7.12.2009 | 18:41
Indriði ber höfuðið hátt
Ískaldir vetrarvindar blása nú um Indriða H. Þorláksson. Bloggverjar ausa yfir hann skefjalausum óhróðri eins og væri hann margdæmdur raðmorðingi staðinn að verki. Fjölmiðlar senda honum tóninn á heldur fágaðra tungumáli en fjandsamlegu þó.
En er Indriði sá misyndismaður sem af er látið? Ég hef aldrei séð neitt í þessum manni annað en góðan og þjóðhollan Íslending og svo er einnig nú. Hann kann að vera vinstri maður og það er auðvitað slæmt afspurnar, en að öllu öðru leyti virðist hann vera stakur heiðursmaður og þegar fýkur í sporin og menn fara að skrifa um hann minningargreinarnar, þá mun þess eflaust líka getið að hann hafi aldrei mátt aumt sjá og verið hvers manns hugljúfi.
Indriði stendur í ströngu núna, spjótalögin eru þétt og pústrarnir harðir, en það hygg ég að þegar stríðinu slotar muni Indriði ganga af vígvellinum lítt særður með höfuðið hátt að vanda.
Vildu sýna fram á að Ísland væri að vinna að Icesave-lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Drengilega mælt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.12.2009 kl. 19:26
Tek undir með Heimir.
Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:54
Tek undir með Heimi. Íhaldið getur verið bæði sanngjarnt og víðsýnt, en í takmörkuðu magni þó.
Björn Birgisson, 7.12.2009 kl. 19:57
Sammála þér Baldur, þó svo ríkisstjórninni farnist fátt þá var henni fengur í Indriða. Heiðarlegir menn eru ekki á hverju strái sem hafa reynslu innan stjórnkerfisins og ekki þarf að losa undan kúluláni. Það segir meira en mörg orð að þannig maður hafi fengist til starfa við núverandi aðstæður.
Magnús Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 21:17
Sammála öllum hér að ofan. Skemmtilega uppsett grein hjá þér að vanda.
Vinstri maður, slæmt afspurnar
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:37
Ætli vinstri menn fái að syngja í Fíladelfíukórnum?
Árni Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 00:39
Árni, líka nýbakaðir kommúnistar!
Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 00:51
Háttvirtu eðalkommar, mér finnst litlu skipta hvort menn fá að syngja með Fíladelfíukórnum eða ekki, en maður veltir því fyrir sér hvort ekki ríki jafnræði við hljóðfærin í himnaríki. Ég yrði ekki hissa á að sjá þar saman í óperukórnum vinstri menn og hægri, samkynhneigða og gagnkynhneigða. Vinnum í málinu og reynum að hittast allir saman þar.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:57
Lagið?
Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 01:00
Þar vænti ég að hver syngi með sínu nefi. Þú náttúrlega syngur Nallann. Ég syng Öxar við ána eða Fram fram fylking.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 01:02
Alltaf góður, Baldur! Þú syngur Atti Katti ................ Við Árni kyrjun Nallann!
Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 01:19
Já, hvurn þó andsk... er verið að gagga í manninum. Er hann rað-ímeilari eða hvað?
Eygló, 8.12.2009 kl. 04:24
Ætli við frjálslyndir kyrjum nú ekki sálminn alþekkta:
Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll!
Árni Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 08:43
Hér hafa átta manns tjáð sig og greinilegt að öllum finnst nóg um aðförina að Indriða. Það gerir 100% . Vonandi láta fjölmiðlar og tölvuhakkarar þennan mæta mann í friði eftirleiðis. Það er sök sér að vera andstæður skoðunum hans, og það er ég sjálfur, en það er ólíðandi hvernig veist er honum eins og væri hann einhver óbótamaður.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 14:02
Þessi færsla þín Baldur styður þá skoðun mína að þú sért nú ekki verri en þú ert sagður. (Enda væri það nú auðvitað alveg skelfilegt.)
Án gamans: Við ættum kannski stundum að skoða hug okkar betur áður en við söfnumst að fólki með fáryrðum.
Árni Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 15:02
Ég er nú ekki komin út af Axlar-Birni fyrir ekki neitt, og þar að auki er ég komin út af Nikulási illa, sem Nikulásargjá á Þingvöllum er kennd við, þar drekkti hann sér í einu fúllyndiskastinu. Menn verða að ræða um lífið og tilveruna unmbúðalaust, það er alveg ferlegt að taka þann rétt af mönnum, þá væri þetta eins og í Sovétríkjunum og afleiðingin er sú að öll ástúð og væntumþykja hverfur úr samfélaginu og allir verða kaldir og harðir. Það er ekkert verra en að banna mönnum að tala saman. Mér finnst sjálfsagt að gagnrýna verk ráðamanna því þeir bókstaflega hafa líf okkar í hendi sér, og þá fer ekki hjá því að gagnrýnin beinist stundum líka að persónuleika þeirra. En það er vafasamt að veitast að mönnum sem eru aðeins að gegna skyldum sínum, gera sitt besta og eru ekki að valda neinu tjóni.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 15:23
Ég verð að vera sammála ykkur hérna. Það er mikill ljóður á ráði manna þegar þeir komast í rökþrot að ráðast að persónu andstæingsins.
Það hafa ólíklegustu menn fallið í þá gryfju, sér til lítils sóma.
Ég verð hinsvegar að segja að ég skil ekki að Indriði, eins reyndur og hann er í skattanmálum, skuli skrifa uppá þessa flækju sem þeir ætla að koma á skattreglurnar. Mér dettur einna helst í hug að nýja þrepið í virðisauknaum sé sett fram bara til að geta bakkað með eitthvað þegar komið er að samningaborðinu.
Landfari, 8.12.2009 kl. 17:08
Landfari, er þetta ekki bara vísbending um örvæntinguna? Menn reyna að skafa innan úr hverri einustu matarholu sem hugsast getur þótt þeir baki sér margskonar vandræði með því. Svo verður mikið verk eftir nokkur ár að vinda ofan af flækjunum. Og það er líka stór spurning hvort það sé yfirleitt farsæl leið að skattleggja sig út úr vandanum.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 17:15
Ég held að menn geri sér enga grein fyrir hvað þessar eilífu breytingar kosta atvinnulífið. Það er með ólíkindum að menn ætli að skattleggja snúðinn mismunandi eftir því hvoru megin við þröskuldinn á bakaríinu hann er snæddur. Hvað svo ef maður fær sér einn bita áður en maður er kominn út fyrir dyrnar. Þetta nær ekki nokkurri átt.
Hvað ætli það losti verslunareigendur að breyta öllum tölvukerfum til að geta rukkað enn eitt virðisaukastigið. Samtök veitinga og gistihúsaeigenda hafa bent á að búið er að senda út verðlista til söluaðila í útlöndum. Aulýsingaspjöld og annað slíkt er ekki gefið heldur.
Ég hef sagt það áður að það er ekki nógu gott þegar menn sem lengi eða alla tíð hafa verið á ríkisframfæri eru að fara að setja reglur fyrir atvinnulífið, hafandi lítið sem ekkert komið nálægt því sjálfir. Þeir hafa ekki þann sjónarvikil á atvinnulífið sem æskilegt væri að hafa þegar samdar eru lög og reglur fyrir það.
Ég efa það að kostnaður avinnulífsins af upptöku nýs skattþreps í virðisauka hafi verið metinn. Ef svo er væri fróðlegt svo ekki sé meira sagt að fá þá tölu uppgefna.
Landfari, 8.12.2009 kl. 19:02
Það ætti að vera samkomulag milli allra stjórnmálaflokka að setja aldrei neina yfir málefni atvinnulífsins nema þá sem hafa ærna reynslu af því sjálfir. Með fullri virðingu fyrir Gylfa Magnússyni sem vafalaust er ágætur fræðimaður, þá gengur ekki að taka fólk úr háskólanum og setja í svona embætti. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvers vegna háskólamenn í hagfræði, beggja megin Atlantshafs, voru ófærir um að sjá fyrir sér efnahagshrunið. Segir talsverða sögu, ekki satt?
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.