Er þingvörðurinn með öllum mjalla?

Ætli þessi nafngreindi þingvörður sé með öllum mjalla? Hann eyðir gögnum í afar viðkvæmu sakamáli og velur sjálfur þá búta sem nú er teflt fram í réttarhöldunum. Það er langt síðan maður hefur heyrt af annarri eins heimsku. Nema skýringin sé ekki heimska, heldur brotavilji .... tilraun til að hylma yfir ofbeldisverk níumenninganna eða þá framferði hans sjálfs, annarra þingvarða eða lögreglumanna. Þessi handvömm eyðileggur ekki málið en skemmir það og vekur illar grunsemdir.
mbl.is Aðeins bútur til af myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta nýja Ísland? -

Lára (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 19:24

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Guðlaugur sagðist sjálfur hafa valið það. Hann sagðist hins vegar ekki muna hvers vegna hann hafi ekki sýnt forsætisnefnd alla upptökuna."

Aumt er það. Þennan mann ber að reka frá opinberu starfi. Sá sem man ekkert eftir örlagaríkasta atburði í starfinu sínu, eða upptöku frá honum og hvers vegna henni var eytt, á ekki að vinna í Alþingishúsinu. Líklega þarf hann að komast undir læknishendur vegna minnistaps fyrir aldur fram.

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 19:51

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Enginn ringari maður en Villi Eyþórs tekur hugsanlegt að þingvörðurinn sé að hylma yfir með einhverjum þingmanninum sem gerst hafi ofstopafullur. Hvað sem slíkum getsökum líður er þessi hegðun hans afar óheppileg. Hann eyðir gögnum ..... og á ekki að gegna þessu starfi framar. Getur flokkurinn ekki útvegað honum eitthvað í Grindavík?

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 20:05

4 Smámynd: Björn Birgisson

Grindavík? Ég skal tala við oddvita Sjálfstæðisflokksins, kannski veit hann af einhverju heppilegu. Held þó að Hafnarfjörður henti honum betur. Þá er hann nær hjálpinni þegar minnisleysið verður algjört.

Björn Birgisson, 18.1.2011 kl. 20:14

5 identicon

Þetta er allt að verða hið vandræðalegasta mál.

En einhvern veginn hefur manni skilist að myndavélakerfi taki yfir fyrri upptökur sjálfkrafa.  Held að það sé skýringin í þessu tilfelli.

En hin sagan er auðvitað miklu meira krassandi...

Sigrún G. (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:15

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi.....þú átt við að fávitarnir skeri sig ekki eins úr í Firðinum......það gæti passað.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 20:17

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigrún, ég veit ekki ..... hann hlýtur að hafa tekið myndbandið úr tækinu til þess að afrita það....hvers vegna afritaði hann ekki allt myndbandið? Get ekki sagt að mér líki þetta.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 20:18

8 identicon

Heill og sæll Baldur; jafnan og aðrir gestir þínir !

Nei; hvorki þingvörður - hvað þá; Helgi Bernódusson, eru með nokkrum mjalla.

Reyndar; er Helgi (skrifstofustjóri Alþingis), hrokagikkur, af I. °, og ber því, að taka honum, sem slíkum.

Mærð Jóhönnu Sigurðardóttur; til handa Níu menningunum, er hræsninni ofurseld, þar sem saksóknara herfan;; Lára V. Júlíusdóttir, er ein helzta húskerling '' Samfylkingarinnar'', fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem ætíð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:44

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heill og sæll ágæti Árnesgoði, fornvinur góður, og hlær mér nú hugur í brjósti er þú sendir mér svo fagra kveðju úr öskufokinu austan fjalls. Það er með þetta mál eins og svo mörg önnur sem merkisritið Sturlunga segir frá, að það er eins og enginn sem að því kemur ætli að komast frá því óskaddaður. Yfirlýsing Jóhönnu er vitaskuld forsmán og hún hefði betur þagað fyrst hún hafði ekkert vitlegra að segja en þetta. Með bestu kveðjum úr Hafnarfirði,

Baldur Hermannsson

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 20:59

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Baldur, svona vinnubrögð eru óafsakanleg með öllu.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 340286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband