21.10.2009 | 11:49
Við megum ekki reka Egil
Egill hefur of marga góða kosti til þess að vitlegt sé að flæma hann í burtu. Hann hefur sterkan persónuleika og það geislar af honum svona huggulegri sveitamannsdrýldni eins og oft er um rauðhausa. Hann á það til að missa þættina sína niður í stefnulaust raus og endalaus frammíköll, en það er trúlega vegna þess að hann er húðlatur og nennir yfirleitt ekki að setja sig inn í málin. En þegar Egill er í gírnum stendur enginn honum á sporði. Samtal hans við Evu Joly er einn af hápunktum sjónvarps á Íslandi. Og yfirleitt tekst honum vel upp þegar hann talar maður við mann. Það er vegna þess að hann er eðlisgreindur og vel lesinn.
Að sjálfsögðu er Egill alltof hlutdrægur. Við verðum að viðurkenna að þar hefur Björn hárrétt fyrir sér. En það er óskemmtileg lausn að reka kauða. Sjónvarpið færi illa út úr því. Viturlegra væri að búa til annan þátt með öðrum þáttastjórnanda, sem fengi að halla sér á hægra kantinn. Þá fá allir eitthvað og enginn þarf að sýta.
Mætti ég koma með tillögu? Látum Björn Bjarnason fá umræðuþátt á móti Agli. Björn er gerólíkur Agli en á það sammerkt með honum að vera sterkur persónuleiki, gáfaður og vel lesinn.
Björn og Egill elda grátt silfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann mætti laga þessa hrópandi Samfylkingar og Evrópuslagsíðu og raunar RUV í heild. Þetta er orðið of augljóst hjá honum. Ef hans hlutdræga persónulega afstaða er farin að ráða viðmælendum og efnistökum, þá á að taka hann á teppið. Það skiptir engu hvort hann hafi átt í erjum við Björn áður. Það eru strámannsrök af fyrstu gráðu.
Egill vill selja okkur undir AGS, Evrópusambandið og IceSave og hefur engin málefnaleg vinnubrögð í því. Að hann skuli eyða gagnrýni á það, með að mála sig sem fórnarlamb og gera þetta að einhverju persónustríði, sýnir að hann skorti þroska. Hélt hann greindari en það. Það er því sannað, sem oft er sagt að greind og gáfur, fari ekki alltaf saman. Gáfur hefur hann, en það hafði líka Davíð Oddson.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 12:05
Björn sagði aldrei að hann vildi að Egill yrði rekinn, það er bull. Það rétta er að Björn gagnrýnir Egil Helgason og kallar hann óhæfan og hlutdrægan á RÚV.
Ég skil ekki af hverju Egill færir sig ekki yfir á 2 með allan sinn áróður sem hann má ekki stunda á RÚV..
mbk
Halldóra Hjaltadóttir, 21.10.2009 kl. 12:14
Egill verður að geta tekið gagnrýni eins og sannur KR-ingur.
Mér líst vel á hugmynd þína um þátt sem BB stjórnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2009 kl. 12:18
Er í dag alveg hættur að horfa á Silfrið. Áhugasvið Egils er afar þröngt og það er með ólíkindum hvað hann er latur við að setja sig inn í málefnin. Hann er ótrúverðugur og svo fullkomnlega hlutdrægur að það er óþolandi. Hann er fínn í Kiljunni - þar er áhugasvið hans og þar á hann að halda sig. Maður veltir því líka fyrir sér hvort hann hafi tíma til að sinna þessum tveimur þáttum - það virðist allavega mjög grunnt á rannsóknarvinnunni hjá honum í Silfrinu. Viðtalið hans við Jón Ásgeir hefði átt að duga til að láta manninn fjúka.
Það er einfaldelga ekki hægt að bjóða skattborgurum upp á svona einhliða bull hjá ríkisfjölmiðli. Ótrúlegt!
Hilmar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 12:23
Egill misnotar aðstöðu sína á alveg kinnroðalausan, óskammfeilinn hátt. Hann hefur fengið að hafa sjálfræði allt of lengi og hefur því ofmetnast, einkum í seinni tíð. Fyrir mig var það síðasta hálmstráið þegar hann stóð á mótmælafundi með skrílnum sem var að mótmæla löngu tímabærri brottvísun úr landi á hyski, sem hingað hafði borist á lygum og fölskum papppírum. Hann hefur allar hinar fyrirframvituðu, utanaðbókarlærðu skoðanir vinstri manna, eins og glöggt má lesa á vefsíðu hans og er ekki á bætandi í ljósi þess hvers konar lið ræður hvarvetna í fjölmiðlaheiminum, bæði hjá RÚV og annars staðar. Nú virðist þó Mogginn eitthvað vera að braggast og var ekki vanþörf á. Það þarf að hafa a.m.k. einn fjölmiðil í landinu sem, eins og meiri hluti almennings, vill ekki ESB og Icesave. Viðbrögð fjölmiðlamanna við ráðningu Davíðs segja líka mikið um "hina sjálfumglöðu stétt" og ótta hennar við aðrar skoðanir en eru í tísku meðal hópsálanna sem mynda stéttina. Brotthvarf Egils væri vissulega skref í rétta átt.
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.10.2009 kl. 12:28
Ég er sammála þessum athugasemdum, Egill brást afar barnalega við gagnrýni Björn Bjarnasonar. En staðreyndin er sú að Egill er ótrúlega viðkvæmur fyrir sjálfum sér og verði einhver til að gera athugasemdir við störf hans tekur hann það strax sem árás á sig. Auðvitað er þetta merki um vanþroska - en hann er ekki einn um það. Það er erfitt að burðast með slíkan vankanta á persónuleikanum. En ég stend við það sem ég hef sagt: ég vil ekki að Egill hverfi á braut, ég vil bara annan mann á móti honum, til dæmis Ólaf Teit Guðnason, það er vaskur maður, fjölfróður og hugmyndaríkur og afar vinnusamur og setur sig vel inn í öll mál sem hann fjallar um.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 12:31
Vilhjálmur, það er staðreynd að Egill hefur misnotað aðstöðu sína og hann hefur líka skemmt fyrir sjálfum sér með ýmsu móti, en úrvalið á RÚV er ekki beysið. Hver gæti komið í staðinn fyrir Egil - Helgi Seljan eða Sigmar? Nei má ég þá heldur biðja um kommúnistann og lýðskrumarann Egil Helgason.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 12:40
Enda er enginn að tala um að reka Egil mér vitanlega. Ekki Björn allavega.
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.10.2009 kl. 12:46
Hjörtur, svona fræðilega séð er auðvitað hægt að hugsa sér að Egill Helgason taki stakkaskiptum og gerist óhlutdrægur þáttastjórnandi - en það mun ekki gerast í þessu lífi. Það eru til menn sem taka stakkaskiptum en Egill er ekki einn af þeim.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 12:51
Og svo eru til konur sem taka stakkaskiptum ;)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.10.2009 kl. 13:02
Það er rétt Silla og gott að þú skyldir minnast á það. Ég hef séð konur gersamlega umbreytast þegar þær skilja við karlinn og finna sér nýjan. Þá hafa þær gert skoðanir fyrra mannsins að sínum en kasta þeim eins og gamalli flík og taka upp skoðanir nýja mannsins. Þetta hef ég séð oftar en einu sinni og get ekki annað en dáðst að aðlögunarhæfni kvenkynsins. Þær hafa næstum allt fram yfir okkur strákbjánana.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:08
En Silla, vel að merkja - þetta á alls ekki við um allar konur
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:09
Af hverju leggja gagnrýnendur Egils ekki fram formlega og rökstudda kvörtun til Útvarpsráðs ef hann er eins hlutdrægur og af er látið? Eitthvað betra að tuða fram og aftur hér á blogginu?
Björn Birgisson, 21.10.2009 kl. 13:15
Það sem ert að tala um eru ekki skoðanir..Trúlega skoðanaleysi. Synt með straumi. En það er hægt að skipta um skoðun af eigin sannfæringu, er það ekki?
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.10.2009 kl. 13:16
Þetta minnir mig á gamla og góða hugmynd mína um hvernig gera eigi út af við feminisma: Taka upp fjölkvæni. Reynsla aldanna segir að konum líður hvergi betur en í kvennabúrum. Líf þeirra fari þá fyrst og fremst að snúast um að gera húsbónda sínum allt til geðs og þær hætta snarlega femínista- hjali og valíumáti. Öllum líður betur og ekki síst konunum. Og því ekki að taka upp þennan ævaforna, góða sið? Ágæti fjölkvænis kemur víða fram, ekki síst í biblíunni og ég fæ ekki séð hvernig prestarnir gætu verið á móti þessu í landi, þar sem sköllóttir skeggjaðir karlar eru dregnir upp að altarinu og vígðir saman? A.m.k. fríkirkjupresturinn hlýtur að vera boðinn og búinn til að framkvæma fjölkvænisgiftingar.
Fjölkvæni lifi!
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.10.2009 kl. 13:19
Björn, mig minnir reyndar að borist hafi kvartanir og útvarpsstjóri hafi hafnað þeim á þeim forsendum að þáttastjórnendur hefðu meira svigrúm en fréttamenn. Ég veit ekki hvort aðalatriðið sé að standa í kærumálum, betra væri að finna einhverja frjóa og góða lausn.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:23
Vilhjálmur, fjölkvæni er reyndar stundað í Noregi meðal múslima. Þeir hafa svarað gagnrýni stjórnvalda skilmerkilega: við látum óátalið að þið hafið bara eina konu og þá skuluð þig ekki skipta ykkur af því þótt við höfum fleiri. Trúlega verður fjölkvæni lögleitt á Íslandi þegar múslimum fjölgar.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:25
Hvað sem annars verður sagt um múslima verður að játast að þeir hafa að ýmsu leyti athyglisverðar skoðanir, a.m.k. á þessu sviði. Í sumum löndum þeirra fær kvenfólkið ekki heldur að aka bíl, sem mér finnst líka merkileg hugmynd. En örvæntið ekki: Fjölmenningarsinnar, með Egil Helgason í fararbroddi vilja hleypa þessu liði inn í landið nánast eftirlitslaust, þannig að þess kann ekki að verða langt að bíða að svoleiðis verði lögleitt á Íslandi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.10.2009 kl. 13:34
Vilhjálmur, Svíar hafa reifað hugmyndir sem fela í sér að allir megi giftast öllum. Þá mættu til dæmis 11 karlmenn og 7 konur ganga í hjónaband, samtals 18 manneskjur. Þetta er ekki vitlausara en hvað annað.
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:36
Jæja, bara stuð á þessarri síðu í dag..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.10.2009 kl. 13:46
Feginn er ég Silla mín, því ég fékk einhverja hitavellu og er heima í dag - og þá er bara að skemmta sér á blogginu!
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 13:49
Fjölkvæni á Íslandi mundi áreiðanlega draga mjög úr framhjáhaldi karla, en stórauka framhjáhald duglegra kvenna. Og svo omvent, ef við lögleiddum þá byltingarkenndu nýjung að ein kona megi eiga marga karla. Sem er vond tillaga!
Björn Birgisson, 21.10.2009 kl. 13:59
Hvað er svo vont við þá tillögu??????
Baldur Hermannsson, 21.10.2009 kl. 14:03
Ég var áðan að vitna í reynslu aldanna og geri það aftur. Hún segir: Karmaður sem á margar konur er höfðingi og stórmenni. Kona sem á marga karla er mella. Svoleiðis hefur það allta verið, er og mun áfram verða. Eins og börnin segja: Þabbarasvona!
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.10.2009 kl. 14:13
Annars sýnist mér liggja mikið við ef marka má ummælin hérna, að það þurfi líka þátt fyrir kvenhatara, rasista og hommahatara - og þá held ég að Björn komi ekki til greina.
Því hann er örugglega ekki neitt af þessu.
mbk Egill
ps.
Þetta er merk grein eftir Vilhjálm Eyþórsson:
"Það væri fjarri mér að hallmæla konum, hommum, svertingjum, dvergum eða feita fólkinu. Það væri ljótt, og ég er ekki ódó. Hinu er ekki að leyna, að mér hundleiðist brölt þessa fólks, ekki síst svonefnd “réttindabarátta” neðanþindar- þrýstihópanna tveggja, femínista og hómósexúalista.
Neðanþindar- þráhyggja ýmis konar er nú í tísku og þykir fín, enda ættuð frá Bandaríkjunum, landinu sem vinstri menn stela hugmyndum sínum frá, en þakka fyrir með hatri. Þar vestra hefur komið í ljós, að ýmsar kynhneigðir, sem menn einu sinni kölluðu “fýsnir” og töldu í einfeldni sinni vera ó- eðlilegar, þ.e. ó- náttúrulegar, eru í raun hið besta mál. Þeir sem einu sinni voru kallaðir “öfugir”, ef ekki beinlínis “ramm- sódómískir”, eru nú “samkynhneigðir”og flottir. Meira að segja “S/M” þykir “kinkí” og fínt. Konur halda upp á “V- daginn”(sbr. Vagina) með pomp og pragt, og hommar fara í skrúðgöngu á “R- daginn” (sbr Rectum)og því ekki það?
Þetta er allt í góðu lagi og sama er mér. Ég hirði hvergi um, hvað annað fólk gerir í svefnherberginu heima hjá sér. Þó þykir mér flíkunarheigðin, sem einkennir marga Bandaríkjamenn, svo og málsvara neðanþindar- æxlunarfæra- og líkamsopa- þrýstihópanna tveggja, hómósexúalista og femínista, alveg sérstaklega hvimleið. Það minnir mig helst á fólk, sem í sífellu þarf að vera að segja öðrum, hvað það hafi verið að gera á klósettinu.
Uppákoma alþingiskvenna á síðasta “V- degi” fannst mér merkileg og skemmtileg. Hvað skyldi Þorgeir Ljósvetningagoði hafa sagt? Eða Njáll? Eða Skarphéðinn?
En allt þetta umburðarlyndi kallar á andstæðu sína. Enginn heilvita maður þorir nú orðið að gefa sig á tal við ókunnug börn. Það kostar viðbjóðslegar, viðurstyggilegar ásakanir. Nú er mjög í tísku í hjónaskilnaðarmálum, og ekki aðeins í Bandaríkjunum, að saka eiginmanninn um “kynferðislega misnotkun”. Konurnar, sem bera viðbjóðinn á borð vita vel, að þær komast upp með það óáreittar. Í slíkum málum dugar iðulega ásökunin ein, óháð málavöxtum, svipað og í galdra- réttarhöldum fyrr á öldum. Ofstækið er yfirþyrmandi og í fullkominni andstæðu við allt umburðarlyndið.
Ég man að Flosi sagði einhvern tíma í Þjóðviljanum, að nauðgun væri “kynferðislegt atferli, þangað til báðum þykir það gott”. Þetta var í gamla daga. Nú væri óhugsandi að láta slíkt frá sér fara. Flosi yrði lögsóttur. Alræðisöflin sækja stöðugt á.
Ein kynhneigð, sem raunar er alveg sérlega viðbjóðsleg, hefur alveg orðið útundan í öllu frjálslyndinu, nefnilega “barn- kynhneigð”. Hvers vegna? Þessir menn geta beitt alveg nákvæmlega sömu rökum og hommar. Þeir “ráða ekki við sig”, en í allri þeirri sjúkdómavæðingu, sem gengur yfir Vesturlönd virðist enginn geta séð, að þeir eiga frekar heima á geðsjúkrahúsi en í fangelsi.
Án þess að ég vilji á nokkurn hátt verja þessa menn vil ég þó benda á, að í gegnum tíðina hefur það alls ekki alltaf verið ljóst, hvað er “barn”. Raunar má fullyrða með vissu, að bókstaflega allir núlifandi Íslendingar, þar á meðal Stígamótakonur, eru afkomendur “barnaníðinga” í nútímaskilningi, því algengur giftingaraldur fyrr á öldum var hér sem annars staðar 12-14 ár, og stundum yngri. Svo er enn í dag í mörgum löndum heims. Eftir að Khomeini erkiklerkur komst til valda í Íran með háværum stuðningi vinstri manna og Amnesty, var giftingaraldur færður niður í níu ár samkvæmt Sharia- lögum, en yngsta kona Múhammeðs spámanns var einmitt níu ára gömul. Raunar má geta þess til gamans, að það er nánast óhugsandi, að María mey hafi náð núverandi lögaldri, þegar hún átti Jesú.
Fleira er skrýtið. Framleiðsla á barnaklámi er viðurstyggilegur, ógeðslegur glæpur, en á að senda menn í fangelsi fyrir að horfa á viðbjóðinn? Á ekki frekar að senda þá til sálfræðings? Getur það verið “glæpur” að horfa á raunverulegan glæp, sem framinn var af bláókunnugu fólki í öðru heimshorni fyrir löngu? “Glæpamaðurinn” situr bara og horfir á myndir af öðru fólki, sem var að fremja glæp í öðru landi fyrir löngu. Þessir menn eiga við alvarleg, sérlega viðbjóðsleg geðræn vandamál að stríða, en er það glæpur? Og hvað með lögreglumennina og dómarana, sem horfa á viðurstyggðina í þágu “rannsóknarhagsmuna”. Á líka að fangelsa þá? "Varsla barnakláms" er refisverð hér og víða annars staðar og það er vel skiljanlegt að menn berjist á móti þessu með öllum ráðum. Þetta er oft borið saman við vörslu fíkniefna. En hvað með lögrelumennina og dómarana? Þeir þurfa ekki að neyta fíkniefnanna, sem þeir gera upptæk. Það er hins vegar brýn nauðsyn fyrir þá að "neyta" barnaklámsins. "Neyslan" felst í því að horfa á myndirnar. Þeir eru því óhjákvæmilega meðsekir hinum dæmda, alveg ólíkt því sem á sér stað í fíkniefnamálum.Hvað með sálarheill lögreglumanna og dómara? Og ég spyr aftur. Á ekki að dæma þá líka?"
Egill Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:29
Nei, Egill, þessi grein er ekki merk - en hún er uppfræðandi um sálarástand höfundar.
Billi bilaði, 22.10.2009 kl. 22:40
Allir sótraftar Ísalands á sjó dregnir í þessari umræðu, eða a.m.k. margir þeirra, og hæfir það vel vettvanginum.
caramba (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:42
Vanhugsað hjá þér eins og annað nafni. Kv. b
Baldur Kristjánsson, 22.10.2009 kl. 22:43
Nú ef Björn fær þátt, þá verður Jón Baldvin líka að fá þátt og svo má ekki gleyma Óla komma. Þú sérð að þessi hugmynd gengur ekki. Málið er að Egill hefur bara sagt sannleikann og Sjálfstæðismönnum svíður undan honum, enda hrunið þeim að kenna.
Valsól (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:44
Þvílikt bull í ykkur að halda að Egill se hlutdrægur.Auðvitað á að mótmæla íhaldinu það hefur ekkert fra að færa.
Árni Björn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 22:46
Nákvæmlega það sem Valsól segir. Ef Björn, þá líklega Davíð Oddsson, Jón Baldvin, Steingrím Hermannsson, Sturlu Bjána Böðvarsson, Valgerði, just name it. Og þá sem þegar hafa lagt upp laupana í gegnum miðil.
Við Íslendingar ættum að fara létt með það eins og annað.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:59
Tími Björns Bjarna er liðinn - löngu liðinn
Tíma hans lauk þegar múrinn féll.
Tími Egils er bara rétt að byrja !
Heiður (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:25
Er þessi þáttur ekki þegar á dagskrá? Björn er á ÍNN og að auki með blogg á bjorn.is.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:38
Hvað sem hver segir - Egill Helgason hefur meiri vigt í þjóðfélaginu, en allir 16 þingmenn íhaldsins til samans, enda Egill þungaviktarmaður, en íhaldstittirnir þola ekki alvöru suðaustanbrælu, á þess að fjúka á haf út. Egill er 20 vindstiga maður.
Björn Birgisson, 22.10.2009 kl. 23:39
já satt hjá Jóhanni F Kristjánssyni,Björn er með þátt á hlutlausustu sjónvarpsstöð landsins,sem að vísu sést aðeins á höfuðborgarsvæðinu.
zappa (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:44
Hvernig Egill hefur hraunað og það virkilega sóðalega yfir Sjálfstæðisflokkinn og kjósendur hans eftir hrunið, hlýtur að setja stórt spurningamerki um hvort að einhver möguleiki er fyrir svona aðila að stökkva í hlutleysisgrímubúning og þóttst vera algerlega hlutlaus þegar á skjáin er komið? Er viss um að slíkt er vonlaust. Björn bendir á að starfsmaður fréttasviðs RÚV hafi verið rekinn, einmitt einhvers bloggs fyrir nokkrum árum sem varðaðandi Baug (ef hann hefur pönkast á Baugsmönnum, þá er vel skiljanlegt að hann hafi verið rekinn).
Undanfarið ár frá hruni hefur Egill verið afar fyrirsjáanlegur í vali viðmælenda hvað flokkana varðar. Einn hægrimaðu á móti þremur vinstri og einn í dulargerfi fræðimanns. Vinstrimennirnir eru í öflugasta flokki kjaftaska, og hægrimaðurinn er einhverskona hægra furðufyrirbæri og kleifhugi sem er ESB sinni og vill endilega borga Icesave. Hinir þrír fara á snjótittlingsskytterí á hann með hríðskotabyssum, sprengjuvörpum og fallbyssum. Sá sem er til hægri er farinn að tala sem öfga vinstritalibani í lokin og Egill kátur og hress. Síðan kemur eitthvert vinstra fræðimannsundur, eins og nátttröllið fyrir norðan, og þusar yfir þjóðina fyrir allan peniginn sem hann fékk fyrir að skrifa ótrúlegustu skýrslu allra tíma fyrir stjórnvöld, sem segir "að börnin okkar hafa bara gott að því að þjást í áratugi fyrir syndir feðranna..????"
Egill er í hlutverki Loga þjálfara KR, sem fær einnig að velja lið andstæðinganna og skipuleggur og stjórnar leik þeirra líka. Sakna þungvopnaðra hægrimanna svo leikurinn verði jafnari og skemmtilegur. Man einhver eftir hagfræðingi innlendum eða erlendum sem hafað verið stjórnarandstæðingar? Hefur einhver fulltrúi þeirra sem störfuðu fyrir bankana og yfirvöld fyrir hrunið fengið að skýra þeirra hlið mála, nema þeir sem sérstaklega eru komnir til að gagnrýna fyrri stjórnvöld? Fyrir minn smekk, þá vildi ég gjarnan fá að kynnast hinni hlið hrunsins orsök og afleiðingu, en sá sem nánast einungis heyrist eða sögutúlkun hagsmunasamtaka stjórnarliða. Gjarnan vil ég fá að kynnast hlið meintra "skúrka" eins og Ingibjörgu Sólrúnu, Davíðs, Björgólfana, Jóns Sigurðssonar, Ingimundar og Árna fyrrverandi Seðlabankastjóra, alla bankastjórana, Wernerbræður, Bakkabræður, Össurar, Jónas Friðeiks Jónssonar, Árna Matt, Ólafs Ragnars, Jóns Ásgeirs, Pálma Haralds, Hannesar Lárussonar, Geirs Haarde, Björns Bjarna os.frv. os.frv... Og þá á ég ekki við einhver drottningarviðtöl, heldur viðtöl tekin af gagnrýnum aðilum sem þekkja söguna og viðmælendur sleppa ekki með eitthvað bull. Egill ræður ekki við slík verkefni eins og dæmin sanna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:59
Egill Helgason er sterkur fjölmiðlamaður og sem slíkur, eðlilega umdeildur. Ef hann nær til sín, í klukkustundar langan þátt, Geir Hilmari Haarde og Jóni Baldvin Hannibalssyni, til að skiptast á skoðunum um hrunið, aðdraganda þess, Icesave og fleira tengt okkar þjóðlífi og pólitík, kemst hann í guðatölu á Íslandi. Slíkur þáttur mundi soga alla Íslendinga að skjánum. Viss um að Jón Baldvin er til. Efast um Geir. Er hann ekki týndur?
Björn Birgisson, 23.10.2009 kl. 00:42
En Björn er svo leiðinlegur!
Viðar Jónsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 01:14
Það sem ég vil sjá og hef bryddað upp á ýmsum bloggum er að fá nokkra aðskilda RÚV umræðuþætti sem eru alvarlega þenkjandi og hafa meira með sannleikann og málefnalega yfirvegaða umræðu að gera að gera og faglega rýni frekar en persónudýrkanir og þennan endalausa one-liner business sem þjónkar helst einhverjum hæstvirtum egóum. Egill er ágætur en of tímaþröngur og ekki nóg að hafa einn svona þátt innan um Hollywood ofbeldisslefið.
Ef þetta á að heita lýðræði, og ef RÚV er miðill allra landsmanna, þá duga ekki mina en 5-10 aðskildir þættir í þessum dúr, sem taka fyrir málefni líðandi stundar.
Hefur ekkert með Björn að gera.
Ólafur Þórðarson, 23.10.2009 kl. 01:27
Mér líst vel á að láta Björn hafa þátt sem hann stjórnar eftir eigin höfði. Þá eignums við íslendingar okkar Jim O'Reilly. eru tveir takkar á fjarstýringunni sem má nota ef okkur leiðast Eigill og Björn. Pover og Prógramm.
Teitur (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.