Vinstri menn ræsa rógsvélina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gengur rösklega fram í því nytsemdarverki að gera Framsókn að betra flokki. En það er sama hvað þessi piltur leggur sig fram, vinstri menn hella yfir hann svo ferlegum  óhróðri á netinu, facebook og blogginu, að raun er að lesa.

Sigmundur vann um skeið á sjónvarpinu og var þá bæði vandvirkur og glöggur fréttamaður. Hann fór til framhaldsnáms í Bretlandi og þegar hann birtist aftur höfðu margir á orði hve ferskar væru hugmyndir þessa efnismanns, og ég hjó eftir því að hann varð fyrstur Íslendinga til þess að skilja og skýra þær samningabrellur sem Bretar beita fyrir sig í samskiptum við grandalausa smáþjóð eins og okkur. 

Aldrei mun ég kjósa Framsóknarflokkinn en mér hreinlega hrýs hugur við þeirri neikvæðni og rógi sem nú mætir Sigmundi Davíð. Það er eins og einhver sjálfvirk rógsvél fari í gang í hjörtum íslenskra vinstri manna hvenær sem þeir sjá heiðarlegum, vel gerðum ungum manni bregða fyrir á stjórnmálasviðinu. 

Gangur rógsvélarinnar er síðan sá að hver einasti maður sem tekur upp hanskann fyrir hinn rægða mann, er sjálfur borinn rógi og honum úthúðað eftir kúnstarinnar reglum. Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að hunsa rógsvél vinstri manna og styðja gott, ungt fólk sem vill taka þátt í pólitík og skapa landinu okkar nýja framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Algjörlega sammála þessu. Menn hrópa eftir afsökunarbeiðni og iðrun. Þegar Sigmundur ber hana fram fyrir alþjóð gera vinstri menn lítið úr því. Þeim væri nær að horfa í eigin barm.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.4.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hins sorglega staðreynd er sú vinstri maður er sá maður sem er rotinn í gegn, það finnst ekki á honum einn þráður sem þurr gæti talist af mannvonsku og illgirni. Sorglegt. Það vill til að landið okkar á til mikinn fjölda af auðnufólki sem ekki lætur glepjast af illsku vinstri manna.

Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Hin sorglega staðreynd er sú vinstri maður er sá maður sem er rotinn í gegn, það finnst ekki á honum einn þráður sem þurr gæti talist af mannvonsku og illgirni."

Það er nú verið að tala um ofstæki Þórs Jóhannessonar í færslu hér að ofan. Um hvað vitna tilvitnuð orð?

Ég þakka fyrir matið.

Björn Birgisson, 26.4.2010 kl. 17:49

4 Smámynd: Björn Birgisson

Gott er að sofna þegar hentar að hvíla heilann til stórræða morgundagsins!

Björn Birgisson, 27.4.2010 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband