Örmagna kynjakjaftæði

Einkennilegar áherslur verð ég að segja. Er það nú höfuðmálið hvort karlmenn eða konur skipa sætin í flokki sem mun ekki koma að neinum manni? Ægilega er þetta orðin þreytt umræða. Eiginlega örmagna umræða. Hvergi í veröldinni eru fjölmiðlamenn jafn andsetnir af kynjakjaftæði og hér á landi. Látum liggja milli hluta hverslags dót er á milli læranna á fólki. Ræðum heldur persónuleika, dugnað, menntun og reynslu. Hættum þessu ófrjóa kynjakjaftæði.
mbl.is Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög sammala þér og mér finnst lítilsvirðandi fyrir konur að láta hífa sig upp á þessum forsendum. Konur fara þangað sem þær ætla sér það er klárt má. Þurfa enga hjálp til þess.

Annað hvuslags væringar eru þetta í Frjálslyndaflokknum hefði haldið að Guðjón væri ljúfmenni ef eitthvað er.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ljúfmenni eru ekki endilega farsælir leiðtogar. Oft þarf hörkutól í þau embætti.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 15:25

3 identicon

Já já held að blandan þurfi að vera rétt. Svafa Grönvodt hefur það svo dæmi sé tekið.Rannveig Rist,Nefndu það bara.Veit ekki til að neinn hafi "púkkað" undir þær

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Björn Birgisson

Flokkar hafa nú náð 37% með algjörar liðleskjur dottandi undir stýri!

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góður Birgir! Láttu helv. hann Baldur hafaða!

Árni Gunnarsson, 5.4.2009 kl. 18:30

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn og meistari Árni, flokkar gætu þess vegna náð 95% með liðleskjur undir stýri. Málið snýst ekki um að afla atkvæða. En er stýrimaðurinn farsæll? Sumir forystumenn virðast vera tilvaldir góðærisleiðtogar. Aðrir henta betur sem stríðsleiðtogar. Churchill er gott dæmi um síðarnefnda flokkinn. Solla er líklega gott dæmi um fyrra flokkinn.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 18:42

7 identicon

Svo innilega sammála,  þoli ekki svona kynjakvóta, og konur ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í svona dellu, og  hvurslags aumingjaskapur er það hjá karlpeningnum að láta þetta viðgangast  

Mér er alveg fyrirmunað að skilja það að geta þegið vinnu bara út á það hvort migið er standandi eður ei, og finnst mér satt best að segja að þeir sem eru samþykkir slíkum vinnubrögðum ættu hreint ekki að vera inná þingi, sé ekki að mikið vit komi frá þeim sem hugsa með klofinu.  

(IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skal segja þér Hallgerður, að það þarf ekki að hlaða undir rassinn á duglegum, vel gefnum konum. Ég sé í lok hverrar annar hörkuduglegar stúlkur útskrifast af raungreinabrautum. Þessar stúlkur munu fara í vel launuð ábyrgðarstörf. Þær munu stjórna Íslandi við hlið karlmanna. Feministahyskið hefur alltaf egnt til styrjaldar milli kynjanna. En það verður ófriðvænlegt á heimilinu ef kynin vinna ekki saman.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 18:46

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurlaug, mér finnst alltaf best að starfa á vinnustað þar sem hlutföll kynjanna eru ekki alltof skökk. Sama gildir örugglega um sveitastjórnir og Alþingi. En lífið er ekki pólitík. Það sakar ekki þótt einhvern tíma verði einhver baggahalli. Sá tími mun koma að konur verða 70% þingmanna og sannaðu til, allir verða bara ánægðir.

Ég ætla samt að halda áfram að spila golf í algerum karlahollum þar sem við strákarnir getum keppt grimmilega, klæmst og rifist, viðhaft ótrúlegan sorakjaft og hundskammað hver annan því þannig líður okkur best.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 18:50

10 Smámynd: Björn Birgisson

"Sá tími mun koma að konur verða 70% þingmanna og sannaðu til, allir verða bara ánægðir"

Ekki smuga.

"Ég ætla samt að halda áfram að spila golf í algerum karlahollum þar sem við strákarnir getum keppt grimmilega, klæmst og rifist, viðhaft ótrúlegan sorakjaft og hundskammað hver annan því þannig líður okkur best"

Smuga að kveldi.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:00

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, hvað viltu mikla forgjöf? Ég er þá að tala um holukeppni.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:08

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hvar eru þær holur? Fór 11 holur í blíðunni í dag. Sló 4 almennileg högg. Stefni á að klára 12 í dag!

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:21

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hafði þið frjálsan aðgang að öðrum völlum? Það væri líka gaman að spila Grindavíkurvöllinn. Hef ekki gert það lengi. Er að hugsa um að rúlla austur á Hellu á morgun og taka fyrsta hring ársins með félaga mínum. Ætli ég gefi honum ekki 5 högg.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:26

14 Smámynd: kallpungur

Konur geta fyllilega staðið jafnfætis körlum á öllum sviðum. Kynjakvótar eru frekar til þess fallnir að draga úr þeim, heldur en hitt. Kynjakvótar eru líklegir til að skapa neikvæðar hugmyndir um jafnréttisbaráttuna. Konum er enginn greiði gerður með því að veita þeim forréttindi. Forréttindi skapa íllindi og draga úr þeim sem þeirra njóta.

kallpungur, 5.4.2009 kl. 19:31

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

D****** ert þú alltaf gáfaður kallpungur. Þú orðar þetta nákvæmlega eins og ég vildi hafa sagt það. Eitt er þó rangt hjá þér: kynin standa ekki jafnfætis á öllum sviðum og munu aldrei gera. Það er vegna þess að kynin eru svo ólík. Drottinn sá til þess - sem betur fer. En stjórnmál eru ekki sértækt fyrirbæri á borð við litaskynjun eða rúmskynjun. Stjórnmál eru samhæfð og henta ágætlega báðum kynjum. Ég hef útskrifað margar stelpur sem ættu að vera á þingi, fluggáfaðar, flottar og skemmtilegar.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 19:36

16 identicon

Verð að  viðurkenna  að  mér  fellur  betur  að  vinna  með  KK en þú segir engum frá því.

En áhugamál mín falla frekar sjaldan í kramið hjá kvk og ég nenni ekki að setja mig inní mörg þó málefni sem rædd eru á kaffistofum kvennavinnustaða. Því var mjög gott að vinna hjá Malarvinnslunni,  þegar ég byrjaði þar voru um 20 kk og svo ég. Svo breyttist þetta aðeins,  kk urðu um 100 og kvk um 10 og það var ágætt hlutfall líka.

(IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:37

17 Smámynd: Björn Birgisson

Við Grindvíkingar höfum aðgang að öllum völlum veraldarinnar Frjálsan? Við borgum alltaf uppsett verð. Við erum allir hagfræðingar. Skiljum að ef eitthvað er frítt, er það einungis vegna þess að kostnaðurinn fellur á aðra. Komdu bara til Grindavíkur þegar þér hentar. Ég borga hringinn og hressingu á eftir.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 19:55

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei ég borga sjálfur mín vallargjöld en vitaskuld spilum við upp á veitingar og það lendir á þér að borga þær, hehehehehe.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 20:06

19 Smámynd: kallpungur

Ég hef í huga gáfur og andlega hæfileika í huga þegar ég skrifaði færsluna hér fyrir ofan. Íþróttir og kraftadella skipta ekki máli í þessari umræðu enda óþárfur andsk…. Úps  afsakið.

Það er betra að einbeita sér að því sem er kynjunum sameiginlegt , frekar en hinu.Ekki er gott að beina umræðunni að því sem skilur kynin að. Saman stöndum við sundruð föllum við. Í núverandi ástandi á þetta sérstaklega við.

kallpungur, 5.4.2009 kl. 20:07

20 Smámynd: Björn Birgisson

Eðlilegt, þar sem ég er einn fárra manna í Íslandi sem hagnast hefur á kreppunni. Kreppan kemur til mín eins og ljós í myrkrinu. Hækkar verðbólguna. Hækkar allt. Björn situr og skoðar hækkunartölur og glottir út í annað. Björn hinn ríki er tilbúinn að leggja fram nokkrar krónur fyrir höfuðsmiði kreppunnar. Býð alla Sjálfstæðismenn, með góðan húmor sérstaklega, velkomna á Húsatóftavöll á komandi leiktíð.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 20:47

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Með húmor? Við erum 4 klst með hringinn og það reynir á félagsskapinn. Maður á ALDREI að leika golf við mann sem ekki hefur húmor.

Þegar við rúllum á Hellu er það oftlega 12 klst dæmi. Pulsur við Ölfusá. Klukkustund og korter á völlinn. 4 klst viðureign, 18 holur. Þrjú korter í skálanum. Veitingar og grobb. Taparar niðurlægðir. Aftur 9 holur.  Ekið á Selfoss, Grobb. Taparar niðurlægðir. Ís við Ölfusá. Ekið í bærinn. Það er ekki hægt að fara í svona útgerð með geðvonskupúkum. Og það þarf sterk bein til að þola tap og hlusta á allt grobbið í sigurvegurunum og borga veitingar upp í trantinn á þeim að auki.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 20:55

22 Smámynd: Björn Birgisson

Sé að þú ert vel undirbúinn undir tapið. Ekki gleyma kortinu. Óskir um strykveitingu berist á síðuna mína.

Björn Birgisson, 5.4.2009 kl. 21:21

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil kortið eftir heima.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband