Dýrbítar eitra út frá sér

Það eru vissulega slúbbertar og letihaugar í löggunni eins og annars staðar, en þegar lögreglan er að störfum ber að sýna henni fulla virðingu og fara umsvifalaust að tilmælum hennar. Löggan vinnur sín störf oftar en ekki við erfiðar aðstæður og stundum stórhættulegar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir hverja þjóð að borgararnir sýni löggunni virðingu. Þeir þurfa ekki að virða hvern einstakling fyrir sig, en þeir eiga að virða stofnunina og embættismenn hennar að störfum.

*

Níumenningarnir börðust gegn lögreglumönnum að skyldustörfum, óhlýðnuðust tilmælum þeirra og skaðbitu þá að hætti dýrbíta ..... níumenningunum hugnast orðið "glefsa" betur en "bíta" svo því sé nú til haga haldið .... og löggan hafði engin úrræði önnur en beita valdi, því íslenskir lögreglumenn bera því miður hvorki skotvopn né rafbyssur.

*

Verjendur dýrbítanna og seinlæti dómstóla veldur því að ekki er búið að dæma í þessu máli. Það er illt því svona mál eitra út frá sér og þeim ber að ljúka sem allra fyrst, svo afbrotamennirnir geti afplánað refsinguna og byrjað nýtt líf og göfugra. 


mbl.is Lögreglumenn neita harðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Baldur, en þessir mótmælendur telja sig yfir lög hafna.

Okkur ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja í samfélaginu og það skiptir engu máli hvernig okkur líkar við lögin, við verðum að fara eftir þeim, annars þurfum við að sæta einhverskonar refsiábyrgð, allt eftir eðli brotsins.

Það eitt að neita að hlýða fyrirmælum lögreglu er skýrt lögbrot, það er kallað brot gegn valdsstjórninni.

Það er alveg sama hversu góðan málstað níumenningarnir telja sig vera að verja, þau eru allavega sek um að hafa ekki hlýt fyrirmælum lögreglu.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 15:05

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt....brot gegn valdstjórninni. Það hendir margan mann að leggja fæð á ríkisstjórnir, en mönnum leyfist þó ekki að gera innrás í Alþingishúsið, naga lögregluþjóna og slasa þingverði. Hvergi í heiminum líðst mönnum að vaða svona inn í þinghúsin með óspektum. Menn mega mótmæla sig hása fyrir utan en þeir fá ekki að vaða inn í þinghelgina. Eru áhorfendapallar yfirleitt í þinghúsum erlendis? Kannski pallar fyrir fréttamenn en ekki allan almenning. Ég held við komumst ekki hjá því að loka þessum pöllum eftir þessa vofeiflegu atburði.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 15:09

3 Smámynd: Björn Birgisson

Margir telja Ragnar Aðalsteinsson snjallan lögmann. Mér hefur alltaf fundist eins og það séu hans ær og kýr að berjast gegn öllu sem venjulegir borgarar kalla viðteknar venjur og telja sjálfsagðar. Gegn löggunni. Gegn ríkisvaldinu og gegn svo mörgu öðru. Hefði hann verið rúmlega tvítugur fyrir tveimur árum, værum við kannski að tala um tíumenningana í dag!

Björn Birgisson, 19.1.2011 kl. 15:13

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þessu Baldur nema að ég hefði viljað nota orðið "sátt" fyrir nokkru - en líst orðið illa á hvert þetta stefnir í dag - endar líklega með "fullri" hörku dómstóla þar sem níumenningarnir ásamt lögmanni sínum láta sér ekki segjast.

So be it ............

Jón Snæbjörnsson, 19.1.2011 kl. 15:33

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, Ragnar Aðalsteinsson hefur gert út á að vera lögmaður kommúnista og uppreisnarmanna og mokað inn fjármunum ótæpilega enda held ég að því verði vart móti mælt að snjall er hann. Fyrir alllöngu var hér í landinu vinstri stjórn og þá vann Ragnar sér til auðs að semja plagg upp á A4 eða svo fyrir einn ráðherrann og þá fyrir ofurlaun ..... ekkert ólöglegt við þetta en sýnir hve listilega hann makar krókinn. En Ragnar hefði aldrei lent í svona klandri sjálfur, hann slær sér upp og auðgast á því að gerast málsvari auðnuleysingjanna.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:30

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, það getur vel verið að þú hafir á réttu sða standa ..... dómssátt. En það hefði þá þurft að gerast strax. Viðurkenna sökina, setja upp tárvotan iðrunarsvip og afplána eitthvert lítilræði ...... kannski hefði það verið skást fyrir alla aðila.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:32

7 Smámynd: Skríll Lýðsson

Skemmtilegt orðaval hjá þér Baldur, "dýrbítar"  svo lögregluþjónn er ómálga búfénaður sem á að halda innan girðingar. Ánægður með þig :)

Skríll Lýðsson, 19.1.2011 kl. 17:55

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skríll, þetta er nú einn kosturinn við íslenska tungu, hún er svo ótrúlega safarík, kjarngóð og margræð ...... þér er alveg frjálst að túlka innleggið svona og mér finnst bara gott að hafa glatt þig þótt í litlu væri.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 340354

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband