Hvaða bækur liggja á borðinu þínu?

Nokkrir bloggarar hafa nefnt þær bækur sem þeir lesa yfir jólin og stundum vitnað í þær til skemmtunar og fróðleiks. Það væri gaman að heyra hvaða bækur liggja á borðunum okkar. Sjálfur er ég alltaf með margar bækur í takinu og les í þeim til skiptis. Ég veit að þetta er ávani hjá fleirum en mér. Ég skal ríða á vaðið:

Personality, what makes you the way you are, eftir Daniel Nettle. Þessi bók kemur mér verulega á óvart. Hún útskýrir margt sem ég hef veitt athygli í eigin fari og annarra. Meðal annars útskýrir hún skapgerð útrásarvíkinganna og sýnir okkur hvaða menn ber að varast í því samhengi.

Hagfræði í hnotskurn, eftir Henry Hazlitt. Þessa bók hefði ég átt að lesa fyrir 30 árum.

Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson. Skyldulesning fyrir hvern einasta mann sem á annað borð er að tjá sig um hrunið. Ég á ekki eftir nema nokkrar blaðsíður. Þar er Styrmir að fjalla um framtíðina. Ég er að hugsa um að sleppa þeim kafla. Mér finnst Styrmir ekki alveg sannfærandi í þessum atriðum þótt bókin í heild sé ómetanleg.

Wordsworth, valið af Lawrence Durrell. Les eitt og eitt ljóð.

Other Men´s Flowers, valið af A. P. Wavell. Sama athugasemd. Hún liggur á borðinu en ég er ekki enn búinn að opna hana.

Frásagnir, eftir Þórberg Þórðarson. Hef lesið þessa bók áður en ætla að rifja upp kaflann um "Lifnaðarhætti í Reykjavík á síðara helmingi 19. aldar".

Ljóðmæli, eftir Grím Thomsen. Les mörg ljóð að þessu sinni. Var einmitt rétt áðan að lesa  "Íslenskar konur á Söguöldinni" og Tókastúf.

Fiskað í djúpinu, eftir David Lynch. Hver hefur ekki dálæti á Davíð? Ég er rétt búinn að opna þessa bók en ég finn strax á mér að hún á eftir að verða mér kærkomin. Dabbarnir bregðast ekki.

Lisbeth Salander, Luftslottet som sprängdes, 3. bókin á frummálinu, eftir Stieg Larsson. Eftir smá umhugsun bæti ég henni við. Ég var að vísu að klára hana en hún er enn á borðinu og enn í huganum. Snilldarverk. Las bækurnar þrjár á íslensku, ensku og sænsku. Skyldulesning fyri vinstri menn og feminista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hah. Maður fer bara hjá sér yfir þessum fræðilestri. Ég las bók Sr. Hjálmars í dag og ætla að byrja á Vigdísi á morgun. Held mig við íslenskar bækur. Frekar að ég lesi þær dönsku en ensku! Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú ertu svona hraðlæs. Ég er alltaf lengi með bækur - nema helst sakamálasögur. Var að klára þriðju og síðustu bókina um Lisbeth Salander og Kalle Blomkvist. Æsispennandi bækur.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég var að vonast til að fá Umsátur frænda míns Styrmis. Kaupi hana sjálfur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nei ég er ekki hraðlæs en ég sat við frá klukkan tíu í morgun:) Og bókin Hjartsláttur er góð lesning fyrir alla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Heimir, er Styrmir frændi þinn? Ok við erum víst öll skyld Íslendingar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.12.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimir, úr því sem komið er myndi ég bíða eftir verðlækkununum. Koma þær ekki alltaf í janúar? Ég skellti mér á hana í lok nóvember því ég kunni svo illa við að vita lítið um aðdragandann. Það er ótrúlegt að sjá hvað vinstri menn eru yfirleitt illa upplýstir um staðreyndir málsins. Þeir fimbulfamba endalaust en vita ekkert. Umsátrið er hafsjór af fróðleik um aðdragandann. Þarna er Styrmir á réttu róli, skarpskyggn og gerþekkir bæði málin og einstaklinga sem að málunum koma.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Jens Guð

100 bestu plötur Íslandssögunnar  eftir Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen.

Bráðar eru blóðnætur  eftir Þórarinn Gunnarsson.

Niðri á sextugu  eftir Finnboga Hermannsson.  Ævisaga Kjartans Sigmundssonar meistara bjargsins.

Jens Guð, 25.12.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Baldur og gleðilega hátíð.

Ég er að lesa Umsátrið, nýju bókina um Þórberg eftir Pétur Gunnars, Blóm frá Maó og svo var ég að lesa að nýju bók sem heitir The other side of Israel. Ég vil helsta hafa fleiri en eina í takinu og gríp til skiptis. Nema þegar einhver bókin grípur mann heljartökum og sleppir ekki fyrr en á síðustu blaðsíðu. Svo liggja nokkrar og bíða, þ.á.m. Eva Joly

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 22:55

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Aha, hvernig penni er Finnbogi? Ég væri til í að skoða þessa bók ef hún er vel skrifuð.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:56

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég gleymdi að geta þess að þegar ég keypti Styrmi þá fylgdi eitt kg. af hamborgarahrygg með. Nú þarf ég að melta bæði bókina og kjötið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 22:56

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæll Hjálmtýr, ég er alltaf að gá á bloggið þitt en þar er aldrei neitt nýtt. Ertu í bloggpásu. Endilega bloggaðu um The other side of Israel og svo auðvitað Joly.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:57

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég er að bíða eftir skýrslunni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 22:58

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ranglæti. Ég fékk ekkert kjöt með Styrmi. Sådan är kapitalismen.......

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 22:59

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hefur þú lesið The Other side...? Það er gyðingakona, Susan Nathan að nafni, sem skrifaði hana.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:00

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég á eftir að sjá hversu mikið kjöt er á beininu hjá Styrmi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:01

16 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég las allar Salander bækurnar á frummálinu í sumar og gat ekki hætt fyrr en að allar 3 lágu í valnum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:03

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það eina sem ég hef lesið um Palestínu nútímans er sakamálasaga sem varð mjög vinsæl. Hún er eftir breskan blaðamann, hans fyrsta bók. Bókin var ekki alslæm en íslenska þýðingin getur bara flokkast undir hryðjuverk gegn tungunni.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:04

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Salander bækurnar ættu heldur betur að höfða til þín, skoðun höfundar skín alls staðar í gegn: vinstri sinnaður feministi út í fingurgóma. En sögurnar eru meistaraverk.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:06

19 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég get bent þér á bók sem er hreint tilræði við tunguna. Bókin nefnist Endalok Ameríku og er eftir Naomi Wolf. Ég hef aldrei komist í kast við jafn slæma þýðingu. Ég hreinlega hætti eftir 15-20 bls.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:08

20 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Reyndar er bloggpásan líka vegna mikilla anna. Ég verð að klára tvær heimildamyndir á næstu 3 mánuðum. Svo eru önnur verkefni í vinnunni einnig að stela tíma frá bloggiðju.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:11

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil. Þér er fyrirgefið.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:14

22 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Takk og góða nótt

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.12.2009 kl. 23:18

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góða nótt Týri minn.

Baldur Hermannsson, 25.12.2009 kl. 23:20

24 identicon

Arnaldur spennó, fjandi góð, og á fóninum Bill Evans, Ben Webster, Miles og Tom Waits. Hafðu það gott gamli rifill.

Bárður Bringdal eldri (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:01

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú Tom Waits, hvernig tekur frúin því? Þegar mín er heima fæ ég ekki að spila Tom Waits eða CCR, þá ygglir hún brýnnar sú litla.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:05

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón Leifs, Ský og klukkur efitr Popper, Sársauki annarra eftir Susan Sonntag og Svört sól eftir Juliu Kristevu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.12.2009 kl. 00:07

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þetta þykir mér spennandi bækur sem þú ert með, Sigurður. Ekki er þetta Karl Popper hans Hólmsteins? Hvernig eru bækurnar eftir Júlíu og Súsönnu? Mælirðu með þeim? Ég fer að lýjast á fræðibókunum og þá vantar mig góðan skáldskap, ekki þó eftir íslenska höfunda - ég er búinn með þann kapítula.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:11

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bíð eftir Hvítbókinni hans Einars Más. Heyrði hann lesa upp úr henni í morgun.

Árni Gunnarsson, 26.12.2009 kl. 00:23

29 identicon

Er með þrjár í takinu núna sem ég ætla að klára fyrir áramót: 

1. Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson

2. America alone - The end of the world as we know it eftir Mark Steyn

3. Sober men and true - Sailor lives in the Royal navy 1900-1945 eftir Chistopher McKee

Annars er listi yfir bækur sem ég hef verið að lesa undanfarin misseri á heimasíðunni minni. Færi þær alltaf til bókar svo ég muni nú hvað ég er búinn að lesa

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:24

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ég hélt þú værir að lesa þessa bók því þú vitnaðir svo eindregið í hana í dag. Góða skemmtun.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:28

31 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, mér hefur oft dottið í hug að gera svona skrá eins og þú gerir. Það gæti líka vísað manni á svið sem maður er farinn að vanrækja. Ég hef á tilfinningunni að Sober men and true sé töluvert að þínu skapi, svona eftir titlinum að dæma - and no pun intended!

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 00:30

32 identicon

Já, það er gaman að halda þessu til haga. Hef líka orðið var við að áhugafólk um bóklestur hafi gaman af að sjá svona yfirlit. Við bókabéusarnir miðlum til hvorra annarra og höfum gaman af að vita hvað náunginn er að lesa. Ég er með króníska bókadellu.

Ég lít á bókalestur sem eins konar fjárfestingu, það er lesin bók bætir við þekkinguna. Þess vegna nenni ég nær aldrei að lesa reyfara. Maður þarf ekki endilega að muna allt sem maður hefur lesið, en þegar maður hefur lesið eitthvað og þarf síðar á vitneskjunni að halda þá getur maður flett þessu upp á örskotsstundu. Af þessum sökum þarf ég að eiga allar bækur sem ég les og ég læt bækur aldrei frá mér. Ekki einu sinni notaðar skólabækur seldi ég frá mér þegar ég var í námi, alveg sama hvað ég var blankur.

"Edrú menn og sannir" er áhugaverð bók rétt er það og mér að skapi. Sjóhernaður er eitt af mínum áhugamálum og ég væri aðmíráll í dag hefði ég fengið að ráða.

Annars mæli ég með America alone. Hún er skrifuð af leiftrandi húmor um alvarleg mál og þú finnur hana á amazon. Gæti trúað að þú hefðir gaman af henni.

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:45

33 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilegt þetta með að muna. Bandarískur eðlisfræðingur sagði frá því í minningum sínum að eitt sinn þegar hann var að ræða við Albert Einstein um flókin fyrirbæri, og Einstein ætlaði aðútskýra eitthvað fyrir honum og þurfti að nota til þess ákveðna formúlu - Einstein fór í bókahilluna sína í Princeton og hinn eðlisfræðingurinn spurði hann steinhissa hvort hann kynni virkilega ekki þessa formúlu.

Ég kann engar formúlur og dettur ekki í hug að læra þær, sagði Einstein, hins vegar veit ég hvar ég á að fletta upp á þeim þegar ég þarf á þeim að halda.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:15

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir þennan bókaþátt. þetta eru margar fínar bækur virðisst vera. En bók er sérlega lesverð þó gömul sé:

"Games People Play (The Psychology of Human Relationships) frá árinu 1964 eftir geðlæknirinn Eric Berne. Þar eru nákvæmar lýsingar á hinum ólíku persónuleikum og hvernig þær virka í hinum ýmsu stöðum í þjóðfélaginu.

Ég hef bara ekkert álit á neinni íslenskri bók. Enn það er líklegast af því að ég hef ekki hitt á þá réttu. Nóg er nú gefið út af bókum á Íslandi. Allar sem ég hef lesið eru leiðinlegar bækur...t.d. er alleiðinlegasta bók sem ég hef lesið fyrir löngu: "Hvernig maður hnýtir veiðiflugur". Þvílík steypa!

Furstu hundrað blaðsíðurnar voru um hvernig maður átti að velja fjaðrir. Eftir árstíðum, eftir stærð laxa og silunga, eftir stað og eftir veðri...svo ekki batnar það að ég hef aldrei haft áhuga á stangveiði sem gerði þennan lestur bókarinnar að voðalegri pínu og kvöl.

Enn hvað átti ég að gera? Þetta var jólagjöf og maður getur ekki verið þekktur fyrir að lesa ekki jólagjafirnar sínar...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 01:28

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gaman að þú skyldir nefna þessa bók, Games People Play. Ég átti hana einu sinni en lánaði hana góðri konu og fékk hana aldrei aftur. Ég var ekki búinn að lesa hana alla svo þetta var svekkjandi. Man samt eftir nokkrum köflum. Maður sá margt í öðru ljósi eftir að hafa lesið þá. Þann 1. febrúar kemur stóra rannsóknaskýrslan á netið og þú getur lesið hana. Fyrst þú gast lesið bók um fluguhnýtingar geturðu lesið allt.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:35

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég las Biblíunna líka og var með samviskubit í 2 klukkutíma á eftir...mun aldrei ske aftur...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 01:46

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Varstu þá að lesa Nýja Testamentið? Lestu það Gamla, þar eru krassandi sögur og bráðskemmtilegar.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 01:48

38 Smámynd: Björn Birgisson

Jólabókaflóð Baldurs, skemmtilegt innlegg á bloggið. Á mínu náttborði kennir margra grasa. Núna er ég að lesa bókina "Það liggur í loftinu", sögu Dagbjarts og Birnu, sem rituð er af Jónasi Jónassyni, þeim góðkunna útvarpsmanni. Ákaflega lipurlega skrifuð bók um dásamlegt fólk. Einnig hef ég verið að grípa í sérlega skemmtilega bók eftir Manuel Vázques Montalbán, sem í frábærri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar, hefur hlotið nafnið Hressingarhælið. Ótrúlega vel skrifuð og skondin bók. Gríp stundum (allt of sjaldan) í fræðimenn þjóðarinnar. Á náttborðinu liggur sérprent Skírnis, tímarits Hins Íslenska bókmenntafélags. Sérprentið inniheldur gríðarmerkilegar vangaveltur Páls Skúlasonar, fyrrum rektors HÍ, um menningu og markaðshyggju, nota bene, skrifaðar fyrir hrun. Dásamlegir höfundar, sem auðga allt.

Þegar betur var að gáð fann ég líka stauk, fullan af sley............. Verulega rykfallinn!   

Björn Birgisson, 26.12.2009 kl. 01:55

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þar fórstu alveg meða Baldur! Ég er bara ekki viss! það stóð Biblía á bíkinni og ég las hana...ég gáði bara ekki að því hvort þetta væri Ný Biblía eða Gömul...vissi ekki að það væri neinn munur..

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 02:21

40 identicon

Hjá mér er það Sjúddirari Rei Endurminningar Gylfa Ægisssonar og hún er nú bara nokkuð skemmtileg. Svo er dálítið annað merkilegt sem liggur á borðinu hjá mér og getur verið  fullt af fróðleik.

Flestir hafa heyrt af honum Móses þegar hann kom með steintöflurnar niður af fjallinu. Þær voru ægiþungar og geymdu nokkur boðorð. 

Hjá mér er hinsvegar plasttafla og getur verið alveg full af fróðleik. Þessi tafla heitir Kindle og er frá Amazon. Þessi tafla er mikið galdratæki og í hana getur þú hlaðið þúsundum bóka í gegnum kindle store. 

Í minni töflu er Newsweek sem kemur vikulega, The Sarlet Letter eftir Nathaniel Hawthorne. Laxdæla og Ynglinga Saga.

Þetta er örþunn tafla, þú þarft ekki að tengja hana við tölvu þú getur ráðið textastærðinni og svo ef þú verður þreyttur á því að lesa þá getur þú látið hana lesa fyrir þig eins og Guð gerði fyrir Móses. Að vísu er ekki búið að kenna henni að tala íslensku þannig að hún eiginlega bara stafar það.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 07:20

41 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er þetta æfisaga Gylfa Ægisson sem spilaði á píanóið í Vestammaneyjum fyrir brennivín?

Talandi bók! Hlýtur að vera fjör ábókasafni með svona tæki.

ja, Móses. Hann henti boðorðunum 10 í geðillskukasti og ergelsi yfir að fólk var búið að smíða kirkju úr skíragulli...er það ekki sá Móses?

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 08:03

42 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Atómstöðin eftir HKL. Fróðleg og upplýsandi, pínulítil samsvörun við nútímann finnur maður á þessum undarlegu tímum.

Kveðja að norðan og takk fyrir bloggvináttuna.

Arinbjörn Kúld, 26.12.2009 kl. 09:37

43 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ævintýraeyjan (Ármann Þorvaldsson)
Þórunn Ashkenazy
Mannasiðir Gillz
AugnaBlik
Símaskráin

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.12.2009 kl. 09:51

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er með ólíkindum hvað bókakosturinn er fjölbreyttur hjá okkur. Maður hefði búist við því að einhver ein bók væri á borðinu hjá flestum en það er ekki. Það er hrein hending að tveir bloggarar nefni sömu bókina. Að vísu má geta sér til að margir hafi símaskrána við hendina!

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:38

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk sömuleiðis Arnbjörn. Atómstöðin er nálægt nútímanum að því leyti að þá logaði landið í kviksögum eins og nú er, og þjóðin var klofin í herðar niður, þá eins og nú.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:38

46 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, Gamla og Nýja Testamentið eru ekki tvær Biblíur, heldur er Biblían sett saman úr þessum tveim hlutum. Fremst er Gamla Testamentið og er langmestur hluti Biblíunnar. Nýja Testamentið er aftast og segir aðallega frá ævi Jesú Krists.

Ég held að menn séu á einu máli um að Gamla Testamentið sé yfirleitt skemmtilegri lesning.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:40

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, sástu viðtalið í sjónvarpinu við fyrrum samstarfsmann Ármanns Þorvaldssonar? Það var alger heimaslátrun. Blóðið skvettist upp um alla veggi.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:41

48 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn Haraldur, þetta eru stórtíðindi. Hvar er hægt að kaupa svona lestöflur? Mun þetta ekki leysa af hólmi dagblöðin þegar fram í sækir?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:42

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Björn, ég var í samkvæmi um daginn þar sem mönnum varð tíðrætt um ævisögu Dagbjarts og Birnu. Einkum var það framhjáhald Dagbjarts sem menn höfðu gaman af að tala um og ekki síður hreystileg viðbrögð hennar þegar hún komst að því stráksi hvað var að bralla. Hvernig fór Dagbjartur út úr hruninu? Hann hefur verið ein helsta lyftistöng íþróttafélaganna í Grindavíkur um langt skeið og slæmt ef sú lindin þornar.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:45

50 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ath. 45, afsakaðu stafsetninguna á nafni þínu Arinbjörn!

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 10:49

51 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hlít að hafa misst af skemmtilegu lesningunni. Samt las ég alla þessa bók sem á stóð Biblía...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 10:56

52 identicon

Þið eruð svo hrikalega hámenningarlegir að ég bara roðna.  Ég er bara að rifja upp Árna í Hraunkoti með syni mínum 10 ára en ég fann 3 bækur í bókakaffi Bjarna Harðar hér í haust um þann skemmtilega pilt. Við fegnum svo sent frá blindrabókasafninu leikrit um Hraunkotsdrenginn sem einnig er gaman að hlusta á. En á náttborðinu liggur hins vegar Frelsið er dýrmætast eftir Hege Storhaug, er enn að lesa hana og mun verða eitthvað áfram, þetta er þungmelt bók og erfitt að kyngja því sem þar stendur svo maður les hvern kafla nokkrum sinnum til að vera viss um að  hafa ekki verið að dreyma einhverja þvælu.

(IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 11:02

53 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég sá viðtalið, Baldur. Ég tek ekki lengur mark á Englendingum, allra síst þeim sem tala illa um okkur. Ármann fær sinn dóm eins og aðrir þegar rannsókn á atferli manna lýkur. En bókin er góð svo langt sem hún nær.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.12.2009 kl. 11:05

54 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benax, þessi Englendingur var alveg marktækur og raunar hefur mér sýnst að við Íslendingar hefðum mátt byrja á því fyrr að taka mark á útlendingum. Samkvæmt viðtalinu var Ármann hvergi starfi sínu vaxinn en það er þó gott ef hann er ritfær - hann gæti þá farið að vinna fyrir sér sem blaðamaður eða sakamálahöfundur,

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:19

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, þetta er bloggið, hér syngur hver með sínu nefi og allar skoðanir eru nákvæmlega jafn gildar. Árni í Hraunkoti hefur hér sama rétt og Ámann Þorvaldsson og Stieg Larsson.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:21

56 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ef þú hefur lesið alla Biblíuna er örugglega kominn tími á vígslu og prestskap hjá þér.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:22

57 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er ekki sammála þér, Baldur. Maðurinn var æfur af reiði og hefur mér reynst vel hingað til að taka ekki mark á því sem fólk segir ef það er ekki með sjálfu sér. Um aðra útlendinga en þá ensku hef ég ekki myndað mér skoðun enn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.12.2009 kl. 11:30

58 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ekki sýndist mér tjallinn með neinum reiðisvip en hneykslaður var hann og tilgreindi nákvæmlega þau atriði sem hneyksluðu hann. Er Ármann skyldur þér?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:35

59 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott hjá Sigurlaugu! "Hámenningarlegir" Maður liftist allur upp af svona hrósi!..

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 11:35

60 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe allt er þetta best hvað með öðru.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:39

61 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Erum við ekki öll komin út af Jóni Arasyni?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.12.2009 kl. 11:46

62 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú, en ég er kominn út af Axlar-Birni og það vegur þyngra. Báðir voru reyndar höggnir en fleira áttu þeir varla sameiginlegt.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 11:56

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hva? Er verið að tala um Tröllatunguættina? Hún byrjar einmitt á því að einhver biskup eða prestur var hálshöggvinn og tveir synir hans með honum...hvað gerði hann af sér?

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:00

64 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég fletti því upp. Það var frændi Jóna Arason sem var hálshöggvinn. Skelfing er ég fegin að hafa ekki verið uppi á þessum tíma. Hausinn væri farinn fyrir löngu...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:02

65 identicon

"Dýrmætast er frelsið" er góð bók sem fjallar um mikilvæg mál og því ráðlegt að lesa hana vandlega. Ég þýddi hana einmitt vegna þess að mér fannst hún skipta máli og eiga erindi við Íslendinga.

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:12

66 Smámynd: Baldur Hermannsson

Magnús, eins og þú sérð af athugasemdum bloggaranna er úrvalið gífurlegt og samkeppnin þar af leiðandi hörð. Um hvað fjallar "Dýrmætast er frelsið" og eftir hvern er hún?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 12:17

67 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Dýrmætast er frelsið" hlýtur að fjalla um hvernig maður fer að því að flytja burtu frá landinu...segir sig sjálft..

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:21

68 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, þú ert nú svo kornungur maður að þú heldur eflaust að Jón biskup Arason hafi verið hálshöggvinn fyrir að hafa níðst á börnum en svo var þó ekki. Hann var hálshöggvinn fyrir að standa vörð um kaþólska trú og sjálfstæði Íslands. Margir Íslendingar hafa viljað fá hann tekinn í heilagra manna tölu vegna þess að hann hafi látið lífið fyrir trúna en Vatíkanið hefur þráast við; þar á bæ tína menn til að hann hafi verið stjórnmálamaður og herforingi og var hann það að sönnu. En þessi afstaða Vatíkansins er ansi léleg engu að síður því um það verður ekki deilt að hinn glæsilegi forfaðir okkar, Jón biskup Arason, lét lífið fyrir trúna og er því píslarvottur. Og þess vegna sitjum við uppi með þessa hallærislegu lútersku kirkju sem er á góðri leið að eyða öllu trúarlífi í landinu.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 12:25

69 identicon

Óskar!Jú, þetta er sá Gylfi Ægisson og líka sá Móses. 

Baldur! þú getur keypt þetta á Amazon og það sem meira er að það fylgir þessu New Oxford American Dictionary. T.d. ef þú ert í vandræðum með orð, þá færir þú með joystikkinum bendilinn fyrir framan orðið. T.d orðið Interrogators þá kemur orðabókin með þetta:

in-ter-ro-gate v.(trans.) ask questions of (someone, esp. a suspect or a prisoner) closely. aggressively, or more.

en þetta birtist neðst á síðunni.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:41

70 identicon

Einnig hægt að glósa við greinarnar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:43

71 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, þetta er alveg ótrúlegt! Konan sér um öll viðskipti við Amazon og ég verð snöggur að virkja hana. Veistu hvað þetta undratæki kostar svona hér um bil? Og annað: er hægt að kaupa á netinu mikið úrval bóka sem henta þessu tæki?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 12:44

72 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var hann kaþólskur? Þá átti hann þetta eflaust skilið...já ég er kornungur.. Svona á sálinni alla vega..

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 12:55

73 identicon

Mér var gefið tækið í jólagjöf, en ég held það kosti eitthvað um 260 dollara og svo þarf að borga um 26 þúsund í tolla vask og allskonar gjöld. Þú getur fundið úrval bóka  og tímarita á Amazon það sem merkt er Kindle færðu sent beint í tækið en það er búið 3G tækninni og tekur ekki nema innan við mínútu að fá bókina í tækið eftir að þú hefur pantað hana. Einnig getur þú sjálfur sent með tölvupósti word doc og pdf og þeir umbreyta því fyrir þig og senda aftur til baka í tækið en það kostar eitthvað um 99cent og tekur ekkin nema örskotsstund . En ég sendi Laxdælu og svo líka ættarskrá sem ég á. Algengt verð á bókum er 9 til 12 dollarar og sumar eru fríar eins og the Scarlett Letter.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 13:40

74 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábært, þetta er augsýnilega framtíðin. Læt einhvern kaupa þetta fyrir mig í Ameríku til að losna við gjöldin.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 14:01

75 identicon

Dýrmætast er frelsið er mjög góð bók klárlega en sárt að lesa, því margir eru svo blindir fyrir því hvað er að gerast. Mæli með henni því eins og Magnús segir er það eitthvað sem við íslendingar þurfum að fara átta okkur á og því fyrr því betra. Í bókinni segir fyrrum norskur blaðamaður frá innflytjendamálum í Noregi og hvernig þau mál hafa þróast þar.

Og Óskar ekki veit ég hvort hámenningarlegt telst hrós frá mér því ég gef lítið fyrir slíkt snobb en að því þetta ert nú þú og þið hér,  þá má taka því sem sliku

(IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 14:21

76 identicon

Sæll, Baldur.
Þú kannt lagið á að vekja upp umræður. Ég las um daginn bók, sem er sennilega verst þýdda bók, sem ég hef lesið - en lét mig hafa það. Hún heitir Morðin í Betlehem og er út af fyrir sig mjög áhugaverð - efnislega. Ég mæli frekar með að lesa hana á ensku.
Nú les ég "Ný framtíðarsýn" eftir Þorkel Sigurlaugsson, en er ekki búinn enn. Úr landsuðri e. Jón Helgason bíður á borðinu enda snjall, þótt sá bezti og fremsti til þessa sé Einar Benediktsson.
Hafðu þökk, félagi. Gleðileg jól.

Egill Þórðarson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 15:18

77 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já þá veit ég hvaða bók þetta er, þarf endilega að lesa hana.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 15:19

78 Smámynd: Baldur Hermannsson

Egill, einmitt - Morðin í Betlehem! Það er sú bók sem ég er að tala um í aths. 17. Mundi ekki hvað hún hét. Hryllileg þýðing. Maður spyr sig hvernig í ósköpunum svona þýðing yfirleitt kemst á prent. Hvers vegna hefur enginn tekið í taumana - útgefandi, prófarkalesari, prentari - og hreinlega sagt: hingað og ekki lengra. Reyndar eru villurnar svo margar og ægilegar að sennilega hefur hún aldrei verið prófarkalesin, bara hent í prentsmiðjuna sisona.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 15:24

79 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gleðileg jól, Egill!

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 15:25

80 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Sigurlaug! Mér finnst gaman að vera ég..

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 15:27

81 identicon

Hér má nálgast upplýsingar um "Dýrmætast er frelsið"

http://magnusthor.is/default.asp?sid_id=47199&tId=1

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 16:46

82 identicon

Ég hef verið að dunda við að lesa alla símareikninga ársins sem borist hafa á mitt heimili. Verð að segja að é ég botna lítið í þeim!

Logi Logason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 16:56

83 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, þegar þú ert orðinn leiður á símreikningunum skaltu kýla á leiðara Morgunblaðsins 12 mánuði aftur í tímann. Alltaf gott að hafa línuna klára.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 18:13

84 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég eyddi jólanóttinni með Ovid og Kristjáni Árnsyni og verð að segj að þeir vald ekki vonbrigðum. Annars eru bækurnar á náttborðinu af ýmsum toga. Líkt og þú hef ég margar bækur í takinu þótt frekar lítið hafi farið fyrir lestri síðastliðið ár, en það stendur til bóta. Tek lokapróf í meistaraverkefninu mínu nú í janúar og eftir það mun ég leika lausum hala hér á  netinu sem annars staðar. Watch out.

Næst á eftir Ovid á leslistanum er bók um Mafíuna á Balkanskaga og bók Davids Lodge Deaf Sentence, sem er að einhverju leyti byggð á hans eigin reynslu. Þær eru búnar að bíða nokkuð lengi. Eins hefur bók Johannesar Möllehave Indtryk og Udtryk beðið of lengi. En listinn er miklu lengri.

Gleðilega jólahátíð, Baldur.

Ragnhildur Kolka, 26.12.2009 kl. 20:24

85 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gaman að heyra í þér Ragnhildur, alltaf heyrir maður af nýjum og nýjum bókum! David Lodge kannast ég reyndar við og á tvær bækur eftir hann. Skemmtu þér vel með Ovid - ertu þá með bók sem Kristján þýddi?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:32

86 identicon

bækur já... ér er með:  "The symbolic language of geometrical figures", "Snorra Sturluson", "The Lost Symbol" og bankabókina þegar ég vil hvíla mig og lesa ekkert.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:36

87 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þú ert lukkunnar pamfíll Ólafur, að eiga bankabók sem færir þér slökun og vellíðan. Það er nú en hjá okkur smælingjunum sem þekkjum ekkert annað en skuldir. En ertu sáttur við Snorra? Ég er ekki búinn að sjá neina verulega úttekt á þessari bók, tími varla að kaupa hana nema hún sé hörkugóð. Á eitthvað eftir Gunnar Benediktsson um Snorra en ég býst við því að þessi sé ítarlegri.

En þessi bók um symbolic language og figures vekur áhuga minn. Er þetta vektorfræði einhvers konar eða er þetta tölvufræði?

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:41

88 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snorri Sturluson eru mistök Oli horfni! Enn þessi lýsing á "bankabókinni", þeirri frægu skáldsögu, er líka svona hjá mér. það var ekkert í henni þegar ég fékk hana og það sami söguþráður nú, 25 árum seinna...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 20:42

89 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nú annað en hjá okkur smælingjunum ...........

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:42

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, manstu þegar bankarnir gáfu krökkum bækur með 5000 króna innistæðu? Those were the days my friend.........

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:43

91 Smámynd: Óskar Arnórsson

yes! þá voru bankar rausnarlegir! Sendu börnum bankabækur og unglingum kreditkort sem settu foreldranna á hausinn fyrir jól.

Þetta voru góðu gömlu dagarnir. 6 börn þurfti ég að rífast við vegna þessara kreditkorta...eða voru það bara 5?

Bíddu aðeins. 1 barn á Íslandi, 4 börn  í Svíþjóð, 1 barn..hvaða ansk. land var þetta?  ...og svo 2 á einhverri eyju..enn hvað um það. Þessar gjafir bankanna voru ferlega lúmskar...

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 20:49

92 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einmitt, nú eru þessi sömu börn orðin fullorðinn og bankarnir búnir að skralla utan af þeim aleiguna.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:52

93 identicon

he he , bankabókin er svona eins og biblían, maður sér ekkert en trúir stöðugt á upprisuna... stari og vona :)

Snorri er í plastinu ennþá, vona að ekki séu mistök á ferð Óskar... ;)

The symbolic language of geometrical figures, er eftir Omram Mikhael Aivanhof, gamlan Búlgarskan speking... ritað upp þegar kallinn er að túlka gömul tákn... semsagt ekki skrifað af Omram heldur þeim sem eru að hlusta á kallinn ;)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 20:55

94 Smámynd: Baldur Hermannsson

The plot thickens - gamlan búlgarskan speking?  Þetta er orðið æsispennandi. Ég hélt að þetta væri stærðfræðirit en þetta er þá væntanlega trúarrit.

Ég sá að Páll Vilhjálmsson var svona heldur að hvetja menn til að verða sér úti um Snorra, en svo tiltók hann sýnishorn úr bókinni sem mér fannst persónulega virka heldur letjandi.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 20:59

95 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er alveg skelfilegt að hugsa út í þetta. Eina dóttir mín sem bjó á þessu ANDSKOTANS SKÍTA MAFÍUSKERI.!!!!. missti hús, bíl og mann á Íslandi. Hún er núna í svíþjóð sem efnahagslegur flóttamaður með tvö börn...

þetta er ekki einu sinni djók...bara æðruleysið á þetta? Ömurleg lesning þessi bankabók manns. Eiginlega er það endirinn á bankabókinni sem er sorglegastur...og plús það að bankinn gufaði upp í orðsins fyllstu merkingu.

Ekki nema það sé til eitthvað sem heitir "Nýji SPRON"??

Óskar Arnórsson, 26.12.2009 kl. 21:02

96 Smámynd: Baldur Hermannsson

Öllum sem voru eitthvað nálægt bjargbrúninni var hrint fram af. Það er nú bara það sem gerðist því miður. Samkvæmt ummælum sérfræðinganna hefði þjóðfélagið ekki ráðið við að taka á sig skuldir þeirra. Veit svo sem ekki hvað er að marka það. En er þessi kona ekki á besta aldri? Það hendir margan mann að missa allt sitt en þá er bara að byrja aftur. Gleymdu því ekki að geysimargir eiga aldrei neitt en þrífast þó og eru bullandi hamingjusamir. Æðruleysi, eins og þú orðar það.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 21:10

97 identicon

Omram gamli var trúarsepkingur.. ég er að endurlesa bækur sem ég keypti fyrir um 20 árum síðan... djúpvitur náungi sem var undir áhrifum frá Peter Deunov (1864-1944)... náungar sem vert er að kynna sér ef áhugasviðið er á þeim nótum.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:11

98 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er með á nótunum, er sjálfur með margar hillur fullar af yndislegum hindurvitnum. Þau geri manni gott.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 21:26

99 identicon

Ég fór að ráði síðuhöfundar, lagði frá mér símareikningana og byrjaði að leita eftir öllum leiðurum Morgunblaðsins á þessu ári. Það leiddi mig bara aftur að símareikningunum og símaskránni. Íhugaði sjálfsvíg í nokkrar sekúndur, en hvarf frá því, enda að fá skemmtilegt fólk í mat. Ekkert gaman að vera dauður í góðum félagsskap, eins og til dæmis í mararboði eða á þessari síðu. Hér er mikill fjöldi vitleysingja saman kominn, en allir eru þeir skemmtilegir og áhugaverðir á sinn hátt.

Logi Logason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:47

100 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe af þessari athugasemd að dæma áttu vel heima í þessum félagsskap. Fáðu þér bloggsíðu og vertu með í spjallinu. Þú hefur greinilega þessa hæfilegu blöndu af kímni og alvöru sem til þarf. Þú virðist líka vera vinstri sinnaður og þeir eru orðnir svo hrikalega daufir í dálkinn eftir því sem óstjórn vinstri flokkanna verður greinilegri. Okkur vantar fleiri hressa vinstri menn á bloggið.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 21:52

101 Smámynd: Kama Sutra

Fjölbreytt og spennandi bókaflóra hér að ofan. 

Vigdís og Arnaldur eru bæði á mínu náttborði - on top of each other...

Og að sjálfsögðu bók bókanna sem víkur ekki þaðan, hið klassíska meistaraverk Kama Sutra - ásamt stífu verklegu leiðbeiningaprógrammi.

Einnig nokkrar hálfkláraðar Sudoku-bækur.

Kama Sutra, 26.12.2009 kl. 22:00

102 identicon

Baldur þú ágæti,eru bara vinstri menn að svara þér,þú heppin.

Númi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:00

103 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, þetta er snilldarþýðing Kristjáns Árnasonar á Ummyndunum Ovids.

Ragnhildur Kolka, 26.12.2009 kl. 22:03

104 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi, því fleiri vinstri menn, því betra. Okkur er ekki skemmt að vera alltaf sammála.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:04

105 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kama Sutra, það gleður mig að sjá að þú lítur ekki bara á bóklegu hliðina. Reyndar á ég sjálfur heildarverkið en varð gáttaður að sjá hvað þetta er endurtekningasöm og frekar leiðinleg bók. Má ég þá heldur biðja um Anaïs Nin.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:05

106 identicon

Þú fyrirgefur mér nokkrar ásláttarvillur, enda er ég ekki vanur tölvukarl, kann reyndar andskotann ekkert á slíkt tæki. Kann samt að fljúga rellum sem í eru tölvur. Í fluginu setjum við alltaf öryggið á broddinn, þegar freyjurnar nálgast. Til þess þarf enga tæknikunnáttu. Á eftir er gott að slappa af og dorma við stjórntækin!!! Bloggsíða í mínu nafni yrði öllum til ama og leiðinda, sérstaklega mér sjálfum . Mér leiðist alltaf eigið tuð og sé jafnóðum eftir því. Engin ástæða til að auglýsa það sérstaklega hér.

Rétt hjá þér, ég er heldur til vinstri. Hef fylgst með blogginu hér í kannski 8-10 mánuði. Alltaf gaman að lesa hugleiðingar sumra, eins og til dæmis þínar. Ég er eiginlega aldrei sammála þér, en þú ert skemmtilega óvæginn og orðljótur í garð vinstri manna og um leið ljúfur í þeirra garð eins og freyja í fyrsta flugi.

Talandi um vinstri menn. Eru þeir ekki allir farnir af þessum miðli? Mér finnst ég fátt annað sjá hér en hægri menn, er reyndar bara stundum að kíkja (þarf oft annað að gera). Hvar eru allir vinstri mennirnir? Ég rekst mjög sjaldan á þá hér. Kannski bara minn aulaskapur að fylgjast ekki betur með. Þeir voru örugglega fleiri fyrir nokkrum mánuðum. Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:16

107 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, ég er ekki viss. Ég hef alltaf tekið mér löng frí frá bloggi og fylgist ekki svo grannt með því sem hér er að gerast. Ég sá að nokkrar alræmdar snúrukellingar færðu sig um set þegar Davíð varð ritstjóri en þetta voru kellingar sem rausuðu mest um klofið á sjálfum sér og voru engum til gleði; þær máttu missa sín. En það er eins og þú veist - þeir eru alltaf brattastir sem eru í stjórnarandstöðu og geta leyft sér þann munað að skammast og gagnrýna. Það er erfiðara og leiðinlegra að halda uppi vörnum, sér í lagi ef menn eru ekki alveg sáttir við leiðtogana sína.

En hefurðu prófað BloggGáttina? Hún er sniðug, því þar er að finna bloggara úr hinum ýmsu bloggheimum. Ég er nýkominn þangað og er ekki farinn að nota hana en mun gera það. Prófaðu:

blogg.gattin.is

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:33

108 identicon

´´blogg no 107,er sóðalegt hjá þér Baldur.Alltaf þarftu að koma foringjanum hinum mikla Davíð Oddsyni að,sama hversu einhver er að svara þér,alltaf tekst þér að klína honum inní umræður.Ég tel þig vera ofursyfjaðan orðið,og góða nótt.

Númi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 22:50

109 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hitlersæskan gerir sitt besta, góða nótt Númi.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 22:53

110 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, ég læt mér nú nægja að lesa nýju bókina eftir Arnald, man reyndar ekki hvað hún heitir, en það skiptir heldur engu máli. Aðrar gullaldarbókmenntir á náttborðinu hjá mér eru m.a. Kommúnistaávarpið, eftir Marx og Engels, Biflían, eftir hina og þessa og Þér að segja - Veraldarsaga Péturst Hoffmans Salómonssonar, skráð af Stefáni Jónssyni föður Kára Stefánssonar.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2009 kl. 23:00

111 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get mér til að Hoffmann sé skemmtilegastur af þessum. Ég man eftir karlinum, dálítið eins og Pétur Þríhross á vappi niður í Selsvör. Kommúnistaávarpið las ég í dentíð, það var líka skemmtilesning nokkur. En Kapítalið er víst hundleiðinleg og fáir sem hafa barist í gegn um þá skruddu.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 23:04

112 identicon

Sá að einhver Númi var að skamma þig fyrir svar mitt til þín. Þykir leitt ef ég er að verða hér til leiðinda. Fór að þínu ráði og kíkti á blogg.gattin.is. Þar kennir ýmissa grasa og illgresa. Ég var meira að spyrja þig um skemmtilega eða áhugaverða vinstri menn hér á Mbl.is. Ég veit að þú þekkir þá alla, hvort sem þú virðir þá eða ekki. Þeir hljóta allir að hafa heimsótt þig, líklega til að skamma þig, eða til að hlæja með þér. Hvað sem öðru líður þá eru margir vinstri menn gríðarlega skemmtilegir og kímnir og taka sig ekki allt of hátíðlega. Finnst einhvern veginn að þú njótir slíkra manna miklu betur en einsýnna sjálfstæðisdrumba. Þeir eru nefnilega ekki skemmtilegir. Þeir eru bara einsýnir. Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:26

113 identicon

Þarna sérðu, ég skrifaði svar mitt til þín. Átti auðvitað að vera svar þitt til mín. Ég verð aldrei góður bloggari!

Logi Logason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:39

114 Smámynd: Baldur Hermannsson

Númi kemur öðru hvoru til að siða mig og veitir mér ekki af því. Allar heimsóknir eru vel þegnar, sérstaklega í einmanaleika næturinnar. Ég treysti mér ekki til að raða mönnum í stjórnmálaflokka eftir því hvort þeir eru skemmtilegir eða leiðinlegir, þekki æði marga bráðskemmtilega sjálfstæðismenn og ekki síðri komma. Það eru jafnvel til skemmtilegir framsóknarmenn sem sannar best að allt er nú til í veröldinni. 

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 23:39

115 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, hér á blogginu er hyggilegt að skeyta sem minnst um smáatriðin. Stafavillur hafa aldrei drepið neinn. Og smávegis ádrepur hafa heldur ekki drepið neinn. Sumir kippa sér upp við skammirnar og verða reiðir en þeir menn ættu að gera eitthvað annað en blogga.

Baldur Hermannsson, 26.12.2009 kl. 23:42

116 identicon

Takk fyrir umburðarlyndið. Ég er nýliði hér og kann ekkert á þetta blogg, eða hefðir þess. Ég var alltaf að biðja þig að benda mér á sniðuga, kannski áhugaverða vinstri bloggara. Þú nefnir þá aldrei í svörum þínum. Er það vegna þess að þú þekkir enga slíka, eða er það vegna þess að þú vilt ekki nefna þá? Kannski eru þeir ekki til fyrir þér? Kannski eru þeir bara alls ekki til? Held nú samt að einhverjir leynist hér á þessu bloggi, sem Mogginn heldur úti. Hef rekist á örfáa. Held að hér séu hlutföllin 90% hægri menn og 10% vinstri menn. Ef rétt er hjá mér, af hverju er þetta svona? Fróðir menn segja mér að þetta hafi ekki verið svona. Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 00:10

117 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get ekki svarað því. Ég byrjaði að blogga fyrir ári en nennti ekki að standa í því lengi og tók mér frí. Tek blogg-skorpur. Hlakka til að blogga fyrir kosningarnar. Ég hef það miklu fremur á tilfinningunni að vinstri menn séu fleiri. Það eru til dæmis Björn Birgisson, Sveinn hinn Ungi, Andri Geir, Árni Gunnarsson, Páll Blöndal, Hilmar Jónsson og miklu fleiri. En almennt eru vinstri menn frekar dasaðir núna og hafa sig ekki mjög í frammi. Það getur breyst fyrir kosningarnar - vonandi.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 00:15

118 Smámynd: Jens Guð

  Finnbogi er ágætur penni.  Hinsvegar er betra að hafa áhuga á bjargsigi og / eða þekkja til Vestfirðinga ef virkilega á að hafa gaman að bókinni  Niðri á sextugu.  Þarna er mikið um upptalningu á nafngreindum mönnum.  Ég þekki þessa menn ekki og þekki ekkert til bjargsigs.  Ef undan er skilið að þegar Vigdís Finnbogadóttir fór til Færeyja birti færeyska sjónvarpið viðtal við hana.  Þar varð henni tíðrætt um björgin sem hún sá í Færeyjum og löngun til að spranga í þeim.  Færeyska sjónvarpið setti "píp" yfir orðið spranga.  Það þýðir nefnilega að afmeyja.  Það þótti ekki við hæfi að Vigdís segðist vilja láta afmeyja sig þarna.

  Með Vigdísi í för var íslenskur ljósmyndari að nafni Örlygur.  Það vakti kátínu Færeyinga er hann kynnti sig með nafni.  Orðið örlygur þýðir á færeysku fáviti.  Þegar maðurinn sagði:  "Ég er Örlygur hirðljósmyndari Vigdísar" hljómaði það í eyru Færeyinga sem:  "Ég er fáviti..."

  Útdráttur úr bókinni  Niðri á sextugu:    http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/993499/

Jens Guð, 27.12.2009 kl. 00:45

119 identicon

Takk fyrir þetta svar. Nú ætla ég að kíkja á þessi nöfn sem þú nefndir. Þekki reyndar einhver þeirra, af því að þeir eru alltaf hér. Greinilegt að sumir koma sjaldnar við. Takk kærlega. Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 00:54

120 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe þetta er skemmtileg lýsing, Jens. Ég þykist skynja að þessi bók sé ekki við mitt hæfi. Ég á mikið úrval bóka með þjóðlegum fróðleik en ég kýs mest sögur af atburðum og skrautlegum karakterum. Satt að segja hef ég aldrei verið snokinn fyrir Finnboga, þannig er nú bara smekkur manna misjafn sem betur fer.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 01:36

121 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, svo má ekki gleyma aðalpostulanum Páli Vilhjálmssyni. Hann er eldrauður kommi, kaus Vinstri græna en gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega vegna þess að honum finnst hún hafa brugðist. En bíddu þangað til þú sérð pillurnar sem íhaldið fær hjá honum.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 01:38

122 identicon

Ég þakka kærlega fyrir svörin. Kannski verð ég bara húkkt á þessu bloggi. Fletti öllum þeim sem þú nefndir upp, eftir bestu getu. Páll Vilhjálmsson er eins og einfættur stjórnmálamaður, sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Þvílíkur blaðrari! Andri Geir er gáfaður fagmaður, allar hans færslur eru flottar og rökrænar. Árni Gunnarsson, ef hann er reykur, (sýnist fleiri koma til greina) er gríðarlega skemmtilegur rýnir á þjóðfélagið. Íslendingur í húð og hár.  Ótrúlega flottur vinstri penni. Kannski frjálslyndur penni? Björn Birgisson er mér nokkur ráðgáta. Á síðu hans fann ég örfáar færslur. Kannski er hann rétt að byrja. Tvennt vakti þó athygli mína þar. Hann er ekkert að blogga um fréttir. Skrifar bara sitt. Það líkar mér. Nefni hér tvær færslur sem ég sá: Af hverju næst aldrei samstaða um samstöðu þjóðarinnar? Líka skondin færsla sem Björn kallar: Leysir uglan fálkann af hólmi? Sveinn hinn ungi hefur góða sýn á þjóðfélagið og er beinskeyttur í sinni gagnrýni, sömuleiðis Hilmar Jónsson. Fleiri vinstri menn nefndir þú ekki, en ég verð að reyna að fylgjast betur með! Kannski eru þeir fleiri og betri! Mér finnst þetta bara gaman. Þakka þér fyrir að umbera mig! Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 02:38

123 Smámynd: Rannveig H

Lífið er pólitík, sem sést best á því að yfirskriftin er bókaspjall sem endar í pólitískum umræðum.  Skilgreining Loga á framangreindum bloggurum eru eins og skrifuð af minni hendi,(algjörlega sammála honum) Ég kláraði Svörtuloft í gær,ætli það sé ekki komið nóg af Arnaldi, svo fer ég með Styrmi í bólið í kvöld

Rannveig H, 27.12.2009 kl. 11:32

124 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, þá eruð þið Jónína Ben allt í einu tengdar, til hamingju með það.....

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 11:49

125 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, þetta er skemmtileg greining á bloggurunum, einskonar bókmenntagagnrýni - en svo er líka Eiður Guðnason fyrrverandi krataráðherra, eigi má undanskilja hann úr flokki vinstri bloggara. Lestu hann og lát oss heyra rýnina!

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 11:51

126 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ertu fæddur svona Baldur? Eða er þetta áunnið? Hvernig fer maður að því að hafa alltaf svona hnittin svör á takteinum:) Rannveig tengd Jónínu..he he he...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.12.2009 kl. 11:54

127 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe Silla, kannski ekki fallegt að tala svona á jólunum en svona er bara mannlífið - og með hvor annarri eru þær báðar í góðum félagsskap, svo mikið er víst......

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 12:01

128 Smámynd: Rannveig H

Eigum við ekki að bíða með tenginguna við Jónínu Ben þar til að ég er búin að sjá hvernig bólfélagi Styrmir er (búin að lesa hann) Alveg er ég viss um að Loga finnst Eiður arfaleiðinlegur, leiðinlegri en nokkur framsóknarmaður getur orðið.

Rannveig H, 27.12.2009 kl. 12:33

129 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vertu ekki viss um það, Eiður er öðlingsmaður og einhver verður að taka að sér að halda uppi merki alvörunnar á þessum síðustu og verstu tímum.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 12:35

130 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rannveig, hvernig fannst þér Umsátrið?

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 12:36

131 Smámynd: Rannveig H

Baldur ég er ekki bún að lesa hana, en byrjuð. Bókin er skrifuð á mannamáli virðist vera einlæg. Hún lofar góðu.

Rannveig H, 27.12.2009 kl. 12:54

132 Smámynd: Baldur Hermannsson

Láttu vita í framhaldinu.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 13:19

133 identicon

Búinn að lesa nokkrar færslur Eiðs Guðnasonar. Ekki mikla pólitík þar að finna, einhverja þó. Hann er bara að gera stólpagrín að málinu sem fjölmiðlafólk talar og skrifar og kallar íslensku! Sýnist Eiður vera orðvar og prúður penni. Kv. LL

Logi Logason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 16:53

134 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eiður er orðvar maður, prúður og vandaður, einn af þessum gömlu eðalkrötum sem nú eru eru farnir að týna tölunni. Það hefur komið mér á óvart hve ötullega hann heldur uppi vörnum fyrir skrílinn í Samfylkingunni en hann sér þetta fólk trúlega í öðru ljósi en ég geri.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 20:23

135 identicon

Þú talar um skrílinn í Samfylkingunni, en kýst auðvitað ekkert að nefna annarra flokka skríl, enda Eiður Guðnason hér til umræðu og varla vert að tala mikið um útvötninina í öðrum flokkum, þegar rætt er um góðan dreng. Ég er, fyrir nokkrum árum, orðinn ágætlega þurr á bak við eyrun og hef fylgst þokkalega með. Til dæmis öllum þeim fréttamönnum, sem þjóðinni líkaði vel við og kaus á þing. Nefni Vilmund, Eið og Árna Gunnarsson, sanna jafnaðarmenn. Af hægri vængnum komst Markús Örn til metorða í pólitík, í gegn um sjónvarpið. Svo er auðvitað Gísli Marteinn, blessaður strákurinn. Bjartur og vel meinandi piltur. Hann floppar í prófkjörinu eftir áramót. Öll "gömlu" nöfnin hjá D-listanum floppa. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að skipta sem flestum út, bæði hjá borginni og á þingi. Ég held að flokkurinn sá vilji hamfletta sjálfan sig og koma fyrir kjósendur með nýtt bros, nýtt lúkk, svona svolítið vor! Kv. LL 

Logi Logason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 23:06

136 Smámynd: Baldur Hermannsson

Logi, ég er hugsi yfir þessum setningum: 

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að skipta sem flestum út, bæði hjá borginni og á þingi. Ég held að flokkurinn sá vilji hamfletta sjálfan sig og koma fyrir kjósendur með nýtt bros, nýtt lúkk, svona svolítið vor!

Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrlega í henglum. Vill hann hamfletta sig? Vill hann eitthvað sérstakt? Veit hann hvað hann vill?

Sjálfsagt vilja margir sjálfstæðismenn taka flokkinn sinn vel í gegn. Gallinn er bara sá að flokkur vill svo sem ekki neitt, það eru einstaklingar sem vilja og ég kem ekki auka á neinn sérstakan drifkraft sem gæti tekið að sér að stýra farsælli endurnýjun. Svo bætir ekki úr skák hvernig DV er búið að pönkast á Bjarna Ben vegna viðskipta og fyrirtækja í hans eigu. Ekkert vafasamt hefur á hann sannast en eins og andrúmsloftið er í þjóðfélaginu núna er tvímælalaust betra að vera ekki viðriðinn nein stórviðskipti sem unnt er að gera tortryggileg.

Nei, Logi, íhaldið er í miklu klandri. En það er ekki öllu lokið. Arsenal er á sigurbraut. Arsene Wenger er minn forsætisráðherra og Peter Hill-Wood er minn forseti. Og ég hef engu að kvíða.

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 00:32

137 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er bókin hans Poppers hans Hannesar. Mæli með öllum bókunum, þær eru stímulerandi, þó ekki taki ég undir allt  í þeim.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.12.2009 kl. 04:50

138 identicon

Karlsvagninn ágæt bók framan af. Rís ekki undir því oflofi sem gall á þjóðinni.

Meiri hamingja í þýðingu Karls Águsts Úlfssonar alveg ótrúlega ólæsileg og hefur komið út árlega í ein tíu ár í einni eða annarri mynd.. Markaðssetningin snilld!

Stalín ungi í þýðingu Elínar Guðmundsdóttir fróðleg lesning ekki síst núna. Mæli með henni bloggvinur. Siðblindan getur verið meðfædd, líka áunnin. Afleyðing hennar er sú sama nái siðblindingi völdum..

Lokum ekki augunum fyrir því þá er hún fyrir hendi hættan á endurtekningu.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 17:26

139 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guði sé lof að það er ekki skylda að lesa símaskránna þegar maður er búin að sjá bíómyndina...símaskráinn er byggð á sannsögulegum heimildum..ekki satt?

Takk fyrir bókmenntaþáttinn Baldur!

Óskar Arnórsson, 28.12.2009 kl. 17:38

140 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stalín unga las ég fyrir nokkrum árum á ensku, frú Hallgerður. Ég get því miður ekki að því gert að ég varð í aðra röndina dálítið hrifinn af mannskrattanum. Þvílíkt hugsjónabál! Hafði þar áður fengið að láni Rauða keisarinn, sem er um stjórnartíð Stalíns, eftir sama höfund. Ég varð þunglyndur af því að lesa þá bók. Þvílík mannvonska. Og hve lágt menn lögðust til þess að fá að lifa sjálfir og dansa kringum keisarann.

Hvað íslensku bækurnar segi ég nú eins og Jón heitinn Thor, stórkommúnisti: lífið er of stutt fyrir íslenskar bókmenntir.

En sárgrætilegt er það hvernig auglýsendur og bókmenntagagnrýnendur hafa almenning að leiksoppi ár eftir ár. Eina leiðin til að losna út úr vítahringnum er að hætta að lesa íslenskar bókmenntir og það hef ég gert. Les bara það sem tíminn hefur staðfest, svo sem Grím og Þórberg.

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 20:06

141 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, satt er það, bíómyndina sér maður á hverjum degi. Kom þú hér sem oftast og miðla okkur af reynslu ævi þinnar.

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 20:07

142 Smámynd: Sneglu-Halli

Ekki mun ég, aldinn fauskur, hnjóða í bóklestur ykkar yngra fólksins. Þó vöknar mér um augu að enginn skuli nú rifja upp dáðir frænda míns, Sigurðar Fáfnisbana, sem vafurlogann reið, alls óhræddur. Og ekki er hér að sjá að mörgum finnist til um frænda minn, Karla-Magnús, þann er af lífi tók fyrir uppivöðslusemi fimm þúsundir Saxa á einum degi. Hygg ég þó að betra lið hefðu Frónbúar af þessum mönnum en ýmsum þeim sem hærra er hampað hér á bloggsíðum.

Sneglu-Halli, 28.12.2009 kl. 20:50

143 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Íslendingar eru sem betur fer ennþá bókaþjóð ef marka má viðtökurnar Baldur :). Ég er með ljóðasafn Þórarins Eldjárns og Stieg Larsson á náttborðinu. Kannski ekki frumlegt en samt...

Guðmundur St Ragnarsson, 28.12.2009 kl. 22:49

144 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Baldur minn!

Ég verð endilega að segja frá því að ég las heila Andres Önd bók á biðstofu ekki fyrir löngu. Ég skal ekkert vera að rekja söguþráðin hér, enn bókmenntalega er þessi skáldskapur hreinasta snilld.

Ég varð svo agndofa af lestrinum að ég tími varla að taka aðra bók og lesa, því ég vil ekki eyðileggja áhrif lestursins af þessari bók um æfi og starf Andresar Önd og barna hans.

Ráðlegg ég öllum að lesa þessar bókmenntir til að kynnast sjálfum sér og til að sjá lífið í réttu ljósi...

Óskar Arnórsson, 28.12.2009 kl. 23:21

145 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Guðmundur, ekki þarf að rýna lengi í þessar athugasemdir til að sjá að enn erum við bókaþjóð, Íslendingar, og er það vel. Ég hef ekki talið saman þær bækur sem menn hafa á borðum sínum, en greinilegt að margir hafa dálæti á Eldjárn og ekki síður Stieg Larsson hinum sænska.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 01:53

146 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óskar, ef þú hefur gaman af teiknimyndasögum verð ég endilega að benda þér á mikla gersemi, sem er Daffy duck. kannastu við Daffy duck? Þú ættir að verða þér úti um þær sögur. Þér mun falla vel við Daffy enda ertu sjálfur í aðra röndina talsverður Daffy duck.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 01:55

147 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðvitað þekki ég Daffy Duck! Ég er á bólakafi í heimsbókmenntunum!

Svo eru óteljandi bíómyndir um Daffy og flestar byggðar á sannsögulegum heimildum...

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 03:11

148 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef því miður bíómynd um ævi Daffy duck, en langar mikið til þess, því öndin sú er mér mjög að skapi.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 03:42

149 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þær eru á netinu Baldur. Daffy Duck er nefnilega ekki bara teiknimyndahetja. Hann er líka aðalleikarinn í fullt af frægum myndum...alveg stórmerkileg önd.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 03:55

150 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta kalla ég stórtíðindi og með þeim merkilegri á árinu 2009. Verð ég nú ekki höndum seinni að ráðfæra mig við Mr. Google sem oftlega hefur reynst mér vinur í raun.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 04:18

151 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mr. Google veit þetta allt saman...

Annars var ég að setja inn færslu um feitar konur og hún kemur ekki? Og textin sem ég setti með myndinni er horfin? Trúir þú á drauga Baldur? Ég er alla vega með sannair fyrir því að það sé draugagangur á MBL...

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 04:21

152 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef aldrei efast um drauga. En ég gæti þess vel að egna þá ekki og hef því að mestu losnað við ónæði af þeirra sökum. En það er þeim líkt að trufla færslur af feitum konum.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 04:24

153 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ætli það sé kona að vinna þarna hjá MBL? Færslan kom enn engin texti. Manni dettur strax í hug ritskoðun. Er það ekki í tísku núna að gruna MBL um ritskoðun? Meira brasið sem það er búið að vera með þessa færslu..

Ég efast heldur ekkert um draugar séu til. Flestir þeirra eru í vinnu núna sem ráðherrar og þingmenn...

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 04:33

154 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jú það er smávegis texti með. Konan þarf ekki að kvarta meðan hún getur beygt sig eftir sápunni. Er þetta konan þín eða einhver sem þú þekkir persónulega?

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 04:37

155 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Baldur. þetta er ekki konan mín. Ef ég yrði dæmdur til að vera með svona mörgum kílóum, þá yrðu það 25 til 30 konur, til að dreifa þyngdinni í réttum hlutföllum. Ég held að þessi kona sé glímukappi í Japan...þekki hana ekki neitt. Sjálfsagt ágætis kona svona í fjarlægð.

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 04:43

156 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það gæti nú reynst góðum drengjum erfitt að rata á rétta fellingu á svona bákni.

Baldur Hermannsson, 29.12.2009 kl. 04:45

157 Smámynd: Óskar Arnórsson

það yrði lítið úr manni ef hún bara settist á mann..

Óskar Arnórsson, 29.12.2009 kl. 04:50

158 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það er greinlega trylltur Texas-tími hjá bókmenntaunnendum:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.12.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 340676

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband