Friðsælt er í Eyjum

Þetta hefur örugglega verið aðkomumaður. Vestmannaeyingar eru ljúfir heim að sækja og þar er hægt að rölta um stræti að næturlagi og vera þó jafn óhultur og heima hjá sér. Viðmótsþýðir eru þeir og háttvísir, greiðviknir og vilja allt fyrir alla gera. Þannig er bara mórallinn í Eyjum. Þar er líka matsölustaður sem ég man ekki hvað heitir, með góða rétti og góða þjónustu á hóflegu verði. Þar er líka einn skemmtilegasti golfvöllur landsins.

Þó er enn ótalinn stærsti kostur Vestmannaeyja, því ferðalag þangað með Herjólfi jafngildir utanlandsferð. Bærinn og umhverfið er svo sérstakt að manni líður eins og í útlöndum. Ekki hafði ég efni á utanlandsferð á liðnu sumri, en ég bara sigldi með minni spúsu til Eyja og tókum þar tvo netta hringi á vellinum góða.

Fagurt er í Eyjum.

 


mbl.is Ógnaði með hnífi og golfkylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sennilega aðkomumaður að sunnan eins og þeir segja fyrir norðan:) en tek undir með þér að það er alveg geysilega fagurt í Eyjum.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:44

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég má til að taka undir með þér. Ég bjó reyndar í Eyjum í eitt ár frá því í lok janúar 1972 til 23.janúar 1973...En þá gaus ég upp á fastalandið aftur:) Yndislegar eyjar og gott fólk. Ég bý að þessu ári endalaust.

Kveðja Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo mikið rétt hjá þér Baldur, koma þarna oft við á eldgamla Herjólfi '75 og 6  - varstu ekki hissa þegar þú heyrðir eyjamenn tala "fluent" íslensku og þegar vatnið rennur úr vaskinum um niðurfallið að þá snýst það réttsælis hmm

Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rétt, það eru engin tungumálavandræði í Eyjum. Ég var þar sumarlangt löngu fyrir gos. Það þýðir ekkert að lýsa gömlu Eyjum fyrir nútíma Íslendingum. Gömlu Eyjar eru horfnar í móðu tímans og þær koma aldrei aftur. En nýju Vestmannaeyjar eru líka góðar þótt ekki séu þær jafnoki gömlu Eyja.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 13:54

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sennilega rétt hjá þér - átti stundum fótum fjör að launa um borð eftir stuttar ferðir á sem þá var eina veitingahús bæjarins "Barinn" - skildi ekki þetta hvað þeir pössuðu upp á stelpurnar þarna fyrr en miklu seinna

rann "undarlega" fljótt af þeim reiðinn, unnum svo hlið við hlið að losa eða lesta Herjólf daginn eftir

Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 14:01

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sumum var laus höndin en daginn eftir voru allir vinir. Þarna voru líka algerlega óborganlegir karakterar. Ég hef ekki séð aðra eins flóru mannlífsins annars staðar á Íslandi. En allt breyttist þetta með gosinu.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 14:06

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fínt fólk þarna svo mikið er víst

Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 15:37

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

AA-maður.... aðfluttur andskoti, eins og þeir eru kallaðir sumstaðar

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 17:03

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gönnar, hjá henni frænku minni á Héraði hét þetta: ötansveitarsnatar.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 18:16

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

En endilega hafið með golfkylfurnar, bæði til að spila hring og svo auðvitað verjast aðkomumönnum.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 18:17

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það á að flytja alla Vestmannaeyinga upp á fastlandið með hraði, því það gýs aftur, og vel hugsanlega upp úr sjálfum miðbænum. Reyndar skrifaði ég fyrir löngu um þetta litla grein í Moggann (Ei veldur sá, sem varar), sem nú er að finna á bloggsíðu minni. Annars þætti mér gaman að vita hvort nafn afa míns stendur enn framan á Tanganum, sem hann stofnaði (Gunnar Ólafsson & Co).

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.10.2009 kl. 18:55

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég man vel eftir þessari grein. Maður ætti að vera nokkuð öruggur úti á golfvellinum því hann er í talsverðri fjarlægð frá eldfjallinu og bænum. Eru menn ekki komnir með mælitæki sem gefa vísbendingu um yfirvofandi eldgos?

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 19:19

13 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sorrý, Baldur. Öll eyjan er ein eldstöð. Þú ert ekkert öruggari á golfvellinum en annars staðar. Það gæti sem hægast farið að gjósa upp úr einhverri holunni þar. Segðu svo ekki að þú hafir ekki verið varaður við. Það á að stofna nýjan kaupstað við nýju höfnina á Landeyjasandi og flytja allt liðið þangað með hraði.

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.10.2009 kl. 19:42

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það gengur ekki. Þetta er eyjafólk og þrífst ekki á meginlandinu. Hrísey, Flatey, Papey og jafnvel Grímsey koma til greina fyrir þennan kynþátt, en ekki Landeyjasandur.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 19:56

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Rangæingar yrðu örugglea ekki par hrifnir af því að fá þetta lið yfir sig. Kannski er það rétt að senda þá til einhverrar hentugrar eyjar. Hvað með Jan Mayen? Þar vantar mannskap. Væri ekki þessi "kynþáttur", sem þú kallar svo (réttilega) ekki vel geymdur þar?

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.10.2009 kl. 20:08

16 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála. Eyjafólk er eyjafólk punktur og basta. Það hafði nú ekki gosið í fimm þúsund ár þegar þetta gerðist. Getur ekki liðið langur tími í næsta gos?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2009 kl. 20:11

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rangæingum finnst alveg nóg að hafa Hvolsvöll, það er landbúnaðarþorp, en Eyjafólkið er sjávarútvegsfólk og það er ábyggilega rétt hjá Vilhjálmi að þetta yrði einkennileg blanda. Annars hef ég alltaf furðað mig á því hve héruðin í Suðurfjörðum eru fámenn, Hornafjörður og Breiðdalur, þar gætu verið byggðir upp á 50-200  000 manns.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 21:35

18 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

allt með þeirri staðsetningu - td nær evrópu nú og svo kemur sólin mun fyrr upp þar en sest að vísu aðeins fyrr á móti

Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband