Svona maður á að vera í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð er skemmtilega skörulegur ræðumaður. Það getur vel verið að til séu orðsnjallari menn á Alþingi, til dæmis Þráinn Bertelsson eða Össur Skarphéðinsson, en Sigmundur Davíð er gáfaðri en þeir og kafar miklu dýpra í málflutningi sínum. Hann kemur að hverri umræðu svo skemmtilega ferskur og það er hressandi að hlusta á hann. Hann hefur hæfileika til að sjá nýja fleti og nýja kosti í hverris stöðu. Hann býr yfir skapandi hugsun og svona maður á að vera í ríkisstjórn en ekki utan hennar.
mbl.is Ríkisstjórnin gerir allt öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jæja. Þegar ég nennti að hlusta lásu menn af blöðum..Líka Bjarni Ben..En ég játa að ég hlustaði ekki grannt á Sigmund..Hann hefur reyndar ekki höfðað til mín en bóndinn er flokksbundinn framsóknarmaður..sorrý!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vertu ekki sorrý vegna þess, Silla mín, ég veit að bóndi þinn er góður og traustur drengur og það skiptir mestu máli. Gleymum því ekki að hann bætir hvern hóp sem hann tilheyrir og Framsókn veitir svo sannarlega ekki af slíkum mönnum.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jæja er það? Jú hann er traustur en samt Framsóknarmaður sorrý!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 22:34

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hér er eðal 'Paradoxað'.

Steingrímur Helgason, 5.10.2009 kl. 22:42

5 identicon

Get tekið undir margt með Sigmundi Davíð, en við þurfum fólk í ríkisstjórn sem þorir að taka afdrifamiklar ákvarðanir svo að eitthvað gerist hér, er ekki nóg komið af þessu orðagjálfri.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 22:45

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þórður, ég tek undir hvert orð - við þurfum sterka persónuleika sem kunna að taka ákvarðanir en líka hugmyndaríka og ferska menn í kringum þá.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 22:48

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur, vissulega er þetta eðal paradox af fyrstu gráðu. Ég var huxi síðastliðinn laugardag. Fór austur í Odda til þess að vera viðstaddur útför gamals sveitamanns. Hann var heiðarlegur, vandaður og góður maður, vann allt vel og það var með hann eins og aðra slíka - af honum stafaði farsæld og auðna. Ekkert nema auðnufólk, allt sem út af honum er komið.

Hann var líka framsóknarmaður og vann fyrir framsókn. Tilveran er bara ekki einfaldur bissniss og okkur stendur ekki til boða að skilja hana. Paradox.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert að grínast... er það ekki ??

Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2009 kl. 23:10

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég skil þig Jón. Ég skil þig svo vel.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 23:11

10 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Auðvitað er þetta er  grín hjá Baldri. Hann hefur  húmor fyrir  Framsóknarmönnum  alveg frá því hann gerði þættina  frægu hérna um árið. Vona bara að  Framsóknarmenn taki hann alvarlega.

Eiður Svanberg Guðnason, 5.10.2009 kl. 23:19

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvaða þætti?? Fræðið mig fávísu konuna!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 23:25

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona láttu ekki konuna bíða Baldur..

hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 00:41

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Láttu ekki svona Hilmar, það fer konum vel að vera svolítið fávísar.

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 00:43

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, ég sé að Ögmundur kommúnisti Jónasson er mér hjartanlega sammála um Sigmund Davíð. Eftirfarandi sagði hann eftir umræðurnar í kvöld - sjá visir.is :

„Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína.
„Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur.

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 01:04

15 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

„Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína.

Baldur! Er þetta ekki að ná hámarki fíflagangurinn?

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:27

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, stundum eru menn lasnir heima ekki satt?

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 07:41

17 Smámynd: Offari

Menn þurfa nú ekki endilega að vera snillingar til að sjá að ríkisstjórnin geri allt öfugt við það sem hún á að gera.  Ég held reynar að nánast allir sjái það.

Offari, 6.10.2009 kl. 09:37

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þau verða að hætta greyin, þetta er ekki að ganga hjá þeim. Ert þú sammála þeirri uppástungu að láta VG sjá um sjoppuna fram á næsta vor og efna þá til nýrra kosninga?

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 09:40

19 Smámynd: Offari

Frekar viil ég þjóðstjórn en einsflokksstjórn.   Eignin kom sú hugmynd (áður en þessi ríkisstjórn var mynduð) Að sjálfstæðisflokkurinn styddi minnihlutastjórn Framsóknar og Vg til að bjarga þjóðini frá Esb. Frekar vildi ég sjá það munstur.

Offari, 6.10.2009 kl. 10:19

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Offari, fyrst ekki gengur að hafa tvo flokka saman hlýtur að verða erfiðara að hafa þrjá saman. Hvers vegna ekki VG eina?

Baldur Hermannsson, 6.10.2009 kl. 11:18

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skjaldan er einn í ríkisstjórn nema þrír c u.

Skjaldan er einn maður í pontu á Alþingi ígildi ríkisstjórnar nema frammari c.

Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband