16.10.2009 | 10:58
Ungu formennirnir sigla háan byr
Ungu formennirnir sigla háan byr um þessar mundir, Bjarni Ben og Sigmundur. Gamlingjarnir dala og skríllinn af Austurvelli gufar upp. Allt er eins og það á að vera. Þjóðin er að ná áttum.
Ég hef oft bent á hve skemmtilega beinskeyttur Sigmundur Davíð er, og með honum hafa Framsóknarmenn eignast foringja sem er bæði gáfaður, menntaður og vel máli farinn. Hann er líka ferskur í hugsun, kemur oft að málum úr óvæntri átt og þegar hann tekur þátt í umræðunni verður hún fjörlegri og fjölbreyttari. Það er fengur að slíkum mönnum, hvar í flokki sem þeir standa.
Bjarni Ben ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn hvað málflutning varðar. Hann hefur langa og mikla reynslu af atvinnulífinu og veit nákvæmlega hvers þarf við í þeim efnum. Hann hefur líka skýra sýn á heildarmynd þjóðlífsins, kemur auga á farsælar leiðir og hefur hæfileika til þess að kynna þær þannig að allir skilji. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessir eiginleikar ættu eftir að vaxa og þá mun bæði honum og Sjálfstæðisflokknum vaxa ásmegin með degi hverjum.
Það er óhjákvæmilegt að bera vinstri hjúin Jóhönnu og Steingrím saman við ungu formennina. Sá samanburður er ekki hagstæður fyrir þau. Fúlmennska, pukur og dylgjur eru einu vopn Jóhönnu og þótt Steingrímur mæli oft vasklega hefur hann enga sýn á framtíðina, skilur ekki vélarafl samfélagsins og fyrir vikið eru allar hans tiltektir dæmdar til að mistakast. Hann er eins og gamall fauti, órakaður og óþveginn, og þótt hann kunni eitt og annað fyrir sér í götuslagsmálum er hann ófær um að stýra vegferð heillar þjóðar.
Vinstri grænir neyðast til að endurnýja í forystunni og sama gildir um Samfylkinguna.
Ríkisstjórnin rétt héldi velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá þér Baldur eins og alltaf - Sigmundur Davíð kemur oft á óvart stundum svo mikið að manni bregður við held ég þurfi ekki að efast um ágæti þessa manns tja vona það allavegana, allavegana allur að vilja gerður til að rétta fram hjálpahönd.
Bjarni Ben ungur að árum - ég hafði efasemdir um Bjarna og þá sérstaklega að hann hafi haft það of þægilegt í gegnum sinn aldur, en hann vinnur sig sterkur inn í dag og lofar góðu - ég er svo viss um að Bjarni Ben er heill drengur sem fólk getur treyst og ekki veitir af í dag.
Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 11:15
Ég held að þetta sé nákvæmlega málið, Jón seltirningur, menn höfðu vissar efasemdir um Bjarna sökum upprunans, en hann er maður sem vinnur á jafnt og þétt og fólk skynjar að það er hægt að treysta honum því hann er gegnheill.
Það sama gildir um Sigmund, hann á ekki að gjalda upprunans. Hann er mjög ólíkur Bjarna og trýulega ekki eins fastur fyrir en hann er vaxandi maður. Hann lét Ólaf Ragnar taka sig ósmurt þegar hann var nýorðinn formaður, vonandi gleymir hann ekki því óþverrabragði. Hann var með leiðinda vinstri takta í byrjun en trúlega sér hann að með vinstri flokkum verður aldrei mynduð farsæl ríkisstjórn á Íslandi.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 12:11
Sammála. Það er ástæða til að binda miklar vonir við ungan og glæstan stjórnmálaforingja sem bendir á eina lausn öðrum fremur. Þá snjöllu lausn sem flokkur hans hefur séð sem hina einu lausn í aldarfórðung. Stóriðja og virkjanir allt til síðasta vatnsdropa sem finnst. Bravó!
Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 14:47
Svona gamli skröggur, vert þú ekkert að míga yfir skrúðgönguna okkar!
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 14:49
Gaman að fylgjast með ykkur hérna. Já Bjarni vinnur á. En ég hafði þessar efasemdir sem þú talar um. Ekkert að beisla neinstaðar Árni..bara éta hundasúrur og gras ;)
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 14:59
Þetta fer að verða nokkuð skrykkjótt skrúðganga hjá þér Baldur og ekki alveg á hreini í hvaða átt hún heldur. Ég deili mínum efasemdum með Jóni og er hjartanlega sammála því að gamli hrunaliðið, "dylgja, götustrákur og vindbelgur" eiga ekkert erindi í forustuhlutverkum fyrir þessa þjóð. Þeirra tími er löngu útrunnin.
Magnús Sigurðsson, 16.10.2009 kl. 15:08
Gamli skröggur halda menn að þjóðin lifi á gífuryrðum og prjónaskap, hversk fornmaður .........
Jón Snæbjörnsson, 16.10.2009 kl. 15:32
Vissulega nokkuð sprækir ungir menn. Held að Bjarni sé 39 ára og Sigmundur Davíð 34ra ára. Mér sýnist þó að þeir ástundi hefðbundna skotgrafapólitík og séu líklegir til að festast í hjólförum fyrirrennara sinna. Held að Sigmundur Davíð sé gleggri og frumlegri í hugsun. Alla vega datt Bjarna aldrei hug að fara til Noregs með sinn sparibauk!
Björn Birgisson, 16.10.2009 kl. 15:55
Ég hélt reyndar að Bjarni væri kominn yfir fertugt en það skiptir ekki máli. Hann hefur það í sér að geta vaxið í hverri stöðu, sem er góður eiginleiki fyrir stjórnmálamann. Hann er orðinn allur miklu ákveðnari og skýrari en hann var í byrjun. Hann verður bráðum forsætisráðherra og ég bind miklar vonir við hann - hann er líka á þeim aldrei þegar allt er í fullum blóma, starfsþrek og andleg snerpa.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 16:08
Ég játa mig sigraðan þegar ég les athugasemd Sigurbjargar. Munur að eiga svona framsýna frumkvöðla sem átta sig á að ekki eru nema tvær leiðir til mannsæmandi lífs. Álver eða hundasúrur. Og svo að það er ekki búið að virkja neinstaðar.
Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 18:37
Mér líst vel á hundasúruna. Hvers vegna er hún ekki ræktuð í gríðarlegu magni og seld til Evrópusambandsins? Þetta er eðalplanta.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 18:43
Ég held að hundasúran verði gulrótin okkar í góðum samningi við ESB. IGS hefði betur haft hana meðferðis í áróðursferðinni fyrir kosninguna í öryggisráðið.
Árni Gunnarsson, 16.10.2009 kl. 20:13
Hundasúran er reyndar merkileg lækningajurt. Hér eru nokkur tilfelli þar sem hundasúra gefst vel:
bakteríudrepandi, barkandi, blóðaukandi, bólga, bólur, búkhreinsandi, eykur svita, febrilemeð hitasótt, graftarbólga, grisjuþófi, hitasótt, hreinsandi, hringormur, iðrakreppa, iðrakveisa, jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, kælandi, kælir ergjandi útbrot, magaverkur, niðurgangur, nýrnasjúkdómar, sár, skyrbjúgur, styrkir lifrina, þvagfæra kvillar, þvagræsislyf
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 20:19
Jæja gaman að ganga fram af fólki..úps..Fyrirgefðu Árni minn..Kveðja frá sveitakerlinunni.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.