Er þetta hin nýja ríkisstjórn Íslands?

Er ekki hægt að gera þessa átta menn að nýrri ríkisstjórn? Ég hef á engan hátt verið viðriðinn InDefence að öðru leyti en því að ég hef skrifað undir listann þeirra, en ég hef tekið eftir því að allt sem frá þessum mönnum kemur er svo málefnalegt, svo rökrænt, skýrt og auðskilið. Þeir fara aldrei með fleipur. Þeir rökstyðja hverja fullyrðingu. Þeir eru svo prúðir, vandaðir, vel menntaðir og heiðarlegir. Þeir eru aldrei að sleikja sig upp við almenning heldur láta þeir stýrast af góðum vilja og löngun til að vinna Íslandi gagn.

Hvers vegna sér maður ekki svona fólk í stjórnmálunum? Skemmast menn af því að vinna í stjórnmálaflokki - eða fara skemmdir menn í stjórnmálin?

Þegar ég horfði á þá standa þarna á tröppunum í skærum ljóma vetrarins, þá fannst mér eitt andartak að þarna stæði hin nýja ríkisstjórn Íslands.


mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð ljóst að ekki er mikið af björtust vitum strandarinnar að finna innan veggja Alþingis.  In Defence hafa unnið frábært starf, og vissulega þyrfti að fá menn að þessari gerðinni.  Með að fækka um helminga og láta þá sem veljast fá laun hinna brottförnu, erum við örugglega á réttari leið.  Þú færð það sem þú borgar fyrir.  Gömul saga og ný.

Er samt smeykur um að látleysi og prúðmennska InDefence komi ekki til að virka neitt á þá sem stóðu að ofbeldinu í fyrra.  Ef forsetinn virðir ekki skoðun 70% þjóðarinnar, eins og Egill Helgason sem er með 2 þræði í gangi í dag til að reyna að níða skóinn af InDefence, segist hugur að prúðmennska mikils meirihluta þjóðarinnar eigi eftir að breytast í eitthvað annað.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Er samt smeykur um að látleysi og prúðmennska InDefence komi ekki til að virka neitt á þá sem stóðu að ofbeldinu í fyrra." Athyglisverður punktur, atarna.

Sá munur sem sást í fjölmiðlum á andstæðingum Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars í fyrra og svo á þeim sem andæfa Icesave núna er sláandi. Það stafar nú kannski af því að þeir sem höfðu sig mest í frammi í fyrra voru ekkert frekar að halda fram neins konar málstað, heldur miklu frekar að stofna til óláta og "rugga bátnum". 

Og ástandi sumra þeirra sem létu illa á Austurvelli var lýst með orðunum, "hann var ekki einu sinni í þessu póstnúmeri", m. ö. o. út úr heiminum. Piltarnir í InDefence eru hins vegar ákaflega skýrir í augum og enginn með viskastykki fyrir vitum sér

Flosi Kristjánsson, 2.1.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef forsetinn skrifar undir lögin er hætt við að mörg prúðmennin teygji sig í viskastykkin.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.1.2010 kl. 17:34

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því verður ekki neitað að það yrði eins og blautt viskastykki framan í lýðræðið ef forsetinn hunsaði undirskriftir 60 000 manna. Jafnvel Varið land náði ekki svo mörgum undirskriftum.

Ég ætla að trúa því í lengstu lög að Ólafur skrifi ekki undir. En ég trúði líka í lengstu lög að Ásmundur Einar myndi greiða atkvæði gegn samningnum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 17:45

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið vona ég að þú hafir rétt fyrir þér Baldur, en ég verð að undirbúa mig fyrir hið versta.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.1.2010 kl. 17:52

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get ekki neitað því að viss óhugur er farinn að setjast að mér eftir því sem nær dregur 4. janúar.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 18:00

7 identicon

Þessi hópur hefur gert margt gott og á lof skilið. Varðandi Icesave þá eru þeir ekki ó góðumm málum enda útilokað að gera annað en að klára þetta skítamál frá valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta var í raun oig sann afgreitt með neyðarlögunum. Ekki í dag. Snúum okkur að öðrum og mikilvægari málefnum

Sigurður Már (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:27

8 identicon

Eru ekki allir á tröppunum tengdir Hrunverjum, D listanum, Framsókn og sumir þeirra skuldarar?
ASÍ og Samtök atvinnulífsins lýstu stuðngi sínum við þessa útkomu á ICESAVE.  Vegur það ekki meira en 23 % atkvæðisbærra manna?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:30

9 identicon

Hverjar eru líkurnar að Ólafur Ragnar Grímsson eigi eftir að taka rétta ákvörðun? 

Hérna er gott dæmi um "Hið nýja Ísland" og afrek óeirðastjórnanda úr gluggum Alþingis:

Álfheiður skipar landlækni - undrun meðal lækna

"Smáfuglarnir heyra um mikla undrun meðal lækna við val Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, á landlækni. Geir Gunnlaugsson, sem hefur verið skipaður, sé alls ekki hæfasti umsækjandinn að mati faglegrar matsnefndar. Hann hafi hins vegar rétta pólitíska skoðun að mati Álheiðar og sé líklegur til að gagnast henni í stríði hennar við sjúkraliða og fleiri.

María Heimisdóttir, yfirlæknir á hag- og upplýsingasviði Landspítala, er sögð hafa fengið hæstu einkunn matsefndar. Kunnugir segja smáfuglunum, að val Álfheiðar stangist því bæði á við jafnréttislög og niðurstöðu hæfnismats."

http://www.amx.is/fuglahvisl/13036/

Hvernig var það, var þetta ekki eitthvað svona nokkuð sem átti að vera skýrt dæmi um spillinu og ofbeldi einhverja annarra flokka og ma. notað sem kosningarloforð stjórnarflokkanna að brjóta allt slíkt niður og jafnvel afmunstra pólitíska vildarvini í kerfinu.  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 18:32

10 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

"ASÍ og Samtök atvinnulífsins lýstu stuðngi sínum við þessa útkomu á ICESAVE.  Vegur það ekki meira en 23 % atkvæðisbærra manna?"

Akkúrat það. Og það sem meira er : Örugglega einhverjir af þessum 60 þúsund sem skrifuðu undir heyra til ASÍ og SA. Þannig að þeir voru (þá í fullkomnu heimildarleysi) að lýsa skoðun sem búið var að lýsa fyrir þá að þeir hefðu ekki.

Hólmgeir Guðmundsson, 2.1.2010 kl. 20:49

11 identicon

Fyrir flesta er þetta frekar einfalt, við viljum ekki borga og nú hefur forsetanum verið færðar tugir þúsunda andmæla við Icesave lögum. Fyrir marga er málið þetta; við tókum á okkur ábyrgðina með neyðarlögunum sem tryggðu allar innstæður í bönkum sem starfa undir íslenskum lögum! Við (stjórnvöld) gáfu út yfirlýsingar um að allar innstæður erlendis hjá LÍ (Icesave) væru tryggðar með ríkisábyrgð. Og nú þegar allt hefur farið til helvítis ætlar landslýður að hlaupa undan ábyrgðinni eins og hver annar aumur útrásarvíkingur og ef það verður svo verður mun erfiðara að búa hér ern við Icesave samninginn. Það er eitt að vilja ekki borga, annað að gera sér grein fyrir afleiðingunum.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:20

12 identicon

Samkvæmt stjórnarskrá hefur ríkisstjórn Íslands ekki heimild til að gefa yfirlýsingar sem binda þjóðina í slíka fjárhagsklafa = þeir höfðu því ekki það vald til að gera íslensku þjóðina ábyrga fyrir skuldum einkaaðila og því falla þau ummæli dauð og marklaus niður.  Hefði þetta verið ríkisbankar hefði málið horft allt öðruvísi við.

(IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:33

13 identicon

Bárður.  Þú ert í tómu tjóni með þennan málflutning þinn.  Ekki endilega gæfuleg byrjun á nýju ári.  Það kemur afar skýrt fram á heimasíðu InDefence undir hvað fólk er að skrifa.  61.329 hafa örugglega gert sér grein fyrir undir hvað þau voru að skrifa, sem er ekki að neita standa við lögboðnar eða samþykktar skuldbindingar þjóðarinnar:

"Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nánar um áskorun

Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesave samningum.

Verði það samþykkt er ljóst að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu. Framtíðarkynslóðir Íslands yrðu skuldsettar um langa framtíð og lífskjör þeirra skerðast.

Við staðfestingu laga nr. 96/2009 ítrekaði forseti Íslands mikilvægi fyrirvara Alþingis með sérstakri áritaðri tilvísun til þeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009. Þeir fyrirvarar við ríkisábyrgð sem samþykktir voru í ágúst voru sameiginleg niðurstaða fjögurra þingflokka á Alþingi og byggðust á tillögum og hugmyndum fjölda sérfræðinga og áhugafólks á almennum vettvangi. Fyrirvararnir taka mið af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alþjóðlegri samábyrgð, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.

Fyrirvararnir sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina og verja hagsmuni þjóðarinnar vegna Icesave-samninganna eru í nýja frumvarpinu nánast að engu gerðir. Með samþykki þessa frumvarps verða skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd."

Ef þú getur nefnt einhver stjórnmálasamtök eða hagsmunahópa jafnvel einstaklinga sem segja að við eigum ekki að borga krónu, endilega birtu þau ummæli.  Skoðanakannanirnar hafa spurt hvort fólk vildi fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og 70% þjóðarinnar hafa sagst krefjast þess í 4 aðskildum könnunum.  Engin hefur fjallað eða spurt um þann möguleika að greiða ekkert.  Það eru aðeins spunatrúðar stjórnarflokkana og einfeldningar sem ekki hafa kynnt sér málin sem halda þeirri vitleysu fram að þjóðin ætli ekki að gangast við skildum sínum.  IcDefence ganga full langt fyrir minn smekk að vilja ganga að handónýtum samningi sem gerður var í suma með fyrirvörunum.  Ég vil sjá nýjan samning vera gerðan undir stjórn sáttasemjara og með atvinnu samningamönnum.  Annars að dómstólar verði látnir leysa málið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:44

14 identicon

G2G. Þú svarar í löngu máli sem er ágætt. Minnir mig á ummæli sem Guðni kjaftur í MR lét eitt sinn falla. "Oft grípur menn eitthvað málæði til hylma yfir vanþekkingu" og gaf viðkomandi stúdent 0.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 21:49

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Fyrir marga er málið þetta; við tókum á okkur ábyrgðina með neyðarlögunum sem tryggðu allar innstæður í bönkum sem starfa undir íslenskum lögum!"  Segir Bárður Bringdal.

Þetta er útúrsnúningur.

Þann 28. ágúst samþykkti Alþingi þau grundvallarviðhorf, að almenningur á Íslandi bæri ábyrgð á skuldum einkafyrirtækis.  Þetta var gert með þeim fyrirvörum að ef ekki væri hægt að klára að greiða icesaveskuldina 2024 félli ríkisábyrgðin niður.  Nú er gert ráð fyrir ótakmarkaðri ábyrgð.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 21:52

16 identicon

MS, útúrsnúningur, ef til vill, Icesave var á íslenskri kennitölu undir íslenskri ábyrgð, það sem kann að hafa verið samþykkt síðar breytir engu um það að ábyrgðin var okkar, rétt eins og við ábyrgðumst allar innstæður Íslendinga. SGIG, ef stjórnvöld höfðu enga heimild til þessa hvers vegna gerðu þau það þá? Ég efast ekki um að þau ummæli og loforð hafi haft ansi mikil áhrif á erlenda aðila og halda áfram sparnaði sínum hjá Icesave, og ég finn til með því fólki. G2G ég spyr, ef við borgum ekki, hverjar verða þá efnahagslegar afleiðingar fyrir þetta land. Má ég minna á að SDG fór til Noregs að biðja um lán og ef mig minnir rétt til þess að þurfa ekki að greiða Icesave. Mér er ekki vel við að greiða þennan ósóma LÍ, en mín skoun er sú að við eigum engra kosta völ, hvort sem þjóðin vil það eða ekki. 

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:05

17 identicon

Bárður.  Þú ert ekki Guðni kjaftur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:10

18 identicon

G2G, Ef ég væri Guðni kjaftur yrði færslan að koma að handan, held ég!

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:14

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bárður, þú virðist hafa einlægan vilja til að útlista icesave á versta veg fyrir landa þína.  Það er ekki einungis að þú sért með útúrsnúninga, heldur veigrarðu þér ekki við að brengla því að bráðabirgðalögin hafi "tryggðu allar innstæður í bönkum sem starfa undir íslenskum lögum!"  Þeim var ætlað að tryggja innlenda sparifjáreigendur.  Hvort það stenst fyrir dómstólum hefur ekki verið látið á reyna.

Íslenskum almenningi ber hvorki að greiða né bera ábyrgð á skuldum Landsbankans sáluga. 

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 22:15

20 identicon

MS, takk kærlega fyrir svar þitt. Ég velti fyrir mér einu; á Kópaskeri kemur íslendingur inn í bankann sinn og fær allt greitt út, breti á sama stað kemur og fær hvað; ekkert eða lágmarkstryggingu?, samt gilda sömu lög um báða. Mér er ekki ljúft að greiða þennan fjanda, ekki frekar en þér, en mér finnst ekki óeðliegt að ef við höfum samþykkt þennan ósóma (þ.e. stjórnvöld á sínum tíma) á verðum við að standa við okkar hlut. 

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:32

21 identicon

Málið er afar einfalt.  Ef þjóðin bæri einhverja lagalega ábyrgð á Icesave af einhverju tagi, þá væri ekki verið að smíða sérstök ólög til að gera hana eftirá ábyrga eftir pöntun ofbeldisþjóða.  Hvað vakir eiginlega fyrir þeim sem slíkt vilja er óskiljanlegt.

Deilan átti og á að fara fyrir dómstóla.  Allt annað er trygging fyrir áfarmhaldandi óeiningu.  InDefence ganga allt of stutt með að fara fram á að fyrri samningur með öllum fyrirvörunum standi.  Þetta er og var verkefni fagmann og dómstóla, og ekkert annað.  Lög eru lög og þau á að virða.  Líka af Icesave uppgjafarmönnum sem leika með vitlausu liði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:43

22 identicon

G2G, nú er ég alveg lost. Er þetta verkefni lögfræðinga? Ef þetta er verkefni hagfræðinga, já þá veit ég sitthvað um málið og ef til vill aðeins meira en þú. Áðan, og ekki fyrir svo mörgum mínútum síðan var þetta málefni þjóðarinnar hjá þér, plís talaðu svolítið skýrt! 

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:57

23 identicon

"Ég velti fyrir mér einu; á Kópaskeri kemur íslendingur inn í bankann sinn og fær allt greitt út, breti á sama stað kemur og fær hvað; ekkert" segir  Bárður.

Það er bara ekki rétt.

Ef bretinn hefði átt þessa innistæðu á Kópaskeri þá fengi hann sitt líka ef það hefði verið á venjulegri sparibók  og undir 2,3 millum en ekki á áhættu reikingi eða áhættu viðbótarsparnaði eða hvað það hét nú allt saman, (og það er viðurkennt nýlega af mörgum aðilum sem til þess eru bærir),  og á sömu kjörum og aðrir reikningseigendur á Kópaskeri,  um það hefur ekki verið deilt.

En þetta voru ekki sambærilegir reikningar og það hafa margir íslendingar tapað sínu líka hér á landi, þeir hinir sömu  sem trúðu blint á upplýsingar bankanna.  Ég gerði það til að mynda ekki, setti ekki krónu inn á þessa viðbótarlífeysissparnaðar reiknnga því þeir gátu ekki lofað ríkisábyrgð á það. Fleiri hefðu betur skoðað það, að trúa einhverjum blint fyrir því sem búið er að þræla fyrir hálfa ævina er mikil trúgirni svo ekki sé meira sagt, og þegar allt kemur til alls getur það fólk ekki velt allri ábyrgð sinni yfir á íslensku þjóðina þó auðvitað sé það hentugast. Ég hef enga menntun til að hafa þá yfirsýn frekar en Jón út í bæ, en það bara blikkuðu öll rauð ljós ef menn vildu sjá það.

(IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 22:59

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held menn verði að játa að G2G hefur mikið til síns máls. Angela Merkel tók það sérstaklega fram að þýska ríkið myndi ábyrgjast innistæður og varla hefði hún gefið út þessa sérstöku yfirlýsingu ef það hefði þótt sjálfsagt. Hið sama gerði svo írska ríkisstjórnin.

Í Umsátrinu eru tilgreindar og birtar bréfasendingar frá Breska fjármálaeftirlitinu sem sýna að þar á bæ litu menn svo á að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum í Icesave.

Krafan um ríkisábyrgð var greinilega fram sett til þess eins að gá hve langt menn kæmust með Íslendinga. Og því miður kom daginn að forystumenn okkar báru merarhjörtu í brjósti og létu hræða sig til undanhalds.

Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 22:59

25 identicon

BH, Angela Merkel? hvað kemur hún málinu við? Icesave var á íslenskri kennitölu, undir íslenskum lögum og hvað segir það þér? Umsátrið! Umsátrið var gert um íslenskan almenning löngu fyrir bók Styrmis, í boði XD, XB og XS. Sorry gamli selur en ég er þér hjartanlega ósammála, við verðum að greiða þetta og ekkert annað!

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:08

26 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bárður, málflutningur þinn er með miklum ólíkindum.   Icesave samkomulagið gengur út á að við greiðum lágmarks innistæðutrygginguna þó svo innistæðusjóðurinn dugi ekki til þess sem fylgir þó regluverki ESB.  Til þess að greiða fáum við náðasamlegast, hluta af eignum Landsbankans sáluga.  Það sem Breskum og Hollenskum sparifjáreigendum vantar upp á að fá að fullu greitt, greiðir Breska og Hollenska ríkið og fær til þess hluta af eignum Landsbankans.

Þannig fá Breskir og Hollenskir sparifjáreigendur að fullu greitt í okkar ábyrgð.  Það vita það allir Íslendingar að það erum við sem bráðabirgðalögin áttu að vernda sem töpum mestu.

Kynntu þér icesave ríkisábyrgðina og þú munt komast að því að henni er ætlað það eitt að skapa svigrúm til áframhaldandi lántöku sem á að fara í að halda uppi gjörspilltu stjórnkerfi.

Magnús Sigurðsson, 2.1.2010 kl. 23:23

27 identicon

Við þurfum að greiða innstæðutrygginguna og ef eitthvað umfram það fæst inn greiðum við það líka. Þú segir " Það vita það allir Íslendingar að það erum við sem bráðabirgðalögin áttu að vernda sem töpum mestu.  Var erlendum aðilum það kunnugt eða skiptir það einhverju máli? nú þegar yfirvöld höfðu lofað þessu ágæta fólki öllu fögru? Ég les ekki annað út úr færslu þinni nr. 19 að það ætti að tryggja eingöngu íslenska sparifjáreigendur! og eins og með G2G er ég alveg lost gagnvart röksemdafærslu þinni.

Bárður Brindal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:39

28 identicon

Bárður.  Icesave er málefni þjóðarinnar.  Ekki bara stjórnvalda með óskiljanleg markmið og þeirra 30% þjóðarinnar sem ótrúlega margir eru hrokagikkir sem fylgja þeim eins og hundar í bandi.  Mín skoðun er sú og hefur alltaf verið að þetta er lögfræðileg deila.  Hana átti strax skilyrðislaust að leysa sem slíka.  Ólíklegt að ég einn fái að ráða slíku.  Dómstólaleiðin er leið þjóðarinnar ekki síður en samningaleiðin.  Það sem skiptir öllu máli að fara sem best út úr málinu, og augljóst að pólitíska leiðin gerir það aðeins fyrir Breta og Hollendinga. Lög eru óumdeilanleg leið til að leysa deilur þar sem þau eiga að hafa verið brotin.  Allir hljóta að fagna jafn sjálfsagðri og óumdeilanlegri lausn. 

Lee Buchheit, talinn einn fremsti samningamaður veraldar, fullyrði að hann hafi aldrei séð jafn hörmulegan samning.  Samningurinn sem augljóslega var skrifaður af Bretum, og Svavari og Steingrími bent á í hvað línu þeir ættu að kvitta án þess að hafað lesið hann yfir.  Enda átti hann að samþykkja ólesinn af snillingum stjórnarþingmanna og flestir ætluðu að gera það athugasemdarlaust.  Landráðstilraun og ekki sú eina í öllu ferlinu.

Þjóðin hefur ekki verið spurð að neinu nema hvort hún vill kjósa um að samþykkja nýjan samning eða hafna.  Hvað hún verður nákvæmlega spurð út í í þjóðaratkvæðagreiðslu er þingi að spyrja. Framhaldið hefur ekki verið rætt ef hún hafnar samningnum.  InDefence vilja að þjóðin fái að kjósa um hvort að samningurinn núna eigi að samþykkja eða að láta samninginn sem var fyrir með öllum fyrirvörunum standa?  (Langa innleggið) Nú voru Bretar og Hollendingar búnir að hafna honum, svo líklegast þýddi það að þeir vildu setjast við samningaborðið aftur, eða vonandi að málið fari þá leið sem það átti alltaf að fara, fyrir dómstóla. 

Einkavinavæðing Steingríms J. á Svavari Gests eru stærstu pólitísku mistök Íslandssögunnar.  Pólitískur loddaraskapur og sólóleikur fjármálaráðherrans brjóstumkennanlega og einkavinavæðing varð til þess að málinu var nauðgað í pólitískan farveg hugleysingja og amatöra sem ekkert kunnu til verka.  Hagfræðingar hafa því miður glatað öllum trúverðugleika eftir hrunið og ætti ekki neinum að undra og út í hött að byggja samningagerðina á þeirra ábyrgð.  Vandséð hvenær þeir eiga teljast brúkhæfir.  Lög sjá um mál sem þessi og ef þarf þá koma aðrir fræðingar en lögfræðingar að þeirri vinnu.  Það verður þá aldrei nema í baksætinu.  Enda lagaleg fagvinna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:39

29 identicon

"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi.

En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

 

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

 

.......

 

"Eftirlitsstofnum EFTA hefur fjallað um þessa mismunun í tengslum við kærur sem henni hafa borist á hendur Alþingis, auk vafamála sem Eftirlitsstofnunin hefur tekið upp af sjálfsdáðum. Í öllum atriðum er niðurstaðan sú, að löglega hafi verið staðið að verki. Heldstu atriði eru eftirfarandi:

 
  • Fallist á sjónarmið Íslands í máli lánardrottna íslensku bankanna 
  • Forgangur sem innstæðum var veittur fær staðist
  •  
  • Íslensk stjórnvöld höfðu rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi"
 

Heimild: Neyðarlögin standast skoðun Eftirlitsstofnunar EFTA

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:52

30 identicon

G2G og MS, takk fyrir skemmtileg og fín skoðanaskipti í kvöld, þetta var gaman og eflaust hefðum við margt um að spjalla yfir einum köldum við tækifæri, hittumst hressir við fyrsta tækifæri hér á síðu BH, góða nótt kæru vinir.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 23:54

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bárður, það er gaman að sjá svona vopnfima menn bregða bröndum, og ekki skemmir hvað þið eruð vel lesnir í þessum fræðum. Þið blandið vel saman fróðleik og skemmtun. Og alltaf þykir mér flott þegar menn enda rimmuna að hætti Einherja með kollu af öli og feitar meyjar dansandi og striplandisk í kringum sig.

Baldur Hermannsson, 3.1.2010 kl. 00:03

32 identicon

Einherjar frá Ísafirði hafa og kunna vonandi alltaf að slíðra sverð sitt áður en nokkur er sár! Góða nótt kæri BH og þakka þér fyrir að hafa notið síðu þinnar til skoðanaskipta við gott og skemmtilegt fólk!

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:10

33 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Var erlendum aðilum það kunnugt eða skiptir það einhverju máli? nú þegar yfirvöld höfðu lofað þessu ágæta fólki öllu fögru?" 

Bárður kynntu þér málið og þú munt komast að því að icesave ríkisábyrðinni er ætlað að skapa svigrúm til áframhaldandi lántöku sem á að fara í að halda uppi gjörspilltu stjórnkerfi sem fórnaði þjóðinni fyrir eigin hagsmuni.

Almennir icesave innistæðueigendur hafa nú þegar fengið allt upp í topp frá ríkisstjórnum Breta og Hollendinga.  Þetta var gerðu þessi ríki einhliða í trausti þess að íslenskur almennigur greiddi það sem útaf stæði dugi ekki eignir Landsbankans til. 

Þetta er meira en flestir íslenskir innistæðueigendur hafa fengið.  Svo þarf ekki að fjölyrða hvað íslenskum skuldurum stendur til boða.

Magnús Sigurðsson, 3.1.2010 kl. 00:12

34 identicon

Bárður er flottur, enda handónýtt ef við værum hér til að dáðst að skoðunum hvers annars.  Síðuúthaldari má eiga ölið ef ég fæ feitu kerlingarnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 00:18

35 identicon

Guðmundur2........þó færð mig ekki sko,  því Baldur á mig með húð og hár, hann hefur ekki gott af ölinu eintómu

(IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 11:42

36 identicon

Láttu mig hafa refinn. (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 14:01

37 identicon

Kannski........ ef þú kemur og sækir hann

(IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 14:31

38 Smámynd: Árni Gunnarsson

Niðurstaða: Þýzk stjórnvöld báru reyndar enga ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni né skelfilegum afleiðingum hennar fyrir saklausa borgara þeirra þjóða sem þýzkir innrásrherir gerðu að blóðvelli- þegar málið er skoðað hlutlaust.

Aftur á móti þá frömdu þeir sem sömdu um stríðsskaðabæturnar og samþykktu þær fyrir hönd þýsku þjóðarinnar, glæpahyski og landráðamenn!

Líklega er ég að misskilja eitthvað því mér finnst þessi niðurstaða mín vera undarlega einföld.

Árni Gunnarsson, 3.1.2010 kl. 17:28

39 identicon

Verð að deila þessari tæru snilld:  http://www.youtube.com/watch?v=mfZF4M5Q4z4

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 20:32

40 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Aðeins þetta varðandi það sem þú skrifaðir í bloggfærsluna:

Þú>Er ekki hægt að gera þessa átta menn að nýrri ríkisstjórn? Ég hef á engan hátt verið viðriðinn InDefence að öðru leyti en því að ég hef skrifað undir listann þeirra, en ég hef tekið eftir því að allt sem frá þessum mönnum kemur er svo málefnalegt, svo rökrænt, skýrt og auðskilið. Þeir fara aldrei með fleipur. Þeir rökstyðja hverja fullyrðingu. Þeir eru svo prúðir, vandaðir, vel menntaðir og heiðarlegir. Þeir eru aldrei að sleikja sig upp við almenning heldur láta þeir stýrast af góðum vilja og löngun til að vinna Íslandi gagn.

Vantar ekki þarna hann Helga Áss Grétarsson? Hann var þarna með Indefence hópnum en gekk víst yfir til ríkisstjórnar og gengur þeirra erinda.

Guðni Karl Harðarson, 3.1.2010 kl. 20:43

41 identicon

Helgi Áss tekur að sér verkefni eins og lögfræðingar gera.  Hann gengur í þessu tilfelli inn í löngu frágengna pólitíska niðurstöðu.  Hann var ekki ráðinn til að sannfæra stjórnvöld um að samningurinn "glæsileg" væri ónýtur.  Ennþá hefur ekkert komið fram í lögum sem segir að okkur ber að greiða Icesave.  Hans prívat álit kemur ekkert málinu við.  Hann vann að lagalegum þáttum samningsins sem höfðu með það að gera að þá ætti að samþykkja.  Laun og áframhaldandi verkefnamöguleiki frá stjórnvöldum réðu ferð.  Þetta er engin undantekning þegar um lögfræðinga er að ræða.  Þeir vinna fyrir seka sem saklausag.  Þetta var snjall pólitískur spuni hjá Steingrími og systur Helga, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.  Lítur vel út ú fjarska.  Tilgangurinn augljós.  Þetta kemur afar skýrt fram í viðtali hans við Ingva Hrafn á Hrafnaþingi á ÍNN fyrir nokkrum dögum.  Það sem mér þótti vont að frétta, að Helgi var búinn að starfa fyrir stjórnvöld í töluverðan tíma með InDefence.  Bar við trúnaði við vinnuveitandann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 22:29

42 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég veit ekki um neinn, Baldur, sem vill borga skuldir annarra. Fæstir vilja jafnvel borga eigin skuldir. Ég held að meirihluti þeirra, sem rituðu undir áskorun til forsetans, hafi gert það vegna þess að þeir hafi haldið að hægt væri að losna við að greiða reikninginn. Af hverju skrifaðir þú undir?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.1.2010 kl. 12:01

43 identicon

Það kemur skýrt fram þegar fólk undirritar, undir hvað það er að undirrit.  Þar kemur ekkert fram um að ekki eigi að greið, heldur að hann hafni nýjum samning og sá eldri frá í sumar með fyrirvörunum.  

Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nánar um áskorun

Alþingi Íslendinga hefur nú til meðferðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2009 um ríkisábyrgð á Icesavesamningum.

Verði það samþykkt er ljóst að fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu. Framtíðarkynslóðir Íslands yrðu skuldsettar um langa framtíð og lífskjör þeirra skerðast.

Við staðfestingu laga nr. 96/2009 ítrekaði forseti Íslands mikilvægi fyrirvara Alþingis með sérstakri áritaðri tilvísun til þeirra, sbr. yfirlýsingu hans dags. 2. september 2009. Þeir fyrirvarar við ríkisábyrgð sem samþykktir voru í ágúst voru sameiginleg niðurstaða fjögurra þingflokka á Alþingi og byggðust á tillögum og hugmyndum fjölda sérfræðinga og áhugafólks á almennum vettvangi. Fyrirvararnir taka mið af sanngjörnum rétti og hagsmunum Íslendinga og alþjóðlegri samábyrgð, eins og segir í yfirlýsingu forseta Íslands.

Fyrirvararnir sem mestu skipta til að takmarka ríkisábyrgðina og verja hagsmuni þjóðarinnar vegna Icesave-samninganna eru í nýja frumvarpinu nánast að engu gerðir. Með samþykki þessa frumvarps verða skuldbindingar íslenska ríkisins á ný ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.

 Ef þetta dugar ekki þá er vandséð hvernig hægt er að ganga betur frá málum að skýra undir hvað viðkomandi skrifar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:34

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég vil enga þásamninga sem stefnt gætu tilvist íslenska ríkisins í hættu. 10% líkur, ég tala nú ekki um 25% líkur, er meira en nóg fyrir mig.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 12:37

45 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er Guðmundur viss um að allir hafi lesið þennan texta?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.1.2010 kl. 13:11

46 identicon

Nei en ég get ekki heldur verið viss um að þau hafi ekki lesið undir hvað þau skrifa.  60 þúsund manns hafa undirritað áskorun InDefence og þam. 4 stjórnarþingmenn.  70% atkvæðabærra segjast vilja að forsetinn vísi málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu í 4 könnunum sem hafa verið gerðar að undanförnu.  29% telur sig vita hvað þjóðinni er fyrir bestu.  Þeir hafi vitræna yfirburði að eigin mati.  Ekkert bendir til eða hefur verið sýnt fram á að svo sé raunin.  Það er rétt rúmlega helmingur þeirra sem kusu stjórnarflokkana.  Hinir ganga gegn þeirra málflutningi og ofbeldi.  Málið getur varla verið skýrara.  Ef forsetinn gengur á svig við mikinn meirihluta þjóðarinnar þá hlýtur það að hafa mjög alvarlegar afleiðingar.  Það er barnaskapur að ætla annað.

Sammála Baldri.  Mér er til efa að margir heilvita myndi taka 10 - 25% áhættu að rústleggja gjörsamlega fjárhag fjölskyldunnar í einhverju viðskiptaævintýri.  Setja hana á hausinn eftir að hafa lagt allt þeirra undir.  Fáir myndu sennilega reyna rússneska rúllettu með 1 skot í magasíni og 5 tóm.  Sama á við að setjast upp í flugvél með fjölskylduna sem 10 - 25% líkur að komist aldrei á áfangastað.  Þetta eru kannski ýkt dæmi en undirstrika bilunina að taka þessa áhættu.  Áhættu sem engin lög segja að nokkur ástæða er að taka.  Hugsanlega er 29% þjóðarinnar eftir allt ekki fær um að samsvara sig við land og þjóð og þess vegna skilja og skynja ekki alvarleika málsins?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:12

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

G2G, segjum að hættan á tortímingu íslenska ríkisins sé 15% ef gengið yrði að þessum afarkostum. Þá leiðir af sjálfu að líkurnar á langvarandi bláfátækt og landauðn eru miklu hærri, kannski þetta 85-90%.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 14:33

48 identicon

Þetta er tóm steypa.  Enda mun ég aldrei samþykkja að borga krónu til eins né neis sem getur ekki lagt fram lögvarinn reikning eða sannanir skuldar.  Að menn hafi ekki séð að málið er unnið þegar Bretar og Hollendingar harðir neita að fara með það fyrir dómstóla.  Sem og að þeir muni ekki virða dómsniðurstöður ef að við finnum leiðir til að koma málinu fyrir dómstóla eftir að hafa samþykkt að taka á okkur drápsklyfjarnar.  Svo væla menn um að við gætum farið enn verr út úr dómi.  Eru menn virkilega að trúa því að Bretar og Hollendingar eru að gera okkur greiða með að semja fram hjá dómstólum sem þeir harðneita að fara fyrir?  Hvaða einstaklingur væri svo vitlaus að fara leiðir stjórnvalda ef einverjir hrottar ætla að handrukka lyga og falsreikning sem engin lögleg gögn hafa fundist til að hann bærist viðkomandi.  Rökin er að meintur ábyrgðaraðili býr í götunni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:51

49 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Einn þriðji hluti kjósenda er ekki meirihluti þjóðarinnar. Ég vil ekki borga skuldir sem aðrir hafa stofnað til. En hvað gerist ef ekki verður borgað? Eða snýst málið ekki um það?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.1.2010 kl. 15:44

50 identicon

Af hverju skautarðu fram hjá að 70% þjóðarinnar krefst að fá að kjósa um samninginn?  60 þúsund undirskriftir er glæsileg undirstrikun á þeirri staðreynd að mikill meirihluti krefst lýðræðislegs réttar síns.  Það er talan sem skiptir höfuð máli.  Hvers vegna ætti mikill meirihluti að hlusta á 29% kjósenda?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 15:51

51 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, einhver vandræði gætu skapast, en Ragnar Árnason segir að þau vandræði verði smámunir í samanburði við það sem Icesave samningurinn færi okkur. Spurning hvort ekki sé best að borga ekki krónu fyrst þeir láta svona.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 16:09

52 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Því miður felst lýðræði ekki í því að fá að kjósa um alla skapaða hluti. Þar að auki hefur meirihlutinn ekki alltaf rétt fyrir sér. Ef það er hér um bil vandræðalaust að borga ekki skuldir óreiðumanna styð ég það.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.1.2010 kl. 18:32

53 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, því miður hafa þingmenn ekki borið gæfu til þess að setja saman ótvíræðar reglur um hvenær málum skuli skotið beint til þjóðaratkvæðis. Það er óþolandi að eiga svo stórt mál undir duttlungum eins manns.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 18:38

54 identicon

Eftirfarandi sagði í kosningaáherslum VG fyrir kosningarnar sl. vor:

•Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.

•Stórákvarðanir á borð við aðild að ESB á að útkljá með þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni upplýstri og lýðræðislegri umræðu.

 ....

 „Þrátt fyrir þingræðisskipulag okkar og þrátt fyrir mikilvægi þessarar stofnunar hér sem mér þykir vænt um og hef eytt miklum tíma á hennar vegum, stórum hluta ævi minnar, á ég í engum vandræðum með að þjóðin taki til sín og ákveði með lýðræðislegum hætti í almennum atkvæðagreiðslum mikilvæg mál eða að þjóðin taki í sínar eigin hendur að semja sér stjórnarskrá. Það er ekki í neinni mótsögn við þingræðis- og fulltrúalýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við. Það er ekki þannig að lýðræðið megi bara vera virkt á fjögurra ára fresti, að það sé eitthvað að því að það sé virkt alla daga. Það er ósk fólksins í dag.“

- Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra 8. apríl 2009 um þjóðaratkvæðagreiðslur

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 20:43

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur er sem sagt búinn að gera sig að hinum fullkomna loddara og ómerkingi með því að meina þjóðinni að greiða atkvæði um Icesave. Þá þarf ekki að ræða það frekar.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 20:50

56 identicon

Bjarni Benediktsson sýnir að hann er maður orða sinna.  Því miður eru þau ekki alveg nógu heppileg fyrir minn smekk.

 Fór annars þessi tæra snilld framhjá þér?    http://www.youtube.com/watch?v=mfZF4M5Q4z4

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:24

57 identicon

Jaa.... veit ekki af hverju tæknin er að hrekkja mig.  Reyni aftur, ef klikkar þá er hægt að copy/paste slóðina.

http://www.youtube.com/watch?v=mfZF4M5Q4z4

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 21:31

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe nú gekk það, með gamla copy/paste trixinu.....hvort eru það tímarnir eða mennirnir sem breytast svona rosalega hratt?

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 21:42

59 Smámynd: Rannveig H

Eru menn eitthvað að dala hér við að mæra hægri menn? Ég sé mig knúna til að hjálpa upp á þetta og hafa eftir umæli fyrrum ráðherra sjálfstæðisflokks í dag. " ÓRG hefur ekki nema um tvennt að velja í stöðunni það er að skrifa undir Iceave samningin eða skrifa ekki undir" Þetta fannst mér konunni og ekki íhaldi skarplega mælt.

Rannveig H, 4.1.2010 kl. 22:25

60 identicon

Ætli þeir í Speglinum hjá Rúv hafi spilað þetta?  Eða Kastljósi?  Í Silfri Egils? Eða hefur það verið gert hjá RÚV yfirleitt? Hvað með í Baugsmiðlunum? 

Hversu oft ætli þessir miðlar hafa spilað -  "Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna"?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 22:25

61 Smámynd: Rannveig H

Í útvarpi allra landsmanna var það Guðmundur minn, og afhverju þessi vörn :)) Manni dettur í hug máltækið eigi má böl bæta ......     

Rannveig H, 4.1.2010 kl. 22:35

62 identicon

Er einungis að benda á hverslags skelfileg vinstri slagsíða er á útvarpi og sjónvarpi alla landsmanna.  Sómakærir vinstri menn hljóta að skammast sín fyrir þessi vinnubrögð.  Ef þessi mynd og hljóðklippa er ekki talin hafa fréttagildi og verð athygli í samhengi við þá atburði sem núna bera hæst, þá er vandséð hvað teldist svo vera.  Undirstrikar vel fáránleikafarsa þeirra sem gæta hagsmuni Breta og Hollendinga.  Þetta er jú maðurinn sem hamraði í sífellu á að Bjarni Ben taldi sem lögfræðingur að skinsamlegast væri að reyna samningaleiðina í Icesave.  Steingrímur festist þar fyrir rúmu ári síðan og fór eftir einu og öllu og hugmyndfræðingurinn hans Bjarni lagði til.  Verst fyrir okkur að hann skildi aldrei Bjarna þegar hann fljótlega komst að því og tilkynnti opinberlega að "glæsilegi samningurinn" hefði ekki getað verið verri þó málið hefði gjörtapast fyrir dómstólum.  Steingrímur var fastur í gömlum kenningum Bjarna.  Enda er Steingrímur óútskrifaður jarðfræðinemi en Bjarni lögfræðingur.  Icesave er ekki jarðfræði.  Það er svona þegar litlir blindast af björtu ljósi þeim stærri og fróðari.  Alltaf hætta á að eitthvað fari í vitleysu þegar skilningurinn er jafn lítill og hárið á hausnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:33

63 identicon

Partur úr bréfi til Össurar hagsmunagæslumanni Breta og Hollendinga frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya.  Bréf sem hann sennilega man ekki eftir að hafa fengið frekar en hitt lögmennina. 

.......

CONFIDENTIAL BRIEFING PAPER FOR
OSSUR SKARPHEDINSSON
ICELANDIC FOREIGN MINISTER
29 MARCH 2009
- NOT FOR CIRCULATION -

 2.2 We have received and are considering a number of legal opinions on this point, but we
understand the previous Icelandic Government never actually requested a formal UK
legal opinion on this matter. We have closely studied the Directive and the relevant
case law and in our preliminary view, whilst the legal opinions from the English and
Dutch Government are elegant, we are not persuaded that they are the definitive
answer to this question, in particular when you look at the stated purpose of Directive.
European Directives are not always crystal clear and this one is no exception, and there
are arguments either way, but we have yet to find clear-cut answers that demonstrate
that there exists an obligation for Iceland to guarantee payments from the DIGF.
Therefore we believe it is vital for the Icelandic Government to instruct us to produce a
definite legal opinion on this issue by a leading barrister (QC).
2.3 We understand that the UK Government is anxious that the matter not be referred to
the courts for an independent determination and therefore we suggest that the
uncertainty on the position referred to above, coupled with the UK’s unwillingness to
risk an adverse determination in an independent court, could produce a useful a
negotiating tool.

2.4 The UK Government may argue that, whether or not Iceland is legally required to do so,
Iceland has actually agreed to compensate depositors to the extent of the minimum
provided for in the Directive. There are some confusing and contradictory statements
in correspondence from the Ministry of Business Affairs including letters dated 20
August 2008, 5 October 2008 and 16 December 2008. However we do not consider
that these statements, whilst unhelpful, legally bind Iceland to go beyond its legal
obligations under the EEA Agreement and the Directive.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:57

64 Smámynd: Rannveig H

Guðmundur þetta átti að vera kaldhæðni, mér er nokk sama hvað fólk andsk... til hægri eða vinstri því prívat og persónulega finnst mér við ekki hafa efni á neinni pólitík í dag þó svo það eigi að vera lýðræðislegasta leiðin. Ég á mér þá heitustu ós núna að forseti sjái sóma sinn í því á morgun að seiga af sér vegna vanhæfni og hér verði sett á neyðastjórn sem hefur það að markmiði númer 1,2 og 3 að vinna faglega. Spillingin og vinavæðingin er svo algjör hjá bæði núverandi og fyrrverandi stjórnvöldum að þeim er ekki treystandi til að snúa ofan af þessu. Við eigum mikið af velhæfu fólki. Ég bendi t.d á rannsóknarnefnd Alþingis þar sem starfa um 30 manns að hlutlausu mati, valin maður í hverju fagi það er svoleiðis fólk sem við þurfum í dag

ps Guðmundur þú hljómar soldið mikið eins og Jón Magnússon ;)

Rannveig H, 5.1.2010 kl. 00:14

65 Smámynd: Rannveig H

heitust ósk átti að standa þarna :)

Rannveig H, 5.1.2010 kl. 00:15

66 identicon

Það þarf ekki að spyrja af kaldhæðninni.  (O:  Hjartanlega sammála þér að þetta mál er mikið merkilegra en öll pólitík og allir flokkar, stjórnmálamenn og forsetinn til samans.  Því miður tókst stjórnarflokkunum að klína pólitískum stimpli á undirskriftasöfnunina og gott ef þeir reyndu ekki að gera það sama við skoðanakannanirnar.  Sjálfum finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn langt því frá hafa beitt sér að einhverju viti gegn samningnum.  Að vísu einstaka þingmenn staðið sig vel, en í heildinni ósköp veikur flokkur.  Koðnuðu alltaf undan "þetta er allt ykkur að kenna".  Framsókn og Hreyfingin hafa staðið vaktina.  Málið átti aldrei að fara í pólitískan farveg.  En Steingrími langaði svo að verða stjarna og bjarga öllu.  Svo fór sem fór.  Þetta er lagadeila og átti að afgreiða sem slíka.  Það er glæpsamlegt að hafa sundrað þjóðinni í þetta stríð gegn sér sjálfri sér á meðan stjórnvöld gæta hagsmuna Breta og Hollendinga.  Það verður að fara fram sérstök rannsókn á Icesave frá A til Ö.  Fyrir og eftir hrun.  Atburðarásin hefur verið með slíkum eindæmum og jafnvel ráherrar hafa ekki hikað við að saka fyrrum ráðherra og embættismenn um stjórnarskrárbrot og jafnvel landráð.  Þáttur Svavars Gests er sér kapítuli. 

Jón segirðu.  Það er ekki leiðum að líkjast.  Ekki viss um að hann skrifi uppá það sem ég tuða, og ekki geri ég það með allt hans.  En margt ágætt hef ég heyrt frá kallinum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 00:57

67 Smámynd: Rannveig H

Ekkert í gangi hér!!! Hélt að hér væru menn farnir að gráta með Birgittu eða glotta með karlabarninu.

Rannveig H, 5.1.2010 kl. 18:25

68 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já hvar er Baldur nú? Þegar kviknað er í samfélaginu!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.1.2010 kl. 18:28

69 identicon

Baldur ku hafa verið numinn á brott af breskum og hollenskum flugumönum og tekinn upp í skuldina.  Reyni að halda uppi merkjum og hleypa öllu upp í loft.  

Það sem er alltaf að koma betur og betur í ljós að stjórnvöld hafa spilað með erlendu pressuna til að reyna að hræða þjóðina frá andófinu.  Allar helstu erlendu fréttastofur hafa sömu ljótu söguna að segja um Íslendinga, og hún er ekki á ábyrgð þjóðarinnar.  Hún er á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar sjálfrar mest.  Það hefur aldrei verið skýrt fyrir erlendu pressunni að Íslendingar eru ekki að hlaupa frá skildum sínum að heiðra samning um að greiða meinta skuld, sem ég kýs að kalla falsskuld.  Ólögvarinn falsreikningur Breta og Hollendinga sem stjórnvöld hafa skriðið fyrir eins og lamdir rakkar frá upphafi.  Um miðjan dag voru stjórnvöld ekki tilbúin með neinar fréttatilkynningar um hver sannleikurinn í málinu er, á meðan að erlendir fjölmiðlar kalla okkur öllum illum nöfnum.  Þetta ferli  er búið að ganga í langan tíma og afar fyrirsjáanleg þróun, enda verið ljós andstaða og krafa 70% um þjóðaratkvæðagreiðslu.  Það átti að vera löngu búið að ganga rækilega í skugga um hvernig mál stæðu ef þessi staða kæmi upp að forsetinn hafnaði að undirrita ólögin.  Hrokinn og einstakur óþverraskapurinn er þess eðlis í stjórnvöldum að það er betra að skaða þjóðina en að þau þurfi að gera á sig í málinu. Það hvarflar ekki að mér að kaupa einhvern lygaspuna að þetta hafi verið einhver ullarsokka vinnubrögð óhæfra embættismanna.  Þetta eru hrein og klár hryðjuverk sem hljóta að varða við lög og stjórnarskrá.  Sem er langt því frá í fyrsta skipti í þessu máli.  Það verður að fara fram opinber rannsókn á Icesave frá A - Ö. Margir fullyrða að Stjórnarskrá er þver brotin og jafnvel landráðstilraunir og ef ekki fullframdar.  Og svo ætla þessir snillingar að sitja sem fastast.  Björn Valur var búinn að gleyma bloggfærslunni frá í gær sem hann skrifaði fyrir Steingrím til að hræða forsetann, þar sem hann sagði að stjórnin væri fallinn ef hann skrifaði ekki undir.  Björn Valur er talsmaður Steingríms og svo nátengdur að þegar foringinn rekur við, þá kemur prumufýlan úr Birni.  Mas. gamli frethólkurinn Jón Baldvin segir óskiljanlegt að Jóhanna hafi ekki steðjað til Bessastað með afsagnarbréf sitt og stjórnarinnar (sem einhver hefur skrifað fyrir hana), og ekki kallar hann allt ömmu sína þegar að þessum málum er komið.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:17

70 Smámynd: Rannveig H

Guðmundur minn þeim fjölgar fíflunum!!

Hver er þín óskaríkisstjórn núna.......

Rannveig H, 5.1.2010 kl. 19:28

71 identicon

Eitthvað allt annað en var.  Hef satt að segja ekkert velt því fyrir mér.  Held að það er komið meira nóg af hefðbundnu flokkabulli.  Hugsanlega utanþingstjórn, eða jafnvel mætti bland utanþingsstjórn og þjóðstjórn.  Held að ekkert gerist nema að allir flokkar komi að málum og beri ábirgð ef þjóðstjórn og utanþingstjórn yrði mynduð, og þá undir stjórn atvinnumanna.  Nema stjórnarflokkarnir eigi að dæma úr leik fyrir óheilindi og svik við þjóðina?

Kannski ætti maður að treysta á þennan "glæsilega" fulltrúa með sterku pólitísku sýnina til að leiða þjóðina úr hremmingunum?  Hef aldrei skilið af hverju honum er líkt við pólitískan vindhana í 12 vindstigum?

„Þetta frumvarp er ótækt, það er óþinglegt og í því er í fólginn stjórnskipulegur óskapnaður, aðallega af tveim ástæðum. Það er fólgið í frumvarpinu fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar. Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar er afdráttarlaust. Þar segir að við slíkar aðstæður skuli kjósa um málið svo fljótt sem við verður komið.“

- Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi 7. júlí 2004 þegar á dagskrá kom frumvarp þáv. ríkisstjórnar um að fella fjölmiðlalög úr gildi, eftir að Ólafur Ragnar hafði neitað að rita undir þau.

(O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:47

72 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Guðmundur skrifaði>Kannski ætti maður að treysta á þennan "glæsilega" fulltrúa með sterku pólitísku sýnina til að leiða þjóðina úr hremmingunum?  Hef aldrei skilið af hverju honum er líkt við pólitískan vindhana í 12 vindstigum?

Hver er þessi glæsilegi fulltrúi og/eða pólitíski vindhani?

Það væri flott að fá utanþingsstjórn með góðri blöndu af almenningi, þar að segja lærðum sem leiknum.

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2010 kl. 20:11

73 identicon

Sá sem ég birti ummælin eftir fyrir neðan setninguna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:55

74 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ha, ha, ég setti þetta ekki í beint samband við það því mér fannst jú það svo ólíklegt að þú værir að meina þann kall

Guðni Karl Harðarson, 5.1.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband