Er eitthvað að marka Þorvald núna?

Þorvaldur Gylfason skrifaði hverja greinina af annarri í fréttablað Jóns Ásgeirs þar sem hann veittist að fyrrverandi seðlabankastjóra fyrir að hafa ekki safnað nægum gjaldeyrisforða til þess að verja bankana falli. Persónulegt hatur eða óuppgerðar sakir frá menntaskólaárunum lágu að baki þessum þráhyggjukenndu árásum hans. Reyndar hafði umræddur seðlabankastjóri á skömmum tíma stóraukið gjaldeyrisforðann og menn skilja núna að hefði hann verið margfalt stærri og hefðu bankaþrjótarnir haft að honum frjálsan aðgang, þá hefði hrunið einungis orðið margfalt verra.

Er ástæða til þess að trúa Þorvaldi núna fyrst ekkert var að marka hann áður?


mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nei, það hefur svosem ekkert breystst í þeim efnum.

Svona menn voru kallaðir tækifærissinnar hér í denn.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 5.10.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Offari

Hverjir eyddu okkar gjaldeyrisforða?  Ég held að besta leiðin til að ná stórlöxunum se´að neita að borga Icesave og segja Bretum og Holendingum að þeir verði bara að sækja peningana til þeirra sem stálu þeim.

Offari, 5.10.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, það er enginn spurning að þetta er rétt hjá þér. Gallinn er bara sá að skötuhjúin Geir og Solla lyppuðust strax niður og hétu Bretum og Hollendingum þessum fjárans greiðslum. Þau voru alltof, alltof svifasein í aðdraganda hrunsins - kannski lágu þau á bæn eins og Richard Nixon - og eftir hrunið gerðu þau ýmis mistök, það sjá það víst allir núna.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Offari

Baldur það voru mörg mistök gerð en það útilokar ekki að hægt sé að lagfæra mistökin.

Offari, 5.10.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, er það ekki eins og að fá knattspyrnudómara til að aflýsa vítaspyrnu sem hann dæmdi fyrir ári síðan? Ég get mér til að Bretar og Hollendingar muni slaka lítilsháttar á kröfum sínum til þess að auðvelda Steingrími og Jóhönnu að beygja sig í duftið en geta þó sagt hér heima að eitthvað hafi áunnist. Svo borgum við heila klabbið, þú og ég, til dauðadags.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 12:24

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hver er þessi Þorvaldur????????????

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 12:31

7 Smámynd: Offari

Baldur það eru til þess mörg dæmi um að þeir sem dæmdir hafa verið ranglega fá uppgjöf saka. Ég þú og börnin okkar voru dæmd fyrir annara manna sakir. Þessum dóm er hægt að hnekkja.

Offari, 5.10.2009 kl. 12:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Á mínu uppvaxtarheimili var talið að krötum væri ekki treystandi, hann er jú ekta krati hann Þorvaldur Gylvason, en eigi ætla ég að dæma  veit eiginlega ekki neitt.

Snjólaug mín, er smá djók í gangi á Ólafsfirðinum í dag?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Milla ha ha..Þú varst líka alin upp á Sjálfstæðisheimili..sem er auðvitað bara flott..en það var alltaf rígur þarna á milli, ekki satt? Ekki hef ég mikið hugleitt skoðanir Þorvaldar...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 14:04

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég ætti kannski að taka það fram til að fyrirbyggja misskilning, að ég kannast lítillega við Þorvald og kann afar vel við hann, þetta er greindarpiltur og vel upp alinn, en þráhyggja hans gagnvart gömlum skólafélaga varpar skugga á líf hans og virðingu.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 14:07

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það virðist prentað inn í forystulið Samfylkingarinnar að það sé aðeins einn maður þess verður að agnúast út í hann. Mikill  sómi  er honum  sýndur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2009 kl. 14:38

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú Silla mín, ég er alin upp á miklu sjálfsstæðis-heimili og það er svolítið gaman að þessu, en þeir feðgar afi, pabbi og bræður hans kölluðu Gylfa föður Þorvaldar kvíguna og svo voru flestir framsóknarmenn kallaðir framsóknarkommar,
en nota bene, þetta voru allt hinir bestu vinir og í þá daga þekktu allir alla.

En svo ég komi með mína skoðun þá hef ég gaman af að hlusta á Þorvald eins og svo marga málefnalega menn og ég hef átt mér slíka í öllum flokkum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 15:06

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, í rauninni er þetta stórundarlegt fyrirbæri. Ég vinn með haug af kommum, þegar DO var í pólitíkinni var aðeins talað um hann, þegar hann fór í seðlabankann var enn bara talað um hann - en hvað gerðist þegar DO fór úr seðlabankanum? Ótrúlegt en satt: þeir hættu að tala um DO en töluðu í staðinn þindarlaust um Hannes Hólmstein! Þessi hegðun var með ólíkindum. Þeim fannst þó alltaf heldur síðra að tala um Hannes og tóku því gleði sína aftur þegar DO fór á moggann og nú tala þeir bara um hann og hve rösklega þeir hafi staðið að verki er þeir sögðu upp mogganum.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 15:07

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veistu af hverju Gylfi var alltaf kallaður kvíga? Það er saga á bak við það.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Baldur, eigi veit ég það, maður fékk að hlusta, en oft er maður spurði þá var nú ekki tími til að svara manni, nema það væri þeim í hag eins og þegar var verið að spila brigde.
Segðu mér söguna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 15:12

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Milla, einu sinni sinnaðist Ólafi Thors og Gylfa og Óla varð á að kalla hann kvígu. Að þessu hló þingheimur - en menn hefðu skjótt gleymt þessu ónefni ef annað hefði ekki komið til. Gylfi hringdi nefnilega niður í Naust til að panta borð fyrir sig og nokkra gesti. Naustið var með sniði sem ekki hafði áður sést því þar voru básar. Þjónninn spurði Gylfa kurteislega hvort hann vildi bás, Gylfi hélt að hann væri að vísa í ummæli Óla Thors, snöggreiddist, öskraði á hann og skellti svo á hann. Þjóninum brá í brún og hringdi í þingmann sem hann þekkti og spurði út í þessi offorslegu viðbrögð Gylfa. Þingmaðurinn kveikti strax á perunni, sagði öllum sem heyra vildu og þannig barst sagan út eins og eldur í sinu; Gylfi varð að athlægi og uppnefnið festist við hann.

Óneitanlega fyndin saga en Gylfi átti ekki skilið að fá svona útreið. Þetta var stórgáfaður maður, hámenntaður og vandaður og afar farsæll í starfi fyrir land og þjóð. Blessuð sé minning hans.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 16:11

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gaman að þessari sögu. Svona getur fólk verið hörundsárt og snöggreiðst. Minning mín varðandi Gylfa á unglinsárunum: Afi hlustar með andagt..allt satt og rétt hjá Gylfa..lækkar svo í útvarpinu þegar hinir taka við og segir..þetta eru nú meiri bjánarnir!!!!! En ég er sammála þér Baldur ég held að sagan fari vel með Gylfa Þ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 17:45

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þennan góða hlátur sem þú varst að veita mér, í naustinu borðaði ég oft á tíðum sem ung stúlka og það var flottur staður.
Sammála er ég þér með síðustu orðin og færi betur ef við ættum svona menn í dag eins og þeir margir voru hér áður og fyrr.

Takk fyrir mig
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 17:45

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefði kannski átt að segja einnig, að við ættum svona menn, þeir bara gefa sig ekki í pólitíkina

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 17:46

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stelpur, málið er að Gylfi var bæði fljúgandi greindur og listneigður, hann samdi til dæmis sönglög, en hann var eitthvað blestur á máli og var dálítið "kratalegur" ásýndum og ég get mér til að hann hafi verið þjakaður af svolítilli vanmetakennd vegna þess. Við vitum að ekki þarf mikið til þegar sjálfstraustið er annars vegar. Um áratuga skeið birti Mogginn skopteikningar af pólitíkusum og Gylfi var alltaf sýndur annað hvort ríðandi kvígu eða hann teymdi hana á eftir sér. Það hefur alltaf þótt sérlega meiðandi á Íslandi að kenna menn við dýr og mér finnst Mogganum lítill sómi að þessu - þetta skop gekk of langt, of lengi.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 17:52

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gekk of langt eins og svo margt annað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 17:58

22 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

En stundum getur maður ekki stillt sig ef manni finnst eitthvað ofur fyndið.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 18:20

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já en þú þekkir þetta sjálf, jafnvel stilltast maður springur ef honum er strítt of lengi.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 18:36

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til þess að verða fullgildur meðlimur í EU þurfum við eig minnst einn samkeppni hæfan geira. Vegna fjarlægar og fámennis var alþjóðlegur þjónustugeiri fyrir valinu. Hinsvegar var það á okkar ábyrgð en ekki EU sem völdu Lúxemborg [þar fjarlægð er ekki vandmál] í hlutverk sem tilheyrði alfarið Sviss í Evrópu. Frá upphafi ESS er allt gengið út á þennan aðgangsmið inn í EU. Heimarkaður á öðrum sviðum er í málum, samkeppni orðin fákeppni á öllum sviðum og nýting landsvæðis utan Reykjarvíkur með tilfærslu fjármagns að hætti annarra ríkja EU  hefur verið afgangsstærð hér eins og efling innri samkeppnimarkaðar til sjálfbærni um það sem er nauðsynlegast. Offjárfestin í viðskiptatengdu námi þar sem fjöldi en ekki gæði skipti öllu máli er staðreynd í dag. EU mun aldrei velja Ísland sem alþjóðlegt Fjármálaumhverfi.

Þegar Íslendingar skilja að Guð hjálpar þeim sem hjápar sér sjálfur í EU og byrjar að byggja hér upp hagstjórnargrunn að hætti EU alfarið á okkar arbærissjónarmiðagrunni m.t.t okkar heildarhagsmuna þá getum við vaxið í áliti hjá alþjóðasamfélaginu innan og utan EU þar sem þessi gildi eru í forgangi.  

EU efnahagslögsögurnar eru allar í innri samkeppni engin þeirra byggir upp fjármálgeira sem skerðir þeirra eigin geira í sameiginlegri köku.  

30% kaupmáttar skerðing þjóðartekna kemur okkur 17 sæti í alþjóða samanburði niður í sæti 50 eða við hlið Færeyinga, Möltubúa, Ísrael, Slóvena og Frakka eða í meðal Ríkja EU.

Sem þykkir bara ágætt í EU.

Júlíus Björnsson, 5.10.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 340359

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband