1.12.2009 | 15:16
Ofbeldi gegn lögregluþjónum
Enginn átti von á því að þessi maður yrði tekinn lifandi. Bandaríska lögreglan er þekkt fyrir að afgreiða snöfurmannlega löggumorðingja og þarf þá eigi um sár að binda. Reyndar er það svo að samfélaginu ber að refsa harðlega þeim ofbeldismönnum sem ráðast að laganna vörðum í starfi. Lögreglumenn neyðast oftlega til þess að fara inn í erfiðar og stórhættulegar aðstæður og hafi þeir ekki hlífiskjöld af lögunum er við búið að margir verði fyrir hnjaski.
Sú hefur því miður orðið raunin hér á Íslandi. Lögreglumönnum er misþyrmt, fleygt í þá múrsteinum, þeir eru kinnbeinsbrotnir og bitnir og á skömmum tíma hefur það tvívegis gerst að hópar útlendra misyndismanna hafa ráðist á lögregluþjóna, neytt aflsmunar og slasað þá illilega. Dómar fyrir árásir á lögregluþjóna eru alltof mildir hér á landi. Sakamennirnir eru innan skamms komnir aftur út á strætin. Skilaboðin til undirheimalýðsins eru mjög óheppileg - það er allt í lagi að berja lögregluþjón, refsingin er væg og þar að auki kemur hún aldrei til framkvæmda því það er ekki pláss í fangelsunum.
Lágmarksrefsing fyrir árás á lögregluþjón í starfi ætti að vera 10 ára betrunarvist og enginn möguleiki á náðun eða styttingu refsivistar.
Meintur morðingi skotinn til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sorglega satt hjá þér, en er ekki reglugerð í gangi hér heima sem á að herða á skildum almennings sem og rétt lögreglumanna hærra undir höfði en nú er
Jón Snæbjörnsson, 1.12.2009 kl. 16:22
Jón, hef ekki heyrt af því en Guð láti gott á vita.
Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 16:25
Af augljósum ástæðum þá finnst lögreglumönnum og almenningi í Bandaríkjunum enginn glæpur verri er löggumorð. Ef þesslags morðingjar nást lifandi á annað borð þá er nánast alltaf krafist dauðarefsinga. Það er hreinlega regla á sumum stöðum í USA að krefjast ALLTAF dauðarefsingar í slíkum tilfellum og oftast eru kviðdómendur sammála.
Hér á landi þarf að þyngja refsingar margfalt fyrir líkamsárásir á lögreglumenn og einnig fyrir líkamsárásir almennt. Dómar fyrir líkamsárásir eru mestu skandalar í íslensku réttarfari.
Deathrow (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 17:21
Deathrow, það mætti halda af nafni þínu að þú sætir á einhverri sér deild á Litla-Hrauni en svo er þó varla. En þetta er bara hárrétt allt sem þú segir. Yfirleitt sér löggan í Bandaríkjunum sjálf um að framfylgja réttlætinu í svona tilfellum. Það voru engar líkur til að þessi fantur yrði tekinn lifandi.
Hér á Íslandi tíðkast ekki að stúta glæpamönnum en það er óþolandi hvernig þessum djöflum líðst að vaða uppi. Og það verður að vera lýðum ljóst að öllum sem veitast að lögregluþjónum verður harðlega refsað og ekkert gefið eftir.
Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 17:27
"Yfirleitt sér löggan í Bandaríkjunum sjálf um að framfylgja réttlætinu í svona tilfellum. Það voru engar líkur til að þessi fantur yrði tekinn lifandi."
Baldur, ertu að styðja það að lögregla elti uppi meinta glæpamenn og taki þá af lífi á staðnum og planti svo byssu á þá svo hægt er að segja að hann hafi skotið á þá?
Það er bara fucking þvæla að hugsa þannig, það hafa ábyggilega margir saklausir menn verið myrtir af lögreglunni á svona hátt.. því þeir voru "meintir" lögreglumorðingjar. Allir hafa rétt á því að fá að verja sig fyrir rétti, því það er alltaf möguleiki á því að sakborningurinn er saklaus.
Unnar (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:59
Hvernig ferðu að því að lesa út úr ummælum mínum að ég styðji þetta?
Baldur Hermannsson, 1.12.2009 kl. 22:02
Er það ekki ansi hart ef t.d. maður gefur lögreglumanni löðrung að hann fái tíu ár án mögulegrar styttingar og án tillitls til málavaxta? Mér finnst ekki að við eigum að taka okkur refsihátt Bandaríkjamanna til fyrirmyndar á neinn hátt. Svo get ég ómöulega viðurkennt að líf og limir lögreglumanna séu meira virði en annarra. Sömu refsingar fyrir að meiða alla og drepa. Engin ''sérréttindi'. Annars er það hlutverk lögreglumanna að handataka glæpamenn ef við verður komið ekki að sjá um refsingar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 13:32
Nei Sigurður, það eiga að gilda miklu strangari reglur um lögregluþjóna en okkur hina, því þeir þurfa að ganga inn í stórhættulegar aðstæður og leggja jafnvel líf sitt í hættu skyldunnar vegna.
Baldur Hermannsson, 2.12.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.