Hann bjargar lífi Sjálfstæðisflokksins

Bjarni hefur bjargað lífi Sjálfstæðisflokksins með þessum aðgerðum og þessari ræðu. Þetta er fantagóð ræða og felur í sér nauðsynlegt uppgjör. Hann boðar til landsfundar og gefur grasrótinni tækifæri til þess að móta stefnu til framtíðar.

Hefur Bjarni jafnframt bjargað sínu eigin pólitíska lífi? Framvindan sker úr því. En hann gerir rétt í því að sitja um sinn, hvað sem síðar verður. Flokkurinn er apparat sem þarf að skipuleggja og reka frá degi til dags og einhver verður að stjórna þeirri vinnu.

Hvers verður hinn boðaði landsfundur megnugur? Vert er að minna á að síðasti landsfundur samanstóð af vitgrönnum, móðursjúkum kerlingum sem létu það viðgangast að Þorgerður Katrín gréti sig inn í varaformannsembættið, þótt allir vissu hvers vænta mátti af hennar málum. Og landsfundur valdi á sínum tíma lélegasta formann mannkynssögunnar, Þorstein Pálsson, þótt í boði væri annar maður sem er annálaður fyrir auðnu í starfi og hefur aldrei mistekist neitt sem hann tekst á hendur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur stundum tekið farsælar ákvarðanir en hann hefur líka hagað sér eins og heilaskaddaður hálfviti. Það er ekki á vísan að róa.

En Bjarni Benediktsson hefur  enn og aftur sýnt með drengilegri framgöngu hvílíkt valmenni hann er og hvernig sem framtíð hans verður hefur hann skráð nafn sitt með gullnu letri í sögu flokksins.

 


mbl.is Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjálfstæðisflokkurinn er í hættu það þarf að hreinsa meira til!

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

2/9, þetta mjakast í rétta átt!

Björn Birgisson, 17.4.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Siggi og Bjössi, hjartanlega sammála. Hundahreinsunin er ekki af staðin, hún er rétta að byrja.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 13:01

4 identicon

Valmenni? Þá er valið úr þröngum heimi fákunáttu og ,,  fokk ég nenni ekki einu sinni að halda áfram með þetta, ég held BH að við þurfum eitthvað annað, einhvern sem gengið hefur i skóm þjóðarinnar, einhvern sem þekkir til manna, kvenna og barna þessa lands, sorgir þess og gleði, einhver eins og,, já fjandinn hafi það,, einhvern djöfulli skemmtilegan, gáfaðan, góðan eins og mig!! og svo auðvitað lítillátan eins og mig,, því ég um mig frá mér til mín er Sjálfstæðisflokkurinn í hrotskurn, amen í tíunda veldi. 

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heyr minn himnasmiður, ekki hef ég hugmynd um hvað konan lét út á kvöldmatinn hjá þér en eitt er víst og það er að mig langar í það líka.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 21:59

6 identicon

Eitt sinn vann eg með vini þínum Óla Klemm í nokkur ár og hafði unun af því að stríða honum, honum fannst ég háflgerður asni sem er rétt, ég er hálfgert fífl og ætti að flytja úr landi til að landhreinsun yrði, svo er nú það.

Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:19

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Var Óli kominn í leðrið þegar það var?

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:23

8 identicon

Nei, en Klemmin var skemmtilegur og vel lesinn, ekki ósvipaður þér og ágætis náungi,

H M H (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:35

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann var góður á Austurvelli hér um árið. Það var hans 15 mínútna frægðarskeið.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 22:58

10 identicon

Jú mikið rétt BH, hafði að sögn drukkið aðeins of mikið af kaffi, hefði betur drukkið Irish coffe því þá verður maður svo vinalegur, sérstaklega við ungt fólk.

H M H (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:16

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kaffi kyndir undir ofbeldishneigðina, ekki spurning. Engin tilviljun að ég drekk bara te.

Baldur Hermannsson, 17.4.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband