David skyggir á Davíð

Ég bar þetta undir fjármálaspekinginn sem er hér í heimsókn hjá mér núna með dætur sínar tvær, afadætur mínar, og kann kunni góð skil á þessu peningavafstri Davids Bowie. Það er alls ekki út í bláinn að skilgreina David Bowie sem hinn raunverulega byrjunarreit heimskreppunnar. Svolítið broslegt - en raunhæft samt.

Vinstri mönnum á Íslandi mun þó ekki þykja við hæfi að ótíndur, breskur rokkari skyggi á stjórnmálajöfurinn Davíð Oddsson.


mbl.is David Bowie kennt um kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þarna komstu mér í rokk gírinn, smelli á fóninn You will be hero :)

Finnur Bárðarson, 22.4.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja fílarðu Bowie? Aldrei hef ég náð svo langt í músíkmenningunni. Men at work, AC/DC.....ótal hljómsveitir koma í hugann en ekki David Bowie.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 18:20

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Bowie er snillingur!

Þráinn Jökull Elísson, 22.4.2010 kl. 18:22

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þráinn, ég verð bara að taka þín orð trúanleg enda hefur mínum tónlistarsmekk aldrei verið hrósað neitt sérstaklega.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 18:46

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég hef bara eitt að segja Baldur, og tel það við hæfi að spila þessa klassík fyrir Davíð Oddsson, Space Oddity eftir meistara Bowie og er aðal textinn "Ground Control to Mayor Tom". Davíð Oddsson mætti hlusta á það lag sem oftast, þá væri hann kannski jarðbundnari!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.4.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þeir sem staðið hafa beint undir enda regnbogans eru jörðinni tengdir á annan hátt en við hinir.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 19:07

7 Smámynd: Kama Sutra

Allir sem kunna að meta plöturnar Heroes og Low hljóta að fyrirgefa karlinum þetta.  Ég veit að ég geri það.

Tímamótatónlist.

Kama Sutra, 22.4.2010 kl. 20:47

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtileg og upplýsandi athugasemd, ég er búinn að þekkja þig um árabil, Kama Sutra, og þetta er í fyrsta skipti sem þú tjáir þig á jákvæðan hátt um eitthvað.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 20:49

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Kominn í músikbloggið Baldur, nú kann ég við þig....Bowie er einn að fáum tónlistarmönnum sem náð hefur að aðlaga sig að straumum hvers tíma. Merkilegur fýr..

Hlustaðu á lagið: Rock'n' roll suicide..

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 20:51

10 Smámynd: Kama Sutra

Þekkjumst við?  Ertu viss um að það hafi ekki verið blautur draumur, tengdur nafninu mínu?

Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð þig.

Kama Sutra, 22.4.2010 kl. 20:54

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, ég er óperumaður, horfi á allar beinar útsendingar frá Metrópolitan og á sjálfur haug af DVD diskum og á þetta hlýðum við hjónakornin af andakt. Er í óperuklúbbi sem kemur saman 10-12 sinnum á vetri og höfum sýningar, fleytjum fyrirlstra og hlýðum á meistaraverkin. Staðreyndin er sú að óperan hentar fullkomlega fyrir okkur sem enga höfum tónlistarmenntun og búum kannski ekki að sérlega fáguðum tónlistarsmekk. Við höfum söguna, dramað, tónlistina, sönginn, sviðsmyndina, leiklistina - þessa einkennilegu, lifandi veröld óperunnar. Reyndar hef ég líka gaman af alvöru rokki, en hver gerir það ekki. Hluti af daglegu lífi.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 21:01

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kama Sutra, ég hef kynnst þér á netinu. Cyber, þú skilur.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 21:01

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki fúlsa ég við góðum óperum. Una furtiva, eitthvað það fallegasta sem samið hefur verið

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 21:03

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er gott hvað með öðru: Puccini, Verdi, Mozart, Wagner....og svo Rússarnir. En eftir svera óperusyrpu hendi ég gjarnan grimmu rokki á fóninn.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 21:05

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, Hitler og Stalín áttu það sameiginlegt að þeir voru eldheitir óperuunnendur....... Stalín var reyndar góður söngvari, silkimjúkur og fallegur tenór.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 21:06

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Hitler var auðvitað eingöngu í Wagner, var það ekki ?

Aldrei hef ég kunnað að meta þann höfund, jú reyndar er Pílagrímakórinn flottur.

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 21:11

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Wagner er afar sérstakur. Klúbburinn okkar tók eina helgi á liðnu sumri til að horfa á allan Niflungahringinn, 16 klukkustundir. Það var góð törn. Dolli átti víst mikið plötusafn sem kom nýlega í leitirnar. Þar var alls kyns músík, meðal annars tónlist leikin af Gyðingum og kom það mönnum á óvart. Svo er sagt að Nazistarnir hafi talið Siegfried tjá best hinn sanna germanska hetjuanda. Ekkert skal ég um það mál segja.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 21:31

18 Smámynd: hilmar  jónsson

Bach er þó alltaf flottastur, þó ekki hafi hann samið óperur..

hilmar jónsson, 22.4.2010 kl. 22:11

19 identicon

Hitler sagði: Ég er Lohengrin og þýska þjóðin er Elsa.

Hann ætlaði sér sjálfur að semja óperu og lagði drög að henni. Það varð aldrei neitt af því, hann einbeitti sér frekar að myndlistinni og þriðja ríkinu.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 22:45

20 Smámynd: Jens Guð

  Ég verð að taka ofan fyrir að kallinn hlusti á suðurríkja blús-rokk Ástralana í AC/DC.  Um miðjan áttunda áratuginn tók David Bowie upp á því að lýsa yfir stuðningi við fasisma.  Pinochet var í sérstöku uppáhaldi.  Í kjölfar stofnuðu breskir pönkarar í mótmælaskyni hreyfingar á borð við "Rock Against Racism" og "Anti-Nazi League".  Þeim mótmælum var einnig beint gegn Eric Clapton sem studdi og styður enn National Front. 

  Bowie hefur reyndar kúvent í afstöðu eftir að hafa búið í Þýskalandi í nokkur ár þar á eftir.  Hann skellir skuld á óhóflega dópneyslu og skilgreinir fasismadaður sitt til bernskubreka.  Þar fyrir utan tók hann saman við blökkukonu frá Sómalíu.

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 23:14

21 Smámynd: Jens Guð

  Í dag hef ég lært að þroska með mér þann eiginleika að láta viðhorf tónlistarmanna til stjórnmálaskoðana,  kynþátta,  kynferðis,  trúar og þess háttar ekki trufla það sem viðkomandi hafa fram að færa í tónlist. 

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 23:17

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tómas, takk fyrir að upplýsa mig um þetta. Þegar ég horfi á Lohengrin hef ég margoft hugleitt hvort Hitler hafi látið flekast af þessari óperu og séð sjálfan sig í hlutverki Lohengrins. En þýska þjóðin sem Elsa - ekki hafði mér dottið það í hug. Ég sá nú bara fyrir mér hina eilífu konukind, lítilsiglda og ósjálfstæða.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 23:30

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og takk Jens, þetta var fróðlegt. Áhugamenn um fótbolta gæta þess einnig að hlusta ekki á samtöl við knattspyrnuhetjur því þá fellur himininn stundum yfir þá.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 23:31

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú ert í annarri aðstöðu en ég, trúlega hefur þú fengið tónlistarskólun af einhverju tagi, það breytir heimsmyndinni.

Baldur Hermannsson, 22.4.2010 kl. 23:33

25 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mikið var að einhver fer að tala um alvörumúsík. Wagner getur verið magnaður, einkum í hljómsveitarverkunum, en eins og Rossini sagði einu sinni: „Wagner á góð augnablik, en vonda hálftíma“. Þetta eru viðbrigði frá þessu venjulega hjali um breska undirmáls- „tónlistarmenn“ á við Bowie, Rolling Stones og Bítlana. Tveir síðastnefndu hópar breskra lágstéttar- plebba eru trúlega ofmetnustu „tónlistarmenn“ í veraldarsögunni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.4.2010 kl. 00:02

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég óttast mest að þú æsir upp grunsemdirnar í Bjössa í Neðstakaupstað ef hann sér þig tala um Wagner.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 00:12

27 Smámynd: Jens Guð

  VILHJÁLMUR,  ef Bítlar og Stóns eru ofmetnustu tónlistarmenn sögunnar hverjir eru þá réttmetnir á því sviði?  Ég ætla ekki að leggja þessar hljómsveitir að jöfnu við Rossini og Wagner.  Þetta er önnur deild.  Á hvern hátt eru Bítlar, Stóns og Bowie fulltrúar undirmáls lágstéttar?  Og ef það er rétt er það neikvætt á einhvern hátt?  Hvað er undirmáls lágstéttarmenning? 

  Ef við tökum bara Bítlana út úr þá breyttu þeir landslagi og mörkum þess sem áður var skilgreint sem léttvægt popp og þess sem áður var skilgreind merkilegri músík.  Jafnframt breyttu Bítlarnir viðhorfi heillar kynslóðar til klæðaburðar,  hártísku og eyddu fordómum gagnvart ólíkum músíkstílum.

Jens Guð, 23.4.2010 kl. 00:24

28 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Beatles og Rollingarnir voru fyrst og fremst að apa eftir því sem hafði gerst nokkrum árum áður í Bandaríkjunum, þ.e. blues og rokk- menninguna, sem þeir átu upp hráa. Allir sem þekkja til Breta vita um hina djúpstæðu stéttaskiptingu sem þar ríkir. Stéttirnar tala ekki einu sinni sama málið. Yfir- og millistéttirnar tala þá ensku sem kennd er í skólum en meginhluti Breta talar hinar afar ljótu, fláu lágstéttar-mállýskur. Breskt lágséttarfólk er reyndar fyrirbæri sem vart á sér hliðstæðu annars staðar í Evrópu, a.m.k. á Norðurlöndum. Það er hvað menntun og menningu snertir langt fyrir neðan það sem við eigum að venjast. Sannkallað undirmálslið. Bítlarnir og Rolling Stones spretta úr þessum jarðvegi, sem er ein skýrinin á vinsældum þeirra. Líkur sækir líkan heim.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.4.2010 kl. 00:43

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverskonar hreppapólitík er eiginlega látin viðgangast hér í þessu íhaldsbæli?

Man enginn eftir framsóknarmanni og músiker úr Sæmundarhlíðinni í Skagafirði sem heitir Geirmundur Valtýsson?

Hvur var hann aftur þessi Wagner?

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 08:29

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Í Slagafirði er enginn maður rétt feðraður og Geirmundur er ekki Valtýsson.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 09:18

31 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú lýgur þessu Baldur. Ég veit um í það minnsta 34 eða 35 sem eru áreiðanlega rétt feðraðir. En auðvitað eru þetta ekki mikil frávik þegar um sjálfstæðismenn og sannleikann er að ræða.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 09:23

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hohoho ef þú hittir fyrir rétt feðraðan Skagfirðing þá hefur orðið slys og ekki sanngjarnt að úthúða mannskapnum fyrir slíkt óviljaverk.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 10:07

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að feðra fólk rétt hefur enga tengingu við manngildi sauðurinn þinn. Mestu skiptir að fólk sé semmtilegt. Og rangfeðraður maður en skemmtilegur er margfalt dýmætari sínu samfélagi en leiðinlegur sjálfstæðismaður enda þótt hann sé rétt feðraður. Og svona er þetta líka hjá dýrunum þótt nú sé bannað að selja hrossakjöt sem ekki er hægt að rekja til upprunans eftir örmerkjum. Þökk sé EES.

Hann Sokki frá Vallholti var einn merkilegasti kynbótagripur í hrossarækt. Enginn gat fullyrt um föðurinn svo honum var fengið faðerni af handahófi. Hitt fór hljóðlega og færri vissu að "það var meiningin líka ágreiningur um móðurina" svo notuð séu orð Markúsar vinar míns á Reykjarhóli sem var alltaf svo hættulega hreinskilinn.

Enda var hann aldrei nefndur sem kandidat í framboð fyrir sinn flokk sem auðvitað var Sjálfstæðisflokkurinn.

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 10:54

34 identicon

Mæltu manna heilastur Árni, Sokki er einhver fallegasti hestur sem ég hef séð, þó það sé aðeins á mynd, er ekki Síða dóttir hans? Svo eiga menn að vera skemmtilegir, flest er hægt að fyrirgefa en ekki fúlyndu fólki sem er meðferðarfólki sínu til ama og leiðinda.

Ragnars Brunka (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:28

35 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhver merkasti atburður í sögu hrossaræktarinnar Ragnars Brúnka, var þegar Sokki fyljaði þig á veginum ofan við Páfastaði. Ekki að undra þótt tækir við þér við þessa upprifjun.Mikið hefur slegið út í fyrir þér fyrst þú manst ekki að Síða kom þá undir sem frægt er orðið.

En nú fer Baldur að áminna mig fyrir að nota síðuna hans fyrir miðilsfundi með hrossum!

Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 12:17

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þvert á móti, graðhestavísindi hafa alltaf heillað mér þótt ekki hafi ég numið þau sjálfur. Þegar ég var að alast upp á Héraði voru þar sannir íslenskir hestar á hverjum bæ, afkomendur hetjulegra landnámshesta og höfðu lifað í landinu 1100 ár og lagað sig að öllum þess kenjum. Þetta voru náttúrlegir hestar sem landið hafði ræktað. Svo tóku við, illu heilli, hrossaræktarráðunautar og fóru að afskræma okkar göfuga hestakyn. Úrkynjunin sést best á svonefndum hestamótum: afskræmdar truntur sem reigja hausinn aftur á lend og hlaupa með afkáralegu lagi eftir malarbrautunum, lyfta hófum eins og hefðarmey sem þarf að ganga yfir drullupoll. Þetta eru úrkynjaðar skepnur og lýti á voru upprunalega hestakyni.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 12:29

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

....heillað mig......:)

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 12:42

38 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eeerh... Vilhjálmur; er enskan sem hinn almenni mið og lágstéttarbreti talar ljót? Má ég þá frekar biðja um slíka en snobbaða og tilgerðarlega ensku aðalsins og efri hástéttar. Posh liðið hljómar allt eins og uppblásnar blöðrur í hástéttarhommaleik á meðan hinn almenni breti talar mál fólksins. Verkalýðurinn talar líka ýmsar mállýskur eftir staðsetningu, Geordie, Yorkie, Scouser, Mancunian og fl, svo ekki sé talað um nýlenduþjóðirnar, Skota, Welska og Íra.

Hvað varðar Bowie, þá er tæpast hægt að segja hann bera ábyrgð á því að vanvitrir fjármálamógúlar fóru að selja verðbréf í óorðnum hlutum, það að listamenn selji veð í ósköpuðum verkum er eitt, en þegar verðbréfasalar/miðlarar eru farnir að gera það sama með fé almennings og bjóða misvitrum mógúlum lán útá veð í hlutum sem eru ekki ennþá til er um annan hlut að ræða.

Hvað varðar meintan rasisma Claptons þá hefur hann síðar og ítrekað lýst því yfir að hann hafi ekkert vit á pólítík  (eitthvað sem ýmsir aðrir ónefndir tónlistarmenn mættu gera) en hann hefur þó lýst yfir dálæti á skoðunum Enochs Powell, en segist þó ekki styðja BNF...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2010 kl. 13:10

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek nú undir með Villa að ljót er lágstéttarenskan, forljót. Einna þægilegast þykir mér að heyra menntaðan Ameríkana tala, það er skýrt mál og gott. Fróðskaparmaður sagði mér að ameríska væri upprunalegasti framburðurinn, hann hefði varðveist best vestanhafs, svipað og dönsk tunga varðveittist best á Íslandi en hvorki í Danmörku eða Noregi.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 13:32

40 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Menntaðan Ameríkana? Er það ekki eins og svertingi í KKK? (Djók.)

Ertu þá að tala um Boston/Nýja Englands ensku? Eða suðurríkjaslafrið? 

Í BNA eru talaðar tugir mismunandi mállýska.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.4.2010 kl. 14:58

41 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er að verða athyglisvert..

hilmar jónsson, 23.4.2010 kl. 15:19

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er ekki kunnugur vestra, fer aldrei þangað því þar er ekkert nema sex and violence. Mér skildist svona frekar að átt væri við fólk austanmegin, Boston og þar um slóðir. Ég sel þessi fræði ekki dýrari en ég keypti þau. Ég er eins og aðrir Evrópumenn alinn upp í forakt í garð Ameríkana, en þegar ég fór að hlusta á amerískar sjónvarpsstöðvar tók ég eftir því hvað þulirnir eru skýrmæltir og viðtöl við almenning skýrari en gerist í Bretlandi.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 15:29

43 Smámynd: Björn Birgisson

Jeremy Irons, leikarinn góðkunni, talar einkar fallega ensku og hefur fallega rödd. Nefmæltar amerískar kerlingar með munnræpu geta svo auðveldlega drepið fólk með málæðinu einu saman, raddblænum og leiðindunum sem honum fylgir.

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 15:36

44 Smámynd: hilmar  jónsson

En mikið assgoti er nú Hollenskan tignarlegt og áferðarfallegt mál.. Maður verður ein eyru...

hilmar jónsson, 23.4.2010 kl. 15:40

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, fyrst þú nefnir hollensku - fróðir menn (sem eru á hverju strái sem betur fer) hafa einmitt sagt mér að Búarnir í Suður-Afríku tali hreinni og upprunalegri hollensku en tíðkast í Hollandi.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 15:51

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég mæli með því að þú sneiðir eftirleiðis hjá nefmæltum, amerískum kellingum. Einkennilegt hvernig sumir elta uppi leiðindin og kvarta svo yfir þeim.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 15:53

47 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, ég rekst nú bara á þær í sjónvarpinu og stekk þá á salernið eða að tölvunni og loka á eftir mér. Ég held að þessar kerlingar séu meira að segja leiðinlegri en kerlingin hann Birgir Ármannsson!

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 16:11

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ætli þær séu ekki svipaðar henni Jóku þinni.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 16:35

49 Smámynd: Björn Birgisson

Hún Jóka okkar verður seint talin til skemmtikrafta, Baldur minn, enda upptekin við óskemmtilega tiltekt. Merkilegt hvað sumir ganga alltaf illa um!

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 16:40

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Má ég þá heldur biðja um Söru Palin en leiðindaskjóðuna hana Jóku þína - sko þína, ekki okkar.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 16:58

51 identicon

Feykilega áhugaverðar samræður. Ég get bara ekki setið á mér að skjóta inn orði. Mér hefur nefnilega alltaf fundist amerískar kéllingar, þessar leiðinlegu eins og BB lýsir, eiga sé samsvörun í samblandi af Birgi Ármannssyni og Jóni Bjarnasyni, sem svo merkilega vill til að eru báðir á hæstvirtu alþingi Íslendinga. Annars er ég með hugmynd fyrir þig Baldur, ný færsla hjá þér, smásagnakeppni þar sem hver saga má ekki vera lengri en 7 línur og svo veljið þið fóstbræðurnir, þú og BB bestu söguna af því að þið eruð svo skemmtilegir!

Snortinn spéfugl (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:04

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Snortinn spéfugl, það vill svo til að þín athugasemd er einmitt 7 línur og hún er afar sigurstrangleg í smásagnakeppninni, enda mjög skemmtileg og áhrifarík.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 18:08

53 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja, hér er ekki leiðinlegt að koma í heimsókn. Annars er ég ekki mikill aðdáandi Bowie en hanm er hefur gert góð lög. Eins og fyrr er götustrákurinn, Tom Waits í mínu mesta uppáhaldi.

Finnur Bárðarson, 23.4.2010 kl. 18:10

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, svona okkar á milli, það má ekki fara lengra: ég er gjörsamlega gáttaður á þessu mikla fylgi sem David Bowie virðist hafa hér á blogginu. Mér hefur alltaf fundist hann óttaleg mélkisa. Sennilega hafa þessir menn einnig mætur á Billy Idol. Ég hef meiri skemmtun af frísklegum guttum á borð við CCR, Tom Waits, AC/DC (sem Jens Guð viðist einnig kunna að meta, Tinu Turner, og svo auðvitað menn úr allt annarri skúffu svo sem Leonard Cohen og Roy Orbison. En ég tek fram að ég er engin poppfræðingur, ég er svona alæta sem ét það sem fyrir mig er borið.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 18:17

55 identicon

Blessaður Finnur B, ert þú nokkuð skyldur Bárði Bringdal? og mæltu manna heilastur blessaður angans karlinn minn að nefna snillinginn Tom Waits. Closing Time er í mestu uppáhaldi hjá mér. Annars er þetta góð hugmynd hjá víðáttubjánanum Snortna spéfuglinum um örsögusamkeppni hjá BH. BH er nefnilega skratti skemmitlegur. Blessaður FB. 

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:20

56 Smámynd: Björn Birgisson

Roy Orbison var skuggalega góður. Ég á disk með honum sem heitir The Hit Collection, með mynd af kappanum með asnalegu gleraugun sín. Oft og tíðum, þegar konan er orðin hundleið á mér og nennir lítið að sinna mínum þörfum og væntingum, fer ég að spilaranum og hlusta á Only the Lonely, Leah og Blue Angel og fleiri gullmola. Oft er hún þó góð við mig, enda má hún fátt aumt sjá, þessi elska.

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 18:30

57 Smámynd: Björn Birgisson

Sögur?

Kempan Ragnar heitinn Valdimarsson á Hólmavík var alla tíð ákafur framsóknarmaður, eins og allir vita og fylgdi hann flokknum lengur en elstu menn muna. Hann hefur, ásamt Þuríði konu sinni, komið upp tíu til tólf mannvænlegum börnum. Hefur uppeldi þeirra verið til fyrirmyndar, eins og búast mátti við. Auðvitað styðja börnin Framsókn eins og lög gera ráð fyrir, utan einn sonur þeirra hjóna, sem fluttist til Akureyrar, settist þar að og gerðist Alþýðuflokksmaður.

Góður heimilisvinur Ragnars hafði eitt sinn orð á því við hann, að eitthvað hefði uppeldi þessa eina sonar hans mistekist, úr því hann hefði orðið krati, en ekki framsóknarmaður, eins og uppeldið hefði staðið til.

"Nei, það var ekki uppeldið" svaraði Ragnar.

"Það fór svolítið hland með þegar strákurinn kom undir"

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 18:36

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, tvær myljandi smásögur úr penna sagnameistarans Bjössa í Neðstakaupstað. Það væri þá helst Árni Gunnarsson sem gæti staðið uppi í hárinu á Bjössa. Þessir bévítans kommúnistar eru svo skemmtilega lygnir þegar vel liggur á þeim.

En mikið er ég sammála þér um Roy Orbison. Hann veit af meyru blettunum í mannssálinni.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 18:41

59 identicon

Sögur II.

Eitt sinn í fyrndinni stóð gamall maður í fjöru og starði á haf út þegar ung stúlka á hvítum hesti ríður fram á hann, kastar á hann  kveðju og segir. "Hvað ert þú að drolla þarna gamli djöfull." Lengi vel svar gamli maðurinn engu. Hárið er þunnt, hvítt og greitt aftur um eyrun. Húðin  strekkt um beinabert andlitið. Hann pírir augun, snýr höðinu snöggt og segir. "Éttu skít", og stökk svo í hafið.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:48

60 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þá er tónlistarsmekkur þinn Baldur í toppi með þessari upptalningu

Finnur Bárðarson, 23.4.2010 kl. 19:16

61 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi saga er alveg dagsönn. Það var þegar þeir félagarnir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson voru báðir á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum. Matthías var þá ráðherra og Þorvaldur Garðar var forseti Sameinaðs Alþingis. Skrifstofustúlkan hjá Þorvaldi Garðari var ófrísk og var að fara í barnsburðarleyfi. Þorvaldur, sem stundum gat verið nokkuð viðutan, hafði gleymt því og ekki hugsað fyrir því í tíma að leita að starfskrafti í staðinn. Allt var því komið í óefni og stúlkan að fara í leyfið. Þá datt Þorvaldi í hug að leita til Matthíasar vinar síns og vita hvort hann gæti eitthvað liðsinnt sér í þessum efnum.

Snemma morguns hringdi síminn í ráðuneytinu hjá Matthíasi. Þorvaldur Garðar var í símanum.

"Nú er það ljótt maður! Það er ólétt hjá mér skrifstofustúlkan. Hvað á ég að gera?"

"Þrættu maður, þrættu!" svaraði Matti.

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 19:20

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe alltaf sömu snilldar úrræðin hjá okkur Sjálfstæðismönnum.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 19:26

63 Smámynd: Björn Birgisson

Fagnið alltaf heiðarleikanum fyrirfram og sjáið svo til hvernig úr rætist? Til að tryggja einhver fagnaðarlæti yfir höfuð! Algjör snilld! Hvernig datt mér þetta í hug?

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 19:54

64 Smámynd: hilmar  jónsson

Varðandi músikina. Hér er auðvitað meistarinn sjálfur: http://www.youtube.com/watch?v=G9bqskJakmc&feature=related

hilmar jónsson, 23.4.2010 kl. 20:06

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég ætla að hlusta á snilldina í kvöld, er úti í bæ með makkadruslu og enga mús.........

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 20:20

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, er hugsanlegt að þú sért að þroskast?

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 20:21

67 Smámynd: Björn Birgisson

Maður hlustar nú á besta og gáfaðasta fólkið og reynir að tileinka allt það besta sem frá því kemur, þótt alltaf fljóti eitthvað af hrati með!

Björn Birgisson, 23.4.2010 kl. 20:25

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég ætti að byrja á þessu líka, góð hugmynd.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 20:39

69 Smámynd: Jens Guð

  VILHJÁLMUR,  mat á Bítlunum og Stóns hefur lítið með það að gera að þeir voru í upphafi ferils undir áhrifum frá öðrum tónlistarmönnum.  Wagner var í upphafi undir áhrifum frá Beethoven.  Rossini var undir áhrifum frá Mozart.

  Reyndar var strax í upphafi mjög breskur stíll á músík Bítlanna,  svokallað merseybeat.  Það sem skiptir öllu máli er að Bítlarnir þróuðu dægurlagamúsíkina í stærri stökkum yfir á hærra plan en áður og síðar hefur gerst.  

  Það er ónákvæmt og ber merki um snobb og/eða hroka að tala um Bítlana og Stóns sem undirmáls- og lágstéttarplebba.  Forsprakkar þessara hljómsveita voru:  Ofdekraður millistéttardrengurinn John Lennon,  rithöfundur og lærður myndlistamaður;  Og miðstéttardrengurinn Mick Jagger.  Hann var í háskólanámi (að mig minnir í viðskiptafræði) þegar heimsfrægðin kallaði.  

  EINAR LOKI,  í ævisögu sinni gerir Clapton lítið úr stuðningi sínum við breska nasista.  Hann segist vera þeirrar skoðunar að halda eigi pólitík frá tónlist.  Fyrir tveimur árum eða svo keypti ég eintak af breska tímaritinu Uncut.  Með því fylgdi nefnilega diskur með lögum völdum af Clapton.  Ansi skemmtilegur pakki.  Í löngu viðtali í blaðinu ver hann stuðning sinn við nasista og segist hvergi hvika frá.  Þau ganga í stuttu máli út á að nasistarnir gangi lengst í baráttu gegn því að blökkumenn streymi frá öðrum löndum til Englands.  Svörtu innflytjendurnir lendi í verst launuðu og óþrifalegustu störfunum.  Það séu anti-rasísk viðhorf sem ráði því að hann styðji nasista!

  BALDUR,  ég má til með að hrósa þér fyrir meira fyrir músíksmekkinn þar sem þú nefnir CCR,  Tom Waits og það lið.  Eðal.

Jens Guð, 23.4.2010 kl. 23:01

70 Smámynd: Árni Gunnarsson

Baldur. Ég verð að hrósa þér fyrir þitt næma auga fyrir vegferð okkar í hrossarækt. Þó gæti ástæðan verið sú að þú sért að snobba fyrir mér og hafir lesið bókina um Svein Guðmundsson og ræktunarpólitina sem ég skrifaði reiður. En er auðvitað bókmenntalegt snilldarverk!

En án gamans þá er lýsing þín á þessum skrípalátum með fótlyftuna á sýningum hárrétt. Og með sama framhaldi í ræktunarstefnu nennir enginn að ríða íslenskum hesti. Þá mun hann hasla sér völl sem löglegt fóstureyðingartæki. 

Og það er rétt hjá þér þetta með landnámshestinn sem þú kynntist í æsku. Það er hesturinn sem heillaði útlendingana svo mikið að nú er íslenski hesturinn orðinn besti sendiherra Íslands, eins og Jón Ásbergsson hjá Útflutningsráði sagði við mig í viðtali fyrir héraðsfréttablaðið Feyki.

En nú sýnist mér stefna í það að við séum að segja þessum sendiherra upp störfum. Það er í samræmi við annað hjá okkur.

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 09:31

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Á dauða mínum hef ég lengi átt von en ekki því að Árni Gunnarsson væri mér hjartanlega sammála um jafn mikilvægt atriði og varðveislu íslenska hestsins. En hann er það - og ég lít á viðurkenningarorð hans eins og stórsigur fyrir mig og alla aðra afkomendur Axlar-Bjarnar. Bók þína um Svein hef ég ekki lesið en hún mun verða lesin á þessu heimili strax í maí-mánuði og ávallt í heiðri höfð.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 11:35

72 Smámynd: Árni Gunnarsson

Manstu til þess Baldur að hafa heyrt eitthvað um að ferðaþjónustubóndinn afi þinn í Öxl í Breiðuvík hafi verið laginn við hesta?

Árni Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 12:04

73 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skrifaði Árni bók um Svein Skotta ? Þarf að lesa hana.

Finnur Bárðarson, 24.4.2010 kl. 17:36

74 Smámynd: Björn Birgisson

Saga í safnið:

Ég man eftir manni fyrir vestan. Hann drakk mjög sjaldan, en þegar hann gerði það drakk hann hratt og vel og lognaðist gjarnan út af og svaf djúpum svefni. Lögreglan var oft kvödd til, enda héldu aðstandendur mannsins oft að hann væri látinn, en þeir voru með öllu ókunnugir áfenginu. Svo kom að því að skaparinn kallaði manninn til sín. Læknir kom á staðinn og kallaði til lögreglu eins og skylt mun vera að gera við andlát í heimahúsi. Lögreglumaðurinn, alvanur að koma í þetta hús, leit á andvana manninn og sagði svo við lækninn: Er búið að kitla hann?

Björn Birgisson, 24.4.2010 kl. 21:45

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, þess hef ég aldrei heyrt getið, það var víst bara eitt sem sá maður hafði lag á - og þó ekki meira en svo að stundum þurfti hann að láta ömmu hjálpa sér.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 21:47

76 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi, staðan er 2-0 fyrir Neðstakaupstað :)

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 21:48

77 identicon

Sammála BH; BB er andskotanum skemmtilegri og hafsjór af skemmtilegum sögum, enda að vestan.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 22:20

78 identicon

Og svo kemur í ljós Árni minn Gunnarsson að BH hefur hjartað á réttum stað varðandi hrossarækt og slær okkur öllum við!! Ja hérna, pigs may fly.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 22:25

79 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er greinilega dagurinn þegar svínin fljúga - og það þykja væntanlega góð tíðindi á Bessastöðum.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 23:49

80 Smámynd: Baldur Hermannsson

Og önnur góð tíðindi - ég fór austur að Skógum í dag og sá hve náttúran er eldfljót að jafna sig. Gosaskan er að feykjast í burtu. Nú þarf bara nokkra vindasama daga og síðan stórrigningar í tvo daga, þá verður náttúran búin að hrista af sér þessa ágjöf.

Baldur Hermannsson, 24.4.2010 kl. 23:51

81 Smámynd: Björn Birgisson

Blessi ykkur, gullin mín öll, er að fara á veitingahús, að halda upp á 50 ára afmælið mitt!

Björn Birgisson, 25.4.2010 kl. 00:08

82 Smámynd: Baldur Hermannsson

Til hamingju með það Bjössi, ég vissi ekki að þú værir orðinn svona gamall.

Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 10:40

83 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir! Var þetta ekki innan skekkjumarka?

Björn Birgisson, 25.4.2010 kl. 12:13

84 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eðlileg skekkjumörk fyrir menn á okkar aldrei eru 30 ár til eða frá.

Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 12:41

85 identicon

Voltaire kynni betur að meta frönskuna í Québec en þá sem nú er töluð í heimalandinu. -  Og varðandi óperu Hitlers, má tala um hana án þess að geta þess að hún átti að gerast á Íslandi?

Viðar Víkingsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 17:21

86 Smámynd: Baldur Hermannsson

Viðar, þú segir aldeilis tíðindi. Veistu eitthvað meira um þetta mál?

Baldur Hermannsson, 25.4.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 340393

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband