7.12.2009 | 16:42
Lyddur og foreldrar fá rauða spjaldið
Fanturinn Egill Skallagrímsson forfaðir okkar var ekki nema sex ára gamall þegar honum sinnaðist við leikfélaga sinn og drap hann með öxi. Móðir Egils brást við á sama hátt og foreldrar Arnars Birkis - hún lauk á hann lofsorði fyrir verknaðinn og kvað hann vera víkingsefni. Þau orð rættust því miður, Egill fór um byggðir grár fyrir járnum og sálgaði fólki af hjartans lyst uns hann gerðist of gamlaður til að drepa.
Það hendir margan mann að gerast sekur um fantaskap og jafnvel níðingshátt, en ég verð alltaf jafn hnugginn þegar foreldrar bera í bætifláka fyrir fantana. Nær væri foreldrum Arnars Birkis að taka drenginn ærlega á beinið og leiða honum fyrir sjónir að svona hegðun er ekki aðeins ódrengileg, hún er líka stórhættuleg, því með henni getur hann lemstrað menn illilega og jafnvel eyðilagt feril þeirra.
Það er hjákátlegt að bera því við að Arnar sé aðeins sextán ára, menn hafa lagt undir sig lönd og álfur á þessum aldrei og aldrei hef ég hitt sextán ára mann sem taldi sig annað en fullorðinn mann og ábyrgan gerða sinna.
Ég spái engu slæmu fyrir Arnar Birki, þvert á móti vona ég að hann læri af þessu atviki, en foreldrar hans fá rauða spjaldið og sömuleiðis lyddurnar í Fram.
Yfirlýsing frá Fram og foreldrum Arnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála því.
Hann er nógu gamall og þroskaður til að spila í meistaraflokki og nógu mikill fauti til að beyta þessu bragði.
Athyglisvert að foreldrarnir setja út á að tekið sé viðtal við piltinn en virðast ekki halda því fram að rangt sé haft eftir honum, enda efast ég um að íþróttablaðamenn Fréttablaðsins séu að skálda svona yfirlýsingar.
Tuska þennan ræfil til þannig að hann fari að haga sér en ekki setja út á blaðamenn sem fjalla um hættuleg fólskubrot.
Karma (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 16:57
svo þurfti heljarmennið að kalla á mömmu sína. Hvernig er með þroska þessa manns ? Er hann enn á brjósti ?
Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 16:58
þessi strákur verður þola umtalið sem og að axla ábyrgð - segji eins og Karma
"Hann er nógu gamall og þroskaður til að spila í meistaraflokki og nógu mikill fauti til að beyta þessu bragði"
Hann er pottþétt ekki neinn "Egill" sem betur fer - en fauti í leik er hann.
Jón Snæbjörnsson, 7.12.2009 kl. 17:07
Sko við höfum allir lent í fautum og það rætist oft úr þeim þegar árin færast yfir þá, en ég er hneykslaður á þessum slæmu foreldrum, þau ala fantaskapinn og mannvonskuna upp í stráknum með þessum auvirðilegu viðbrögðum sínum. Ætli þeim finnist ekki gulldrengurinn nógu gamall þegar blöðin taka viðtal við hann vegna glæsilegrar frammistöðu? Er hann kannski of ungur til að ræða við hann þá líka?
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:07
Aðgát skal höfð í nærveru smásálna! Góður pistill. Baldur!
Björn Birgisson, 7.12.2009 kl. 17:11
Björn, ég las fyrir mörgum árum viðtal við þekktasta golfdómara Íslands; hann sagði að golfið hefði verið tandurhrein íþrótt þangað til fyrrverandi keppnismenn úr handbolta fóru að spila golf eftir að keppnisferlinum lauk - þeir voru vanir svindli og oftlega hvattir af þjálfurum til að beita óheiðarlegum brögðum, og þegar þeir birtust á golfvellinum fór að bera á ýmiskonar óværu sem aldrei sást áður.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:21
Er Jón Karl sjálfstæðismaður?
Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 17:23
Góður pistill Baldur. Þegar maður var fermdur var manni óskað til hamingju með að vera kominn í hóp fullorðinna en í þessu tilfelli telst drengurinn vera BARN, ég skil þetta ekki alveg. Það vantar alveg greinilega mikið á að það verði HÆGT AÐ LEIKA SÉR MEÐ HUGTAKIÐ BARN OG FULLORÐINN.
Jóhann Elíasson, 7.12.2009 kl. 17:25
Árni, af myndinn að dæma er hann framsóknarmaður.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:31
Þú veist hvernig það er Jóhann, það fer allt eftir því hvort hentar betur hverju sinni. Svo er fólk að úthúða pólitíkusum og bissnissmönnum fyrir siðleysi en er ekkert skárra sjálft.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:32
Það sem mér finnst ótrúlegast við þetta mál er myndin, hún hlýtur að vera fölsuð.
Því að eðlisfræðilega útilokað að tíkallinn hafi geta lyfti sér svo hátt upp af gólfinu.
Ég trúi því frekar að guttinn sé að gefa hjálparhönd undir fótinn
Trausti Trausta (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:32
Trausti, ég hef oft verið hissa á íþróttamyndum - handboltaskyttan eða skallamaðurinn hefjast á loft og manni finnst þeir vera komnir í tveggja metra hæð ......... en trúlega er það linsan og þrívíddin sem skapa þessa blekkingu.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:36
Þetta er vandi Íslands í dag í hnotskurn, börn og unglingar komast allt of oft upp með kjafthátt, slæma hegðun og fólskuleg brot vegna þess að foreldrarnir eru ekki tilbúnir að taka á vandanum og láta börn sín taka afleiðingum gjörða sinna heldur bera í bætifláka fyrir vandræðaunglinginn. Það hvernig Arnar talar við fréttamanninn bendir til þess að drengurinn sé fullkomlega samviskulaus og sjái lítið athugavert við hegðun sína. Það viðhorf er viðsjárvert í upprennandi íþróttamanni og það er foreldrunum ekki til sóma að reyna að afsaka gjörðir drengsins með aldri hans.
Íþróttaáhugakona (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:36
Íþróttaáhugakona, það fer ekki hjá því að maður hugleiði hvaðan drengurinn hafi þessa fólsku.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:38
Kannski á það við hér sem stundum er sagt: ,,Körfubolti er íþrótt án snertingar, en handbolti er snerting án íþróttar"
Gísli Sigurðsson, 7.12.2009 kl. 17:41
Er ekki dálítið ljótt að taka handboltamennina svona út fyrir rammann?
Björn Birgisson, 7.12.2009 kl. 17:50
Björn, í viðtalinu minnir mig að dómarinn hafi notað orðin "keppnismenn í boltaíþróttum", en oftast eru það þó handboltamenn sem fara í golfið þegar keppnisferlinum lýkur; á seinni árum er reyndar orðið algengt að fótboltamenn komi líka í golfið. Þessir menn eru alvanir óheiðarlegum brögðum og eru beinlínis hvattir til að nota þau. Það þarf nú ekki annað en sjá að leik þá Paul Scholes og ámóta fanta til að skilja hvað hangir á spýtunni. Öll lið sem Sam Allardyce stjórnar taka upp fantaskap og háskaleik til að brjóta niður andstæðingana.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 17:55
Ég horfi nú ekki mikið á handknattleik, helst þá á Strákana okkar. Finnst þó dómgæslan hafa skánað. Hér áður fyrr var þetta bara keppni í hrindingum, peysutogi og ýmiss konar fantaskap. Svo kom þetta júgóslavneska bragð, sem pilturinn beitti, og náði gífurlegum vinsældum meðal fólskuvina.
Björn Birgisson, 7.12.2009 kl. 18:02
Gísli, þú manst hvað Bretar segja um fótbolta og rugby: rugby is a game for thugs played by gentlemen, football is a game for gentlemen played by thugs.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:03
Samkvæmt barnaverndarlögum er hann ennþá barn og sama hvað þið segið þá getið þið nú eflaust ekki breytt því af því að hann braut á einhverju fauta. Hvað er þá svona asnalegt ef að foreldrar hans kalla hann barn?
Verið nú ekki svona blindir og hættið að væla yfir þessu. Ef þið hafið stundað íþróttir og voruð með alvöru keppnisskap, þá vitið þið að þetta er einhvað sem gerist í hita leiksins. Alveg eins og t.d. með Henry á móti Írlandi. Auðvitað hefðu allir gert það sama til að vinna leikinn, þó svo að einhverjir spekingar halda öðru fram.
Hins vegar voru ummælin hans afar röng en auðvitað átti fyrst að tala við foreldra hans á undan.
Þannig að ég get ekki alveg séð ástæðuna fyrir því að setja út á foreldra hans, eins og ég best veit gerðu þau allt rétt í stöðunni, og eflaust það sama og þið hefðuð gert ef þetta væri ykkar barn.
Íþróttaáhugamaður (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:11
Týpískir íslenskir foreldrar sem kunna ekki að ala upp barn. Þetta er eitt af stærstu vandamálum sem landið glímir við. Siðleysi, agaleysi og afsakanir fyrir öllu saman.
Þennan dreng á að hvíla frá handbolta og hann þarf að hugsa sinn gang, annars er hætt við að hann alist upp sem Marco Materazzi handboltans, það er best fyrir hann sjálfan að hann fái frí frá næstu leikjum til að hugsa sinn gang.
Sammála bloggareiganda, foreldrarnir fá rauða spjaldið, sömuleiðis Fram. Arnar er efnilegur leikmaður en þarf að hugsa sinn gang.
Páll (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:13
Hvað er þetta blessað barn gamalt ?? 5 ára ? Þá skil ég vel að maður klagi í mömmu.
Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 18:16
Íþróttaáhugamaður, það skiptir nákvæmlega engu máli í þessu sambandi hvar löggjafarvaldinu þykir hæfa að takmarka afskipti barnaverndarnefndar. Ef Alþingi samþykkir í næstu viku að barnaverndarnefnd skuli hafa afskipti af fólki til 24 ára aldurs, þá hefur það ekki í för með sér að menn séu börn til 24 ára aldurs.
Afbrot Henrys fólst ekki i því að slasa annan leikmann en það varð honum til ævarandi skammar - sem ég syrgi mjög, því Henry hefur um langt skeið verið í sérstöku afhaldi hjá mér.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:18
Páll, þú orðar þetta skemmtilega en sannleikurinn er auðvitað sá að mörg ógæfan á uppruna sinn í föðurhúsum. Gott uppeldi skilar sér alltaf en það gerir vont uppeldi líka, því miður.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:20
Hehe Finnur, þú sýnir málið í hnotskurn.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:22
Óþarfi þó að skíta yfir foreldra drengsins (sem þið þekkið að ég held ekkert persónulega) útaf því að þau komu syni sínum til varnar. Ef þið eigið barn og það lendir fyrir rétti, myndið þið þá ekki gera allt til að koma barninu til varnar? jú ég held það nú
Hlakka til í framtíðinni að sjá ykkar börn ná jafn langt og barn þessa "ömurlegu foreldra" eins og þið orðuðu það mjög þroskuð.
Íþróttaáhugamaður (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:31
Íþróttaáhugamaður, þetta hefðirðu ekki átt að láta út úr þér. Ég er sjálfur foreldri og þótt ég fari ekki út í þá sálma hér, þá get ég hróðugur sagt með sanni að ég lifi í samræmi við það sem ég segi. Foreldrar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að afsaka og afneita varmennsku í börnum sínum, heldur gera sitt ítrasta til þess að gera þau að góðum mönnum.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 18:44
með fullri virðingu fyrir jóni karli þá getur þetta brot nú varla eyðilagt hans feril, þar sem hann hafði lagt skóna á hilluna fyrir síðasta tímabil og tók að sér dómgæslu en byrjaði síðan aftur að spila með gróttu fyrir vin sinn þjálfarann halldór ingólfs. en þetta mál er orðið uppblásið af fréttamönnum og moggabloggurum sem hafa síðan ekki hundsvit á því sem þeir segja, þar sem að fréttir um júggabrotið svokallaða voru síðast sýndar fyrir um 25 árum síðan, og því gat arnar tæplega vitað hvað það var fyrst hann er rétt orðinn 16 ára. ég þekki drenginn persónulega og hann er ekki sálarlaus og tekur hlutina inná sig, og þetta atvik gerist í hita leiksins og ef ekki væru til myndir af því þá væri enginn að skipta sér neitt afþessu, jón karl segir sjálfur að ekki hafi verið um mikla snertingu að ræða og því finnst mér, að þið kæru moggabloggarar gætuð hætt að níðast á ungum dreng sem varð á að gera mistök i hita leiksins, allir gera mistök og það er ekki eins og þetta sé fyrsti leikmaður handboltans sem hefur keppnisskap og vilja til að vinna. og það að foreldrar hans séu að verja hann, auðvitað standa foreldrarnir með barninu sínu hvað sem það gerir af sér, og ef þið virkilega haldið að arnar hugsi ekki sinn gang eftir þetta þá megið þið bar ahugsa ykkar gang.
kkkk (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:28
Mikið djöfull er ég sammála þér KKK..... Þetta er svo blásið upp sérstakleg hérna á þessu bloggi. Hefði þetta verið einhver annar eldri og reyndari leikmaður hefði aldrei gert eins mikið mál úr þessu. Það er ekki eins og þetta sé eina alvarlega brot í handbolta. Og þar sem hann er einungis 16 ára og er að hefja sinn ferill þá skortir hann reynslu. Það er ýmislegt sem getur gerst í hita leiksins og hvað þá þegar maður hefur ekki reyndluna. Reynslu meiri menn í þessari íþrótt hafa gerst sekir um mun alvarlegri brot en þetta. Hann á eftir að læra á þessu.
Leó (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:50
Djöfull pirra moggabloggarar eins og þið mig ..
Fullorðið fólk í engu formi , sem situr við tölvuna og kvartar og heldur að það sé gáfað.
Þori að veðja að 90% af ykkuar hafa aldrei stundað neina keppnisíþrótt að einhverri alvöru , heldur látið ykkur nægja að horfa á það í sjónvarpinu og blogga um það meðan þið sötrið bjórinn ykkar.
Þetta gerist í hita leiks , það er ekki eins og hann hafi reynt að myrða manninn.
Menn hafa kýlt leikmenn , komið með stórhættulegar tveggjafótatæklingar oflr .. En aldrei hef ég séð jafn mikla umfjöllun .. Og það er eftir að 16 ára strákur gripur í fótinn á einhverjum leikmanni.
Hættið svo að kalla hann fauta , illa innrættan og flr nöfnum þegar þið þekkið hann ekkert persónulega.
Það sem þið eruð að segja hérna er sjálfum ykkar til skammar og segjir meira um þroska ykkar en Arnars(:
sjonni (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:25
og þessir klaga i mömmu brandarar eru frekar þreyttir og óþroskaðir af manni á þínum aldri Finnur ..
Sjonni (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 21:31
Djöfull orðaðir þú þetta vel Sjonni !!
Valli (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 22:01
Nú erum við Gunni sammála um að vera þér sammála..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.12.2009 kl. 22:21
Það er gaman að sjá aftur gamla góða Framara-móralinn hjá þeim Sjonna, Valla, Leo og KKKK. Gangi ykkur vel í næsta leik strákar og munið að handleggsbrjóta engan.
Baldur Hermannsson, 7.12.2009 kl. 23:01
Hvað hefur þú efni á því að vera að dæma fólk baldur??
Valli (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:25
Ég held reyndar að þessi harða gagnrýni komi fram m.a. vegna ummæla stráksins eftir leik. Brotið sjálft var ljótt en hefði hann þegar sýnt iðrun og beðist afsökunar, í stað þess að tala um hefnd vegn meintra misgjörða hins leikmannsins, þá hefði ekki orðið svona mikið fjaðrafok úr þessu.
Dísa (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:34
Sjonni og valli og fl virðast ekki skilja hvað þú ert að fara Baldur, talandi um að gaspra í hita leikssins. Auðvitað gera menn ýmislegt í hita leiks, en hefði þá ekki drengurinn átt að sýna iðrun yfir verki sínu sem og foreldrar??
Sem fyrverandi stjórnarmaður í foreldraráði við grunnskóla get ég sagt að því miður eru það venjulega foreldrarnir sem eru vandamálið, ekki börnin. Það virðist vera mjög erfitt fyrir foreldra að viðurkenna að barn þeirra eigi til " skítlegt" eðli og flestir virðast gjörsamlega hafa gleymt því hvað gert var á þeirra ungdómsárum, ekkert okkar er þar undanskilið held ég, að hafa gert eitthvað miður fallegt, og hvernig dettur þá fólki í dag í hug að "mitt barn geri aldrei svona" ??? Það barn er varla til sem ekki á það til að gera eitthvað sem ekki er æskilegt, annað er varla normal því þannig meðal annars lærum við, það sem hins vegar skiptir máli er hvernig við sem uppalendur tökum á þeim gloríum sem börnin okkar gera. Að afneita vandamálinu og trúa blint á það að mitt barn segi alltaf satt er einstakur barnaskapur. Hugsið til ykkar barna og unglingsára, var sannleikanum aldrei hagrætt ??
(IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:44
Fyrir hönd Arnars Birkis og í samráði við hann hörmum við atvikið sem átti sér stað í leik Gróttu og Fram sl. fimmtudagskvöld. Arnar Birkir biður leikmann Gróttu, Jón Karl Björnsson og handknattleikshreyfinguna alla velvirðingar á þessu leiða atviki.
Mæli með því að þú lesir greinina aftur. Samkvæmt þessu eru foreldrar Arnars ekki að segja "sonur minn gerir aldrei svona" heldur að biðjast afsökunar á hegðun hans.
Valli (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:56
Silla, þetta er málið í hnotskurn.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:20
Nei það gera þau ekki Valli, en afökunnarbeiðnin hefði litið mun betur út ( verið trúverðugri) ef ekki hefði verið reynt að afsaka það sem síðar kemur fram í fréttinni um orð drengsins, þar er stór og mikil yfirbreiðsla sem ekki hæfir því sem á undan var gengið, því miður.
(IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:23
Valli, hvað þessa afsökunarbeiðni varðar, þá er hún ekki annað en yfirvarp. Foreldrarnir biðjast afsökunar í orði kveðnu en sýna svo í framhaldinu að þau eru jafn forhert og sonur þeirra. Strákurinn er enn þá nógu ungur til að læra mannasiði en það er verra með foreldrana. Lestu sjálfur fréttina aftur og reyndu að átta þig á því hvað málið snýst um.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:29
Það getur vel verið.
Ég sammt skil ekki þennan Baldur að vera að dæma foreldra drengsins vegna slæms uppeldis. Það væri kannski gott að líta í sinn eiginn barm first. :)
Valli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:31
Og annað, Valli. Íþróttahreyfingin er að stærstum hluta fjármögnuð úr vösum skattgreiðenda, það er að segja af mér. Ég kaupi reglulega ýmiskonar varning af íþróttafélögum til að styrkja þau og ek stundum með stóreflis plastpoka fullan af gosflöskum til þeirra. Ég á heimtingu á því að íþróttahreyfingin starfi í anda drenglyndis og heiðarleika og stefni að því að gera unga fólkið að góðum þegnum fremur en illvígum föntum.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:35
Baldur ertu að lesa sömu grein og ég eða??
Fyrir hönd Arnars Birkis og í samráði við hann hörmum við atvikið sem átti sér stað í leik Gróttu og Fram sl. fimmtudagskvöld. Arnar Birkir biður leikmann Gróttu, Jón Karl Björnsson og handknattleikshreyfinguna alla velvirðingar á þessu leiða atviki.
Hvað er þetta annað en afsökunarbeiðni?
Valli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:37
Restin af greininni er kannski yfirlýsing vegna þess að blaða maður setti sig í samband við barn en þetta er hrein og bein afsökun.
Valli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:39
Mér þykir nú svolítið skondið að foreldrarnir/félagið setja út á (og reyna að hrekja) orðaval í greininni ("leikur því vafi á þeirri staðhæfingu að Arnar Birkir hafi „... alltaf reynt að gera eitthvað við hann...“), en þetta er einmitt fengið beint úr því sem "barnið" sagði. Þannig að annað hvort eru foreldrarnir að reyna að verja hið óverjanlega eða drengurinn er að skálda illvilja til annars manns. Á hvorn veginn sem það er, lítur það alls ekkert vel út.
Kristján Magnús Arason, 8.12.2009 kl. 00:40
Hér er upphaflega fréttin í Fréttablaðinu. Foreldrar unga mannsins og talsmaður Fram gera afsökunarbeiðnina að engu með því að snúa gagnrýninni upp á blaðamann Fréttablaðsins og þræta fyrir ummæli Arnars. Þetta er engin afsökunarbeiðni - lítur út fyrir að vera það en er það ekki. Ef stjórn Fram hefur ekki mannskap til þess að taka á svona málum og komast almennilega frá þeim ætti hún að ráða sér almannatengil.
http://www.visir.is/article/20091205/IDROTTIR02/127118261
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 00:53
Hvað er eiginlega athugavert við það að tala við menn undir 16 ára aldri? Það líður ekki sú vikan að fréttamenn sjónvarpsins taki ekki viðtöl við börn í söngkór, börn í leikskóla, börn í leikritum - og aldrei eru lögfræðingar viðstaddir viðtölin. Og þetta eru raunveruleg BÖRN, ekki 16 ára karlmenn og handboltakappar í meistaraflokki.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 01:00
Enda eru ekki verið að skapa neikvæða umfjöllun þá.. það varntar greinilega 1 til 2 skrúfur í þig...
Valli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 01:04
Hm, ég segi nú bara: hefur þú efni á því að dæma um það?
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 01:10
Hann hefur allavega jafn mikið efni á því eins og þú dæmir foreldra Arnars.
Gústi (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 01:48
Baldur. Punktur þinn í færslu 48 er hreinlega fáránlegur að mínu mati.
"Hvað er eiginlega athugavert við það að tala við menn undir 16 ára aldri? Það líður ekki sú vikan að fréttamenn sjónvarpsins taki ekki viðtöl við börn í söngkór, börn í leikskóla, börn í leikritum - og aldrei eru lögfræðingar viðstaddir viðtölin. Og þetta eru raunveruleg BÖRN, ekki 16 ára karlmenn og handboltakappar í meistaraflokki."
Þú veist ef hugsar að þess konar viðtöl eru engan veginn sambærileg við viðtöl sem snúast um viðkvæmari mál.
Þar utan hef ég ekkert um málið að segja og vona að umræður um það falli niður eins fljótt og auðið er. Alltof sterkur 'tabloid' fnykur af því og tilfinningalegar skoðanir ráða mun meira en skynsemi.
Ignito, 8.12.2009 kl. 12:10
Ignito, sem betur fer talar þú þarna gegn betri vitund því annars værirðu alger asni. Hvernig dettur þér í hug - þér og foreldrum fautans og Frömurunum sem hafa tjáð sig hérna - að nokkur maður taki alvarlega þá kröfu að barnaverndarnefnd verði kölluð saman til þess að fjalla um júggabrot í handbolta? Þú krefst þess að fautinn verði kallaður í Barnastofu og þar fari fram yfirheyrslur í málinu þegar stjórn handknattleikssambandsins tekur það til meðferðar. Þetta er sextán ára karlmaður en ekki krakki, ertu ekki enn þá farinn að skilja það?
Þið talið eins og sturlað fólk og auðvitað liggur beinast við að skellihlæja að ykkur - ef ekki væri sá alvarlegi flötur á málinu að þið eruð að sópa skítnum undir teppið, drepa málinu á dreif með vífilengjum og þar með gera lítið úr mjög alvarlegu og hættulegu broti og horfa fram hjá því andstyggilega hugarfari sem kemur fram í viðtalinu við Fréttablaðið. Það er einmitt fólk á borð við þig sem endalaust gerir lítið úr ofbeldisglæpum og ýtir þar með undir ofbeldi og hvers kyns skepnuskap í þjóðfélaginu. Ef eitthvað er þá ert þú mun hættulegri maður en handboltafautinn sem er tilefni þessarar umræðu.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 13:57
ég spyr nú bara, hver lagði fram þá kröfu að barnavendarnefnd verði kölluð saman??
En drengurinn er eflaust mun meiri karlmaður en þú....
Valli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 14:42
Jahá, þetta óraði mig ekki fyrir að yrði lesið úr athugasemd minni. Að ég væri að óska eftir viðveru barnastofu og þar utan ýti undir ofbeldi
Ég er almennt, undirstrika almennt, að tala um viðtöl fréttamanns við aðila sem ekki eru komnir með aldur né þroska til að svara þeim í viðkvæmum málum. Finnst reyndar líklegt að fréttamenn hafi einhverja vinnureglu í þess konar viðtölum án þess þó að þekkja það. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir hvernig unglingar eiga það til að svara. Og 16 ára unglingur er ekki orðinn fullþroskaður tilfinningalega nema í einstökum tilfellum.
Utan þess þá skipti ég mér ekkert af þessu máli, HSÍ tekur örugglega rétt á þessu ( jafnvel búnir) og vonandi lærir guttinn af þessu.
Ignito, 8.12.2009 kl. 15:18
Now you are talking. Ég tek heils hugar undir síðustu setninguna.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 15:24
Úff, ég gæti talað endalaust um moggabloggara eins og ykkur og hvað þið farið í mínar fínustu taugar.
Ég ætla að hafa þetta nokkuð stutt. Aðallega langar mig að benda á tvö komment á blogginu, nr. 2 og nr. 22, og það vill svo skemmtilega til að bæði kommentin komi frá sama manninum, Finni Bárðasyni.
Ég varð pirraður þegar ég las þetta blogg, en kommentin þín Finnur fóru algjörlega með mig. Ef ég gæti myndi ég púlla júgóslavneska bragðið á þig 7x í röð. Þú hefur ekkert að segja í þessari umræðu, nema TVÖ komment þar sem að þú ásakar barn, já hann er barn, um að klaga til mömmu sinnar? Hvað í ósköpunum ertu að reyna að fá fram með því?
Hann klagaði klárlega ekki í mömmu sína, frekar eðlilegt að hún heyri af þessu máli þegar að helmingur allra fokking notenda mbl.is eru að rífa sig um þetta. Finnst þér kannski líka barnalegt af henni fyrir að senda út tilkynningu? Þú ert fullorðinn maður, hvernig væri að þú hagaðir þér sem slíkur?
Og baldur, ég ætla ekki einusinni að fara út í rökræður við þig, þú ert eins og versti ofsatrúarmaður, algjörlega blindur á mótrök.
Mér er líka nett sama um þetta mál, hvort að hann hafi gert þetta viljandi eða ekki en andskotinn hafi það, hættu að vera svona vitlaus að kalla hann fauta, fant, níðing eða fullorðinn andstæðing. Sama hvort að 16 ára krakkar haldi því fram að þeir séu fullorðnir eða ekki er það staðreynd að þú verður ekki sjálfráða fyrr en þú verður 18 ára skv. lögum. Af hverju heldurðu að það sé?
Ég stórefa að ég nenni að líta aftur hérna inn, ég er ekki frá því að greindarvísitalan mín hafi hrunið um eitt stig fyrir hver komment sem ég las eftir þig hérna.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:49
"ég er ekki frá því að greindarvísitalan mín hafi hrunið um eitt stig fyrir hver komment sem ég las eftir þig hérna." segir Gunnar hinn víðsýni.
Gunnar! Í guðanna bænum hættu þá að lesa og stoppaðu þetta dapra vísdómsfall í kollinum á þér. Enginn vill að þú lendir á bótum. Of margir eru þar fyrir.
Baldur, þú hlífir þessum trygga lesanda þínum við frekari dómgreindarmissi. Veit ekkert um hann, en hann, eins og allir aðrir, þarf á öllu sínu að halda.
He, he, stundum er gaman á blogginu. Óþarfi er gerast greindarskertur út af því!
Björn Birgisson, 8.12.2009 kl. 21:53
Hahahahahaha...þetta var nú aldeilis skemmtilegur lestur.
Í fyrsta lagi; drengurinn gerði sig sekan um að beita bolabragði sem getur, og hefur, valdið mönnum óbætanlegu tjóni.
Í öðru lagi; foreldrar drengsins reyna að bera í bætiflákann fyrir drenginn, og skila því þar með til hans að hann sé ofsóttur, fórnarlamb....
Í þriðja lagi; samflokksmenn drengsins keppast hér við að sýna FRAM á að þeir sem gagnrýna slíka hegðun séu bjánar...
.....sé þetta grunnurinn í ungliðastarfi FRAM þá er dagljóst hvert skal EKKI snda börnin til að læra íþróttamannslega hegðun.
Þið allir(eða kannski er það bara þú) þarna með sama fokking merkið í stað nafns....(nafnlausar gungur), það skal vonast að ekkert ykkar (þú) komir hvergi nærri barnastarfi FRAM.....þvílíkt og annað eins jónvalsins bull sem þið látið frá ykkur...er ykkur (þér) virkilega alvara ???
Íþróttir gera fólk greinilega að fávitum.
Haraldur Davíðsson, 8.12.2009 kl. 22:03
...komi nærri..átti það að vera...
Haraldur Davíðsson, 8.12.2009 kl. 22:04
Ég vona að Gunnar hætti ekki að koma hingað inn því svona athugasemdir gera manni virkilega glaðan dag. Ég var á skákmóti áðan og varð neðstur, en ég tók gleði mína þegar ég las hugleiðingar Gunnars. En ég velti einu fyrir mér - ef hann tapar einu greindarvísitölustigi í hvert sinn sem hann kemur hingað inn - hvað ætli hann eigi þá mörg eftir? Hvað líður á löngu þangað til hann er kominn í mínus?
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 23:06
Haraldur, ég efast nú um að íþróttir geri menn að fávitum en hitt er rétt að málflutningur júgganna hér á síðunni er skuggalega rúinn vitsmunum. Ég undanskil þó Ignito, hann er greinilega með fullu viti. Þegar ég var að alast upp í Reykjavík á sínum tíma litu allir niður á Fram. Valur og KR voru aðalfélögin og Víkingur dró fram lífið á gamalli frægð, en Fram var alltaf botnfallið. Ég hef á tilfinningunni að lítið hafi breyst á hálfri öld.
Baldur Hermannsson, 8.12.2009 kl. 23:09
Vá þessi komment hérna!
Í fyrsta lagi. Ef foreldrar stráksins treysta honum ekki til að tala við fjölmiðla ættu þeir sennilega ekki að leyfa honum að spila í efstu deild handbolta hér á landi þar sem fulltrúar fjölmiðla eru viðstaddir alla leiki. Það er annað mál ef hann væri eingöngu að spila í yngri flokkunum. Ef beita á þessum rökum er ekki hægt að gagnrýna foreldra fyrir að hleypa barninu inná handboltavöll með fullorðnum mönnum þar sem leikið er af fullri hörku, þar meiðast ófáir og klárlega er verið að ógna öryggi barnsins.
Í öðru lagi er erfitt að halda því fram að rangt sé að ræða við hann eða fjalla um málið. Blaðamaður ályktar að þar sem pilturinn sé nógu þroskaður til að spila mjög líkamlega átakamikla íþrótt með fullvöxnum karlmönnum þá sé hann nógu þroskaður til að taka við hann viðtal án þess að ræða við foreldra hans.
Í þriðja lagi er blaðamaður ekki að "búa til" neikvæða umfjöllun. Hann tekur einungis viðtal þar sem pilturinn segir m.a. orðrétt: "Ég held að hann eigi þetta alveg skilið" og "Ég hef aldrei þolað þennan mann og alltaf reynt að gera eitthvað við hann og þarna kom að því"
Guttinn tekst alveg upp á sitt einsdæmi að snúa umfjölluninni í súper-neikvæða fyrir sig
Karma (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:35
Það er greinilegt á skrifum hér að FRAM þarf að halda siðfræðinámskeið fyrir félagsmenn sem fyrst.
Billi bilaði, 9.12.2009 kl. 12:49
Billi bilaði, nú skilur maður hve heppnir Valsararnir eru að vera sprottnir upp úr jarðvegi séra Friðriks. Valur er nú mitt gamla lið og aldrei bregst maður æskuástinni - þar sem ég bý núna í Hafnarfirði yfirfæri ég samt hluta af ástinni á Haukana, sem eru einskonar systurfélag Vals. Framarar hefðu komist betur frá þessu leiðinlega máli ef þeir hefðu samstundis dæmt strákinn til refsingar sjálfir, en í staðinn völdu þeir að verða sér til skammar.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 12:54
Karma, það er orðið nokkuð ljóst að Barnaverndarnefnd verður að skerast í leikinn og koma litla barninu fyrir hjá fósturforeldrum. Og hann má ekki undir neinum kringumstæðum leika handbolta með Fram, svo mikið er líka ljóst.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 12:56
Getur tekið gleði þína aftur Baldur, ég er kominn á ný.
Stórfyndin komment hjá ykkur alveg hreint, stórkostlegar pælingar. Hvað ætli það sé langt þar til að greindarvísitala mín klárist! Ég gæti dáið úr hlátri, kanntu annan?
Mér finnst það líka kostulegt hvernig þið sveigið frá öllu því sem ég segi, nema síðasta punktinum mínum sem tengist málinu ekki einusinni.
Vildi líka bæta því við, því ég gleymdi að segja þetta síðast, að ég er enganvegin liðsmaður í fram. Merkilegt hvað þið gefið ykkur alltaf forsendur, haldið því fram að hinir og þessir séu liðsfélagar Arnars bara því að þeir eru ekki sammála ykkar, tja hvernig get ég orðað þetta varkárlega, ykkar kolröngu skoðunum
Ogjá, þar sem ég veit ekki hvernig þetta virkar hjá ykkur meðalgreindu mannöpum ætla ég bara að benda á það núna; þegar ég sagði að þetta væri fyndið var ég að gera gys að ykkur.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:07
Gunnar, ertu virkilega að meina þetta? Þú gersamlega eyðileggur fyrir mér daginn.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:09
Nei andskotinn hafi það, fórst alveg með það þarna.
"Karma, það er orðið nokkuð ljóst að Barnaverndarnefnd verður að skerast í leikinn og koma litla barninu fyrir hjá fósturforeldrum. Og hann má ekki undir neinum kringumstæðum leika handbolta með Fram, svo mikið er líka ljóst".
NÁKVÆMLEGA ÞETTA, þetta er NÁKVÆMLEGA heimskulega viðhorfið ykkar 'moggabloggara' sem að pirrar mig svo mikið. Hvernig í andskotanum geturðu sagt þetta? Hvernig geturðu verið svona þröngsýnn, svona barnalegur? Þú ert heimskur maður Baldur, ég ætla bara að segja það eins og er.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:10
Gunnar, ertu búinn að sjá dóminn sem júgginn fékk? Tveggja leikja bann. Er þetta ekki alltof strangur dómur miðað við að hann er jú bara barn? Var Barnaverndarnefnd spurð álits?
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:10
Þú ert nú slíkt manvitsþverhnípi Gunnar, að maður hefur ekki séð annað eins. En það sæmir ekki að þú kallir okkur smælingjana heimskingja, þótt við náum ekki sömu andlegu hæðum og þú sjálfur.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:12
Ekki snúa útur. Að sjálfsögðu fékk hann dóm, þetta var brot. Menn eru dæmir í leikbann hægri vinstri en gerir einhver mál úr því? NEI, því það gerist. Ég neita því ekki, og hef aldrei neitað, að hann braut á sér.
EN það að þú kallir hann fant, fauta, níðing og hvað annað er skömmustulegt.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:14
Skömmustulegt?
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:17
Nú, svo þú kannt að lesa?
Já, það er til skammar fyrir mann á þínum aldri að vera með svona barnastæla
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:21
Ertu til í að fletta upp á öðrum nýlegum færslum hjá mér og skrifa athugasemdir? Ég fer fram á það í fyllstu kurteisi. Það er ansi gaman að þér.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 15:24
Ég sé ekki hversvegna ég ætti að gera mér það.
Ég vona að þú hafir það gott í lífinu, Baldur.
.. Nei djók.
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:36
Hvers vegna? Þetta er eini staðurinn í heiminum þar sem andlegt atgervi þitt er metið að verðleikum.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 16:32
Hérna og hjá konunni þinni auðvitað. Ég læt gömlu nægja
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:39
Tekurðu ekki hana gömlu þína á júggabragði daglega?
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 17:43
Nei, ég hef ekki lagt það í vana minn. Finnst þér það betra að þurfa að nota brögð og vald til að sofa hjá konum?
Gunnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:25
Þú ert spámaður júggabragðsins en ekki ég.
Baldur Hermannsson, 9.12.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.