10.12.2009 | 20:31
Fyrirlitnasti maður landsins í dag
Ólafur Ragnar Grímsson er líklega fyrirlitnasti maður landsins í dag. Takmarkalaus sjálfhverfa, athyglissýki í hæstu hæðum, drýldni og dómgreindarleysi - það er svo vont þegar allir þessir eiginleikar hittast í einum og sama manninum.
Forfeður okkar stofnuðu til þessa embættis svo þjóðin mætti eiga sér sameiningartákn, göfugan mann sem væri einskonar holdgervingur þjóðarviljans. Kristján Eldjárn er eini forsetinn sem hefur komist nálægt þessari fallegu hugsjón. Ég sá einu sinni Kristján Eldjárn álengdar. Hann var að koma út úr Gamla bíói. Það stafaði af honum fögrum virðuleik. Við horfðumst í augu og mér fannst hann vera vinur minn. Síðan hefur mér þótt vænt um Kristján Eldjárn.
Sá sem ekki veldur embætti forseta Íslands dregur virðingu þess í svaðið. Hann skemmir einhvern innsta kjarna sem var okkur heilög gersemi. Það hefur Ólafur Ragnar Grímsson gert svo um munar. Hann getur lagað eitthvað fyrir sér með því að synja þessum ólögum staðfestingar.
Því miður er það staðreynd að íslenska þjóðin steypti sér sjálf í það hyldýpi sem við dúsum í núna. Og það er líka gallsúr staðreynd að íslenska þjóðin kaus á sínum tíma þennan skelfilega forseta á Bessastaði.
Skýr vilji þjóðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum ekki að hafa andlega annmarka Ólafs í flimtingum.
Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 20:46
Nei, reynum að forðast það.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:46
Ef þú hefðir ekki byrjað pistilinn á Ólafur Ragnar Grímsson hefði ég haldið að þú værir að tala um sjálfan þig. Það sem á eftir fer er svo mikið dæmalaust rugl að við, sjálfstæðismenn, hefðum efast um að í þér leyndist greindarvísitala ef við vissum ekki betur. Eins og ég hef áður sagt um Icesave er það smámál. Við borgum bara þetta smáræði og snúum okkur að því að koma núverandi stjórn frá völdum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 20:48
Nú jæja, það er torsótt að vera á öðru máli þegar rökin eru svo markviss. Mér finnst reyndar 700 milljarðar ekkert smámál en ég hef aldrei haft vit á peningum, á mínu heimili er það konan sem sér um þá deild.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:50
70 milljarðar
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 20:52
Er Ben. Ax. ekki eitthvað að misskilja hlutina - það vantar eitt núll (0) er það ekki ??
Sigurður Sigurðsson, 10.12.2009 kl. 20:55
Annars nokkuð góður pistill - í raun hverju orði sannara !!!
Sigurður Sigurðsson, 10.12.2009 kl. 20:56
Sigurður, Benax er landsfrægur gárungi. Hér er útreikningur á greiðslum okkar, fenginn að láni hjá besserwisser.com:
"
Forsendur:
Upphafleg skuld:
2,2 ma.GBP-300 m.GBP sem greiðist strax=1,9 ma.GBP og 1,2 ma.EUR sem gera um 640 ma.kr. á núverandi gengi
vextir
Fastir vextir yfir tímabilið 5,5% á bæði GBP og EUR sem leggjast á lánið á 1/2 árs fresti 30/6 og 31/12
Endurheimtur frá Landsbankanum:
Reikna út frá mismunandi endurheimtum, frá 110% til 50%
Landsbankinn notar það sem kemur inn til að greiða niður lánið á 1/2 fresti í sjö ár, þ.e. endurheimturnar koma inn jafn yfir tímabilið og greiðast 30/6 og 30/12 ár hvert
Lán eftir 7 ár
Við fólkið í landinu borgar síðan Það sem út af stendur eftir 7 ár í 8 ár, afborganir og vextir á 1/2 árs fresti, sömu 5,5% vextirnir. Síðasta afborgun 30/6/2024.
Gengi:
Miðað við gengi dagsins í dag, GBP 198 og EUR 173
Niðurstaða:
110% endurheimtur upp í IceSave: Við skuldum 76 ma.kr. í lok 7 árs með áfallnum vöxtum. Greiðum síðan það í 8 ár, heildargreiðsla íslenska ríkisins er því um 93 ma.kr. með vöxtum
100% endurheimtur upp í IceSave: Við skuldum samt 153 ma.kr. í lok 7 árs vegna áfallinna vaxta. Greiðum síðan það í 8 ár, heildargreiðsla íslenska ríkisins er því um 189 ma.kr. með vöxtum
75% endurheimtur upp í IceSave: Við skuldum 346 ma.kr. í lok 7 árs með áfallnum vöxtum. Greiðum síðan það í 8 ár, heildargreiðsla íslenska ríkisins er því um 427 ma.kr. með vöxtum. Athugið að þetta er sú tala sem gert er ráð fyrir í samningunum……
60% endurheimtur upp í IceSave: Við skuldum 462 ma.kr. í lok 7 árs með áfallnum vöxtum. Greiðum síðan það í 8 ár, heildargreiðsla íslenska ríkisins er því um 570 ma.kr. með vöxtum
50% endurheimtur upp í IceSave: Við skuldum 539 ma.kr. í lok 7 árs með áfallnum vöxtum. Greiðum síðan það í 8 ár, heildargreiðsla íslenska ríkisins er því um 665 ma.kr. með vöxtum
Glæsilegt, ekki satt?"
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 20:57
Mér var sagt að Icesave reikningarnir myndu kosta okkur 70 milljarða. Það fannst mér meira en nóg. Ef það er rétt hjá ykkur að þeir kosti okkur 700 milljarða er það bara þeim mun verra. En við verðum að borga.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 21:00
Ben.Ax. Gerir greindarvísitöluna að yrkisefni? Sem er áhugavert.
Hitt vekur athygli mína upplifun þín að horfa í augun á Kristjáni heitnum Eldjárn. Baldur, þá vorum við ung og sáum til. Lítil reynsla. Hógværð dyggð.
Og svo fórum við offari. Man eftir ÓRG sem fór inn á þing sem maður "litla" fólksins. Sem hentaði karli þá. Sagan segir hann vinna mikið fyrir landið okkar kalda á alþjóðavetfangi.
Nú er öldin önnur....og HANN veit það blessaður karlinn. ...Djöfull sem þessi hringavitleysa er búin að kosta okkur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:03
Baldur, hvar fékkstu þessar forsendur að láni?
Björn Birgisson, 10.12.2009 kl. 21:05
esther Anna Jóhannsdóttir heitir kona, stálgrein og skemmtileg og menntuð í dulvísindum hagfræðinnar. Hún hefur krufið Icesave á síðu sinni og er þetta 5. grein:
"Ríkisstjórnin hefur samþykkt að greiðslur á lánum fari fram í evrum og pundum þegar við höfum lagalega heimild til þess að þær verði framkvæmdar í íslenskum krónum. Þar með er ríkisstjórn Íslands að samþykkja óþarfa gengisáhættu. Margir hafa bent á að betra sé að láta dæma okkur til greiðslu, ef svo skyldi fara, til að losna undan þessari samþykkt á greiðslum í erlendri mynt."
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:06
Hallgerður, Benax er góður hagyrðingur og slíkum mönnum leyfist allt. Á vissan hátt er það mátulegt á þjóðina að sitja uppi með grísinn. Menn kusu hann, ekki satt?
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:08
Björn, hér er þetta, en svipaðir útreikningar finnast víða ef þú spyrð Mr. Google:
http://besserwiss.com/blogg/einfaldur-utreikningur-a-icesave-skuldum-skv-gl%C3%A6silega-samningnum/
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:09
(Sigurður, Benax er landsfrægur gárungi.)Af hverju ertu, Baldur, alltaf að gera lítið úr mér, samflokksmanni þínum og einlægum aðdáanda? Ef þú heldur þig við þetta heigarðshorn héðan í frá mun ég skrifa helmingi oftar gagnrýni á það sem þú skrifar og verða helmingi jákvæðari.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 21:13
Ætli sá sem stýrir ritstýrir þessum miðli toppi ekki Ólaf hvað fyrirlitningu varðar..
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 21:14
Benax, til þess eru nú refirnir skornir.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:17
hilmar jónson, Nú er moldin farin að rjúka í logninu..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:17
Illu er best af lokið, sagði skessan og skeindi sig áður en hún skeit.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 21:19
Hilmar, í alvöru talað þá held ég ekki. Hann gæti trúlega keppt við Ólaf í óvinsældum en ekki fyrirlitningu. Þetta er svona mín tilfinning fyrir þessu, því ég vinn með gallhörðum vinstri mönnum og þekki viðhorf þeirra bæði til til kóngs og forseta.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:19
Hvað hefur Árni Matt ritstjóri Mbl.is til þess unnið að vera líkt við Ólaf "Knapa" Grímsson hvað fyrirlitningu varðar?
Flytjum inn úlfvalda handa kallinum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:26
Hehe Guðmundur, heitir þetta ekki hælkrókur?
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:30
Ég er sammála þér Baldur. Því sem þú segir í Nr.20.
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.12.2009 kl. 21:31
Silli hefur kveðið upp sinn dóm og hann blífur.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:32
Þú meinar Silla:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.12.2009 kl. 21:33
Hehe já, ég meinti Silla!
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 21:35
Eins gott að þú skrifaðir ekki sillý!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.12.2009 kl. 21:38
Mig langar svo sem ekki til að segja neitt að lokum en verð þó að geta þess að ég man eftir flestum forsetum Íslands og hef kynnst tveimur. Vafalaust eru þeir betri, sem ég hef ekki kynnst, en hinir voru bara nokkuð góðir.
Um sölu hafmeyju sem var sprengd í loft upp forðum daga:
Ómynd býður eyðing heim.
Auði brást með vörnina.
Enginn hefur uppi á þeim
sem afmeyjaði Tjörnina.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.12.2009 kl. 21:46
Hannes Hólmsteinn kemur líka sterkur inn.
Annars skondið trend..Fyrirlitnasti maðurinn...leiðinlegasti stjórnmálamaðurinn.
Hvað með björtustu vonina..Best klædda....
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 21:51
Benax, skemmtileg vísa, ég sá einmitt í fréttum nýlega er minnst var þessa merkis atburðar. Haft var á orði að Einar Magg hefði komið við þessa sögu en ekki trúi ég því.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 22:38
Hilmar, í kosningabaráttunni gaf ÓRG sterklega til kynna að hann myndi bara sitja tvö kjörtímabil. Ég held hann hefði átt að standa við þessi orð. Þá hefði hann komist ágætlega frá þessu. Nú er hann dragbítur á þjóðfélagið.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 22:39
Sammála því að Ólafur liti betur út í dag ef hann hefði hætt fyrr, ekki það að hann hafi staðið sig illa þó sem forseti.
En það má líka segja um DO og marga aðra. Það hefði óneitanlega verið ögn meiri reisn yfir ritstjóranum ef hann hefði brotið hefðina og slept því að taka við starfi sem hann ekki réði við ( seðló ) tala nú ekki um ef hann hefði yfirgefið pólitíkina svona 7-8 árum fyrr en hann gerði. Þá væri hann bara á þokkalegu róli í dag.
Jafnvel sem ritstjóri, þó mér finnist margir stórlega ofmeta ritsnilli hans.
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:16
Skemmtileg vísa?
Drottin blessi heimilið. Segi eins og föðurbróðir. Þarna hefur Pegasus komist í geislavirku hafarna ..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 23:18
Eins og þú veist Hilmar er það flestum mönnum ofviða að hætta á toppnum. Það er eins og þeir heyri ekki óveðursgnýinn í fjallatindunum. Svo kemur fellibylurinn yfir þá. Ég man í svipinn eftir Gylfa Þ. Gíslasyni sem hætti í tíma, svo og Lúðvík Jósepssyni. Og ekki má gleyma Eric Cantona. Fleiri?
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:25
Hallgerður, þetta er snilldarvísa. Ertu ekki með á nótunum?
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:26
Lenox Lewis....
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:26
Klitschko hefði tekið hann. LL hafði vit á því að hafna.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:34
Það er náttla lagzt á garðinn þar zem að hann er mezt undurgrafinn, að níðazt á forzeta mínum & þjóðarinnar fyrirmenni. Þið Hallgerður vena mín eru dúz í djúz í þeim efnum, að ~zvo zkuli bölið bæta að benda á eitthvað annað.~
Heimdallarrím, er dona líka kallað ...
Steingrímur Helgason, 10.12.2009 kl. 23:43
Halló : Hann stórslasaði Klitschko í síðasta bardaganum..varð að stoppa í 8 eða 9 lotu..andlitið farið..
Djöfull sem maðurinn var flottur boxari..
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:44
Vissulega, en Klischko var hærri að stigum. Klitschko var en á uppleið en Lewis þekkti sinn vitjunartíma.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:47
Nei Steingrímur, hvorki Hallgerður né ég viljum vera bendluð við forsetaníð.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:48
En mér finnst enginn boxari síðan Cassius Clay var á dögum.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:49
Jamm hann heyrði væntanlega óveðursgnýinn þ.e.. Lewis..
hilmar jónsson, 10.12.2009 kl. 23:53
Hehe gleymum ekki Bobby. Svona eftir á að hyggja eru nokkrir sem höfðu vit á því að hætta á hæsta tindi hamingjunnar. En stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með það. Magga Thatcher klassískt dæmi. Þeir urðu á endanum að ýta henni út með kústsköftum.
Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 23:59
hahaha þetta minnir mig á hvíslleikinn sem var vinsæll forðum. Það er svo gaman að lesa og sjá hvernig umræðan "afvegaleiðist".
Eygló, 11.12.2009 kl. 01:55
Það gerist alltaf þegar menn eru sammála.
Baldur Hermannsson, 11.12.2009 kl. 08:35
Ekki veit ég það (fatta ekki), en hitt er annað, - að skemmtileg er lengjan hér. Enginn hefur þó slegið nimbusarsíðuna forðum, út.
Eygló, 11.12.2009 kl. 13:31
mikið finnst mér svona spjall um óvinsældir og svo framvegis minna mann á þá staðreynd að vinsældir hugmyndarinnar að jörðin væri flöt, höfðu ekkert með það að gera að hugmyndin væri í tengslum við veruleikann.
"þetta er allt davíð að kenna!"
"hannes hólmsteinn er hönnuður hrunsins!"
að hugmyndir séu vinsælar og að hugmyndir séu réttar, fer víst ekki alltaf hönd í hönd.
en ég skal öskra með kjánunum, "davíð vildi koma íslandi í skuldasúpu því hann græðir á því ... einhvern veginn, og hann er vondur maður , og hann borðar lítil börn!"
Egill, 11.12.2009 kl. 13:41
Segðu Egill! Sumir vilja líka segja næsta manni hverju hann á að trúa. Eins og trú væri staðreynd (jörðin flöt) Og að ein trúin sé réttari en önnur.... sjenslaust.
Eygló, 11.12.2009 kl. 13:57
Davíð Oddsson "er líklega fyrirlitnasti maður landsins í dag. Takmarkalaus sjálfhverfa, athyglissýki í hæstu hæðum, drýldni og dómgreindarleysi - það er svo vont þegar allir þessir eiginleikar hittast í einum og sama manninum."
Baldur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.