Kommalýður með sultardropa og Rúna mín

Þessi kommalýður er ekki með öllum mjalla. Ég man eftir þeim norpandi fyrir utan Ríkið með sultardropann hangandi í nefinu, otandi byltingarsneplum að veðurhröktum almenningi sem var kominn um langan veg til þess að kaupa guðaveigar handa sér og sínum. Enginn amaðist við kommalýðnum þá.

Nú koma nokkrir frjálshuga framfarasinnar og gefa alþýðunni kók og pylsu, og það er ekki svo að fólk þurfi að híma þarna í biðröð langt út á götu eins og hjá Hjálpræðishernum, nei nú fá menn krásirnar afhentar samstundis og gera sér gott af þeim á staðnum.

En það er gott að  örli á kosningabaráttu. Maður hefur fram af þessu lítið heyrt frá stjórnmálamönnum - það eina sem hefur sannfært mig um að kosningar séu raunverulega í nánd gerðist um daginn þegar oddviti Vinstri grænna hér í Hafnarfirði bað mig um að skrifa upp á stuðningsyfirlýsingu við framboð sitt. Það gerði ég alls hugar fenginn því hún Rúna mín er eðalkommi í ættir fram og þegar hún verður orðin bæjarstjóri eftir mánaðartíma munu spretta laukar og gala gaukar hér í Hafnarfirði - hún Rúna hefur nefnilega umgengist mig það mikið um árabil og lært af mér margskonar meinhollar hægri hugmyndir sem munu nýtast henni frábærlega í framtíðinni. 

 


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Heldur þú Baldur minn að sjallar séu að bjóða upp á bæjarins besta fyrir þessar kosningar?

Rannveig H, 2.5.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Björn Birgisson

Og fyrir hvaða meirihluta verður hún Rúna þín tilnefnd bæjarstjóri?

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Var í  Árbæjarþreki í ræktinni  beint á móti  lauginni þegar ég sá að slegið hafði verið upp grillveislu .Brást mér þrekið en jókst svengdin að sama skapi. Dreif ég mig í að fá mér pulsu  .Sjálfstæðismenn grilla líka á daginn.Ekki bara á kvöldin.

Hörður Halldórsson, 2.5.2010 kl. 20:34

4 identicon

Það er Pulsa ekki pylsa.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 20:42

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, eitthvað verða þeir að gera á daginn blessaðir, því nú eru þeir hættir að græða.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:11

6 identicon

Voru þetta kannski grillaðar pylsur?

bugur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:41

7 Smámynd: Björn Birgisson

Taka tvö: Og fyrir hvaða meirihluta verður hún Rúna þín tilnefnd bæjarstjóri?

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 22:44

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

bugur, Kári Sturluson kvartari verður að svara því!

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 22:57

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, mjög einkennilegt: ég var búinn að svara þessari spurningu þinni en sú athugasemd virðist vera horfin. Sennilega hefur tölvan hrekkt mig. Hún er orðin seinvirk sú gamla. Þarf víst að fá mér nýja áður en langt um líður.

*

En Rúna er gallharður kommúnisti og mun ekki starfa með íhaldinu. Hún verður því bæjarstjóri með Samfylkingunni. Hér mun því ef að líkum lætur myndast ámóta biðraðamenning og tíðkaðist í hinum fornu Sovétríkjum, sællar minningar.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:00

10 Smámynd: Björn Birgisson

Með þinni uppáskrift og stuðningi væntanlega, þar sem þú hefur lagt henni svo margt gott til. Það verða engar biðraðir í Hafnarfirði eins og í Sovétríkjunum. Bæjarbúar í Hafnarfirði:

A) þekkja ekki hugtakið biðröð.

B) færu bara á næstu biðstöð Strætó.

Björn Birgisson, 2.5.2010 kl. 23:15

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rúna er farsæl í starfi og það verður örugglega betri stjórn hér í Hafnarfirði þegar hún verður komin til skjalanna. Samfylkingin er búin að klúðra öllu sem hægt er að klúðra og Hafnarfjörður er á hvínandi kúpunni.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:18

12 identicon

Hvernig færðu það út að grillveisla við Árbæjarlaug hjálpi þeim sem matarþurfi eru? Voru margar mæður á vonarvöl þarna með börnin sín í sundi fyrir 400 kr á mann? Vitleysa.

Þetta er ekkert nema kosningaáróður. Það þarf ekkert að vera að því. En það er eitthvað að því að réttlæta hlutina á röngum forsendum.

Tómas (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband