15.10.2009 | 17:31
Þjóðkirkjan er úrelt
Leiðinlegt fyrir karlskömmina, því víst er þetta ágætis náungi, en það var ekki um neitt annað að ræða og hann getur sjálfum sér um kennt. Gunnar er listamaður, skemmtilegur gaur og kvæntur aðsópsmikilli sómakonu. Nú er að vona að honum nýtist veganestið til þess að láta gott af sér leiða svo björtu hliðarnar lifi í minningunni en smánarblettirnir gleymist.
Þessar eilífu uppákomur í þjóðkirkjunni eru auðvitað orðnar algerlega óþolandi. Ég hef verið fremur andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju en það er kominn tími til þess að greina sundur pólitík og trúmál. Þjóðkirkjan er úrelt fyrirbæri.
Gunnar til Biskupsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þjóðkirkjan er algjörlega samofin íslensku þjóðlífi. Hefur verið það síðustu aldirnar og er það enn. Hún mætti vera sterkari og njóta meiri virðingar. Prestarnir sjálfir eru flaggskip kirkjunnar sem trúmenn, menningarmenn og fyrirmyndir. Þá skortir stundum trú, því miður. Mér finnst kirkjan þurfa að sækja fram. Stofna sinn eigin prestaháskóla og einnig huga að menntun yngra fólks í góðum sérskólum, með því takmarki að gera þá besta í landinu. Innan kirkjunnar er gríðarlega margt gott fólk.
Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 17:55
Hneykslismálin eru orðin alltof mörg, prestar rækja ekki trúna en vasast í stjórnmálum og fæla þannig frá sér stóran hluta safnaðarins - ég veit um dæmi þar sem sóknarprestur er nánast búinn að leggja söfnuð sinn í eyði vegna stjórnmálavafsturs. Við þurfum að ganga í aðskilnað sem fyrst og vinna það rösklega. En ég efa ekki að innan kirkjunnar sé margt gott fólk að störfum, það er bara annar handleggur.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 17:58
Er sammála nafna hérna að framan. Kirkjan þarf að sækja fram enda hart að henni sótt, ekki síst hérna á bloggheimum. Það er hins vegar rétt hjá þér Baldur að eilífar uppákomur í þjóðkirkjunni eru til vansa en minni á að prestar eru breiskir menn eins og við öll hin. Ég er því ekki sammála þér að þjóðkirkjan sé úrelt fyrirbæri heldur tel ég þvert á móti að nú um stundir sé hún að vinna geysimikið og gott starf og mikil þörf á henni.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.10.2009 kl. 18:01
Guðmundur, feginn yrði ég ef þjóðkirkjan sækti fram en hún á að gera það á eigin vegum en ekki í skjóli ríkisins. Kirkjan er því miður fyrirlitin um land allt. Ég heyri fáa menn mæla henni bót. Sjálfur tilheyri ég kirkjudeild sem leggur mikla áherslu á trúna og mælist til þess að þjónar hennar þjóni Guði en ekki stjórnmálaflokkum. Auðvitað er það svo rétt að menn eru breyskir og þjóðkirkjan er ekki ein um að hafa tekið klaufalega á siðferðisbrotum.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 18:06
Má vera rétt hjá þér Baldur að það sé betra að hún auki sjálfstæði sitt. Það eru einhverjir tæknikrókar í því máli skilst mér, en hugsanlegt er að hún yrði sterkari í því sem máli skiptir.
Guðmundur Pálsson, 15.10.2009 kl. 18:16
Gunnar karlinn hefur skilað bréfi til Biskupsstofu hvar tilkynnt var að honum yrði skákað til. Hann sér ekki villu síns vegar.
Þjóðkirkjan og ríkið þurfa að fara í gífurlega mikið fjárhagslegt uppgjör ef á skilja að.
Mín sóknarkirkja þjónar sumum og ekki öðrum.
Því þarf ég að sækja um að sóknarböndum verði aflétt svo ég geti heyrt Dómkirkjunni í Reykjavík til.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 18:19
Hún hefur alla vega tækifæri til að verða sterkari, það veltur svo á ýmsu hvernig það mun ganga.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 18:20
Heimir, svo geta menn vitaskuld verið í sinni eins manns kirkju og rabbað við Drottinn prívat - án milligöngu presta.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 18:22
Ég kýs milliliðalaust samband Baldur, en sem kórlimur í mörg ár nýt ég tónlistarinnar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 19:18
Nú, ertu þá ekki að syngja með Árna Möller?
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 19:19
Í fréttum stöðvar2 áðan var sagt að 10 prestar ætluðu að halda sr. Gunnari stuðningsfund á Selfossi!!
Það á sem sagt ekki að bjóða hinn vangann heldur reiða til höggs.
Það er nóg af vandamálum í samfélaginu svo að kirkjunnar menn og biskup séu ekki að gera sér að leik að halda sóknarbörnum á Selfossi í óvissu og angist mánuðum saman yfir sóknarprestinum sem það treystir ekki.
Telja þeir ýtrustu réttindi prestsins það mikilvæg að upplausn, ófriður, vinslit og væringar í sókninni sé hempunnar virði?
Hempu prests sem útilokað er að fái starfsfrið, ekki hvað síst verði honum nauðgað inn á söfnuðinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 19:22
Að hann Gunnar Björnss. skuli ekki skammast sín og draga sig í hlé .Það hafa alltaf verið deilur nærri honum.
En nú er komið nóg .
Kristín (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 19:26
Ekki eru þeir friðarins menn, svo mikið er víst. Í gamla voru svona gaurar soðnir og étnir í Afríku. Negrarnir kunnu trixin.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 19:27
Það er álíka gáfulegt að halda uppi þjóðkirkju og að halda úti spákonum... þetta er hreinasta vitleysa... við vitum þetta öll.
Lítið barn sem elskar Harry Potter... það er sama stig og prestar eru á, nema að þeir fá hundruðþúsunda á mánuði.
Að segja þetta samofið íslandi er hlægilega mikil vitleysa.... ég meina, nefið á þér er svo stórt að þú þarft að flauta fyrir horn í Hafnarfyrði.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:11
Kristindómurinn er óneitanlega samofinn þjóðlífinu, því er ekki hægt að neita, en við þurfum ekki þjóðkirkju. Ég bý í Hafnarfirði og hef stórt nef en flauta þó aldrei fyrir horn. Myndi kannski gera það í Vestmannaeyjum.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 23:15
Eftir að kirkjunni hafði verið þvingað upp á landslýð á sínum tíma hefur hún óneytanlega verið samofin þjóðlífinu, enda ríkisrekin. Fyrr má nú vera. Þvílíkt kverkatak hefur þetta bákn á þjóðinni þar sem ómálga ungabörn eru skráð í hana og svo fermd rétt áður en þau fara að geta hugsað sjálfstætt. Ríkið sér svo um að innheimta skatt af þessu vesalings fólki sem hefur akkúrat engann áhuga á þeim ævintýrum sem kirkjan boðar, því flestir hugsa; Æji ég nenni ekki að skrá mig úr þessu, það lækkar hvort eð er ekkert það sem ég þarf að borga. Þannig getur kirkjan talið, að mig minnir, um 76% þjóðarinnar þótt ekku séu nema um 46% sem telja sig trúaða.
Þetta er ein af fjölmörgum ástæðum fyrir því að aðskilja þarf ríki og kirkju að fullu sem allra fyrst.
Reputo, 16.10.2009 kl. 08:09
Það er bölvaður aumingjaskapur að nenna ekki að fara og skrá sig úr þjóðkirkju... hvað er fólk að spá eiginlega, hér er niðurskurður um allar jarðir... ef menn skrá sig utan trúfélaga þá fer skatturinn í ríkiskassann.. í alvöru mál.. í stað þess að verða hent í hjátrúarseggi sem eru að dúlla sér í kringum þjóðsögu frá "ísrael"
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:25
DoctorE, rennur ekki sá skattur sem þú nefnir til Háskóla Íslands? Hann gerði það í gamla daga.
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 10:23
Nei.. ég held að þessu hafi verið breytt nú fyrir skemmstu... þannig að trúlausir eru að borga meira til samfélagsins en trúaðir.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:49
Nú er þá ekki rétt að þeir hafi meiri kosningarétt - þitt atkvæði vegi til dæmis 1,001 á móti 1,000 ?
Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.