Nú líður mér illa

Ég fyrirverð mig fyrir að hafa haldið með Manchester United í þessum leik. Ég gerði það nauðbeygður. Arsenal verður að skapa gjá milli sín og Aston Villa, annars er 4. sætið ekki tryggt. En Villa-sveinar börðust hetjulega og það hefði verið frábært að sjá þá bera sigurorð af skrímslinu vonda.

Vegna stöðunnar á stigatöflunni hélt ég með Manchester og nú líður mér illa.


mbl.is Táningur tryggði Man.Utd dýrmætan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki George Best enn í liði Man. Utd.? Hann hefur alltaf verið minn maður í fótboltafimi.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:24

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehehehe ætli það hafi ekki mest verið lebenið á drengnum sem höfðaði til þín. En hann var lygilegur leikmaður, satt er það.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Björn Birgisson

Var hann ekki sanntrúaður katólskur kórdrengur frá N. - Írlandi? Lífsstíll hans heillaði alla, fagrar konur, feitar fótboltabullur með rassinn í sokkunum. Síðast en ekki síst bruggara heimsins, sem varla höfðu undan að framleiða ofan í kappann og alla þá sem tóku hans lífsstíl sér til fyrirmyndar. Svona er þetta. Eins frægð fellir frægan. Á meðan telja aðrir aurana sína. George Best var snillingur í fótbolta. Rétt eins og ég er villingur í golfi. 

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

hehehehheh fyndinn pistill hjá þér og Björn ekki skemmir þú þetta.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.4.2009 kl. 21:00

5 identicon

Frábært... Rauðu djöflarnir unnu....... Þessi 17 ára hlýtur að vera í alsælu.   Ég er nú ekkert í boltanum, fyrir utan að minn 10 ára er alger Man. United fan og ég er því algerlega með þessu og fylgist vel með. Er jafnvel að spá í að fara með honum á Old Trafford og sjá alla dýrðina.....

eva sigríður (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband