18.12.2009 | 23:05
Fullur kommi er góður kommi
Vestanhafs sögðu menn í gamla daga: dauður indíáni er góður indíáni. Íslendingar geta sagt: fullur kommúnisti er góður kommúnisti. Miðað við öll axarsköftin sem þetta óþolandi og óalandi kommapakk gerir á hverjum degi finnst mér illskárra að hugsa til þess að þeir séu þó að minnsta kosti fullir við stjórnvölinn. Maður getur þá huggað sig við að þeir skáni ef einhvern tíma rennur af þeim.
Nú vill svo til að sjálfur neyti ég ekki áfengis. Það vil ég strax taka fram. Fæ mér staup á nýársnótt og annað staup ef ég er í suðurlöndum þar sem þjónninn ber mér gröppu á kostnað hússins - það væri dónaskapur að afþakka og ég er enginn dóni. En áfengisneysla getur þetta varla talist.
En mér hrýs satt að segja hugur við þessum fréttaflutningi af Ögmundi Jónassyni. Hvað heldur Sigmar Guðmundsson að hann sé - Big Brother? Það er ekki bannað að neyta áfengis á Íslandi þegar menn eru orðnir átján ára og Ögmundur er þrisvar sinnum átján ára. Vilji hann hressa gamla kommahjartað með rússneskum vodka þá má hann það og verði honum að góðu.
Sigmundur Ernir varð sjálfum sér og Alþingi til háborinnar skammar þegar hann rigsaði um sali Alþingis draugfullur, æddi upp í pontu og hnitaði hringa eins og gamall róni. Fleiri kommar hafa orðið sér til skammar með víni og mætt í útvarpsviðtöl svo útúrdrukknir að þeir gátu varla talað. Þetta hef ég heyrt með eigin eyrum.
En Ögmundur varð sér ekki til skammar nema síður sé. Hann hafnaði viðtali vegna þess að hann hafði neytt áfengis. Það var drengilega gert og það er fréttastofunni til skammar að gera því skóna að um hneykslismál sé að ræða. Útvarpsstjóri verður að biðja Ögmund og alþjóð afsökunar á þessum kjafthætti.
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í þetta sinn verð ég að vera þér sammála í einu og öllu. Mér finnst margt í háttalagi Ögmundar bæði undarlegt og einstaklega vemmilegt, svo sem þáttaka hans samtímis í Amnesty og Kúbuvinafélaginu. Lýðræðis- og mannréttindahjal þessa manns er illþolandi. En í þetta sinn er ekkert út á hann að setja, aldrei þessu vant.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.12.2009 kl. 23:10
Já kommúnisti er hann og kommi er alltaf gallað eintak af manni. En fjandakornið, hann má þó fá sér staup í friði. Óli Thors var víst vanur að fá sér staup á Borginni og Gylfi Þ. Gíslason gerði þau reginmistök þegar hann var nýkominn á þing að bera upp á hann drykkjuskap. Sú atlaga snerist illilega í höndunum á Gylfa sem frægt er orðið. Ég felli mig ekki við svona afskiptasemi og kjafthátt um matarvenjur annarra, það er tilvalið umræðuefni hjá kellingum í saumaklúbbi en ekki í sjónvarpsfréttum.
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 23:17
Bermúda-skál hik hik.Ala Davíð Oddsson.
Númi (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 00:18
Drengilega mælt, Baldr, enda dreng góðr...
Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 00:28
Mæltu manna heilastur BH, andskoti held ég að margur hafi gert margt verra en finna aðeins á sér og ef það er nú orðin skömm að vilja ekki koma fram í fjölmiðlum nema allsgáður, so what? Ég tek ofan fyrir Ögmundi, og þótt ég sé honum sjaldnast sammála er hann samkvæmur sjálfum sér og kurteis. Ef hér er einhver sem hefur lifað hnökralausu lífi og ístakk búinn að hneykslast á öðrum bið ég hinn sama að fara í rassgat.
Boris Smirnoff (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 00:38
Hehe ég ætla rétt að vona að enginn ykkar / okkar hafi lifað svo fullkomlega viðburðasnauðu og tilganslausu lífi að honum hafi ekki orðið rækilega á í messunni bæði oft og lengi. Kommon, þetta er spurningin um að vera lifandi eða dauður. Og þvílík andskotans smásál getur drengurinn Sigmar verið að ragast í því þótt íslenskur kommúnisti staupi sig fyrir atkvæðagreiðslu um Icesave.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 00:54
Svo sammála..Hvað er málið? Það er verið að gera stóran úlfalda úr mýflugu núna!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.12.2009 kl. 00:59
Rétt. Ástæðan "drykkjunnar" mun vera sú að þingmenn voru boðaðir með litlum eða engum fyrirvara til atkvæðagreiðslu um kvöldið sem Ögmundur hefur nokkuð augljóslega ekki átt von á. Hann mun hafa setið að kvöldverði þar sem hann hefði drukkið hvítvín með matnum. Eitthvað virðist það þvælast fyrir fjölmiðlamönnum og eigendum að það er hægt að tala saman í trúnaði um mál sem eiga ekki erindi í fjölmiðlana. Virðist helst vera gert til að reyna að koma höggi á viðkomandi eins og í tilfellum Ögmundar núna og Bjarna um síðastliðna helgi. Ögmundur er örugglega ekki vinsælasti maðurinn á fréttastofu RÚV. frekar en á öðrum stöðum þar sem Samfylkingin ræður ríkjum. Reynir Traustason á DV.is hefur auðvitað velt sér uppúr málinu í kvöld.
PS. Verð að misnota mér vettvanginn og spyrja hversu margar falskar undirskriftir í hryðjuverkastríði í nafni RÚV gegn InDefnce til að útvarpsstjóri telji ástæðu til að komast til botns í málinu og grípa til agaviðurlaga? Útvarpsstjóri hafði svarað þingfyrirspurn um málefnið og fjölda falskra skráninga. Svarið var "þrjár eða fjórar. Í ljósi þessara upplýsinga sér RÚV ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 01:05
Já þessi tvö mál er ískyggilega áþekk. Bjarni Ben hringir í Hrein Loftsson, Ögmundur talar við Sigmar. Þetta eru tvenn trúnaðarsamtöl, tveggja manna tal í hvort skipti. Hreinn Loftsson sannaði því miður það sem ég hef áður sagt, að hann er ekki lengur hluti af samfélagi siðaðra manna, því hann rauk strax með trúnaðarsamtalið í Reyni Traustason sem greindi strax frá því í blaðinu. Og nú hefur Sigmar einnig sagt skilið við samfélag siðaðra manna.
Berum þessa tvo menn, Hrein og Sigmar, saman við Styrmi Gunnarsson. Styrmir ritstýrði Mogganum um áratuga skeið, átti trúnaðarsamtöl við menn úr öllum stjórnmálaflokkum, öllum atvinnugeirum og öllum stéttum samfélagsins. Allir treystu þeir Styrmi - og Styrmir brást ekki þeim trúnaði.
Hver þorir að hringja í Hrein Loftsson og Sigmar og ræða við þá í trúnaði?
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 01:14
Er það Kastljóss-Sigmar sem fitjaði upp á þessu?
Jæja, sama hver er. Sá hinn sami ætti að spyrja ítalska/suður-spænska löggu til vegar! Fá þreyttar gergufurnar framan í sig. Hann færi fram á hryðjuverkalög eftir þau samskipti.
Eygló, 19.12.2009 kl. 02:47
Já það var Kastljóss-Sigmar sem heldur betur hljóp á sig þarna. Svona eiga menn ekki að haga sér. Mörg mistök er hægt að laga en ekki svona mistök.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 03:02
Hvernig "varð fréttin til" ? Var Þessu skotið að honum og hann lét ganga án staðfestingar?
Eygló, 19.12.2009 kl. 03:08
Nei, Sigmar bað Ögmund um viðtal en Ögmundur kvaðst ekki vilja það, þar sem hann hefði neytt áfengis. Það er engin frétt að maður neyti áfengis. Áfengi er matur. Ögmundur var ekki rorrandi fullur eins og Sigmundur Ernir. Þetta var aldrei nein frétt. Ögmundur gat hafnað án skýringa en hann treysti Sigmari og gaf upp ástæðuna. Hér eftir getur enginn treyst Sigmari frekar en Hreini Loftssyni.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 03:29
Heyrðu mig nú, telst ekki maðurinn betri en ófullur, að frábiðja sig viðtali úr því að hann var drukkinn skv. umferðarlögum.
Hefði skilið það ef ÖJ hefði verið BÚINN að lofa viðtalinu eða búinn að lofa að gera heilauppskurð í beinni eða fljúga farþegaþotu... þá hefði hann mátt kjafta frá. Jæja, stundum eru engar fréttir, góðar fréttir og þessi er svo sannarlega, engin frétt.<
Ég sé að þú ert að Texas-time eins og ég núna : )
Gæti m.a.s. farið í viðtal núna ef e-r hefði áhuga, drekk nefnilega ekki sterkara en malt!
Eygló, 19.12.2009 kl. 04:16
"oft má satt kjurt liggja"
grín
Jón Snæbjörnsson, 19.12.2009 kl. 10:59
Góð færsla og góðar athugasemdir. Gæti trúað að þessi frétt verði ekki Sigmari til framdráttar. Eins og þú segir er ekki hægt að líkja þessu við framferði Sigmundar Rúnars. En það gerðu þau á fréttastofunni..Held nú að þjóðin sjái í gegn um svona..
Kveðja til ykkar Texas-tíma-búar.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.12.2009 kl. 11:35
Ernis átti þetta að vera.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.12.2009 kl. 11:35
Góðan dag Silla, nú skríða Texas-búar úr bælum sínum.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 12:24
Jón, í þessu tilfelli má "satt kjurt liggja", engin spurning. Tilefni fréttarinnar var eins ómerkilegt og hægt er að hugsa sér en fréttamaðurinn lætur í veðri vaka að stórfellt brot hafi verið framið í boði Bakkusar. Þetta er ótækt. Fréttastofur Ríkisútvarpsins ættu að fá til sín fjölmiðlafræðinga og setja sér strangar reglur um fréttaflutning. Þeir eru alltof gloppóttir því miður.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 12:49
rétt hjá þér Baldur - þetta var óþverra leikur hjá Sigmari, Ögmundur stendur þetta af sér en hvað er þetta væri venjulegur "Jón" sem Sigmar vildi negla niður - oft auðvelara í að komast en úr að fara - RÚV á að biðjast afsökunar
Jón Snæbjörnsson, 19.12.2009 kl. 13:46
Jæja, þetta var skemmtilegt spjall. Vonað að Sigmar hafi verið mataður svona illa (með teygjubyssu kannski) en ekki að hann reyndi þarna að koma höggi á manninn.
Eygló, 19.12.2009 kl. 13:52
Kannski hafa foreldrar hans brugðist í uppeldinu!
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:53
hahahah Sigmars?
eða Ögmundar?
Veit ekki alveg hvort það var óskýrt hjá mér... að Sigmar hafi verið illa mataður af fréttinni; hún soðin vitlaust ofan í hann ahahahhaha
Eygló, 19.12.2009 kl. 14:00
Eygló, fréttin var ekki soðin ofan í Sigmar, hann bjó hana til sjálfur og kúrir nú óttasleginn heima hjá sér - mun hann hafa manndóm til að koma fram í kvöld og biðjast afsökunar?
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 14:07
Spunatrúðar Samfylkingarinnar fara mikinn í að reyna að kalla fram sömu viðbrögð almennings og þegar golafarinn kunni Sigmundur Ernir Rúnarsson sló í gegn í ræðustól Alþingis sælla minninga. Sigmundur Ernir mætti í ræðustól Alþingis og hélt ótrúlegustu ræðu allra tíma á þingi, augljóslega á perunni. Ræðan var á dagskrá og fyrir löngu nákvæmlega tímasett svo ekki hefur hann þá afsökun að hann hafi ekki vitað hvenær að henni yrði.
Sigmundur Ernir var staðinn af því að ljúga fram og til baka um sitt mál og forystufólk og talsmenn Samfylkingarinnar tóku þátt að reyna að villa um fyrir almenningi með lygum. Það voru veislugestir sem vitnuðu um ótæpilega áfengisneyslu hans að hann loks viðurkenndi að hafa verið ölvaður. Hann laug að þjóðinni.
Ögmundur hefur ekki verið staðinn að lygum varðandi málið. Hann var kallaður fyrirvaralaust til atkvæðagreiðslu á þingi og var búinn að drekka vín með matnum og gerði strax grein fyrir því. Á þessum tveim málum er töluverður munur. Samfylkingin, RÚV, Baugs og Hreinsmiðlarnir hafa ætlað að jarða þennan uppreisnarmann eitt skipti fyrir öll. Þeim lá full mikið á og gættu sín ekki á að fólk er er ekki fífl og að mikill meirihluti þjóðarinnar ber virðingu fyrir Ögmundi fyrir baráttu hans gegn Icesave.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:24
Guðmundur, ég segi enn og aftur: Bingó!
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:44
Guðmundur, ég renndi snöggvast yfir athugasemdina þína aftur og þá vaknaði með mér athyglisverð spurning: ætli Samfylkingarmenn séu upp til hópa siðlausir? Það er ekki einleikið hvað þeim er lítið annt um sannleika, staðreyndir og heiðarleika. Þeir afflytja allt, rægja og snúa út úr. Nei, þetta getur ekki verið einleikið.
Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 15:55
Það er ekki einleikið einfaldlega vegna þess að þetta er þekkt áróðurstækni en sem betur fer ekki notuð hér nema af þeim. Sennilega er ekki meginpartur kjósenda óheiðarlegir sem eru jafnaðarmenn. En forystumenn flokksins eru ekki jafnaðarmenn og ekki nema etv. einn ráðherra flokksins. Hinir eru harðlínukommar og hvað kemur úr þeirri áttinni þekkja allir. Ekki neinn vafi þegar verið er að reyna að búa til flokka með allskonar skoðanabakgrunni sem eiga ekkert sameiginlegt en hatur á ákveðnum einstaklingum og flokkum og öll málefni og stefna byggist á að vera á móti, þá verður varla úr því nema ókræsileg naglasúpa í boði. Allt hefur logað innan flokksins og fylkingar í eilífu valdastríði. Flokkurinn er eins og nokkrir flokkar og td. ráðherravalið þeirra í gegnum tíðina sýnir best að þegar unnið er ú flokksbrotum þá er ekki beint um auðugan garð að gresja. Hvar annarsstaðar kæmust snillingar eins og Árna Páll Árnason, Kristján L. Möller, Katrínu Júlíusdóttur, Þórunni Sveinbjarnardóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, Kolbrúnu Halldórsdóttur, og Björgvin G. Sigurðsson til slíkra ábyrgðarstarfa inna flokks og hvað þá á þing og ráðherraembætti? Hefur einhver flokkur boðið uppá annað eins einvala lið? Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur byggt á að halda sambandi við kjósendur og líma flokkinn saman á almannatenglum "Liers for Hire" og spunatrúðum og einstaka tengingu við fjölmiðla. Enda lítið annað sem kemur fram frá flokknum en útúrsnúningar, rangfærslur og hreinar lygar í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Fjölmiðlar spyrja einskyns, enda allir á gjörgæslu bankanna. Hitler og félagar hefðu verið stoltir af afköstunum og árangrinum með nánast ekkert hráefni til að smíða úr eða nokkurn tíman lagt í að ræða mál vitrænt eða rka þátt í rökræðum eeins og á þingi. Aðrir flokkar eins og Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa verið alltof veikir í að taka á þessum ómerkilegheitum Samfylkingarspunatrúðanna. Icesave rangfærslurnar eru gott dæmi og víti til varnaðar. Sendi með 2 pistla sem sýna og sanna þessi atriði sem báðir einhverra hluta vegna hafa ekki farið hátt sem þeir eiga fyllilega skilið. Annar eftir Sigurð Líndal lagaprófessor og hinn eftir Egil Jóhannesson í Brimborg. Stórt vandamál er að hægri menn hafa ekki nýtt sér að vera í sambandi við þjóðina til að reka allar rangfærslurnar beint til föðurhúsanna. Gott dæmi er þegar Jóhanna Sigurðardóttir fullyrti kinnroðalaust að hún hefði aldrei vitað af vanda bankanna fyrir hrun. Enginn fjölmiðill tók eftir því þegar það var upplýst að hún hafði setið sérstakan bankakrísu ríkisstjórnarfund með bankastjórum Seðlabankans heilum 8 mánuðum fyrir hrun. Þótt ríkisstjórnin halda ekki fundaskýrslur, þá vill svo til að slíku er haldið til haga í stjórnarráðinu með mætingarlist. Hvar í veröldinni myndi forsætisráðherra komast upp með að ljúga öðru eins?
http://egill.blog.is/blog/egill/entry/939479/
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 17:16
Fjandakornið, guttinn svona óþekkur og rætinn!? Þekki ekkert til hans hugarþels. Hann má þó eiga það að við fundum út að Íslendingar eru ekki allir fífl... alltaf : )
Eygló, 19.12.2009 kl. 18:24
Baldur, gæti öfundsýki Sigmars ráðið hér för? Hann kann sjálfur ekkert með áfengi að fara og hefur sagt frá því opinberlega í strípiviðtali í glansblaði. Þessi frásögn Kastljóss var einhvern veginn svo út úr kú, að annarleg sjónarmið hljóta að ráða för. Útvarpsstjóri á enga aðra möguleika í stöðunni en að biðja Ögmund afsökunar og segja Sigmari upp störfum. Það er fráleitt ef þessi tilefnislausa árás hefur engar afleiðingar. En Sigmar svarar með hortugheitunum einum saman.
Gústaf Níelsson, 21.12.2009 kl. 23:23
Hvað hefur Sigmar borið fyrir sig Gústaf? (ég fylgist ekkert með þessu indæla slúðri, það gengur ekki :)
Eygló, 21.12.2009 kl. 23:36
Guðmundur, þú lýsir Samfylkingunni eins og hálfgerðu glæpagengi þar sem hver höndin er upp á móti annarri og hver hugsar um sinn hag einvörðungu. Það er eins og þarna séu engin siðalögmál í heiðri höfð. Alþýðuflokkurinn gamli var miklu betri en þetta og ég held að jafnvel Alþýðubandalagið hafi verið betra. En þarna þrífast engir nema skussar og skíthælar.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 23:54
Gústaf, mér er með öllu óskiljanlegt að Sigmar skyldi hlaupa svona á sig. Það er líka hárrétt lýsing hjá þér: fréttin kom einhvern veginn beint út úr kú. Hún var ekki í samhengi við eitt eða neitt. Ég varð alveg gáttaður þegar ég heyrði þessi ósköp. Þetta var alveg eins og Sigmar hefði sagt: á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun gerðist sá óvenjulegi atburður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra leysti vind. Og síðan ekki þá sögu meir. Það var ekkert kjöt á þessu beini og ég skil ekki til hvers hvolpurinn var að gelta.
Baldur Hermannsson, 21.12.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.