Náhirðin hatar fyrirtækin

Gömlu kommagrýlunni í stjórnarráðinu hefur löngum verið uppsigað við dugnaðarfólk og alla sem vilja bjarga sér af sjálfsdáðum og án ölmusu úr hennar lófa. Einkum er henni í nöp við það dugnaðarfólk sem stofnar fyrirtæki, veitir öðrum vinnu og gerir Íslandi kleift að halda uppi í rándýru menntakerfi og heilbrigðiskerfi.

Þess er best að minnast stöku sinnum að fyrirtækin í landinu eru fjöregg þjóðarinnar. Við einfaldlega stöndum og föllum með þeim hetjum sem þar leggja dag við nótt til þess að láta endana mætast. 

En náhirð Jóhönnu Sigurðardóttur getur ekki leynt því að gamla kommaeðlið hverfur ekki á einni nóttu. Náhirðin hatar hið frjálsa framtak og ríkisstjórn sem er í eðli sínu fjandsamleg atvinnulífinu verður aldrei farsæl ríkisstjórn.

 


mbl.is Stjórnendur fyrirtækja andvígir ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Af einhverjum ástæðum gengur illa að koma atvinnulífinu af stað!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.4.2010 kl. 12:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ósköp einfalt, þetta lið, sem á að heita að stjórni, gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til þess að rekstrarumhverfi fyrirtækjanna sé lífvænlegt þvert á móti virðist allt  vera gert til að gera fyrirtækjunum og heimilunum eins erfitt fyrir og mögulegt er.

Jóhann Elíasson, 29.4.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vandamálið varðandi atvinnuuppbyggingu, er heimatilbúinn vandi stjórnvalda. Burtséð frá skattaálagningarruglinu á fyrirtæki sem berjast í bökkum, þá er stjórnarsamstarfið og samningar tengdir því að draga allt hér niður.

Ef að þingmenn stjórnarflokkana væru ekki bundnari stjórnarsamstarfinu, frekar en eigin sannfæringu, eða raunverulegri stefnu síns flokks, þá væri meirihluti í þinginu fyrir flestar ef ekki allar fjárfestingarhugmyndir sem uppi eru á Suðurnesjunum. Sem og þá auðvitað aðrar fjárfestingar, sem eru í "´pípunum".

Aðkoma Björgólfs Thors að gagnaverinu er kannski aðalmálið "opinberlega", en samt hlýtur það að teljast "vafasöm" aðkoma, þegar að sá aðili sem hefur kannski unnið hvað harðast að þessu máli bakvið tjöldin, heitir Vilhjálmur Þorsteinsson sem hefur tekið þátt í fleiri fjárfestingum með Björgólfi eins og t.d. CCP. Ég tek það fram að ég er hlyntur framkvæmdinni við gagnaverið sem slíkri. En það ber samt að hafa í huga hver þessi Vilhjálmur er. Þessi Vilhjálmur var formaður stýrihóps á vegum Samfylkingar vegna orkunýtingar. Á einhverjum tímum hefðu slík tengsl við stjórnarflokk verið kölluð "einkavinavæðing" í tilfelli gagnaversins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 29.4.2010 kl. 13:51

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki hægt að búast við lækningu ef doktorinn beinlínis hatar sjúklinginn. Í þingflokkum stjórnarinnar eru alltof margir sem er í nöp við frjálst atvinnulíf og einkaframtak yfirleitt. Hver dagur sem þessi stjórn situr að völdum lemur fyrirtækin æ dýpra í svaðið.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 17:24

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla og Jói, við skulum þakka Kristni Karli fyrir greinargóða umfjöllun. Hann hefur elju til þess að draga fram staðreyndir sem varða málin og skerpu til þess að benda á samhengi hlutanna. Kristinn, haf þó heila þökk og mikinn sóma fyrir þína iðju.

Baldur Hermannsson, 29.4.2010 kl. 17:30

6 identicon

Ég þakka Kristni Karli fyrir greinargóða umfjöllun. 

Og þér líka Baldur.  "Það er ekki hægt að búast við lækningu ef doktorinn beinlínis hatar sjúklinginn."  Snilld!

- Því þessa dagana heitir einkavinavæðingin "samvinnuverkefni"

Sigrún G. (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 20:14

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hárrétt Sigrún! En það mun ekki vanta sorgarsvipinn og krókódílatárin þegar sjúklingurinn geispar golunni.

Baldur Hermannsson, 30.4.2010 kl. 20:18

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er eitt ömurlegt við þessi skrif ykkar -

þetta er allt rétt

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.5.2010 kl. 01:05

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ólafur, því miður er það bara þannig að svín breytist ekki í hest og kommi verður aldrei annað en kommi þótt hann langi til að vera eitthvað annað.

Baldur Hermannsson, 1.5.2010 kl. 05:46

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Baldur. Hefur þú prófað að setja það inní þína "pólitísku greiningarmaskínu", hvað hefði gerst ef að Samfylkingunni hefði tekist ætlunnarverk sitt í kosningunum 2003, þ.e. að gera ISG að forsætisráðherra?

Ég skal taka ómakið af þinni "maskínu".

Tvennt hefði klárlega gerst með Samfylkingu í stjórn með Framsókn. Lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði, hefði farið yfir 90% og hámark lánsfjárhæðar orðið "stjarnfræðilegt". Enda skammaði Jóhanna Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkinn fyrir að halda aftir af þessu "þjóðþrifaverki" Framsóknar, þ.e. að hækka lánshlutfallið. Fjölmiðlalögin hefðu ekki komið fram. Skattar hefðu lækkað, enda lofaði Samfylkingin því fyrir kosningar. Allar ESBtilskipanir hefðu runnið gagnrýnislaust í gegnum þingið, því að Samfylkingin hefði aldrei fallist á einhverjar takmarkanir hér á ESBregluverkinu, enda ESB og regluverk þess það eina sem blífur í hugarskoti Samfylkingarfólks.

Ætli það megi því ekki allt eins fullyrða að þessu ofansögðu, að nú um stundir væru aðrir flokkar hér við völd og þjóðin á leið út úr kreppunni. En ekki í aðlögunnarferli að því að lifa við kreppu sem varanlegt ástand.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 20:50

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, þetta eru stórskemmtilegar vangaveltur - en þær eru ekki bara skemmtilegar, því þær eru vendilega studdar rökum og ég trúi því vel að svona hefði farið.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:15

12 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Staðan gæti jafnvel verið verri en hún er í dag, að því leitinu að "bjölluatinu í Brussel" væri kannski lokið með skelfilegum afleiðingum þjóðina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:18

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er stórfróðlegt að velta þessu "scenario" vandlega fyrir sér. Partur af því að gera upp reikningana hlýtur að vera sá að skoða hvað valkostirnir hefðu haft í för með sér. Ég hef ekki séð þessar vangaveltur áður, en þær eru lærdómsríkar.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:21

14 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er bara ekki nóg að taka skýrsluna "alvarlega" og draga af henni gagnrýnislausar ákvarðanir.

Það væri þjóðinni einnig nauðsynlegt að skoða "skýrsluna" með gagnrýna hugsun að leiðarljósi, með tíðaranda þess tímabils sem hún spannar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:32

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjartanlega sammála - skoða hina sögulegu framvindu í samhengi við tíðaranda, pólitískar aðstæður og þá valkosti sem í boði voru. Vonandi tekur einhver snarpur - og HLUTLAUS - sagnfræðingur að sér það þarfaverk.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:34

16 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Veistu það Baldur að slíkur fræðimaður er eflaust ekki ennþá "kominn í heiminn".

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:36

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þór Whitehead? Rannsóknanefnd 7 sagnfræðinga? Trúlega yrði þetta ofverk eins manns......

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:39

18 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já líklega. En slík nefnd yrði ekki skipuð í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Ég er að vinna "lengri" útgáfu af þessari sagnfræðigreiningu. Birti hana á eftir á Facebook, en skal senda þér hana sem póst þegar ég hef lokið mér af.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:42

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Absolútt, ég hef mikinn áhuga á þínum skarplegu greiningum, einkum vegna þess að þú bendir jafnan á áhrifaþætti og samhengi sem öðrum hefur yfirsést.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:44

20 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er ekki svo sannfærður um að þeir aðilar sem um þetta fjalli yfirsjáist þetta eitthvað.

Ég er frekar þeirrar skoðunnar að þessir aðilar þegi frekar, enda "sökudólgurinn" fundinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:52

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo eru menn andlega latir, gleymum ekki þeim þætti mannssálarinnar!

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 21:55

22 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já en samt er ekki hægt að væna menn um mistök, nema skoðaðar séu allar hliðar máls og aðrir möguleikar á atburðarrás ígrundaðir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 21:58

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nákvæmlega, eins er nauðsynlegt í vitsmunalegri umræðu að skilgreina vandlega hugtök á borð við "mistök". Þokukennd hugtök koma alveg í veg fyrir krystaltæra umræðu.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 22:03

24 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Greiningin er komin Baldur á Facebook. Lengri útgáfan alltsvo.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 22:58

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábært, ætlarðu ekki að setja hana hér á bloggið líka?

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:01

26 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jú eða bara á prent. Ég er í basli með að copy/paste á blogginu,

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 23:05

27 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að mér hafi tekist að koma þessu á bloggið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 23:10

28 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flott, ég ætla að lesa þetta þar.

Baldur Hermannsson, 2.5.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband