Jóhanna rífur kjaft í stað þess að fara

Jóihanna rífur kjaft við Framsóknardrengi meðan allt er í hers höndum á Alþingi. Henni væri nær að fara því hún ræður ekki við starfið. Þessi ríkisstjórn verður að gera upp við sig nú þegar hvort hún gengur að kröfum Breta eða ekki. Auðvitað átti hún að vera búin að því fyrir lifandis löngu því drátturinn skemmir alls staðar fyrir okkur. Ef hún hefur ekki bolmagn til þess að taka ákvörðun verður hún að segja af sér tafarlaust svo að ný ríkisstjórn geti komist að niðurstöðu fyrir 23 október.

Þess eru trúlega engin önnur dæmi í sögu Íslands að ríkisstjórn hafi ekki verið fær um að taka ákvörðun í svo veigamiklu máli. Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvort rétt sé að verða við kröfum Breta eða ekki - eða verða við þeim með einhverjum fyrirvörum - en öllu skiptir að ríkisstjórnin afgreiði málið og haldi áfram rekstri þjóðarbúsins.


mbl.is Fullviss að Norðmenn vilji lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jæja Baldur: þú ert greinilega orðinn volgur í garð þessara fermingarstráka í Framsóknarflokknum. Þeir hafa hagað sér eins og Loki Laufeyjarson með slægð og eitraða tungu í stað þess að sitja á strákum sínum.

Þeir félagar Sigmundur og Þröskuldur hafa verið tregir að sætta sig við að valdaspilið þeirra gekk ekki upp. N'u á að reyna aftur og svo er að sjá að afturgengna vofan í ritstjórnarstól Morgunblaðsins taki upp þráðinn, sbr. leiðara blaðsins í dag.

Þetta gengur ekki upp því sem betur fer þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu Icesafe máli. Nú standa einungis €75 milljarðar eftir af því og unnt að finna tekjustofn til að standa á bak við vextina af því og jafnvel nokkru upp í afborganir. Það er CO2 skattur á stóriðjuna sem ætti að gefa okkur um 4 miljarða Evra á ári miðað við markaðsverð á mengunarkvóta vegna CO2 í dag.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðjón, þú getur ekki misþyrmt móðurmálinu með þessum hætti: "afturgengna vofan".

Auðvitað er hitt svo rétt hjá þér að hægt er að finna tekjustofna upp í vextina, við þurfum bara að leggja niður heilbrigðiskerfið og menntakerfið, láta sjúklingana drepast á götunum og hætta að kenna krökkunum að lesa - þá verður hér allt í himnalagi.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 11:42

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Kannski ætlar Jóhanna að segja af sér 23. október (2009)?

Birgir Viðar Halldórsson, 13.10.2009 kl. 11:42

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Birgir, kerlingargreyinu er auðvitað vorkunn, hún ræður ekki við eitt né neitt.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 11:44

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rétt sem simmi bendir á.  Nojrar eu ekkert í aðstöðu til að neita íslendingum um lán.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.10.2009 kl. 11:55

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigmundur vinnur útiverkin á bænum en húsfreyjan launar honum með löðrungi. Hver vill vera í vist hjá svona fólki?

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það má alls ekki setja samasemmerki á milli þess að 90% náist upp í forgangskröfur og að 90% náist upp í IceSave.  Þetta er mjög óábyrg fréttamennska hjá Fréttablaðinu í morgun. 

Sigríður Jósefsdóttir, 13.10.2009 kl. 12:12

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigríður, það er nú ekki við öðru að búast á bænum þeim.

Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband