Ofbeldisverkin á Austurvelli opnuðu flóðgáttir

Þetta er áhugaverð pæling. Demókratar sjá sér leik á borði og hagnýta sér óhugnanlegan ofbeldisverknað til þess að koma höggi á Repúblikana. Þannig er nú hjartalag stjórnmálamanna. En ofstækisfullt tal um líkamsmeiðingar og aftökur er auðvitað ekki til þess fallið að róa hina örlyndu. Við fengum smjörþefinn af því hér á Íslandi þegar búsáhaldabyltingin reið yfir landið. Munnsöfnuður vinstri manna var ægilegur og aðgerðirnar eftir því ..... blóðsúthellingar og skemmdir á mannvirkjum. Ég spáði því þá að ofbeldisverkin á Austurvelli myndu opna flóðgáttir afbrota og ofbeldis í þjóðfélaginu og sú hefur orðið raunin. Mikil er ábyrgð þeirra manna sem kyntu undir ófriðnum á Austurvelli.
mbl.is Vill að ofstækismenn svari til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og þar liggur ábyrgð Birgittu Jónsdóttur meðal annars

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 11:27

2 identicon

Mér finnst þetta nú bara góður punktur hjá Assange. Gæinn lekur upplýsingum um fjöldamorð, og er þá líkt við hryðjuverkamann. Daman er stjórnarandstæðingur og er sett upp á netið af fyrrverandi frambjóðanda varaforseta með skotskífu við hausinn.

Palin komst furðu langt miðað við smekkinn og IQ pakkann finnst mér. Kannski skorar hún einst vel og Quale, sem komst þó lengra í embætti.

En alla vega, það er torfært til áróðurs-árangurs að láta skjóta sig í hausinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 14:13

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Byssudellan í Ameríku er ekki holl fyrir heilsuna, Þar getur hvaða vitleysingur sem vera skal komist yfir skotvopn.

Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 15:09

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En er það ekki dálítið mótsagnarkennt að Birgitta skuli hjálpa til við að birta skjöl um einkasamtöl manna, skjöl sem skipta engu máli, en svo fer hún á límingunum ef það á birta HENNAR skjöl?

Auk þess studdi hún það að einkapóstur fyrrv. forsætisráðherra, Geirs Haarde, var tekinn með valdi án dóms og laga. Þessi "aðgerðarsinni" er hræsnari og ekkert annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 15:20

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú ég held að það verði nú að teljast ansi mótsagnakennt. Það er auðvelt að sjá vissa kosti í starfssemi Wikileaks en ókostirnir eru líka töluverðir.

Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 15:31

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

sammála, bæði kostir og gallar

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 16:55

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar þú ert nú með þeim heimskari sem tjá sig á netinu að öðrum ólöstuðum.

Þú blandar saman innanríkismáli sbr Geir gufu og hans aulastjórnun sem færði landið á kaf í hruninu.. og hinsvegar Twitter upplýsingum af spjallsíðum sem einhver erlend ríkisstjórn vill fá afhentar á vafasömum forsendum í vafasömum tilgangi.. réttur Birgittu er varinn með íslenskum lögum.. og því gefum við skít í bandarísk lög þót vitgrannir menn fái standpínu ef bandaríkjamenn sína vöðva.

Óskar Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 18:24

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf gaman að lesa "mannvitsathugasemdirnar" þínar, Óskar. Þær standa sem minnisvarði um þig um aldur og ævi. Ef ég væri vinur þinn, myndi ég ráðleggja þér að skrifa hugleiðingar þínar í fjörusand, rétt áður en flæðir að. En þar sem ég er ekki vinur þinn, þá hvet ég þig til að halda áfram á þessari braut.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 20:45

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

..en þú hafðir ekki vit á að hrekja það sem ég sagði :)

Óskar Þorkelsson, 11.1.2011 kl. 21:07

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hahaha.....brösulega látið þér, sveinar :)

Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:07

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Voða pirringur er þetta í honum Gunnari. Aldrei höfum við þó látið svona Baldur..

hilmar jónsson, 12.1.2011 kl. 00:40

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú við létum helmingi verr þegar við vorum ungir og nenntum að skylmast. Nú er hún Snorrabúð stekkur.

Baldur Hermannsson, 12.1.2011 kl. 01:02

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Óskar

ef bandarísk yfirvöld vilja fá upplýsingar frá bandaríska fyrirtækinu Twitter

þá eru þær upplýsingar ekki varðar með íslenskum lögum

eins og þú heldur fram um upplýsingar Birgittu Jónsdóttur á Twitter. 

Íslensk lög hafa ekkert með málið að gera hvorki til eða frá. 

Og það er þess vegna sem Birgitta hefur ráðið sér bandaríska lögmenn sér til aðstoðar,

til að verjast því að bandarísk yfirvöld fái upplýsingarar frá Twitter. 

En það mun allt koma fyrir ekki, alríkisvöld mun fá þennan dómsúrskurð sama hvernig allt veltist. 

Þetta þykir með alvarlegustu málum sem Obama stjórnin fæst við enda er það á borði Alríkissaksóknara Bandaríkjanna sem er með embætti sitt innan Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna; Eric H. Holders jr. sem er í beinu sambandi við forsetann þegar þurfa þykir.   Nú síðast út af skotárásinni í Arizona.  Forsetafrúin heimsótti Holdar nú nýlega á skrifstofuna og hann bauð henni saksóknaraembætti en hún þykir framúrskarandi lögmaður. 

29. nóvember lofaði Holdar öll saksókn sem hefðu brotið bandarísk lög í sambandi við lekanna frá Wikileaks. 

Þá er hann að tala um almenna borgara eins og Birgittu, Assange og tölvuhakkaranna tvo. 

Herdómstóll mun fjalla um mál hermannsins sem stal upplýsingunum og hann geftur staðið frammi fyrir dauðadómi og mun þá aldrei sleppa út aftur. 

Ekki veit ég hvort Birgitta hefur brotið bandarísk lög og vona að svo sé ekki.

Flest bendir til að yfirvöld BNA hafi þegar fengið allar upplýsingar, með leynd, frá Google og Facebook. 

Finni þeir tölvupóst þar sem t. d. Birgitta er með í að leggja á ráðin um birtingu eða hvetur til þeirra, er hún vægast sagt í mjög vondum málum. 

Hún yrði vissulega ekki framseld frá Íslandi, hvorki sem þingmaður eða eftir að þingsetu hennar líkur en slíkt mál mundi trufla öll hennar ferðalög í framtíðinni, svo sem ef BNA væri alls staðar með framsalskröfur á hana. 

Væri hún sek og réttarvörslukerfið bandaríska næði að krækja í hana yrði ekki víst að gæti um frjáls höfuð storkið meir.

Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 01:31

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Afsakið stafsetningarvillur, smá syfjaður og of fljótur á ENTER takkann.

Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 01:36

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Viggó bætir um þar sem Gunnar hættir og segir hér berum orðum að bandarísk löggildi á íslandi.. þvílíkir fáv** sem hingað þvælast :)

Óskar Þorkelsson, 12.1.2011 kl. 20:53

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég sagði að bandarísk lög giltu um bandaríska fyrirtækið Twitter.

Ég get komið þér að hjá augnlækni Óskar með stuttum fyrirvara. 

Viggó Jörgensson, 12.1.2011 kl. 23:39

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki nóg að laga sjónina hjá honum, Viggó.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2011 kl. 23:59

18 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það sér nú hver maður...

Viggó Jörgensson, 13.1.2011 kl. 00:07

19 identicon

Sorglegt að sjá litla auma kalla sem verða inn í skáp aðgerðarleysis allt sitt líf að öllum líkindum, rífa í sig hugrakka konu sem er þeim meiri og fremri á allan hátt, því hún þorði að berjast fyrir því sem hún trúði á. Án fólks eins og hennar hefði franska byltingin heldur aldrei átt sér stað, og þá væri hvorki mannréttindi ykkar né frelsi til og þið þrælar eins og forfeður ykkar. Betra að vera of fljótfær eins og Birgitta, en algjör heigull eins og 99,9% manna, af tvennu illu. Betra að vera smá klaufi og pínu skrýtin eins og Birgitta, en drepleiðinlegt vélmenni.

Til varnar mikilmennum. (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 03:37

20 identicon

Að halda því fram vinstrimenn almennt hafi verið að hóta mönnum lífláti eða standa í blóðsúthellingum er LYGI og brot gegn íslenskum, sem og alþjóðlegum lögum.

Lögfræðingurinn (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 03:38

21 identicon

@Gunnar Th, það er stór og mikill munur á því að birta skjöl um stríðsglæpi sem varða allt mannkynið, enda um glæpi gegn mannkyninu að ræða, og réttlætisgyðjan er blind og sér hvorki svart né hvítt, bandaríkjamenn eða araba, vinstrimenn eða hægrimenn, aðeins glæpamenn sem þurfa að svara til saka...og svo saklausa, og að hylma yfir glæp ER glæpur.

Birgitta er ekki sek um þann glæp, og engan annan heldur. Hún hefur ekkert rangt gert, og það er ekkert samasem merki milli þess að heimurinn fái að vita um glæpi gegn mannkyninu og að hið opinbera fái að svívirða helgi einkalífsins með að gramsa í einhverjum ástarbréfum Birgittu á twitter og persónulegum samskiptum þar.

Og skammastu þín!

Aðdáandi Birgittu (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 03:41

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Til varnar mikilmennum, ég er hissa á því að þú skulir hampa frönsku byltingunni, sem var sóðalegt borgarastríð og hleypti allri Evrópu í bál og brand og kostaði milljónir manna líf og limi. Franska byltingin seinkaði allri lýðræðisþróun í Frakklandi og þó að ýmislegt gott hafi af henni stafað, svo sem metrakerfið, þá er engin vafi á því að hún leiddi af sér ægilegan ófarnað fyrir Frakkland og alla Evrópu. En þú ert kannski hrifinn af styrjöldum og blóðsúthellingum svona almennt séð?

Baldur Hermannsson, 13.1.2011 kl. 08:55

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aðdáandi Birgittu, einungis örlítið brot af skjölum wikileaks sýna meinta stríðsglæpi. Stór hluti skjalanna eru óopinber skjöl sem segja bæði frá formlegum og óformlegum samskiptum valdalausra embættismanna og erindreka. Að birta sumt af þessu opiberlega er til þess fallið að skapa misskilning, tortryggni og glundroða í samskiptum þjóða á milli.

Birgitta er þjófkennd af USA, samkvæmt bandarískum lögum. Hversu alvarlegt afbrot hennar er, veit ég ekki, og sjálfsagt ekki Bandaríkjamenn heldur. Þess vegna vilja þeir komast yfir hennar skjöl. Ég efast ekki um að hún vill gera heiminn betri, en ég held að hún hafi gert alvarleg mistök með því að bendla sig við wikileaks. Ég er nokkuð viss um að hún sér eftir því nú þegar, þó eflaust viðurkenni hún það ekki opinberlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband