Lögleiðum vændi og losnum við dólgana

Hvernig væri nú að ráðamenn hegðuðu sér einu sinni eins og fullorðið fólk og horfðust andartak í auga við alþekkta staðreynd: vændi er fullkomlega eðlileg og sjálfssögð atvinnugrein, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það verður alltaf ófriður kringum vændi, lögleysur, glæpir og hvers kyns þján þangað til menn viðurkenna staðreyndir og lögleiða vændishús. Best væri að hafa vændishúsin undir ströngu, opinberu eftirliti og jafnvel hafa þau ríkisrekin.

Fjöldi kvenna á öllum tímum í öllum heimshornum vilja stunda vændi vegna þess að það færir þeim skjótfenginn gróða. Það þarf enga nauðung til, þær vilja þetta sjálfar. Þannig hefur þetta alltaf verið og þannig mun það ávallt verða. Og ekki vantar kynsvelta karlmenn sem tilbúnir eru að borga fyrir greiðann. Lauslæti íslenskra kvenna er frægt að endemum um alla heimsbyggðina, það er ekki til svo hlægilega afskekkt horn heimsins að menn hafi ekki heyrt um lauslæti fósturlandsins freyju - og hvers vegna skyldu þær ekki taka gjald fyrir ef þeim sýnist?

Ég man þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi í gamla daga lögleiða vændi til þess að vernda stelpurnar sem í þessu standa. Það var vel hugsað og skynsamlegt hjá Ingibjörgu.

Við myndum losna við margan viðbjóðinn og ofbeldið ef við leyfðum konum að selja blíðu sína og veittum þeim vernd gegn dólgum og hrottum sem fýsir að beita þær ofríki og hagnast á þeim.

 


mbl.is Tilkynningum um vændi hefur fjölgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta væri líka ein ný starfsgrein fyrir Skattgrím til að skattleggja

Ingi A (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú ert magnaður.....

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt, enn ein matarholan fyrir Skattmann. Og svo allur gjaldeyririnn.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Er þessi hugmynd sett fram hér til að draga úr atvinnuleysi kvenna í landinu? Allir foreldrar sem ég þekki vilja börnum sínum vel og oft er spurt á heimilum: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hætt er við að einhverjir hrykkju í kút ef svarið væri: Hóra í löglegu hóruhúsi.

Björn Birgisson, 16.10.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er hissa að ekki séu komnar 100 athugasemdir nú þegar Baldur :) Þú segir nokkuð sem margir hugsa.

Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 16:56

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fyrir 10 árum eða svo las ég í fréttum frá Rússlandi að stór hluti ungra stúlkna hefði einmitt svarað þessu til í könnun: ég vil verða vændiskona.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 16:56

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur, er þetta ekki nákvæmlega það sem langflestir hugsa?

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 16:57

8 identicon

Mæli með að fíkniefni verði einnig lögleigð og þannig gert út af við dópsalana.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:05

9 identicon

Ég er sammála þessu En forræðishygga er svo rík hjá mörgum að það lið heldur að það sé hér til að segja öðrum  hvað má gera og gerir það

Það vita allir ef eitthvað er bannað þá hverfur það ekki og málið leyst ekki svo einfalt.   Þeir sem hafa lesið söguna þá muna þeir eftir bannárunum þegar neysla áfengis var bönnuð. Það virkaði nú aldeilis flott. Sama er með þetta það fer bara af yfirborðinu og glæpamenn fara að stjórna þessu sem nú er komið í ljós.  I USA er þetta sama ruglið nema í  Nevada fylki þar sem vændi er lögleitt  þar er það ekki vandamál  

Ingólfur Skúlason (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:08

10 Smámynd: ThoR-E

"veittum þeim vernd gegn dólgum og hrottum sem fýsir að beita þær ofríki og hagnast á þeim".

Sammála.

ThoR-E, 16.10.2009 kl. 17:09

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingólfur, þetta er ágætur samanburður.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 17:18

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Inside Bilderberg, ég skil afstöðu þína en mér líst ekki á þær karakterskemmdir sem eiturlyfjaneysla hefur í för með sér.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 17:20

13 identicon

Þú segir: „Við myndum losna við margan viðbjóðinn og ofbeldið ef við leyfðum konum að selja blíðu sína og veittum þeim vernd gegn dólgum og hrottum sem fýsir að beita þær ofríki og hagnast á þeim.“

Það er einmitt það sem stjórnvöld hafa gert. Það er nú löglegt að starfa sem vændiskona. Hins vegar er ólöglegt að hafa hag af vændissölu annarra, það er að gera konur/menn út í vændi. Kaup á vændi eru sömuleiðis refsiverð. 

Mig langaði bara að koma þessu á framfæri þar sem mér fannst eins og þú vissir ekki af því hvernig lögin eru.

Halldóra (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:57

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er alls ekki rétt Halldóra, þú ert að vísa til gömlu laganna sem Jóhanna nam úr gildi. Nú hljóða lögin á þessa leið:

Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist.

Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:04

15 identicon

Það er eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er almennt gert ráð fyrir að vændiskaupendur séu karlmenn og vændisseljendur konur og í framhaldi af því, hvers vegna þurfa karlar að borga með sér í kynlífi? Á þetta ekki að vera ánægja á báða bóga? Hvar er jafnréttið? Skyldi það vera vegna þess að karlar hafi meiri áhuga á kynlífi en konur eða karlar séu að fá meira út úr kynlífi en konur. Ergo: Karlar þura greinilega að taka sig á konur að gera meiri kröfur fyrir sjálfar sig þegar kemur að kynlífi.

Eygló (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:13

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eygló, víða um heim eru starfandi vændishús þar sem konur kaupa blíðu karla, en reynslan er alls staðar sú að hitt er miklu, miklu algengara. Menn geta endalaust velt fyrir sér hvers vegna það er svona, en það er önnur umræða. En það er ekki boðlegt að hafa ástandið eins og það er núna. Stelpur eru fluttar nauðugar eða hálfnauðugar milli landa eins og hver annar búfénaður, hvers kyns óværa þrífst í kringum þetta og enginn er óhultur. Langstaðnir karlmenn greiða síðan vikulaun fyrir ellefu mínútna afþreyingu og dólgarnir fitna. Þörfin fyrir vændi er gríðarleg og það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að segja til um hvort greiðsla megi ganga á milli karls og konu. Stjórnmálamenn eiga hins vegar að tryggja öryggi þegnanna með skynsamlegri löggjöf og skipta sér ekki af kynlífi fullorðinna.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:23

17 identicon

Yfirlögregluþjónninn segir sjálfur í fréttinni að vændi sé löglegt:

Friðrik Smári bendir á að vændi sé löglegt á Íslandi 

Þú hlýtur því að vera að vísa á gamla útgáfu af lögunum.

Halldóra (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:32

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Halldóra, vafalaust hefur hann sagt þetta í sinni barnslegu trú á lögin í landinu, en þetta er bara dæmi um þá firringu sem einkennir allt sem vinstri stjórnin lætur frá sér: það er ekki ólöglegt að stelpa selji blíðu sína en það er ólöglegt ef karlmaður kaupir hana. Dæmigert svona krataklúður.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:36

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú eru þrjár leiðir í boði: Hundasúrur, álver og vændi. Ekki svo slæmur árangur á hálftíma.

Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 18:39

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Árni, ekki deyrðu ráðalaus!

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:40

21 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Árni er ánægður með hundasúrurnar mínar Baldur;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 18:43

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, í alvöru? Ertu með hundasúru í garðinum þínum? Ég hef alveg vanrækt að éta hundasúru árum saman en skal svo sannarlega bæta úr því á næsta sumri.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:47

23 identicon

Mikið djöfull er ég orðin leið á tvískinnungnum í þeim sem þykjast líta á vændi sem eðlilega atvinnugrein en vilja engu að síður hafa slíka þjónustu undir ströngu opinberu eftirliti. Eða þekkirðu fleiri starfgreinar þar sem þér finnst að starfsfólk ætti að sætta sig við að hafa lögguna á stöðugu vappi fyrir utan vinnustaðinn eða einhverja opinbera njósnara með nefið ofan í öllu sem fer þar fram?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:09

24 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þegar Bjössa "dverg" stóð tvennt til bóða á Óðal í den - annarsvegar hún eða ný bakaðar kleinur heima hjá henni,  þá valdi "ræfillinn" kleinurnar

Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 19:11

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hættu að þvaðra Eva, auðvitað á vændi að vera undir ströngu opinberu eftirliti til þess að tryggja að ekki séu þar dólgar að verki, að stúlkurnar séu ekki beittar neins konar nauðung og allt fari fram samkvæmt lögum. Einnig er viturlegt að hafa eftirlit með heilbrigðisráðstöfunum. Það þarf alls ekki að vera á höndum lögreglu að stunda þetta eftirlit, það hef ég hvergi sagt og þú skalt ekki leggja mér orð í munn, kona góð, ég er alveg einfær um það sjálfur. Þar að auki vil ég benda þér á að margs konar starfssemi er undir ströngu eftirliti, til dæmis matvælaiðnaður hvers konar og lyfjaframleiðsla og eins er um útiskemmtanir og margt fleira.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 19:15

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jón, íslensku kleinurnar klikka aldrei og íslensku konurnar afar sjaldan.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 19:17

27 identicon

Í matvæla- og lyfjaframleiðslu er eftirlitið með gæðum og öryggi vörunnar en ekki samskiptum þjónustuaðlia og viðskiptamanns. Finnst þér virkilega eitthvað eðlilegt við að þurfa á lögregluvernd að halda í vinnunni sinni?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:29

28 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Baldur það er fullt af hundasúrum hér eins og víða! Og rabbarbara:) Ég hef borðað hundasúrur síðan ég var krakki.. En það er orðin heit umræðan hjá þér:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 19:33

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eva, read my lips: ég hef ekki sagt neitt um lögreglu. Kom eitthvað fyrir kollinn á þér þegar þú varst að argast þarna í mótmælunum?

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 19:37

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, ég verð bara að heimsækja þig og Tarzan næsta sumar. Þegar ég var þarna á ferð fyrir svo sem mánuði var ég einmitt að velta fyrir mér hvar þitt hús stæði. Ég fór þarna hringinn þú veist.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 19:39

31 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já endilega Baldur...ég er þegar búin að fá besta bloggvininn í heimsókn:) Tarzan kallar ykkur aðstoðarmenn :o)))..Mig undrar ekki að þú hafir ekki séð húsið mitt fyrst þú hélst að minjasafnið væri rétt við Básenda!!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 19:46

32 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Básendum...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 19:47

33 identicon

Þú talar um opinbert eftirlit og eini opinberi aðlilinn sem gegnir því hlutverki að vernda fólk gegn glæpamönnum er lögreglan. Af hverju viðurkennir þú ekki bara að þú lítur alls ekki á vændi sem eðlilega og sjálfsagða atvinnugrein þótt þú værir alveg til í opinbera viðurkenningu á viðskiptum sem eru þegar til staðar?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 19:51

34 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Æi endalaust fótaskortur á lyklaborðinu!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 19:53

35 Smámynd: Baldur Hermannsson

Eva, ég játa ekki neitt. Ef í nauðirnar rekur skal ég taka að mér þetta eftirlit sjálfur og er ég þó engin lögga og hana nú. I rest my case.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 20:00

36 Smámynd: Baldur Hermannsson

Silla, yndislegt hvernig litla lipurtáin dansar eftir lyklaborðinu - og þetta heitir ekki fótaskortur!

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 20:01

37 identicon

Eva, opinbert eftirlit getur nú þýtt talsvert annað en bara lögreglan, t.d. er heilbrigðiseftirlit opinbert eftirlit, skattaeftirlit er opinbert eftirlit og svona mætti lengi telja. Ýmsar aðrar stofnanir en lögreglan vernda fólk gegn glæpamönnum á ýmsan hátt.

Lögreglan gæti alveg eins mætt í venjubundið eftirlit inn á vændishús eins og hún gerir venjubundið eftirlit inn á hefðbundna vínveitingastaði og skemmtistaði um hverja helgi, lögreglan fór t.d. reglulega í eftirlit inn á súlustaðina í Reykjavík og gerir örugglega enn í Kópavogi og enginn hefur haft neitt við það að athuga. Ýmis konar félagsmálastofnanir geta líka sinnt töluverðu eftirliti eins og þær gera t.d. í barnaverndarmálum og mörgum fleiri tegundum mála.

Gulli (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:06

38 identicon

Ég er nokkuð sammála þér, Baldur

mbk d

Dóra litla (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 22:07

39 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er nokkuð sammála líka!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 22:24

40 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hvaða bull er þetta? Vændi er löglegt.

 "Friðrik Smári bendir á að vændi sé löglegt á Íslandi"

Hörður Þórðarson, 17.10.2009 kl. 05:33

42 Smámynd: Björn Birgisson

Tvær spurningar. Vilja þeir, sem hér mæla með vændinu og mæra það, sjá dætur sínar og syni, eða barnabörnin sín, stunda þessa iðju? Eða er kannski betra að börn annars fólks leiðist út í þetta ólán? Hræsnin er aldrei langt undan.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 14:03

43 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég get ekki tekið þetta til mín, því að ekki "mæri" ég vændi. Ég horfist hins vegar í augu við staðreyndir, ég veit að vændi er til og verður alltaf til. Það er eins með vændi og vinstri mennsku, það vill enginn heilvita faðir sjá börnin sín eða barnabörnin verða vinstri sinnuð, en maður er bara ekki spurður.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 15:14

44 Smámynd: Björn Birgisson

Er nú ekki vinstri villan ögn skárri?

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 15:23

45 Smámynd: Baldur Hermannsson

Verri ef eitthvað er.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 15:43

46 identicon

Það eru margir sem vilja ekki skilja þetta. Það er enginn að mæla með því að börnin sín og og fleiri fari á fullt í vændi En ef fólk vill skoða raunveruleikan þá verður þetta ekki stoppað með því að banna þetta því þá fer þetta í felur eins og við sjáum ástandið í dag Og glæpamenn fara að stjórna þessu

Forræðishyggja hefur aldrei leyst nein vandamál. Eins og Baldur segir hver  vill sjá börnin sin verða að vinstri sinnuð,

Ingólfur Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:55

47 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel mælt Ingólfur: Forræðishyggja hefur aldrei leyst nein vandamál.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 17:09

48 identicon

Það er eitthvað með vinstri menn, þeir halda virkilega að börnin okkar vaxi ekki úr grasi og taki sjálfstæðar ákvarðanir ;) Þeir halda að með því að banna allt lagist allt af því að þeir eru svo svakalega skynsamir og gera aldrei neitt af sér, sure ;)

Lögleiðing er eina leiðin til að koma í veg fyrir mannsal og hættu gagnvart vændiskonunni. Það er næg eftirspurn og vændiskonurnar þefa það uppi :) þær eru bara með það í sér ;) kommon þær velja sér þetta starf. Þessar konur eru rándýr og elska að tæla okkur til að taka smá sprett hehe :) afhverju að vera með þetta ólöglegt þar sem öllum líður illa með þetta og meiri hætta á sjúkdómum og ofbeldi.

Björn ef dóttir þinni myndi detta í hug að verða vændiskona myndir þú þá ekki vilja að hún væri örugg í löglegum bransa frekar en að harka á götunni og borga hlut til dólgsins ?

Gunnar (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:09

49 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, margt bendir til þess að vinstri maður sé maður sem af einhverjum orsökum nær ekki að þroskast eðlilega.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 17:13

50 identicon

Góður    

Gunnar (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:27

51 Smámynd: Björn Birgisson

Það víst betra að Gunnar Nafnlausson og Baldur hugi vel að kvenpeningnum í sínum ættum. Samkvæmt könnum sem gerð var í Frakklandi, Spáni og Portugal, fyrir nokkrum árum, sögðust vændiskonur í þeim löndum frekar kjósa til hægri, en margar þeirra tóku jafnframt fram að þær hefðu ekkert vit á stjórnmálum.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 17:41

52 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þá veit maður það.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 17:49

53 identicon

bara heift í kjellinum ;) þú svaraðir ekki spurningunni minni! faðir minn heitir Jón fyrst það skiptir þig máli :) en á ekki svona flotta mynd af mér eins og þú  það er ekki skrýtið að þær kjósi hægri því þær eru ekki til í að láta berja sig niður og verða að vélmönnum eins og kommunistinn gengur út á að gera við sína heimsku þegna :) Mér finnst að þær eigi að fá sömu réttindi eins og aðrir ;) það er það sem hægri stefnan gengur út á. 

ég leyfði mér að copía texta sem ég sá frá þér á blogginu þínu. Heldur þú að þessir krossfarar hafi verið einhverja englar og herramenn ; ef svo er þá ert þú veruleikafirtur  hringborð Arturs priseless hypji sig út landi að leit að nýjum fórnarlömbum hahah þú ert snilli

 Útgerðarmennirnir sem gera þessar óláns stúlkur út eru hvorki neinir kórdrengir, né eru þeir herramenn í anda riddaranna við hringborð Arthúrs konungs í Camelot.  Nei, þetta eru útsmognir og slóttugir andskotar sem erfitt er að koma höndum og lögum yfir. Sir Lancelot og félagar hans við hringborðið hafa kannski fært okkur lausnina upp í hendurnar. Við hirðum þessar ólánsstúlkur upp af götunni. Setjum á þær skírlífsbelti, læsum rammlega og hendum lyklinum. Þar með er grunnur atvinnustarfseminnar brostinn og líklegt að melludólgarnir hypji sig úr landi í leit að nýjum fórnarlömbum. 

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 17:55

54 identicon

Björn þú verður að opna augun og lifa í nútímanum,  Það lagast ekkert með boðum og bönnum ;)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:06

55 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, ertu ekki til með að setja tilvitnun í Björn innan gæsalappa, svo lesendur geti greint á milli þinna orða og hans?

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:10

56 Smámynd: Björn Birgisson

Það skiptir ósköp litlu máli hvort augu mín eru opin eða lokuð. Ég er blindur á báðum, eins og mér er lýst hér.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 18:16

57 identicon

ég vona að fólk fatti þetta kann ekkert að fara aftur inn á textann :)

Textinn sem ég copíaði frá blogginu hans Bjössa, byrjar á Útgerðarmennirnir og endar á fórnarlömbum.  svo það sé alveg á hreinu.

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:24

58 identicon

prófaðu samt að opna þau það er líf fyrir utan kassan sem þú býrð í :)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 18:28

59 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 18:33

60 Smámynd: Björn Birgisson

Mjög alvarlegur ritstuldur birtist á þessari síðu, gagnvart mér! Hannesi Hólmsteini tókst ekki að standa í eigin frjálshyggjufætur, og þegar honum var bent á gæsafætur, sem hefðu bjargað honum, voru tilsvörin ekkert nema hægri hroki og útúrsnúningar. Þjóðin fékk gæsahúð. Snati DO var dæmdur, en geltir enn, holum hljómi. Ég kæri ekki, enda umhugað um mína smæstu samferðamenn, bæði í kílóum og anda. Sumir vita ekki hvað þeir gjöra. Hafa hvorki þroska til að sjá annað fólk, né samfélagið sem elur þá, í réttu ljósi. Leiðum þá til vinstri! 

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 19:38

61 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakkaðu fyrir að vera orðinn slíkt númer í þjóðfélaginu að fólk er farið að vitna í þig. Skítt veri með gæsalappirnar.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 19:51

62 Smámynd: Björn Birgisson

Þú baðst um gæsalappirnar, Hafnarfjarðarfúll á móti.  Ég á engin númer í mínu þjóðfélagi, önnur en kennitöluna frá Hallgrími frænda og fáein símanúmer.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 20:10

63 identicon

Frá Rússlandi fóru þær til Noregs eða Póllands eða Þýskalands, að vinna við skúringar var sagt við börnin, og börnin fengu þá loksins nýja skó, ekkert vandamál að kaupa það sem vantaði fyrir skólan, og matur var á borðum, hægt að kynda yfir veturinn. 

Inga Þ (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:54

64 identicon

sorry Björn ekki taka þetta svona nærri þér þótt ég hafi séð bloggið þitt sem er nú nokkuð heimskt  

"Alvarlegur ritstuldur á bulli gagnvart mér" best að passa gæsalappirnar svo maður verði ekki kærður af kommanum  þú ert veruleikafirtur og það er væntanlega ekkert hægt að gera fyrir þig nema kannski að koma þér á almennilegt vændishús ;) þá kannski lagastu

Hvað kemur HH og DO þessari umræðu við ?  færðu útferð á skíta þá út.

Þú sagðir þetta, ertu klikkaður ?

 "Ég kæri ekki, enda umhugað um mína smæstu samferðamenn, bæði í kílóum og anda. Sumir vita ekki hvað þeir gjöra. Hafa hvorki þroska til að sjá annað fólk, né samfélagið sem elur þá, í réttu ljósi. Leiðum þá til vinstri!" 

krossfari vinstri hreyfningar . slagorð er við skiljum ekki neitt við munum drepa í þér mannsandann.

Talandi um að fá aulahroll þá er ég að fá hann núna brrrr. Ég held að Björn telji sig vera frá miðöldum og sitji við hringborð að ákveða framtíð samferðamenn sína  hann er samt farinn að minna helling á einn karakter í fangavaktinni Gerorg Bjarnfreðarson ég er með 5 háskólagráður

Björn þá átt ennþá eftir að svara spurningu minni. eða getur þú það ekki af því að í ættinni þinni myndi svona lagað aldrei gerast? sure

Björn ef dóttir þinni myndi detta í hug að verða vændiskona myndir þú þá ekki vilja að hún væri örugg í löglegum bransa frekar en að harka á götunni og borga hlut til dólgsins ?

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:14

65 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æjá Inga, margt hafa þær á sig lagt fyrir börnin sín í aldanna rás, fátæku konurnar.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 21:14

66 identicon

Inga, væri þá ekki skárra að hafa þetta löglegt svo þær geti unnið í friði og fengið þá virðingu sem þær eiga skilið. Það er ekkert sniðugt að vera með þetta bannað það er bara glatað fyrir þær vændiskonurnar. Það skiptir eiginlega ekki miklu máli fyrir kaupandann hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt en heilmiklu máli fyrir vændiskonuna capiss :)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:34

67 Smámynd: Björn Birgisson

Gunnar, nafnlaus bleyða, ég hef ekki séð bloggið þitt, enda ekkert þar að sjá. Þú ert ómarkviss leyniskytta. Sem missir alltaf marks. Þú ert greinilega þannig maður að þú værir best kominn á hægri öfga bloggsíðum, til dæmis hjá Guðmundi Jónasi. Þar rottast þínir líkir saman. Þú skalt ekki voga þér að tala um vændi, sem þér er greinilega mjög hugleikið, og mína afkomendur í sömu andrá. Þjónaðu siðspilltri lund þinni á annan veg, en láttu almennilegt fólk í friði. Þeir gestir sem heimsækja Baldur Hermannsson hér, sjá allir í gegn um þig, þínar óskir til vændis og þínar lágu hvatir til samferðamanna þinna, sem flestir hverjir hafa lagt grunn að því að þér gæti liðið vel í þessu þjóðfélagi.  Gagnrýni þín á það sem ég rita á mína heimasíðu, er allt annar handleggur. Þar er margt ágætt, þar er líka kómískt bull. Þar er flölbreytni. Þú ert bara auðvirðileg leyniskytta, í leit að vændi.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 21:40

68 identicon

Það sem Inga er að skrifa hér það minnir mig á viðtal sem ég sá í sjónvarpi þegar ég bjó í USA

Þá kom í þáttinn kona sem hafði verið nektardansmey hún var ekki í vændi.Hún kom frá fátækri fjölskyldu og hafði engan séns á að halda áfram í skóla.Í USA verður þú að eiga ríka foreldra til að komast í framhaldsnám

svo hún var í þessu venjulega vinna laglauna störf fyrir 5 dollara á tímann sem enginn getur lifað að. Giftist ung var kominn með barn 17 ára Sá sem hún giftist var ræfill sem nennti ekkert að vinna og ekkert nema rugl og vitleysa skildi við hann var alveg að gefast upp á þessu.Þá kynntist hún stelpu þær  urðu vinkonur og sú var í nektardansi var með flotta íbuð og hafði það gott. Svo hún for í það lika og hún sagði það að næstu jól voru fyrstu jólinn sem hú gat gefið syni sínum gjafir og góðan mat og gott húsnæði .Seinna for hún í skóla með dansinum og náði sér í góða mentun.Hún sagði  að þetta hefði verið það besta hún hefði nokkru sinni gert.Hún var hætt að dansa þegar þetta viðtal var gert var kominn í flotta vinnu.  

Ingólfur Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:46

69 identicon

snilld náði þér uppá háa c-ið.

Mín skrif hafa ekkert með mína siðspilltu lund að gera.

það eina sem ég veit er það að vændi hefur verið og mun alltaf verða. þess vegna þurfa það öryggi sem þær eiga skilið;) ég veit þér finnst skrýtið að ég verji þær, þú getur bara ekkert gert af því, svona eins og börnin sem halda ennþá að jörðin sé flöt ;)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:19

70 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, nú, þá er bara ekkert annað eftir en að stofna félag um þinn hugarheim, Gunnar nafnlausi og siðlausi og annarra sem standa jafn neðarlega í þjóðfélagsstiganum og þú gerir. Til að berjast fyrir þínum hagsmunum og órum á sviði kynferðismála. Gott væri fyrir þig að leita til Litháanna, þeir kunna þetta og eru þínir menn.

ÍPOT gæti félagið sem best heitið.  Stendur fyrir: Íhaldssamir perrar og tuðrupotarar. Ert þú ekki sjálfkjörinn formaður? Þú velur svo aðra öfugugga með þér í stjórnina. Bætir kannski ehf við, að hætti frjálshyggjumanna, ef einhverjar kröfur skyldu falla á félagið.

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 22:36

71 Smámynd: Björn Birgisson

Bið forláts. Fór rangt með væntanlegt nafn félags hægri perranna í sínum kynferðisórum. SÍPOT skal það vera og heita: Samtök íhaldssamra perra og tuðrupotara. Legg til að félagsmenn fái afsláttarskírteini, enda væntanlega öllu betri til orða en verka. Er ekki tíminn svo dýrmætur?

Björn Birgisson, 17.10.2009 kl. 22:54

72 identicon

Með því að banna vændi, kaup þess,sölu eða annað hvort beggja, þá færast allar tekjur af vændinu til glæpahópa.  Tekjur vændiskonunnar skerðast algjörlega.  Glæpaklíkan fær megnið af innkomunni. 

Aðkoma þriðja aðila er það sem skapar glæpina og mansalið.  Aðkomu þriðja aðila á því að banna.  Bannað vændi þrífst nánast ekki nema með aðkomu þriðja aðila vegna hættu hlutaðeigandi á undercover aðgerðum lögreglu eða fjölmiðla.  Þar sem vændi er bannað er því öruggast fyrir kaupanda vændis að nálgast vændiskonu í gegnum þriðja aðila til að forðast handtöku.

Sé vændi löglegt þá getur vændiskonan starfað frjálst í góðu starfsumhverfi (íbúð) og fengið alla innkomuna sjálf.

Ég er ekki að segja að við eigum að viðurkenna vændið sem slíkt í samfélaginu.  Heldur á það að vera löglegt á þeim forsendum sem ég nefni að ofan.  Síðan á að vera í gangi vinna í samfélaginu sem hefur það markmið að koma fólki út úr vændisstarfseminni.  Að vera að refsa eða fangelsa fólk fyrir þennan breyskleika er algjörlega af og frá.

Eins og ég segi að í bönnuðu vændi eða með þeim vændislögum sem vinstri menn settu hér á í april þá mun fjárstreymi til glæpahópa aukast gríðarlega.  Besta sönnunin um það er áfengisbannið í Ameríku.  Það gerði Al Capone og félgaga að milljarðamæringum.  Enginn gat keypt áfengi nema í gegnum þriðja aðila, sem var sjálfur Al Capone.

Þá getur fólk spurt sig hvort að það sé það sem við þurfum?  Að glæpahópar fái næga peninga?

Logi (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:06

73 Smámynd: Baldur Hermannsson

Greining Loga gefur því miður sanna mynd af raunveruleikanum.

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 23:17

74 identicon

Ég verð nú að segja það ef tveir aðilar koma saman einhverstaðar út í bæ og ákveða að stunda kynlíf.Og eftir að það er búið þá segir annar þar sem að þetta var bara nokkuð gott hjá þér í þetta sinn þá vil ég endilega gefa þér 30 þúsund kall.  Þá er það bara þeirra mál ég lít þannig á það að það kemur engum það við. Það er bara rugl að einhverjar afdánkaðar forræðisfrekjur á alþingi séu að skifta sér af því sem þeim kemur ekkert við 

Ingólfur Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:56

75 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingólfur, það er nú með vændi eins og fóstureyðingar og vímuefnaneyslu: sá dagur mun aldrei renna að allir verði á eitt sáttir um það. Og trúlega mun sá dagur heldur aldrei renna að fólki muni þykja sómi að slíkri starfssemi. En samanlögð reynsla mannkynsins sýnir svo ekki verður um villst að það er þörf fyrir vændi og farsælast er að halda því í farvegi sem lágmarkar áhættu og misnotkun.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 00:02

76 Smámynd: Björn Birgisson

Ætlar síðueigandi að ganga í SÍPOT, verði það stofnað formlega?

Björn Birgisson, 18.10.2009 kl. 00:15

77 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Það er eitt í sambandi við rabarbarann hennar Sillu , jú vitið þið að það var alls ekki fíkjublað sem Eva brúkaði í Eden , ástæðan fyrir því að blaðið tolldi á þessum stað var jú - þetta var rabarbari .

Hörður B Hjartarson, 18.10.2009 kl. 00:19

78 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér sýnist þú sjálfur vera stofnandi þessa virðulega félagsskapar, formaður, stofnfélagi og heiðurslimur. Þarftu nokkuð fleiri þér til halds og trausts, vanur maðurinn?

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 00:20

79 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, nú vakna grunsemdir um klæðaburð Sillu neðan beltis.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 00:21

80 Smámynd: Björn Birgisson

Ekkert svar frá síðueiganda við minni spurningu. Ítreka hana hér með.

Björn Birgisson, 18.10.2009 kl. 00:49

81 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég geng ekki í félag fyrr en ég hef séð lög þess og reglur. Birtu þau fyrst á síðu þinni og ég mun skoða málið.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 00:54

82 identicon

er ég nafnlaus og siðlaus þvílíkt bull.

hvort heldur þú (Björn) að sé siðlausara að láta vændiskonur harka á götunni eða vera með þær í löglegum bransa? ég er farinn að halda að þú sért siðlaus forræðishyggjujólasveinn og feministi og ættir vel heima í gamla kvennalistanum :)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:21

83 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Eitt er alveg víst , að það má brúka rabarbarann til annars en éta hann , en ég held að þar sem annað veðurfar er , væntanlega , hér en var í Eden , þá brúkar Silla rabarbarann tæpast til að skýla nekt sinni .

Hörður B Hjartarson, 18.10.2009 kl. 15:16

84 Smámynd: Páll Blöndal

Baldur, nú erum við sammála eins og svo oft.
Mansal og hvers kyns misnotkun eða nauðung er allt annað mál.

Páll Blöndal, 19.10.2009 kl. 00:17

85 Smámynd: hilmar  jónsson

Lögleiðum skynsemi og losnum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn á einu bretti..

hilmar jónsson, 19.10.2009 kl. 00:34

86 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Mér sýnist þessi umræða vera dálítið svarthvít. Annað hvort sé vændi ólöglegt og þá grasseri glæpagegni og mansal eða að vændi sé löglegt og þá stundi hamingjusamir einyrkjar iðnaðinn.
Þetta er ekki svona einfalt. Þar sem vændi er löglegt eru líka glæpagengi og mansal og eins eru sjálfstæðar vændiskonur til þar sem vændi er ólöglegt.
Ég held að hlutfall þar á milli breytist lítið, hvort sem vændi er löglegt eða ekki.

Páll Geir Bjarnason, 19.10.2009 kl. 02:18

87 Smámynd: Baldur Hermannsson

Páll Geir, þegar allt er löglegt, gegnsætt og uppi á borðinu, þar er miklu auðveldara að fylgjast með því að allt sé með felldu.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 09:49

88 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, nú mælir þú þvert um hug þinn, því lýðræði viltu hafa í landinu og ýmsa stjórnmálaflokka til að velja um. Að mínum dómi þyrfti fleiri stjórnmálaflokka en ekki færri.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 09:50

89 identicon

Þessi Hilmar er alveg greinlega þræll Danans. vinstri vélmenni :)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:40

90 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, Hilmar er afar erfiður maður og tekur illa pólitísku uppeldi. Ég hef lagt mig allan fram en er að því kominn að gefast upp. Ég yrði þér þakklátur ef þú tækir að þér uppeldi hans því ég er örmagna.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 10:53

91 identicon

Er ekki til einhver pilla við þessari veiki sem hann Hilmar er haldinn eða er hún ólögleg líka ;)

Ég er ekki viss um að ég hafi úthald í að sýna honum heiminn fyrir utan vinstri kassann :)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:09

92 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, þetta er nú sú byrði sem við þurfum að bera hægri mennirnir.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 11:49

93 identicon

Auðvitað á vændi að vera löglegt, það er fullt af fólki sem vill vera í vændi... 


Ég hef persónulega aldrei keypt mér vændi og mun aldrei gera

DoctorE (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 14:37

94 identicon

Baldur, Já og höfum gert í mörg ár, en eins og sagan hefur sýnt þá á þessi setning vel við   sjaldan launar kálfurinn ofveldinu ;) eins og sást þegar Jóhanna og Össur komust til valda.

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 16:00

95 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það vill til að við erum hugsjónamenn og fórnum okkur fyrir málstaðinn. Einhver verður að mennta fáráðlingana.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 16:54

96 Smámynd: Hannes

Audvitad á ad logleida varçaendi enda er thad eina sem bannid gerir ad faera vaendi nedanjardar. thad er lang best fyrir vaendiskonur ad geta unnid ofan jardar enda fylgir thví minna ofbeldi og minna vesen sem gerir starf theirra oruggara.

sambandi vid vaendiskaupendur thá er thetta eina lei sumra karla til ad verda sér úti um kynlif og medan svo er thá vverdur vaendi til.

Hannes, 19.10.2009 kl. 19:03

97 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit ekki hvort þetta er alveg rétt hjá þér Hannes, ég hef lesið viðtöl við sjóaðar vændiskonur og þær bera að kúnnarnir séu oft kvæntir menn á besta aldri í leit að tilbreytingu. Samkvæmt líffræðinni er einkvæni ekki eðlilegur lífsmáti fyrir okkar dýrategund og þar sem fjölkvæni er bannað með lögum verður þetta útleiðin hjá mörgum karlmönnum. Kannski er þetta skynsamlegast hjá múslimunum, þar mega gaurarnir eiga fjórar eiginkonur.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 19:27

98 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða rugl er þetta, ég er réttsýnn ljúflingur inni við beinið

hilmar jónsson, 19.10.2009 kl. 21:59

99 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hilmar, þú hefur skánað mikið eftir að ég tók þig í fóstur. Þú varst alveg hrikalega erfiður hér áður fyrr. Ég bind miklar vonir við Gunnar og hans uppeldisaðferðir.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 22:02

100 Smámynd: hilmar  jónsson

he he...

hilmar jónsson, 19.10.2009 kl. 22:04

101 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Baldur !

    Þú hefur löngum þótt óforbetranlegur , svo talar þú um Hilmar greiið .

    Knnski við Hilmar ættum að reina að taka þig í fóstur .

Hörður B Hjartarson, 19.10.2009 kl. 23:18

102 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörður, við stofnum bara Fóstra-bandalagið og köllum það group eða ehf til að gera það virðulegt.

Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 23:26

103 identicon

það er ekkert réttsýnt við að vera kommunisti ;)

Gunnar S Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband