Því fyrr sem hún hverfur því betra

Ég hlustaði á þessa gömlu, gráhærðu konu sem er að sligast af þunglyndi og vonbrigðum og hálfpartinn undraðist að ég skyldi ekki finna snefil af vorkunnsemi í hjarta mínu. En ég er búinn að heyra þessa konu einum of oft í áranna rás leggja illt til annarra, snúa út úr, fara rangt með og rangtúlka upplýsingar viljandi og gera öðrum upp sakir. Þetta er ekki góð kona. Hún er knúin áfram af metorðasýki og einhverjum fráhrindandi fólskukrafti sem blekkir marga en ekki alla. Nú horfir hún framan í þá fordæmingu sem hún svo oft hefur bruggað öðrum. Því fyrr sem hún lætur sig hverfa af sjónarsviðinu því betra.

Ekki hélt ég að sá dagur kæmi að ég saknaði Össurar Skarphéðinssonar.


mbl.is Skattkerfinu breytt óhikað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi, maður kveinkar sér undan þessu..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit, ég veit.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Björn Birgisson

Krepputími, upplausn, vandræði. Þá koma hinir sterkari að borðinu. Hinir veikari verða að bíða og nota tímann til að láta fullþorna á bak við blaktandi auðvaldseyrun.

Björn Birgisson, 5.10.2009 kl. 22:58

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég sé nú enga sterka menn við borðið - og ekki nálgast það heldur. Ætli þeir séu ekki allir farnir til útlanda.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég sé nú enga sterka menn við borðið - og ekki nálgast það heldur."

Baldur minn, þér er að fara fram. Held að þú sért að koma inn í raunveruleikann með okkur hinum.

Björn Birgisson, 5.10.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guð forði mér frá svo dapurlegum örlögum.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband