13.10.2009 | 12:17
Þjóðin bruggar í kreppunni lystilega
Þegar verðlag á víni rýkur upp úr öllu valdi fara reyndir menn á stúfana og leggja í kút. Það er til skammar hvað Íslendingar eru lélegir að brugga. Hjá nágrönnum okkar þykir sjálfsagður liður í búskapnum að brugga. Sumir lesa sér til og brugga gómsæt vín úr alls konar jurtum. Þetta er þjóðlegt og sparar feiknin öll af gjaldeyri. Það eru ekki nema afglapar sem amast við bruggi til heimilisnota.
Ef menn eru hneigðir fyrir sterka drykki er líka hægurinn hjá að eima. Eiming er furðulega auðveld og það er gaman að eima. Gleymi seint þegar við strákarnir vorum að eima og settum alltaf glösin beint undir bununa. Það var eins og að svolgra mjólkina beint úr blessaðri kúnni nema hvað áhrifin voru önnur. Ef bruggið er görótt er viturlegast að eima. Svo má líka bragðbæta með ýmiskonar eðaljurtum og þá eru menn komnir með gómsæta drykki sem gleðja mann og annan.
Sala á áfengi minnkar um 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Baldur Hermannsson
Bloggvinir
- kleppari
- odinnth
- viggojorgens
- joiragnars
- pallvil
- kristinn-karl
- halldorjonsson
- bassinn
- blaskjar
- skari60
- snjolfur
- altice
- andres
- svarthamar
- axelthor
- hlf
- gthg
- noldrarinn
- maeglika
- finni
- gustaf
- ragnhildurkolka
- bjornbondi99
- gp
- jokris
- andrigeir
- reykur
- skagstrendingur
- jonvalurjensson
- offari
- fun
- bf
- arikuld
- lehamzdr
- ziggi
- skulablogg
- rafng
- juliusbearsson
- jari
- islandsfengur
- stormsker
- haddih
- agbjarn
- katagunn
- brylli
- esgesg
- siggith
- gorgeir
- gleymmerei
- holmarinn
- holmgeir
- jonmagnusson
- kreppan
- kristjan9
- rannveigh
- pjeturstefans
- umrenningur
- tilveran-i-esb
- valdimarg
- sisi
- vefritid
- nytthugarfar
- joelsson
- gunz
- mosi
- ollana
- allt
- kebblari
- thorarinn
- muggi69
- ihg
- helgigunnars
- what
- nautabaninn
- jonsnae
- thjalfi
- bjargfruin
- stebbifr
- 170341
- jakobk
- lm
- steffy
- egillthord
- alyfat
- estheranna
- re
- olafurthorsteins
- huldumenn
- sigurdurkari
- sjonsson
- marinogn
- arnthor
- mullis
- vogin
- ace
- axelpetur
- jonkarijonsson
- jaherna
- gummi-p
- borkurgunnarsson
- snorrima
- landfari
- eyjann
- gbe
- carlgranz
- heimssyn
- gattin
- gmc
- kerubi
- fullvalda
- tourguide
- omarragnarsson
- morgunbladid
- bjarnihardar
- morgunblogg
- krist
- smjerjarmur
- predikarinn
- vinaminni
- gagnrynandi
- magnusthor
- snorribetel
- eeelle
- veravakandi
- nonniblogg
- hjaltisig
- benediktae
- athena
- hallarut
- ksh
- joninaottesen
- thjodarheidur
- harring
- gamli
- prakkarinn
- zeriaph
- stjornlagathing
- saemi7
- vidhorf
- yngvii
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er v- stefnan - hækka til að ná í kassann en samt minnkar sjóðurinn þar sem ekki nokkur venjulegur maður lætur bjóða sér svona nokkuð - það held ég að verði fjörið þegar bruggarar taka svo á væntanlegum skattahækkunum á komandi vikum - sukk og svind eins og svo margir íslendingar eru sérfræðingar í - skal nokkurn undra þar sem fjölskyldur þurfa að lifa það af hér
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 12:47
Rétt Jón, fyrir þá sem neyta áfengis í hófi er gaman að brugga og eima.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 13:55
fáum stundum í boðum "hjemme lavet" (þetta er skandinavíska) ekkert nema gott um það að segja og eins og þú nefnir, að gera hlutina sjálfur er örugglega ánægjunnar virði eins og með svo margt annað
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 14:09
Hér er uppskrift af góðu eplavíni. 3 l Egils epla þykkni 6 Kg. sykur 2 Pk gér
Hvítir pakkar með mynd af bakara þetta efni fæst allt í Bónus og kostar
skammturinn 2700 kr sem dugar í 25 L. Þetta tekur um 3 vikur að gerjast
þá er tappað ofan af hratinu í Ámunni fæst 24tíma fellir og þá er komið hið besta
eplavín á C/a 120 kr líterinn fyrir utan vinnu.
Bruggsen (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:09
Takk fyrir þetta Bruggsen, ég læt þetta í hendur húsfreyjunnar. Hún er ræktunarkona þótt enga höfum við akrana og vísast þykir henni gaman að þessu. Veistu hvar hægt er að kaupa vönduð eimingartæki?
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 14:12
flott uppskrift og pottþét gott eplavín - en áttu ekki til aðra þar sem ekki þarf að fara í BÓNUS ?
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 14:13
Hehe, Jón þetta fæst líka í Fjarðarkaupum, það er besta verslun landsins - ásamt Melabúðinni sem reyndar er miklu minni.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 14:15
Góður! Hér fást líka uppskriftir. Einu sinni höfum við reynt að útbúa rauðvín og þá var talað um að reyna ekki slíkt aftur..Það endaði upp um alla veggi ;)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2009 kl. 14:18
En Silla, var ekki gaman meðan á því stóð? Heimabrugg, eimað vín og hrútspungar verða veganesti Íslendinga út úr kreppunni.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 14:20
Ekki því sem fór á veggina og ég þurfti að þrífa! En sumir eru slyngir við þetta. Jú gott að fá sér af og til og hrútspungar eru uppáhaldið mitt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.10.2009 kl. 14:26
Sigurbjörg. öndunin á kútnum þarf að vera í lagi. Þarna varst þú ekki að brugga vín heldur að búa til sprengju!!
Baldur þetta vín þarf ekki að eima.
Jón. Hlutfallslega var helv....burðarpokinn dýrastur (Sérstaklega þar sem hann er ódrekkandi)
Bruggsen (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 14:36
Las einhvers staðar að "bindindismenn" væru nokkuð duglegir við heimabruggun. Þá þurfa þeir ekki að fara í ríkið, fyrir allra augum, þegar þeir falla fyrir freistingunni!
Björn Birgisson, 13.10.2009 kl. 14:50
Bruggsen, ég sker frekar niður í magni fyrir meiri gæði frekar en að burðast með "svínaauglýsingu" í báðum höndum út um allar trissur
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 15:36
Það er nú stutt að fara hjá þér Jón, Bónusverslun rétt hjá þér, og þú getur sem hægast laumast þetta í skjóli myrkurs þegar skammdegið byrjar.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 18:15
ekki séns, svo er ótrúlegt hvað sumir sjá vel í myrkrinu þó hálfblindir séu að degi til
Jón Snæbjörnsson, 13.10.2009 kl. 20:08
Nú svo er hægt að senda konuna, klæddu hana samt fyrst í burku.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 21:36
Jón, ég skal fara á stúfana og leita í öðrum Magasínum. Ertu sáttur núna.
Bruggsen (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:39
Þjófhannes í Dónus og Flón grasker sonur hans eru ágætir.
Bubba (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 21:46
Sú var tíðin á Englandi þá Íhaldsflokkurinn hafði komist í stjórn, að lækka brennivínið. Það þótti þjóðráð til þess að pöpullinn gæti drekkt sorgum sínum í því mótlæti sem fólgst í að draga saman seglin í velferðamálum. Þá var eins og segir í „mótaðgerðum“ við hækkun sjúkrahúsagjalda, skólagjald og allt hvað það nú heitir, að lækka brennivínið.
Það voru jú danskir einokunarkaupmenn sem höfðu þann háttinn á að hafa verðið á brennivíninu lágt en hækka upp úr öllu valdi verðið á nauðsynjavöru, þungavöru á borð við timbur og kol ásamt misjafnlega möðkuðu mjöli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.10.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.