15.10.2009 | 19:14
Þjóðin þarf að losna við þjóðkirkjuna
Þetta heitir að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Selfyssingar vilja ekki Gunnar Björnsson. Hann verður að sýna þeim lágmarks virðingu og láta sig hverfa. Það gerir hann ekki, heldur lemur höfðinu í steininn í von um að steinninn brotni á undan hausnum.
Samkvæmt fréttum ætla 10 þjóðkirkjuprestar að halda stuðningsfund fyrir Gunnar annað kvöld. Þessir menn þekkja ekki heldur sinn vitjunartíma. Nú þarf þjóðin að losna við þjóðkirkjuna. Eignum hennar ber að skipta upp á milli kristinna trúfélaga í landinu.
Hyggst hafa boðskap biskups að engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er ég viss um að við eigum að losa okkur við þjóðkirkjuna. En brestirnir eru til staðar og við verðum að fara að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt. Skelfilegt er síðasta dæmið. Eins og þú sagðir ..hann kann ekki sinn vitjunartíma. En þó 10 prestar komi og jái með honum, er það ekki bara 2-3 % af prestum landsins?
Kveðja frá einni sem á tengdadóttur sem er prestur.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:12
Og þessi bloggvinkona þín er í sóknarnefnd í einu prestakallinu!!
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:14
Silla mín, lúterska kirkjan má mín vegna lifa um aldur og ævi en það bara gengur ekki að hafa hana lengur á einhverjum sérsamningi við ríkið. Mistökin og hneykslin eru orðin alltof mörg. Ég hef alltaf talið farsælast að hafa hana áfram en nú er mér nóg boðið. Ég sný við henni bakinu. Burt með hana.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 21:18
Ok..Bara reiður vinur??
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:22
Nei Silla, ég er sko ekki reiður, en segjum langþreyttur. Ég hef um langt árabil borið blak af þjóðkirkjunni þótt ég sé ekki meðlimur hennar, en nú er því lokið. Nú ætla ég að standa með þeim sem krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 21:25
Já ég skil það vel. Ég er það líka!! Langþreytt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:34
Ætla meira að segja að segja mig úr sóknarnefndinni. Í fullri alvöru.
Kveðja og góða nótt vinur.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:36
Skynsamleg ákvörðun. Til einskis að fást við eitthvað sem bara færir manni vonbrigði og ergelsi - nóg er nú samt í henni versu.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 21:38
Já nóg annað og betra að fást við og eyða kröftum mínum í..svo sannarlega. Veröldin okkar hefur svo margt upp á að bjóða Baldur minn.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 21:42
Aðskilnaður ríkis og kirkju. Gamalt vín á nýjum belgjum. Margrædd hugmynd. Er þetta ekki mál til að bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu? Væri fín æfing fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um ESB! Alvöru lýðræði, minna þvaður.
Björn Birgisson, 15.10.2009 kl. 21:48
Geysimargir hafa beinan fjárhagslegan ávinning af samfloti ríkis og kirkju svo það væri varla réttlátt að láta þjóðaratkvæðagreiðslu skera úr um þetta. En þetta er vissulega ein leið. Enn sem komið er tilheyra 80% þjóðarinnar þjóðkirkjunni en þeim fer fækkandi.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 22:21
Sæll Baldur, maður gæti haldið á þessum skrifum þínum að kirkjan væri það spillt að hún væri ekki hinu vammlausa ríki ekki samboðin.
Magnús Sigurðsson, 15.10.2009 kl. 22:24
Skemmtileg athugasemd, Magnús, en ég horfði nú ekki þannig á það satt að segja.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 22:35
Mikill kostur við "ríkiskirkjuna" er að innan hennar virðist miklu minna um hneykslanlega hegðun en í þeirri kaþólsku :)
* almennt
Eygló, 16.10.2009 kl. 01:14
Veit hvað þú ert að fara, Eygló, en hvaða dæmi um hneykslanlega hegðun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi getur þú nefnt?
Ef þú ætlar þér í samanburð verður þú að bera saman réttar stærðir - þú mátt engan veginn bera saman fjölda hneykslismála td í Ameríku við fjölda hér á Íslandi, því Ameríkanar eru 1000 sinnum fleiri en við.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 10:20
"...virðist..."
Eygló, 16.10.2009 kl. 20:56
OK Eygló, það hafa gerst hlutir hjá kaþólsku kirkjunni hér sem betur hefðu ekki gerst, en þeir eru meinlausir í samanburði við þetta, afar fátíðir og óralangt síðan........ miklu varðar hvernig kirkjan sem stofnun tekur á innri málum.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 21:02
Sæll Baldur
Væri ekki óréttlæti fólgið í því að skipta eignum þjóðkirkjunnar aðeins milli kristinna trúfélaga í landinu? Það virðist merkja að fríkirkjurnar og katólska kirkjan eigi tilkall til eignanna með vísan til þess að félagar í þeim hafa kosið skráningu þar fremur en í þjóðkirkjunni. Eiga trúfélög á borð við Ásatrúarfélagið ekki sams konar tilkall? Ég tek fram að ég hef engin tengsl við það félag og stend utan trúfélaga.
Birnuson, 19.10.2009 kl. 11:00
Birnuson, ég set þetta nú fram aðallega vegna þess að kaþólska kirkjan og klaustrin eignuðust mikinn fjölda jarða á sínum tíma, það rann svo að einhverju leyti til konungs og stórbænda eftir siðaskiptin, en lúterska kirkjan er arftaki hinnar kaþólsku og fékk auðvitað margar jarðir. Ég lít svo á að hin margvíslegu kristnu trúfélög í landinu séu einnig arftakar hinnar upprunalegu kirkju og eðlilegt að þau fái eitthvað. Mér væri alveg að meinalausu að ásatrúarfélagið fengi eitthvað, en ég sé ekki með hvaða rökum það ætti að vera.
Baldur Hermannsson, 19.10.2009 kl. 11:48
Ég þakka svarið. Ætli rökin séu ekki eitthvað á þessa leið:
Birnuson, 20.10.2009 kl. 13:44
Þetta er alls ekki út í bláinn og myndi kannski koma í veg fyrir þrætur og ásakanir.
Baldur Hermannsson, 20.10.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.