13.4.2010 | 15:39
Ýlduþefur í stjórnarráðinu
Ótrúlega vel gefinn maður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skarpur í hugsun, frumlegur og fallega máli farinn. Það er eins og hann hafi alltaf eitthvað áhugavert að segja. Gagnrýni hans á forherðingu Samfylkingarinnar eru orð í tíma töluð og Sigmundur er maður að mínu skapi.
Staðreyndin er einfaldlega sú að bæði Össur og Jóhanna eru steindauð þótt þau viti ekki af því. Það er ýlduþefur í stjórnarráðinu og það vantar skelegga menn til að bera út hræin. En náhirð Jóhönnu situr sem fastast með drottninguna steindauða og stallarann rotnaðan.
Hrunskýrslan dregur upp skýra teikningu af samfélaginu. Það er ljóst hvað þarf að gera. Erfið verk bíða Sjálfstæðisflokksins, því hann þarf að hreinsa til í hrútakofanum svo um munar. Og Samfylkingin þarf að ryðja burt hræjum sínum og kalla á nýtt fólk til starfa fyrir nýja Ísland.
En náhirðin situr undir borðum og hreytir ónotum í alla sem lífsandann draga og meðan náhirðin rorrar þarna í rökkvuðum sölum á Ísland sér engrar viðreisnar von.
Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En náhirðin situr undir borðum og hreytir ónotum í alla sem lífsandann draga og meðan náhirðin rorrar þarna í rökkvuðum sölum, á Ísland sér engrar viðreisnar von."
Gott að menn eru komnir í naflaskoðun, þó ekki sé nema á blogginu..
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 15:55
Snorri Bergsson er með þessa vísu á facebook þér til heiðurs, Hilmar:
Hilmar er útblásið fánýtisfrat
og foráttukjaftur.
Væri ekki best að bor‘á hann gat
og blásann út aftur?
Ég vildi óska þess að einhver myndi yrkja svona um mig. Maður getur nú orðið afbrýðissamur.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 16:39
Ætli hann sé skyldur nafna sínum Hjartarsyni ?
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 16:43
Það er mikið að einhver kom auga á það að Sjálfstæðisflokkurinn kom bara ekki nálægt neinu af þessu rugli. Enda hefur sá flokkur alltaf haft varkárni að leiðarljósi. Þar er nú Davíð alltaf öllum efstur í huga og svo auðvitað Pétur minn Bl. sem þykir svo vænt um fé sem vantar húsnæði.
En hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hreinsa til í hrútakofa Samfylkingar?
Náhirð er bundið einkarétti og ber að nota um sjálfstæðismenn sem hafa leiðtogaflensu. Höfundur og höfundarréttur Hreinn Loftsson.
"Ég mun fara yfir þennan dóm og draga af honum lærdóm" sagði Björn dómsmála þegar hann var dæmdur fyrir að hafa brotið jafnréttislög.
"Ég mun fara yfir þennan úrskurð og draga af honum lærdóm" sagði Árni Math. þegar hann fékk úrskurðinn um að hafa brotið jafnréttislög.
Ég er viss um að sjálfstæðismenn munu fara vel yfir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar og gera þær kröfur til hinna flokkanna að þeir dragi lærdóm af skýrslunni.
Eru ekki bara spennandi og skemmt................?
Árni Gunnarsson, 13.4.2010 kl. 16:44
Ég verð seint framsóknarmaður, en Sigmundur stendur sig vel. Það sem hann segir um mensévíkana og undirmálsliðð í Samfylkingunni hefur blasað við árum saman. Auk þess er Sigmundur nánast eini pólitíkusinn sem stóð alveg í lappirnar í Icesave- málinu. Áfram Sigmundur!
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.4.2010 kl. 16:59
Það er nú ekki mikill vandi að brjóta jafnréttislög, Árni. Það þarf ekki annað en að vera með tippi til að skora mark í þeirri deild.
Núverandi forsætisráðherra í norrænu velferðarstjórninni var hins vegar dæmdur í HÉRAÐSDÓMI fyrir að brjóta stjórnsýslulög. Viðbrögð Jóhönnu, þá félagsmálaráðherra, voru að það væri allt í lagi því sá sem brotið var á væri framsóknarmaður.
Svo undra menn sig á því að bankabullurnar beri ekki virðingu fyrir lögunum.
Það er alltaf gaman að sjá
Ragnhildur Kolka, 13.4.2010 kl. 17:11
Þetta er snilldargrein hjá þér Baldur, kannski ég ætti að gera mér ferð upp í Flensborg og taka í höndina á þér. Ég tek einnig heilshugar undir með Vilhjálmi Eyþórssyni.
Jóhann Elíasson, 13.4.2010 kl. 17:19
Hilmar, þessi vísa er ekki eftir Snorra G. Bergsson sjálfan heldur einhvern mann sem á sínum tíma var ungkommi og lét fjúka í kviðlingum sér og öðrum til hugarhægðar.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:17
Árni, nú um stundir er aðeins náhirð í landinu og hún lýtur forystu Jóku dauðu. Hvað Björn og Árna áhrærir, þá hafa þeir dregið einhvern lærdóm af lífinu því þeir eru báðir hættir stjórnmálavafstri. Þennan lærdóm þurfa ansi margir núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins að tileinka sér og sama gildir um Samfylkingu. Það verður engin endurnýjun með gömlu fólki og hálfdauðu - hvað þá aldauðu.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:20
Vert þú ávallt velkominn Jóhann, þín er minnst með hlýhug í Flensborg.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:21
Ragnhildur, hvernig var það mál vaxið?
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:21
Vilhjálmur, það er alltaf gaman að hitta framsóknarmann sem ekki snýtir sér í gardínurnar og enn skemmtilegra að hitta vinstri mann með réttu ráði.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:23
Grunaði það svo sem Baldur..he he.
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 18:45
Þessi vísa mun vera í gömlum fundargerðum Æskulýðsfylkingarinnar, ort á ferðalagi, svo kannski er hún um þig þegar allt kemur til alls!
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 18:46
Baldur, þú situr uppi með þessa ríkisstjórn og þér ætti að vera fullkunnugt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa ekki nokkurn áhuga á að setjast í ríkisstjórn. Svo verður ekki séð að mannvalið á þeim bæjum geri þá að neinum sérstökum höfðingjasetrum!
Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 19:01
Bjössi í Neðstakaupstað hefur þarna rétt fyrir sér, við þurfum að fá kosningar og allir flokkar eiga að mæta til leiks með tárhreinan skjöld, nýtt fólk og nýja siði.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 19:09
Þeir sem vilja fá sjálfgræðgis FL flokkinn enn og aftur til SPILLINGARVALDA , enn og aftur ; hvert er þess fólks siðferði ?
Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 19:28
Þetta var í fréttum 2007 eða 8, en ég man þetta ekki 100%. Snérist um einhvern nefndarmann sem framsóknarráðherra hafði skipað og Jóhanna rak svo hun gæti komið einhverjum krata að kötlunum. Hún virti síðan ekki andmælarétt hans og hann stefndi ráðherra og vann málið. Þegar fréttamaður spurði hana um dóminn hnussaði í henni. Hún taldi þetta ekki merkilegt mál því viðkomandi hefði verið framsóknarmaður.
Ég geri ráð fyrir að ríkissjóður hafi síðan pungað út fyrir sektinni.
Ragnhildur Kolka, 13.4.2010 kl. 20:31
Hér er ræða sem einn framsóknarmaður flutti í þinginu þegar 90 prósenta lögin voru afgreidd. Rannsóknarnefndin segir að þarna hafi verið sáð einu af stærstu fræjum hrunsins. Birkir Jón er núna varaformaður Framsóknarflokksins:
131. löggjafarþing — 47. fundur, 2. des. 2004.
Húsnæðismál.
220. mál
[15:23]
Birkir Jón Jónsson (F):
Hæstv. forseti. Hér er verið að leiða í lög eina mestu kjarabót íslensks almennings á seinni árum og jafnframt er verið að leiða í lög eitt stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Hér eru tryggðir hagsmunir allra landsmanna óháð búsetu, aðgangur að lánsfjármagni hvort sem fólk býr á landsbyggðinni eða höfuðborgarsvæðinu.
Hæstv. forseti. Það má áætla að á nokkrum mánuðum, allt frá því að Íbúðalánasjóður hóf að lækka vexti sína, hafi vextir til almennings í landinu lækkað um 1% og ef haft er í huga að skuldir heimilanna eru á bilinu 800–900 milljarðar skilar 1% lækkun 8–9 milljörðum lægri vaxtagjöldum fyrir heimilin í landinu. Hér er því um mjög mikla kjarabót að ræða og ég vil af þessu tilefni óska íslenskum heimilum til hamingju með 90% húsnæðislánin.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.4.2010 kl. 20:37
........hahahahaha
sigriður Ragnheiður jonsdottir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:38
Hann Birkir sat líka í stjórn Íbúðalánasjóðs, ef ég man rétt.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.4.2010 kl. 20:38
Það er engan greinarmun hægt orðið að gera á fjórflokknum. Allir þessir ismar sem þeir kenna sig við, kapitalismi, kommúnismi, socialismi og hvað þetta heitir allt saman er sama marki brent: drepur fólk og samfélög á endanum. Hagsmunir þeirra fara saman, smá sandkassaleikur á þingi til að blekkja fólk og halda völdum og allir glaðir.
Sá tími nálgast að fólk áttar sig á að samfélög eru fyrir fólk, byggð af fólki og rekið af fólki. Stofnandir og fyrirtæki mun átta sig á að þau eru fyrir fólk sem lifir í samfélaginu, tilvist þeirra byggð á fólki sem leggur þeim til aðstöðu, innviði og lífsrými. Samfélagið leggur til orku, fólk með menntun, reynslu og hæfileika til að reka fyrirtækin og stofnanir. Samfélagið leggur fyrirtækjum og stofnunum til öryggi í umhverfinu, löggæslu, menntun fólksins og velferð. Samfélagið með öðrum orðum tryggir fyrirtækjum og stofnunum allt sem þau þurfa til að lifa. Þegar gömlu "kapitalistarnir" átta sig á þessu fara þeir glaðir að leggja sinn sanngjarna skref til samfélagsins. Þegar gömlu "kommúnistarnir" átta sig á þessu fagna þeir tilvist fyrirtækja og rekstri þeirra. Þegar gömlu "socialistarnir" átta sig á að samfélög eru ein heild og ekkert okkar getur án hvers annars verið, hvorki fyrirtæki né fólk taka þeir höndum saman við "kapitalistana" og "kommúnistanana."
Beri okkur ekki gæfa til að leggja af gamlar skærur og flokkadrætti þá verður engin uppbygging og framtíðarkynslóðir íslendinga munu hugsa okur þegjandi þörfina. Svo einfalt er það. Ekki viljum við það eða hvað???
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.4.2010 kl. 21:35
Arinbjörn, ég held að "gömlu kapitalistarnir" hafi vitað þetta allt saman. En það kom þarna kynslóð manna sem haldin er "hedonisma", hugsar bara um sig og lifir fyrir sig. Mennirnir sem stútuðu Íslandi eru flestir á svipuðum aldri. Sennilega fyrsta kynslóðin á Íslandi sem ólst upp á heimili og í skóla við þá meginreglu að eiga rétt á öllu en bera engar skyldur.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:40
Magnús, ég man að mér leist alltaf stórilla á 90% loforð framsóknar, hagfróðir menn úr öllum flokkum lögðust gegn þessu frumvarpi, jafnvel Lobbi mælti gegn því. Sem sagt gott, svaraði Árni Magnússon, ýtti kerfinu fram af björgunum og fékk svo starf í Glitni.
Birkir Jón bar líka ábyrgð á rekstri Byrgisins og baðst opinberlega afsökunar á vanrækslu sinni.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:43
Ragnhildur, já mig rámar núna í þetta. Þar sýndi kerling innrætið. Væri gaman að rifja upp hver þetta var.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:44
Hér má lesa um stjórnsýslulagabrotið sem Jóhanna Sig var dæmd fyrir:
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200708589&Domur=2&type=1&Serial=1
Stefnandi, Sigurjón Örn Þórsson fékk hálfa milljón í bætur. Ef það væri nú eini skaðinn sem kellingin hefur valdið! Annars var gaman að fylgjast með viðbrigðum hennar (og fjölmiðlastéttarinnar) við dómnum. Allt annað mál en þegar aðrir eru sakaðir um brot á sömu reglum.
En það er fagnaðarefni að síðuhöfundur er kominn úr vetrardvala.
Hólmgeir Guðmundsson, 13.4.2010 kl. 21:45
Hörður, ég veit ekki hvort þú hefur svo stóran markað fyrir svona uppnefni. Þau gera þó sjálfsagt lukku í vissum hópum. Mér finnst þau ekki þjóna neinum tilgangi og hef oft séð þig gera betur en þetta.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:45
Takk Hólmgeir, þarna er þetta komið. Já það var merkilegt að sjá fyrirlitningu hennar gagnvart rétti mannsins. Viðbrögð hennar gáfu vísbendingu um að hún kynni að vera siðblind.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 21:47
Ein spurning til umhugsunar: Ef einhverra hluta vegna yrði boðað til kosninga hérlendis tiltölulega fljótlega, því skyldi besta fólkið okkar, í öllum flokkum, standa í biðröðum eftir því að taka þátt í leðjuslag prófkjöranna, með tilheyrandi kostnaði og illdeilum? Ég held nefnilega að okkar grandvarasta og besta fólk tæki stórum niður fyrir sig með setu á Alþingi, eins og nú er málum háttað.
Nefni Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra sem dæmi. Getur nokkur séð hana fyrir sér í ofnanefndum leðjuslag?
Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 22:14
...............ofannefndum
Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 22:15
Nei, ég sé hana ekki fyrir mér í slíkum slag og ekki heldur Gylfa. Prófkjörin eru gróðarstían þar sem spillingin dafnar. Við þurfum að losna við prófkjörin og koma aftur á einmenningskjördæmum, þannig að hver þingmaður hafi á bak við sig raunverulegan bakhjarl en laumist ekki inn á þing undir regnhlíf annarra eins og nú er.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 22:25
Takk fyrir hrósið Baldur , en hvert er uppnefnið , varla eru það spillingarvöldin , sem þú er að vitna í , sé svo - þá ; ja hérna .
Það flokkast sjálfsagt ekki undir spillingu , þeir fáu milljarðar sem runnið hafa til FL-flokksins,í styrkjum , frá félögum sem litli kallinn í landinu fær síðan að greiða , því flest , ef ekki öll þessi fyrirtæki , sem var svo "vel"stjórnað , eru dottin á höfuðið , fyrgef þú mér innilega enn og aftur , að ég skildi dirfast að fynnast þetta vera spilling - en það gerir nú vanvöxturá höfði mínu .
Spilling - heyr á endemi . Ég beygi mig í duftið Baldur fyrir þér og GOÐINU gerspillta .
Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 22:35
Með því að tilgreina Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega gefur þú í skyn að aðrir flokkar hafi ekki þegið neina slíka fyrirgreiðslu en það hefur verið opinberlega staðfest af formönnum þeirra, til að mynda Samfylkingar, að þeir hafi nú gert það eigi að síður. Þú ástundar því vissa sögufölsun sem er þér til lítils sóma. Orð eins og sjálfgræðisflokkur, FLokkur og þess háttar eru klisjur sem verða fljótt lúnar og hverjum manni hvimleiðar, jafnvel vinstri mönnum. Ef þér finnst þú þurfa á klisjum að halda ættirðu að minnsta kosti að búa til nýjar. Ég endurtek: ég hef séð þig gera betur en þetta.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 22:40
Baldur ! Króna er ekki sama og eyrir , eða er það ? Eða var ég að réttlæta þjófnaðinn hjá hinum flokkunum , ekki kannast ég við það , ég tala um milljarða þjófnaðina áður en ég tala um milljóna þjófnaðina , svo einfalt er það .
Klisjur - náhirðin ??????????????????????
Kannske þú hafir smitast , eða öfugt .
Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 23:17
Ertu ekki að tala um þá styrki sem runnu til stjórnmálaflokkanna? Í þeim efnum sat Sjálfstæðisflokkurinn við sama borð og aðrir flokkar. Þú þarft að útskýra þetta betur.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 23:22
Þú ert furðulegur náungi BH. Skemmtilegur, vel lesinn, gáfaður, vel menntaður og gjörsamlega fastur í trú á einhverskonar foringja lífs þíns sem heitir Davíð Oddson. Wake up son, það er kominn tími til. Annars ert þú ágætur, bara pólitískt viðrini af verstu sot, og ég vorkenni þér þá fötlun.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:43
Baldur las yfir sig á sínum tíma. Var að lesa Milton Freadman þegar leiðslunar gáfu sig.
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 23:48
Foringi lífs míns situr í Vatíkaninu og syrgir yfirhylmingar fyrri daga. Davíð var um skeið frábær leiðtogi frjálslyndra Íslendinga en hann hefur sagt sig frá forystuhlutverkinu. Ég ann honum sannmælis, það er nú allt og sumt. Reyndar ann ég öllum sannmælis, Heyr minn himnasmiður. Og takk fyrir að vorkenna mér. Allir erum vér syndarar og þörfnumst vorkunnar.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 23:48
Friedman..
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 23:49
Hilmar, ég var aldrei hrifinn af Milton Friedman. Mér fannst Friedrich von Hayek stórum skárri en þó nennti ég ekki að lesa hann neitt að ráði. Sá hagfræðingur sem ég hef í hæstum metum er og verður St. Basil. Sælla væri mannkynið ef reglum St. Basils væri framfylgt hvarvetna.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 23:51
Vorum við ekki bloggvinir hér áður fyrr, Hilmar Jónsson? Þú hlýtur að hafa hafnað mér því ég finn þig ekki á listanum lengur. Það er alltaf sárt að vera hafnað. Það er tilfinning sem ég reikna samt ekki með að þú þekkir - en trúðu því sem ég segi. Jæja, ég hef alla vega sent þér ósk um bloggvináttu. Hafnaðu henni ef þér sýnist. Ég er því vanur að veröldin hunsi mig.
Baldur Hermannsson, 13.4.2010 kl. 23:54
Í bland með Machiavelli ?
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 23:55
Baldur tek fagnadi á móti þér. Þó þú sért óforbetranlegur tréhaus ertu skemmtilegur.
hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 23:57
Takk fyrir það Hilmar. Ekki er þessu kvöldi til einskis varið. Vorkunnsemi Heyr minn himnasmiðs umvefur mig utanverðan og bloggvinátta Hilmars Jónssonar yljar mér um gömlu, fúnu hjartaræturnar.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 00:00
Þú nefndir Macchiavelli, Dr. Alvís, húsvörður og alvitringur, lánaði mér í vetur Prinsinn eftir Macchiavelli og sú bók kom mér þægilega á óvart. Einföld og skýr lesning og margt á henni að græða. Fróðlegt væri að sjá nútíma útgáfu þessarar bókar - það er útgáfu sem staðfærð væri til nútímans.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 00:02
Og taktu eftir: Svei mér þá ef þú ert ekki eini hægrisinninn í vinarborðinu..Ekki slæmt það..
hilmar jónsson, 14.4.2010 kl. 00:03
Davíð vinur þinn er gangandi nútímaþýðing á Machiavelli.
hilmar jónsson, 14.4.2010 kl. 00:04
Gott væri nú að hafa hann Davíð minn við höndina í bókarformi.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 00:05
Eins gott fyrir þjóðina að Davíð þinn fór til útlanda til að létta á sér.
Kama Sutra, 14.4.2010 kl. 16:19
Ég treysti því að kóngur muni snúa heim til þegna sinna.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 17:39
Sástu ekki örugglega hlekkinn við orðin "létta á sér"?
Birti hann hérna aftur til öryggis: http://baggalutur.is/frettir.php?id=4950
Kama Sutra, 14.4.2010 kl. 17:46
Nei, ég sá ekki hlekkinn vegna þess að ég hef skipt yfir í Chrome og fyrir vikið er ég að missa af grafískum ham hérna á moggablogginu, einkum athugasemdunum. Þetta er ansi bagalegt en þeir á tæknideild moggans hyggjast skoða málið. Þetta er ágætis brandari en þó ekkert í líkingu við upprunalega frásögn Tryggva Þórs Herbertssonar. Djöfull tók Dabbinn hann á beinið og veitti örugglega ekki af. Svona á að taka þessu litlu kúkalabba sem eru að rífa kjaft og þvælast fyrir.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 17:52
Mér kemur þetta kannski ekki við en þú getur auðveldlega verið með fleiri en einn vafra í gangi í einu í tölvunni. Ég nota t.d. vafrana Firefox og IE nokkuð jöfnum höndum. Þeir hafa hvor um sig ýmsa fídusa sem hinn hefur ekki.
Engin ástæða til að binda trúss sitt við einungis einn karl þegar völ er á nokkrum, öllum álíka góðum og yndislegum.
Kama Sutra, 14.4.2010 kl. 18:36
Þetta er stórbrotin lífsspeki. Þakka þér fyrir þessi fögru orð :)
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 18:44
og snilldin er að vinir vanhæfu stjórnmálmannanna fá að ákveða hvort þeir séu vanhæfir
Get bara ekki hætt að hlæja
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:06
Það er von þú hlæir, Æsir. En ekki var umræðuþátturinn uppbyggilegur áðan, það verð ég að segja. Þór Saari átti góða spretti en drottning náhirðarinnar var eins og sjálfdauð rolla, reyndi stöðugt að kjafta sig fram hjá spurningunum og svei mér þá ef hún er ekki byrjuð að skjálfa eins og lauf í vindi.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 21:13
Kæri BH, í gær urðu mér á þau leiðu mistök og ókurteisi að kalla þig pólitískt viðrini vegna skoðanna þinna og trúmennsku eða vináttu við DO. Ég vil biðja þig afsökunar á þeim ummælum. Ég er oft ósammála þér en að gera lítið úr sjálfsögðum skoðunum þínum er alrangt og bið ég þig innilega afsökunar á því. Hitt stendur, þú ert skemmtilegur, vel lesinn og fínn náungi. Lifðu heill BH.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:35
Þér er fyrirgefið samstundis, kæri Heyr minn himnasmiður, en allir sem iðrast verða að gera yfirbótt, annars er ekkert að marka iðrunina. Þín yfirbót felst í því að þú komir hér við annað veifið og helst sem oftast, látir í þér heyra og auðgir oss alla með andagift þinni, innsæi og dálítið óvenjulegri aðkomu að málunum.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 21:40
Takk kæri BH og mér er ljúft að fá að heimsækja þig og þakka þér vinsemdina. Heyrðir þú annars í þursinum ÓRG í síðdegisútvarpinu? Ekki beint kurteis né að finna þar neina iðrun. Við hljótum að gera þá sjálfsögðu kröfu að forseti vor sé skemmtilegur og kunni að halda kjafti þegar svo á stendur. En án efa er það til of mikils mælst.
Heyr minn himnasmiður (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:03
Já það er til allt of mikils mælst. Þú kennir ekki sjötugum hundi að sitja - hvað þá hætta að gelta.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 22:59
ÓRG á að víkja. Þjóðin vill hann ekki og hefur aldrei viljað. Hver vill skoffín á Bessastöðum í skjóli Sjálfstæðisflokksins?
Björn Birgisson, 14.4.2010 kl. 23:10
Það var með ólíkindum að óvinsælasti stjórnmálamaður aldarinnar skyldi verða forseti, en úrvalið var ekki beysið. Aldrei hefur mér liðið jafn illa í kjörklefa og daginn sem ég krossaði við Legstein. En þið kommarnir komuð honum þangað sem hann er og mér finnst það barnalegt af ykkur að láta svona núna þótt hann hafnaði Icesave-lögunum.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 23:17
Aldrei hef ég kosið ÓRG, besta vin íhaldsins nú um stundir. Einhverjir aðrir gerðu það. Ég er saklaus.
Björn Birgisson, 14.4.2010 kl. 23:31
Jæja, ekki er þá ferilskráin alónýt hjá þér. Þegar öllu er á botninn hvolft væri kannski sterkur leikur hjá honum að hætta í haust. Mér er annars slétt sama því að Margrét Þórhildur er minn þjóðhöfðingi og ég veit að Íslendingar kjósa bara einhvern annan gikk á Bessastaði.
Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 23:44
Alltaf vissi ég að þú værir svikabrandur og hallur undir þjóðina sem sagði okkur að úldið mjöl væri okkur fyrir bestu. Til vara er Vatikanið, sem frægast er fyrir að riðlast á æskunni í skjóli kærleikans. Ertu enn ástmögur aðferða Guðmundar í Byrginu og stuðningsmaður þeirra sjónarmiða að hann hafi ekki hlotið rétta meðferð?
Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 00:04
Bjössi í Neðstakaupstað, það hefur alltaf gefist mér best að garfa ekki í gömlum ummælum.
Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 09:40
Líklega er það gáfulegast. Stundum.
Björn Birgisson, 15.4.2010 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.