Þessir menn mega ekki ganga lausir

Þessum mönnum verður að refsa harðlega. Menn sem ráðast á vinnandi fólk, bíta í fótleggi þess, berja það og limlesta, eiga alls ekki að ganga lausir. Þetta eru stórhættulegir menn sem notuðu öngþveiti hrunsins til þess að svala sínum eigin ofbeldishvötum.

Ofbeldismennirnir eiga sér málsvara sem krefjast þess að málið verði fellt niður. Þessa málsvara mætti spyrja: er þá ekki rétt að hætta líka við málssókn gegn þeim sem misnotuðu bankana og steyptu þjóðinni fram af hengifluginu? Og er þá ekki rétt að fella niður málssóknir gegn öllum þeim sem berja konur og níðast á börnum?

Það gerir hlut ofbeldismannanna verri en ekki skárri að þeir höfðu í hyggju að hindra framgang löggjafarvaldsins. Þessir menn eiga einfaldlega ekki að ganga lausir. Og það breytir engu um mína afstöðu þótt einn þeirra hafi haft í frammi við mig grímulausa hótun á facebook.


mbl.is Mikill viðbúnaður vegna réttarhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Það gleður mig að sérstakur talsmaður nauðgana og annarar valdbeitingar á Íslandi skuli vera á móti því fólki sem fyrst reis upp gegn ógeðinu sem átti sér stað eftir hrun. Ég myndi segja að það væri sérstakur gæðastimpill á þetta fólk, og þurfti það þó ekki á honum að halda.

Svo staðreyndir málsins séu á hreinu: Fólkið hafði rétt á að vera þarna, alþingisverðir stofnuðu til ryskinga, og lögreglan bætti um betur og slasaði þingvörðin sjálf í offorsinu, eins og sést greiðlega á öryggismyndbandi sem verjandi hefur ekki enn fengið að skoða. 

Nonni, 14.4.2010 kl. 15:01

2 identicon

Ætli þeir verði í klefa með Davíð?

Doddi D (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 15:02

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hunsa ærumeiðingar þínar, Nonni nafnlausi, ásakanir þínar á hendur þingvörðum og lögreglu eru forkostulegar. Þú sýnir í hverskonar firringar veröld þú lifir og hrærist. Ert þú kannski einn af þessum ofbeldismönnum?

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ákaflega sérstakt árferði sem og umgjörð öll í þjóðfélaginu á þessum tíma; ég mundi vilja sjá gott "tiltal" - dugar mér

en svona fyrir Dodda;

Af 147 manns sem komu fyrir rannsóknarnefndina hversu margir af þeim vöruðu við???

Á ég að hjálpa ykkur aðeins...................... Einn og það oftar en 10 sinnum

 

Jón Snæbjörnsson, 14.4.2010 kl. 15:13

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, athugasemd þín leiðir hugann að Landsdómi. Ég held að hreinlegast væri að kalla saman þennan Landsdóm fyrst hann er til á annað borð og fela honum að rannsaka ávirðingar, sekt og refsingar. Tiltal í dómsorðum væri síðan miklu betra en ekki neitt.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 15:19

6 identicon

Af þessum 147 mönnum sem komu fyrir rannsóknanefndina hversu margir gerðu eitthvað í því að LAGA hlutina eða bjarga málunum, breyta lögum og vara FÓLK við? Á ég að hjálpa þér Jón aðeins................................ENGIN og það oftar en 0 sinnum.

Engin ber ábýrgð á því sem gerðist. Ríkisstjórnin bendir á bankakarlana, bankakarlarnir benda á ríkistjórnina og við almenningur sitjum eftir með reikninginn.

Er þetta réttlæti?

Svo eru níu manns teknir fyrir dóm fyrir að vekja þingheim. Hverslags aumingja skapur er þetta. Á meðan flýja þessir útrásarvíkingar úr landi og því lengra sem þeir fara því erfiðara verður að ná þeim til landsins og dæma til fangelsis.

Þegar það loksins gerist legg ég til að þessir menn og konur verðir sendir á einhverja litla eyju til eilífðar. Engin matur bara saltvatn.

Svavar (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 15:24

7 identicon

HAHAHHAHAHAHA Gaur lestu þig til um áður en þú gjammar. Adeins EINN á þessari mynd er kærður. Við hinir munum láta lögfræðing okkar hafa samband við þig í sambandi við málaferli vegna meiðyrða.

Halo (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:05

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halo, hvaða fjárans mynd ert þú að tala um? Hver hefur talað um mynd og hvers vegna? Ég mæli frekar með því að þú fáir þér sálfræðing en lögfræðing.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 17:24

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svavar, þingheimur var eins og öll þjóðin glaðvakandi. Það þurfti ekki að bíta fólk og berja til að vekja þá. Af hvaða vitlausraspítala kom þetta fólk eiginlega?

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 17:26

10 identicon

hehehe þú ert fyndinn maður sem dæmir áður en dómur fellur.... Blár ertu og fínn hehehhe

Halo (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 18:01

11 Smámynd: Skríll Lýðsson

Baldur mér þykir þú tala af festu um umrædda atburði í Aþingishúsinu, varst þú á staðnum og getur leyft þér að tala einsog sá sem veit fyrir víst eða ertu einfaldlega að taka afstöðu án þess að vita um hvað þú ert að tala ?

Skríll Lýðsson, 14.4.2010 kl. 18:53

12 identicon

Þetta er nú alveg gaggalagú, Baldur !  Þér er vorkunn að hafa fallið í þá gildru að trúa frásögn mbl.is en málsgögnin segja allt aðra sögu.

Birna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 19:06

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það kemur margoft komið fram að ofbeldismennirnir slösuðu fjölda fólks og ofbeldi á ekki að líðast í nokkurri mynd. Undarlegast þykir mér að sjá fólk, sem lengi hefur hneykslast á hegðun útrásarvíkinga, taka upp hanskann fyrir hættulega glæpamenn. Það er enginn vegur að taka mark á svona fólki. Þetta fólk á að þegja.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 19:09

14 Smámynd: Skríll Lýðsson

þabbarasona...svipta fólki mál og ritfrelsi ef það er ósammála þér:)

þú segir að það hafi margoft komið fram að þetta fólk hafi slasað aðra, það hefur ekki verið sannað. Mér sýnist á öllu að þér þætti ekkert eðlilegra en að taka frásögn þeirra sem segjast hafa orðið fyrir líkamlegu eða andlegu tjóni trúanlega, sleppa réttarhöldum og keyra mótmælendur austur á litla hraun án dóms og laga og loka það inni.

Þú ert búinn að skjóta sjálfan þig niður sem trúverðugan einstakling.

Skríll Lýðsson, 14.4.2010 kl. 19:18

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þvaður, Skríll, þvaður. Þegar ég segi að tiltekið fólk ætti að þegja, þá felst að sjálfsögðu í þeim orðum að þetta fólk á að sjá sóma sinn í að þegja, það er enginn að svipta þetta fólk ritfrelsi eða málfrelsi, enda standa engin lög til þess. Þú ert ótrúlegur bullustampur, Skríll Lýðsson, þú ert eiginlega miklu verri en nafnskrípið þitt gefur til kynna. Sennilega líturðu á þig eins og einhvers konar uppreisnarmann eða aktífista en þú ert greinilega bara ótíndur bullustampur með ferlegar ranghugmyndir um sjálfan þig og tilveruna.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband