Agnes ætti að hætta

Ég hallast að því að Agnes Bragadóttir ætti að hætta eftir þessi mistök. Auðvitað eru þessi mistök ekki stórvægileg og Mogginn fljótur að leiðrétta þau, en þau eru samt þess eðlis að ekki verður vel við unað. Hugtakið "réttarstaða grunaðs manns" er skilgreint lagatæknilegt atriði og það gengur ekki að beita því án þess að kanna fyrst hvort það eigi við rök að styðjast.

Agnes Bragadóttir er einn snjallasti blaðamaður Íslands, ef ekki sá snjallasti. Feikilega vel að sér, fljótskörp og skrifar látlausan og skýran texta. Það er af sem áður var og nú um stundir er ekki um sérlega auðugan garð að gresja þar sem er blaðamannastétt landsins, og það verður sár missir að Agnesi.

Ég veiti því athygli að þeir fréttamenn sem sagt hafa upp vegna mistaka í starfi á liðnum árum, hafa nær allir komið til starfa aftur fljótlega. Menn axla ekki endilega ábyrgð með því að hætta fyrir lífstíð. Menn axla ábyrgð með því að hverfa úr starfi, endurnæra líkama og sál og snúa aftur helmingi skæðari en áður. 

http://www.dv.is/frettir/2011/2/2/morgunbladid-bidst-afsokunar-fyrir-hond-agnesar-bragadottur/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Að liggja undir grun

er allt annað

en að hafa fengið réttarstöðu grunaðs manns við opinbera rannsókn.

Það síðarnefnda er miklu alvarlegra mál.

Agnes sagði að blaðamaðurinn lægi undir grun.

Blaðamaðurinn kaus að halda því fram að Agnes segði hann hafa réttarstöðu grunaðs manns.

Svolítill skollaleikur auðvitað.

Þeir á DV mega ekki vamm sitt vita og taka þetta auðvitað óstinnt upp.

Lögreglan hefur borið til baka að blaðamaðurinn hafi réttarstöðu grunaðsmanns.  

Hún hefur ekki borið til baka að blaðamaðurinn hafi einhvern tímann legið undir grun.    

Eða vita menn betur?    

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hinu er ég auðvitað sammála að ónákvæmni er allt of mikil í fjölmiðlum sem er auðvitað því verri sem málin eru alvarlegri. 

Ef ekki er unnt að fá staðfestingu um að einhver sé grunaður verður það auðvitað slúður að bera slíkar upplýsingar út.   

En er það ekki nákvæmlega þannig sem DV hefur alltaf unnið?

Mjög slæmt engu að síður að Mbl. fari að vinna þannig. 

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:06

3 identicon

Viggó sagði hún ekki einmitt að hann hefði réttarstöðu grunaðs manns  sjá hér:  http://www.dv.is/image/media/news/story/imagestrip/mogginn_vs_ingi_jpg_620x800_q95_jpg_900x1300_q95.jpg?entry=57908&slide=8744

Brynjar (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það var greinilega seinni greinin í Mbl. sem ég barði augum.  

Nú bið ég alla afsökunar.  

Þetta er mjög alvarlegt klúður hjá Agnesi. 

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gaman að því hvað við sannir hægri menn erum ötulir að biðjast afsökunar, meðan vinstri svínin biðjast aldrei velvirðingar á einu eða neinu og eru þeir þó skítandi út um allt þjóðfélagið á hverjum degi sem Drottinn gefur yfir.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 14:40

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Baldur ég las aðeins forsíðugrein Moggans þar sem frásögnin var fallegri en upphaflega greinin sem ég sá ekki.  

Annars kemur mér eftirfarandi saga í hug af einhverjum ástæðum.

Um það leyti sem Ólafur Thors varð forsætisráðherra í þriðja sinn segir sagan að bílstjóri hans hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur.

Ólafur á að hafa sagt við bílstjórann: 

"... Jæja góði minn.  Nú er ég orðinn forsætisráðherra og nú verður annar hvor okkar að hætta að drekka..."

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:48

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvort sem einhver þarf að hætta að drekka eða skrifa

þá stendur þessi óþægilega spurning eftir:

Sagði einhver á lögreglustöðinni Agnesi, að blaðamaður DV lægi undir grun

og Agnes breytti því í réttarstöðu grunaðs manns?   

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 14:54

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er stór spurning Viggo, ætli rannsóknablaðamennirnir á DV verði ekki að kanna málið?

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 14:56

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við bíðum öll spennt

Viggó Jörgensson, 2.2.2011 kl. 15:04

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þar með sé Agnes laus af króknum...? það var bara einhver sem sagði mér þetta ?

hilmar jónsson, 2.2.2011 kl. 15:30

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei Hilmar, fréttin er á hennar ábyrgð, hvað sem einhver kann að hafa sagt henni.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 15:35

12 Smámynd: Einar Þór Strand

Ekki ætla ég að verja Agnesi en segi samt þetta kom vel á vondan, því ekki hefur DV hreinann skjöld í svona fréttaflutningi.

Einar Þór Strand, 2.2.2011 kl. 18:04

13 identicon

"Auðvitað eru þessi mistök ekki stórvægileg og Mogginn fljótur að leiðrétta þau,..."

Það er tvennt rangt við þessa setningu hjá þér. Þetta voru auðvitað engin mistök, heldur vísvitandi lygi. Mistök eru t.d. prentvillur og þess háttar en ekki að segja einhverja hluti sem ekkert er til í.

Annað er að það er nú ekki hægt að segja að Morgunblaðið hafi verið fljótt að bregðast við þessu. Fréttin birtist á prenti morguninn 31. janúar. Strax um morguninn er augljóst, eftir stutt símtal við lögregluna að Agnes er að ljúga þessu upp á blaðamann DV. Tveimur dögum síðar, 2. febrúar, birtir Morgunblaðið frétt þar sem þetta er dregið til baka. Þeir eru nú ekki viðbragðsfljótir í Hádegismóanum.

Jón Sigurður (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:10

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

DV kvartar og kveinar undan málsóknum sérstaklega er DV uppsigað við Vilhjálm H Vilhjálmsson og hefur einelt hann. Þegar DV hentar snúa þeir við blaðinu og vilja ritskoða Agnesi og Moggann og leita til hins einelta lögmanns.

Óska eftir tillögu um hvað svona heitir en kalla þetta aulahátt til bráðabyrgða.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.2.2011 kl. 19:10

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því verður ekki neitað að píslarvættistilburðir DV-manna eru broslegir og þeim til engrar sæmdar.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 19:15

16 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er engin sæmd í fréttamennsku. Spurðu bara Jónas Kristjánsson. Fréttamenn eiga að segja fréttir, ekki búa þær til eins og Agnes gerir alltof mikið af

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2011 kl. 21:46

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flókið mál. Fréttamenn segja fréttir, ákveða hvað sé frétt, búa til fréttir ..... þetta er heil iðnaðargrein.

Baldur Hermannsson, 2.2.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 340362

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband