25.4.2010 | 11:11
Náttúran eldfljót að jafna sig
Ég skrapp austur í Skóga í gær til þess að skoða eyðilegginguna - en hvergi var þó eyðileggingu að sjá. Vafalaust hefur mökkurinn verið svartur þegar hann hvolfdist yfir Þorvaldseyri en náttúran er eldfljót að jafna sig. Þarna var nálega tilsýndar eins og á venjulegum vordegi. Íslensku vindarnir búnir að feykja burt öskunni og þegar snjóaði lítilsháttar um daginn var rótin fljót að soga til sín þessa óvæntu næringu.
Fáeinir vindasamir dagar til viðbótar og síðan hressandi rigning, og þá verður allt komið í fyrra horf. Það hefur örlað á móðursýki ansi víða þessa dagana og menn hafa talað eins og þarna verði ekki hægt að reka búskap næstu árin, en þótt náttúran láti stundum illa er hún líka fljót að laga til eftir sig. Eftir fáeinar vikur mun enginn sjá að þarna hafi gengið eitthvað á.
Eldgosið áfram á sama róli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þessi mikla bjartsýni hjá þér standist ekki skoðun því miður. Það er reynsla fyrir því að svona aska verði að fjúka til og frá í býsna langan tíma og smýgur inn um allt. Auk þess er flúor hættulegur skepnum og hverfur ekki atrax. Svo er gosið ekki búið og gæti hagað sér svipað og gosið 1821 sem var að taka sig upp hvað eftir annað fram á árið 1823 . Vonandi rætist vel úr þessu öllu saman .
Olgeir E. (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 12:51
Já það verður hvimleitt ef það gýs þarna lengi. En ég varð hissa að sjá hve fljótt landið er að taka til eftir eldfjallið.
Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 12:53
Þeir segja jafnframt að askan sé hinn besti áburður, kanski að það skili sparnaði vegna áburðakaupa. Veit ekkert hvort það sé rétt en bóndinn á Þorvaldseyri, sem tilkynnti að hann ætlaði að hætta búskap þegar að allt leit út sem svartast, hefur nú tvíeflst og er að fara að rækta eldsneyti, þ.e. framleiða eldsneyti úr repju.
Þegar að landgæði til kornræktar bregðast þá snýr hann sér bara að öðru og sýnir þarna mikla aðlögunarhæfni til að bregðast við breyttum aðstæðum. Survival of the fittest er gott orð yfir þetta, eins og Herbert Spencer sagði fyrstur eftir að hafa lesið Origin of Speces eftir Charles Darwin.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 14:21
Einmitt, fróðir menn segja mér að grasspretta sé yfirleitt með besta móti eftir að gosaska hefur lagst yfir landið, svona í hæfilegu magni þó.
Svo má ekki gleyma: survival of þetta fAttest !
Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 15:32
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 15:34
Það að þetta fari vel byggir á því að þessum hamförum ljúki sem fyrst. Ég tel þetta eldgos stórhættulegt, bæði fyrir bændur, búsmala og ferðaþjónustu hér á landi.
Magnús Þór Hafsteinsson, 25.4.2010 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.