráttunnar og hafa fulltingi kjósenda vítt og breitt um landið. Það þarf snarpan mann og ákveðinn til að ganga inn í slíkan hóp og rífa til sín frumkvæði frá fyrstu stundu, einkum þar sem við Íslendingar höfum enga hefð fyrir fagráðherrum. Gylfa bar auðvitað skylda til þess að reisa úr rústum bankanna nýjar, heiðvirðar lánastofnanir sem þjóðin treysti - það hefur honum ekki tekist og maður spyr sig raunar hvort hann hafi yfirleitt áttað sig á því að það bar honum að gera.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 10:22

41 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast er bara himinn og haf milli þess sem að Gylfa bar eða öllu heldur ber að gera og þess sem að honum er sagt að gera.

Gylfi hefur af og til þetta rúma ár sem ráðherra, haft á því orð að breyta þurfi samkeppnislögum. Hann ætti kannski að vita það manna best, enda var hann formaður Samkeppnisráðs, síðustu fjögur árin áður en hann varð ráðherra. Hann ætti því að vera upplýstur um það á hvaða hátt þarf að breyta þeim.

Þegar ákvarðanir Aríonbanka varðandi Haga voru kynntar, nokkrum dögum eftir að ný stjórn var kjörin, var látið í það skína að sú ákvörðun væri tekin af nýju stjórninni. Nokkrum dögum áður en Höskuldur var ráðinn bankastjóri Arionbanka, kom frétt þess efnis að ekki hafi tekist að finna eftirmann Finns, þar sem ný stjórn væri ekki tekin við bankanum.

Þarna er stór skekkja. Ákvarðanir vegna Haga voru teknar í febrúar. En samkvæmt fréttinni varðandi aftaka Finns, þá var þessi nýja stjórn sem átti að hafa tekið ákvörðun um Haga í febrúar, ekki tekin til starfa fyrr en í apríl.

Það þarf ekkert að færa sönnur á tengsl þeirra Baugsmanna, sem reka Haga í dag í boði Arionbanka og Samfylkingarinnar, enda játaði Össur "glæpinn" í pontu Alþingis. Það þarf líka ekki annað en að vera læs á dagatal, til þess að sjá að stjórn sem að tekur til starfa í apríl 2010, getur ekki tekið ákvörðun í febrúar 2010. Það ætti því að vera ljóst að sú stjórn sem skipuð var af stjórnvöldum, ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem að tók ákvörðun um málefni Haga. Í "gömlu" stjórninni sat t.d. Helga Jónsdóttir, einkavinkona Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarkona. Helga er einnig systir Gests Jónssonar, lögfræðings Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu.

Það þarf líka ekki að eyða löngum tíma til þess að átta sig á vanhæfi fulltrúa Arionbanka í stjórn Haga. Hann heitir Sigurjón Pálsson og er mágur Ara Edwald, forstjóra 365miðla, sem einmitt eru í eigu Baugsfjölskildunnar sem að rekur Haga í boði Arionbanka.

Af þessu má sjá að ekki stafar getuleysi Gylfa gagnvart þessum málefnum, ekki af þrýstingi kjósenda, heldur vegna þrýstings frá Baugsveldinu, enda tengsl þess við Samfylkinguna viðurkennd af fyrrverandi formanni flokksins.

Það er því ekki erfitt að þessu ofansögðu, að draga þá ályktun að ný samkeppnislög, sem aðGylfi er að "semja" eða að hugsa um að semja eru ekkert á leiðinni, enda slíkum lögum ætlað að draga úr markaðslegum yfirburðum, líkum þeim sem Hagar hafa í matvöruverslun.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 11:13

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er vægast sagt hrollvekjandi mynd sem þú dregur upp, Kristinn, og því miður er hvert orð satt.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 11:22

43 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

MafíaHverng endar þetta?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.5.2010 kl. 11:29

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kannski endar þetta með valdaráni. Komast menn hjá því að stokka upp flokkakerfið og finna einhverjar betri leiðir en prófkjör til þess að finna frambjóðendur?

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 11:31

45 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það sem ég óttast mest eru þessi tengls eins og Kristinn lýsir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.5.2010 kl. 11:36

46 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já í þessu tilfelli er sannleikurinn því miður ekki "krúttlegur".

Það er líka annað mál, sem að lítur að "einkavæðingu" Arionbanka og Íslandsbanka, sem er lítt fallegra.

Í einu orðinu lýsa stjórnvöld yfir vanmætti gegn gjörðum bankana, enda séu þetta "einkavæddir" bankar.

En í umræðunni um eignarhald bankana, lýsa stjórnvöld því yfir að ekkert sé að óttast, varðandi þessa "drauga" sem að eiga nýju bankana, því að það séu í rauninni skilanefndir bankana sem að haldi utan um þessa "draugaeignarhluti" og "draugarnir" komi þar hvergi nærri.

Yfirlýsingin um vanmátt stjórnvalda, hlýtur því að teljast ómerk í því ljósi. Skilanefndir bankana starfa á ábyrgð FME, enda er það stjórn FME sem að skipar í þessar skilanefndir. Stjórn FME þarf svo að samþykkja hvern einasta sem að sest í stjórn nýju bankana. Stjórnir nýju bankana og skilanefndirnar, eru því á ábyrgð stjórnar FME. Stjórn FME er skipuð af stjórnvöldum og starfar því á ábyrgð stjórnvalda

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 11:39

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skilanefndirnar virðast lifa og dafna í einhvers konar no-man´s - land þar sem enginn veit hver stjórnar eða ber endanlega ábyrgð.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 11:43

48 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

En það er samt ljóst hver á að STJÓRNA OG ÞAR MEÐ BERA ÁBYRGÐ.

Annað mál í umræðunni, eru launamál Seðlabankastjóra.

Nú er það orðið ljóst að það tilboð um launakjör sem Már skrifaði undir, byggðust á loforði gefnu frá Forsætisráðuneytinu. Hvort sem að Jóhanna sé svona gleymin, eða sé bara hreinlega að ljúga því að svo hafi ekki verið, eða í það minnsta að hún hafi ekki ákveðið það persónulega, þá kom tilboðið klárlega úr Forsætisráðuneytinu, hvort sem að hún hafi lagt það til eða ekki í eigin persónu. Sé Jóhanna að segja SATT, þá hlýtur hún að hafa veitt undirmanni sínum í ráðuneytinu FULLT umboð, til þess að ganga frá málinu. Sé ekki svo þá hefur sá undirmaður brugðist skildum sínum í opinberu starfi. Jóhanna ber samt fulla ábyrgð á málinu, enda ber hún ábyrgð á Forsætisráðuneytinu og störfum sinna undirmanna á vegum þess.

Svo reyndi Már að þyrla upp ryki í Kastljosinu í gær með því að segja, að ef að laun sín yrðu færð í það horf sem að Kjararáð ákvað, þá þurfi laun annara (undirmanna sinna) að lækka líka. Sé betur að gáð, þá er erfitt að sjá að það standist. Laun undirmanna Más í Seðlabankanum, eða í það minnsta velflestra, eru ákveðin í kjarasamningum, en ekki með úrskurði Kjaradóms.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 11:58

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Launamál seðlabankastjóra eru vægast sagt farsakennd. Jóhanna hefur sjálf sett það sem heilagt boðorð að enginn embættismaður hafi hærri laun en forsætisráðherra, og nú er hún komin í svæsna klípu sem hún finnur enga leið út úr. Þvílíkur auli, þessi vesalings kona.

Baldur Hermannsson, 4.5.2010 kl. 14:40

50 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Víðast hvar í löndunum kringum okkur, væri í það minnsta komin þung krafa á forsætisráðherra að segja af sér.

Líklegustu líkurnar að lyktum málsins eru þó þær, að málinu verður þvælt í allar áttir og spunnið í óteljandi hringi. Launakjör Davíðs í bankanum eiga eftir að koma fram oftar en einu sinni og jafnvel launakjör seðlabankastjóra í löndunum okkar.

Síðan verður farinn einhver millivegur þess sem Kjararáð ákvað og Bankaráðið leggur til og þetta kallað að Már hafi "fórnað" sér í gríðarlega kjaraskerðingu, til þess að halda áfram sínu "góða" starfi hér við bankann. Sem að er fyrst og fremst að aðstoða stjórnvöld við að aðlaga þjóðina að langvarandi kreppu.

Menn eiga eftir að bera fyrir sig þessum lögum um Seðlabankann, þar sem hægt er að skilja að bankaráðið "taki" ákvörðun um laun bankastjóra. En það má samt ekki gleyma því að bankaráðið "tekur" ákvörðun, með því að ákveða kjör Seðlabankastjóra, þau sömu og Kjararáð segir til um.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.5.2010 kl. 15:38

51 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Árni ! Á ég þá að leggja niður Hádegismóra nafnið og taka upp Sauðurinn í staðinn ?

    Heldur þú að Baldherinn kveiki þá , hvern átt er við ? 

    Sumum fer vel að spila sig einfaldari en þeir eru , og oft og einatt hefur blessuð heimskan reinst mér vel í lífinu , ég held það eigi við um fleiri , eða er ekki svo ?

Hörður B Hjartarson, 5.5.2010 kl. 01:13

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei fyrir alla muni ríghaltu þér í Mórann, en segðu mér annars til fróðleiks: hvað veldur þessari sjúklegu áráttu ykkar kommúnista að uppnefna alla sem þið hatið? Þetta minnir mig á það sem ég hef lesið um sjómennsku til forna - á sjó þótti ills viti að kalla dýr og hluti sínum réttu nöfnum, þess vegna notuðust menn við ýmiskonar vísbendingar eða dulnefni. En gamanlaust - hvað veldur þessu?

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 01:17

53 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Fyrst af öllu vil ég þakka þér kærlega fyrir það að líta svo stórt á mig að álíta mig Komma , í annann stað vil ég taka fram að ég lærði þessa stórkostlegu hæfileika hjá engum minni manni en ÞÉR sjálfum , þannig að þú sjálfur ert þá rauðari en allt rautt

    Aldrei fór þó svo , þú kæmir ekki úr skápnum , enda ef einhvern tímann væri ástæða til að flýja ófleytanlegt sökkvandi (sokkið) skip , þá er það nú .

   " Vona" að einhver blessi minningu sjálfgræðgis FL flokksins , því ekki tek ég það að mér - amen .

Hörður B Hjartarson, 5.5.2010 kl. 01:26

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hummm nú er ég ekki alveg með á nótunum.

Baldur Hermannsson, 5.5.2010 kl. 01:52

55 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Nei Baldur , og vertu ánægður með það , því ekki villt þú skilja ljóta hluti er snúa að sjálfgræðgis FL flokksmönnum , eða hvar var er og verður t.d. Sjómannasiðurinn (Árni Johnsen) , og ef réttlætið næði einnig yfir Kvótadóra og Hádegismóra , hvar heldur þú að þeir myndu lenda annars staðar en á Kvíabryggju , kannske þú hafir frekar trú á að þeir myndu láta afplána í Hádegismóum ?

Hörður B Hjartarson, 6.5.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 340676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband