Pappírstígrisdýr böggar lækni

Á þessa frétt vantar bara haus og sporð. Þeir sem ekki þekkja til á Austfjörðum lesa þessa frétt og leggjast afvelta af undrun og skilningsleysi. En þá kem ég til bjargar eins og fyrri daginn.

Málið er að stjórnvöld breyttu fyrirkomulagi útreikninga á launum læknisins. Til þess var beitt Excel-skjali með tilheyrandi dálkum og breytistærðum. Læknirinn kom hvergi nálægt samningu þessa skjals því hann hefur ekkert vit á Excel. Hann er læknir en ekki tölvunörd.

Skjalið reyndist vitlaust hannað og læknirinn fékk ofgreitt í nokkra mánuði. Hann hefur ekkert vit á Excel, vissi ekkert hvað var í gangi, sá ekki mismuninn og hafði ekki hugmynd um að honum hefði verið ofgreitt.

Pappírstígrísdýr með grunnskólamenntun ræður heilbrigðismálum Austfirðinga. Tígrisdýrinu er í nöp við lækninn því hann er með derring iðulega. Læknar líta stórt á sig og eru yfirleitt með derring. Þeir hafa hjúkkur dansandi í kringum sig. Hjúkkurnar dýrka læknana sem guðir væru. Læknarnir halda því að þeir séu guðir og eru með derring eins og guðum sæmir.

Tígrisdýrið sá sér leik á borði og böggaði lækninn. Skjólstæðingar læknisins elska hann því hann situr niðri á fjörðum og rýnir í Austfjarðaþokuna  en hata tígrisdýrið því það býr á Egilsstöðum og er aðflutt. Sýslumaður kynnir sér málið og sér að læknirinn á enga sök í málinu og engin ástæða er til þess að hafast að.

Læknirinn kætist, alþýðan gleðst, tígrisdýrið verður fúlt. Allt er í járnum. Hrepparígurinn blómstrar. Símalínurnar glóa af baktali og áróðri. Þetta er Austurland í dag.

Þið lásuð þetta fyrst hér.


mbl.is Mótmæltu meðferð á lækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Aldrei hefur derríngur þezzi gert vart við sig í minni návizt, frá þezzu ljúfmenni sem að Hannez er...

Steingrímur Helgason, 16.10.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Menn derra sig náttúrlega ekki við Zteingrím þótt þeir derri sig við okkur hina.....

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já við lásum þetta hér..Segið svo að netið sé ekki fjölmiðill!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Netið er framtíðin, dagblöðin eru á fallanda fæti.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 21:03

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég sé að þú ert vel inn í málinu Baldur og hefur komist næstað kjarna þess, af þeim sem um það hafa fjallað. 

En hvort heldurðu að þessi málatilbúnaður eigi upptök sín efra eða neðra?

Magnús Sigurðsson, 16.10.2009 kl. 22:57

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Efra.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 23:11

7 identicon

Einnig langar mig að bæta við að Tígrisdýrið réðst á lækninn þegar Gekk gríðarlega mikið á í einkalífinu.  Tígrisdýrinu var vel kunnugt um aðstæður og atburði þá daga og heldur betur réðst hann á þegar læknirinn var í jörðinni. Það er bara lágkúrulegt.  

Jóna (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 01:34

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jóna, það borgar sig aldrei að hrekkja lækni. Einn daginn er líf þitt í hendi hans og hvað gerist þá? Hann lætur þig frá rangt lyf svo að þú veslast upp, skilur skæri eftir í innýflunum svo þú kvelst alla daga, klippir á taug svo þú getur ekki stjórnað hægri höndinni - hann hefur ótal möguleika á að hrekkja þig á móti svo það er langbest að hafa hann góðan Gefðu honum pönnukökur með sultu og rjóma og þá er hann eins og hugur manns.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 09:34

9 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Skemmtileg lesning!!

Grétar Rögnvarsson, 19.10.2009 kl. 21:20

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú hvað - almennilegir menn þarna á Reyðarfirði! Kemur ekki eitthvað af silfrinu til Ashburton Grove í maí-mánuði, hvað heldur þú um það Grétar?

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband