15.10.2009 | 15:00
Hún þykir vænsta kona
Kristín er vænsta kona og vel gift, en óttalega hljóp hún á sig þegar hún kvaðst ætla að koma Háskólanum í hóp hundrað bestu háskóla í heimi. Full mikill útrásarbragur á slíkum fyrirheitum. En samkvæmt mínum heimildum er Háskóli Íslands langfremstur allra háskólastofnana á Íslandi og við skulum efla hann og styðja.
Útlendur sérfræðingur sem hingað var fenginn til þess að meta skólana, sýndi fram á að hér væru alltof margar stofnanir sem kenna sig við háskólastig. Reyndar er það svo - og á það hefur verið bent - að margt af því sem kennt er í háskólum hér á landi er alls ekki á háskólastigi. Þessa sýndarmennsku þarf að skera niður og það sem fyrst. Röskleg tiltekt í skólakerfinu gæti sparað okkur milljarða.
Rektor HÍ býður sig fram aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 340675
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki rétti tíminn til að taka til núna? En við verðum líklega lengi sérstök Íslendingar. Fróðlegt. Ekki hafði ég hugmynd um að sumir háskólarnir væru plat. Enda furðu margir á litlu landi.
Kveðja.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.10.2009 kl. 15:16
Af hverju þurfum við alltaf að vera númer eitthvað. Er ekki bara fínt að hafa góða skóla ?
Finnur Bárðarson, 15.10.2009 kl. 15:29
Finnur og Silla, munið þið hvað ömmur ykkar sögðu alltaf við ykkur: vertu trúr yfir litlu.
Heimurinn yrði farsælli ef mennirnir tækju meira mark á ömmum sínum.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 15:50
held að það séu ekki 99 háskólar í heiminum sem útskrifa betri nemendur en HÍ bara miðað við það sem þeir nemendur fara að gera í svokölluðuð 100 bestu háskólum í heiminum,það eru samasemmerki á milli þeirra og hundrað ríkustu skóla í heiminum.
Námsmaður (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 16:10
Kristín er vænsta kona og hún er vel gift Baldur hvað kemur það málinu við?
En satt er að við værum betur sett ef við hefðum hlustað og farið eftir því sem þær gömlu boðuðu okkur, reyndar hef ég gert það, ég elskaði nefnilega vitsmuni afa og ömmu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 16:42
Námsmaður, það eru margir góðir kennarar í HÍ en það eru líka alltof margir ferlega lélegir kennarar þar, hysknir, sjálfbyrgingslegir og ófærir um að miðla þekkingu til annarra. Árlega eru birtar skýrslur - fleiri en ein - um bestu háskóla heimsins og HÍ kemst hvergi á blað. Hér kenna engir Nóbelsverðlaunahafar og við framleiðum enga Nóbelsverðlaunahafa. Það er sveitamennska að halda því fram að HÍ sé framúrskarandi menntastofnun þótt hún sé vafalaust sú skásta sem við höfum.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 17:14
Milla, það er alltaf kostur að vera vel gift eða vel kvæntur. Það er ekki hægt að búast við miklu af manni sem er illa kvæntur og býr við stanslaust nöldur og ófrið á heimilinu. My home is my castle, segja enskir, og það er mikið til í því.
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 17:16
My home is my castle, humm, but castle for what, ég var einnig talin vel gift, en eigi meir um það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 17:54
Milla mín, þú glæðir orðin svo sárum trega.....
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 17:59
Nei Baldur minn kæri, bara staðreyndum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 21:11
Milla mín, þetta gildir um okkur öll: nobody promised you a rose garden.....
Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.