Davíð Oddsson, kerlingarálfurinn og götustrákurinn

Ég vil nú ekki ganga svo langt að halda því fram að Davíð Oddsson sé eini stjórnmálamaðurinn með viti í landinu, en það er engin spurning að hann er langhæfastur allra til þess að stjórna Íslandi og engum manni myndi ég treysta betur til þess að leiða þjóðina út úr þeim svartnættisfrumskógi sem við erum týnd í núna.

Davíð hefur áður rifið þjóðina upp úr eymd og volæði. Þegar hann tók við Íslandi 1991 var hér allt í kaldakoli eftir vinstri stjórn sem var jafn vanhæf þeirri vinstri stjórn sem nú situr ráðlaus og dáðlaus og ekkert aðhefst. Davíð hélt fast um stjórntauma, ráðríkur maður og sterkur, og innan fárra ára flaut hér allt í rjóma og sýrópi.

Þegar Davíð fór út úr pólitíkinni var landið moldríkt og allt í uppsveiflu. En eftirmenn hans héldu illa á spöðunum. Við máttum ekki við því missa þennan frábæra mann, þennan höfuðsnilling stjórnmálanna.  Ef Davíð hefði verið forsætisráðherra áfram, sterkur og ráðríkur, þá hefði aldrei orðið hér neitt bankahrun.

Nú liggjum við illa í því, Íslendingar. Aftur er allt í kalda koli. Kerlingarálfurinn veit ekkert í sinn grámóskulega haus og götustrákurinn er að vísu flinkur að slást en kann ekki að stjórna.


mbl.is Davíð vakti athygli lögreglu á Kaupþingsviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Sæll, kæri bloggvinur

Ekki vil ég sýna dýrlingi þínum svo mikinn heiður að setja hann á stall með frægustu stjórnendum sögunnar, en minni á að Hitler tókst mætavel að stjórna Þýskalandi um langa hríð. Stalín brást heldur ekki bogalistin, svo lengi sem tórði.

Baráttukveðja!

Hlédís, 24.5.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hitler og Stalín voru vondir strákar og leiddu hörmungar yfir þjóðir sínar, en það er alltaf sama sagan með ykkur stelpurnar - þið fallið kylliflatar fyrir skíthælunum en hunsið góðu gæjana.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 11:50

3 identicon

Jón Steinsson: Seðlabankinn klikkaði á grundvallaratriðum (Davíð var seðlabankastjóri á umræddu tímabili, Davíð kostaði þannig þjóðina meira en Icesave ruglið)

Mynd: Getty Images
Jón Steinsson, hagfræðingur, segir mistök Seðlabankans hafa legið í því að hafa ekki tekið almennileg veð í viðskiptum við bankana. Þar hafi stjórnendur Seðlabankans brugðist algjörlega. Hann tekur undir Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar.



Ólafur fer hörðum orðum um stjórnendur Seðlabankans í nýlegri Pressuúttekt og segir afleiðingarnar af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans um alvarlegri fyrir Íslendinga en Icesave.

Í samtali við Pressuna segist Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Colombia háskóla í New York, taka undir flest það sem Ólafur ritar í greinninni og ánægjulegt að sjá hann taka málið upp. Sjálfur hefur Jón verið gagnrýninn á aðgerðir Seðlabankans fyrir og eftir bankahrun.



Jón segir mistök Seðlabankans ekki hafa falist í því að lána bönkunum fé, heldur að taka ekki almenninleg veð gegn lánunum. „Það er algjört grundvallaratriði í peningamálum að þegar banki lendir í lausafjárvanda þá á Seðlabankinn að lána eftir þörfum, en með vaxtaálagi. Og gegn traustum veðum. Bankastjórar Seðlabanka Íslands brugðust algjörlega hvað þetta varðar.“



Jón bendir á að bréfin sem Seðlabankinn tók sem veð á meðan þessu stóð hafi verið að mestu skuldabréf sem gefin voru út af bönkunum sjálfum. „Seðlabankinn var því á þessum tíma að lána hundruð milljarða af almannafé til banka sem hann taldi sjálfur á þeim tíma að væru í miklum vandræðum gegn veði í skuldabréfum gefnum út af þessum sömu bönkum. Þegar bankarnir hrundu urðu þessi veð að mestu verðlaus í einu vetfangi og Seðlabankinn og þar með töpuðu skattborgarar nokkur hundruð milljörðum króna.“



Nætækast hafi verið að taka útlánasöfn bankana sem veð, segir Jón. Ef það hefði verið gert hefði Seðlabankinn eignast útlánasöfnin við hrun bankana og erlendur kröfuhafarnir hefðu setið eftir með minna. „Það er ófyrirgefanlegt að Seðlabankinn hafi klikkað á slíku grundvallaratriði. Og það sýnir betur en flest annað hversu mikil vanþekking hrjáði stjórnendur Seðlabankans,“ segir Jón og tekur undir með Ólafi að þetta verði stærsti skuldabagginn sem leggjast mun á skattgreiðendur eftir bankahrunið. (Það sem er innan sviga er viðbót frá Valsól)

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:30

4 identicon

Segir viðvaninga hafa stjórnað seðlabankanum

mynd
Ólafur Arnarson

Tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans mun kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón. Glæfraleikur fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans mun því verða stærsti einstaki skellurinn sem lendir á íslenskum skattgreiðendum, líklega tvöfalt stærri en Icesave segir höfundur bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

Ólafur Arnarson, höfundur metsölubókarinnar Sofandi að feigðarósi, skrifar úttekt um tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans á pressan.is. Þar kemur fram hörð gagnrýni á lánveitingar Seðlabankans sem voru án haldbærra trygginga heldur í gegnum hinu svokölluðu endurhverfu viðskipti þar sem lánað var í gegnum þriðja aðila.

Hann segir rekstrarþrot Seðlabankans skjóta skökku við í alþjóðlegu samhengi. Á meðan aðrir seðlabankar hafi haft haldbær veð hafi bankinn tapað stórum fjárhæðum. Ólafur segir tapið vera í kringum 350 milljarðar króna sem falli óskipt á ríkissjóð og þar með íslenska skattgreiðendur. Gönuhlaup fyrrverandi bankastjórnar Seðlabankans muni því kosta hvert mannsbarn á Íslandi á aðra milljón.

„Jafnvel þó Icesave verði tvöfalt á við það sem skilanefnd Landsbankans vonast til að verði, þá yrði það samt vel innan við helmingurinn af því tjóni sem skellur á okkur útaf glórulausum útlánum seðlabankans," segir Ólafur.

Ólafur segir að fyrrverandi bankastjórn Seðlabankans beri fulla ábyrgð.

„Þetta sýnir að þarna voru viðvaningar á ferð. Þessir menn kunnu ekki að stýra banka, hvorki seðlabanka né öðrum bönkum. Það lánar enginn banki gríðarlegar upphæðir án þess að hafa haldbær veð á móti, án þess að hafa einhverjar tryggingar í höndunum." (tekið af vísi.is)

Það er ótrúlegt að fólk skuli enn sá sig knúið til að verja ósóman. þessi pólitíska réttsýn er að fara illa með þjóðfélagið, menn verja jafnvel óheiðarleika ef þeim þykir það henta flokknum. Sjálfstæðismenn eru sérstaklega grófir í þessu og hika ekki við að koma fram opinberlega og verja óheiðarleika. Hvað fær sómasamt fólk til að leggjast svona lágt, ég skil það ekki. Allt fyrir flokkinn, ekkert má skyggja á flokkinn, Sjálfstæðisflokkinn.

Valsól (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, súpum við ekki, þessa dagana, súrt seyðið af hæfni Davíðs? En nú er tískan að kalla þær 18 ára afleiðingar, vanhæfni ekki mánaðar gamallar, núverandi stjórnar. Þegar Davíð tók við hafði fyrri ríkisstjórn náð að kveða niður verðbólgudrauginn, en þar sem það mældist ekki endanlega í hagtölum fyrr en ríkisstjórn Davíðs hafði tekið við völdum, þá eignaði hann sér það og sanntrúaðir gleyptu við því.

En Baldur þetta innskot hjá mér var auðvitað óþarfi því vitaskuld trúir þú ekki sjálfur þessu bulli sem þú skrifaðir í einhverju bríaríi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2009 kl. 12:51

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona Axel, vert þú ekkert að gera mér upp skoðanir. Ég veit ekki hvort þú varst fæddur 1991 en ég man vel eftir þeim tíma, það var raunverulega allt í kaldakoli (ekki bara verðbólga eins og þú virðist halda), þjóðin stórskuldug, fyrirtæki lognuðust út af, fjölskyldur fluttu búferlum til annarra landa og það tók nokkur ár að rétta við efnahag þjóðarinnar.

Davíð stjórnaði alls ekki í 18 ár - hætti hann ekki sem forsætisráðherra 2003 eða 2004? Það var hér allt í lukkunnar velstandi þegar hann sleppti stjórntaumum. En þetta makalausa góðæri sem við nutum um langt árabil var alfarið honum að þakka og engum öðrum.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 12:57

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Valsól, þetta eru athyglisverðar ábendingar sem þú minnist á varðandi veð Seðlabankans. Hef ekki haft tök á því að kynna mér það mál. Við gjarnan heyra og lesa um það frá fleiri aðilum en Jóni þessum.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 12:58

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hjartanlega sammála þér Baldur varðandi Davíð. Líka  man ég þá tíð er vinstri stjórn var hér við völd, það voru daprir tímar. Valsól virðist copy pasta texta sínum um alla bloggheima þar sem talað er um Davíð, það eru sumir sem elska að hata hann. Svo mætti fólk kynna sér betur pistla Jóns Steinssonar hagfræðings, sérstaklega þá er hann skrifaði í hinu meinta góðæri.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:21

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sæl Sólveig, það eru furðulega margir einstaklingar sem gera sér enga grein fyrir mikilvægi sterkrar forystu. Ekkert fótboltafélag myndi lifa stundinni lengur ef forystan væri ekki góð. Það sama gildir um öll önnur félög - og þjóðfélög. Ísland er núna forystulaust land. Okkur vantar nýjan Davíð Oddsson.

Hvað Seðlabankann varðar þá hef ég litla innsýn í hans mál - en ég fæ ekki séð að hinn nýi seðlabankastjóri sé að gera annað en það sem hinn fyrri gerði eða hafði í hyggju.

Ég kannast ekki við eldri pistla Jón Steinssonar - er þá að finna í Morgunblaðinu?

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 13:48

10 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hér er t.d. einn pistill frá 2005 http://www.deiglan.com/index.php?itemid=9141 síðan má finna flesta hans pistla hér http://www.deiglan.com/index.php?memberid=10 ekki það að Jón Steinsson hagfræðingur sé einhver Guð. Ég vakti bara athygli á þessum þar sem það er vitnað í hann. Menn segja ýmislegt í dag sem stangast á við hvað þeir sögðu í góðærinu. Svo hafa ekki allir hagfræðingar sömu skoðun á vissum málum. Það er rétt hjá þér Baldur þjóðin er eins fé án hirðis.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 14:24

11 Smámynd: Hlédís

Baldur!

Það er nokkuð til í kenningu þinni um stelpurnar og ótuktarstrákana. Ein skýring er sú að þær langi svo að betrumbæta þá.  Mér segir svo hugur að þú njótir talsverðrar kvenhylli

Hlédís, 24.5.2009 kl. 15:05

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, við sem erum kjaftagleiðir fáum aldrei neitt nema athyglina.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 16:36

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sólveig, skömmu áður en Obama tók við Hvíta húsinu bað bandarískt stórblað nokkra Nóbelshafa í hagfræði að gefa honum ráð varðandi efnahagsmálin. Man ekki hve margir þeir voru, á bilinu 6-10. Það var alveg geggjað að lesa svör þessara frægu manna. Það var ekki að sjá að þeir styddust við sömu fræðin, svo ólík voru ráðin. Einn sagði til dæmis: vertu óhræddur að hækka skatta. Annar sagði: alls ekki hækka skatta.

Annars verð ég að segja að pólitískur ferill Davíðs er mér miklu hugleiknari en störf hans í Seðlabankanum. Sonur minn er hagfræðingur og það er kappnóg að hafa einn slíkan í familíunni!

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 16:40

14 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Mér finnst persónulega að Davíð hefði ekki átt að fara í seðlabankann, hans vegna. Ef hagfræðingar væru allir sammála og væru þar að auki alvitrir þá hefði ekki orðið nein kreppa.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 17:35

15 Smámynd: Björn Birgisson

Sólveig Þóra, hárrétt hjá þér. Davíð Oddsson átti aldrei að fara í Seðlabankann. Heldur ekki pólitískir fyrirrennarar hans þar. Valdagræðgin og peningagræðgin, auk pólitískrar varðhundastöðu, fellir þessa menn þegar þeirra saga verður skráð. 

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 17:48

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það var nú ekki það sem ég átti við Björn. Ég held að þegar tímar líða eigi sagan eftir að sýna okkur Davíð sem einn besta stjórnmálamann sem uppi hefur verið.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 18:02

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Hugsið ykkur lágkúruna. Við rekum alla 3 seðlabankastjórana okkar, þar á meðal einn prófessjónal sem er umsvifalaust ráðinn til norræns seðlabanka vegna hæfni sinnar. Í stað þessara manna er ráðið norskt  nóboddí, leigustrákur frá ráðgjafafyrirtækinu McKenzie, til þess að stjórna  seðlabanka ræflanna á Íslandi í útseldri tímavinnu.

Bravó, lægra komumst við ekki sem þjóð. Nema við látum kratana fífla Alþingi til að sækja um aðild að evrópusambandinu.

Halldór Jónsson, 24.5.2009 kl. 19:12

18 Smámynd: Björn Birgisson

Sólveig Þóra, þú mátt hafa þína skoðun á stjórnmálamanninun Davíð Oddssyni í fullkomnum friði fyriir mér. Ég var eingöngu að tala um Seðlabankann, elliheimili afdankaðra stjórnmálamanna. Hvaða andskotans erindi áttu Tómas Árnason, Finnur Ingólfsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Steingrímur Hermannsson, Davíð Oddsson og fleiri afdankaðir pólitíkusar þar inn? Eigum við ekki gott úrval fagmanna í þetta djobb?

Á ekki Seðlabankinn að vera sjálfstæð stofnun? Hvernig getur hann verið það með þessum pólitísku tengingum?

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 19:25

19 identicon

Held við fáum ekki betri verkstjóra í ríkisstjórn  en Davíð Oddsson.    Síðan að Davíð fór hefur þetta verið eins og höfuðlaus her þar sem hver höndin er uppi á móti hvor annari  þarna niður frá á Austurvelli. 

Davíð er ekki bara mikill  stjórnskörungur,  hann líka svo skemmtilegur.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:15

20 Smámynd: Björn Birgisson

Laddi er líka skemmtilegur, en hann er enginn stjórnmálaskörungur. Halli og Laddi. Laddi og Davíð. Hefði líklega verið betra að setja Ladda í Seðlabankann.

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 21:30

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir innlitið Dóra litla. Láttu sem oftast í þér heyra. Einhverjir eru að fetta fingur út í það, að stjórnmálamenn skuli fara í seðlabanka. Mér finnst engin ástæða til þess að þrautreyndar stjórnmálakempur setjist í helgan stein þegar pólitíkinni sleppir. Víða erlendis eru stjórnmálamenn settir yfir seðlabankana. Ég átta mig ekki heldur alveg á þessari móðursýki sem forpestar andlegt sumra sem ekki mega af Davíð vita í mikilvægum störfum. Ég veit ekki hvort nokkur annar hefði haldið betur á málum en hann gerði. Ég efast um það en endurtek þó að fyrst og fremst hef ég áhuga á stjórnmálaferli þessa einstaka afburðamanns.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 22:03

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég fullyrði að Eiríkur, Davíð og Ingimundur, eru á meðal þeirra beztu bankastjóra sem við höfum haft í Seðlabankanum. Samt gerðu þeir sannanlega hroðaleg mistök. Að auki höfðu þeir heilan her sérfræðinga og snillinga sér til aðstoðar.

Vandinn er ekki einstaklingarnir í Seðlabankanum heldur Seðlabankinn sjálfur, það er að segja sú peningastefna sem hann er verkfæri fyrir. Þetta nefnist "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy) og einkennin er mikil og röng inngrip í peningakerfið.

Seðlabankar eru gamaldags ríkisstofnanir, af þeirri tegund sem við höfðum margar fyrir nokkrum áratugum. Má ég nefna Raftækjaverzlun ríkisins, Skipaútgerð ríkisins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Grænmetisverzlun ríkisins. Á nærstunni munum við sjá þessum einokunar-stofnunum fara fjölgandi að nýju, undir handarjaðri "kerlingarálfsins og götustráksins".

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.5.2009 kl. 22:06

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Rafn, það voru alltaf svo miklir rafstraumar í kringum þennan mann og hann var auðvitað rífandi skemmtilegur - en ekki bara skemmtilegur, það fylgdi honum svo mikil bjartsýni og sóknarhugur.

Það vantar allt slíkt í þá skelfilegu kurfa sem nú flatmaga sumir letilega í stjórnarráðinu en róa sumir fram í gráðið og týna lýsnar hver af öðrum.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 22:06

24 Smámynd: Björn Birgisson

"Samt gerðu þeir sannanlega hroðaleg mistök."

Loftur Altice, takk fyrir!

Nú tekur þjóðin við. Sovét Ísland sparkar frjálshyggjunni í endurhæfingu í Hveragerði, á Reykjalund og þeim verst höldnu á Grensás.

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 22:18

25 identicon

Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Og krafan er að hann fylgi því eftir. Við erum að tala um fjöregg þjóðarinnar. Hann gerði það ekki. Þurfum ekki að leita lengi af afleyðingum þess. Davíð er þokkalega vel gefin, tek undir það. En kæri vinur það eyðist það sem af er tekið. Hjá okkur öllum.

Sem leiðir hugann að því hefur fólk í þessum æðstu stöðum öryggisven til þegar hallar undir fæti ? Held ekki eins og dæmin sýna með þennan annars ágæta mann. Við erum að graðka í okkur seyðið af þessum gjörningum.

Ég trúi ekki á dýrlinga. Ég trúi á  samvinnu fólks. Bræðralag. Fólkið sem vinnur störfin. Annars bara flott.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 22:21

26 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já elskan

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 22:25

27 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, þú hefur nú meira vit á þessum málum en flestir hér og ekki yrði ég undrandi þótt þínar kenningar yrðu ofan á þegar stundir líða.

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 22:30

28 Smámynd: Björn Birgisson

" Kennarasleikja"

"Loftur, þú hefur nú meira vit á þessum málum en flestir hér og ekki yrði ég undrandi þótt þínar kenningar yrðu ofan á þegar stundir líða."

So far away.

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 23:01

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjössi minn, sættu þig við þá hörmulegu staðreynd að þegar myntmál eru annars vegar hefur Loftur Altice meira vit í forhúðinni en þú í öllum þínum gamla, synduga skrokki.

(Svo skaltu bara vona að hann sé ekki umskorinn, því þá fyrst er illa komið fyrir þér)

Baldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 23:07

30 Smámynd: Björn Birgisson

Hin umskorna forhúð umrædds er vafalítið dásamleg. Nýtist þó í engu í fjármálalegu tilliti. Frjálshyggjan er dauð. Nú tekur við " Sovét Ísland". Forhúðarástin er fyrir bí. Hjá þjóðinni. Ekki hjá ......................... 

Björn Birgisson, 24.5.2009 kl. 23:26

31 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé að "Sovét Ísland" er Birni hugleikið og fer ekki mikið fyrir, að honum sé kunnugt um endalok hins fyrra Sovéts. Varla getur það samt stafað af þjóðhollustu, að hann óskar Íslendingum slíkra örlaga. Hvað ber þá við ? Ekki láta okkur bíða lengi eftir svari Björn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.5.2009 kl. 00:13

32 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það verður ekki annað sagt en að þú kunnir að hrista vel upp í mönnum Baldur Hermannsson! Og veitti svo sem ekki af í allri lognmollunni í íslenskum stjórnmálum í dag.

Jón Baldur Lorange, 25.5.2009 kl. 00:26

33 Smámynd: Páll Blöndal

"Sovét Ísland" ???
Davíð nokkrum Oddsyni er að takast að koma því til leiðar,
sem Ögmundur lét sig ekki dreyma um í sínum villtustu draumum.
Nefnilega að ríkisvæða allt bankakerfið og atvinnulífið á nokkrum mánuðum.


Páll Blöndal, 25.5.2009 kl. 02:37

34 identicon

"Elskann", "hatann" og allt þar á milli............. sko Davíð   

og stundum Baldur líkla   

(IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:11

35 identicon

Það að dreyma um að vaða í skít upp fyrir haus er víst fyrir miklum peningum sem ég missi eins og venjulega af,  því ég er ekki í neinum skít enda einstaklega lagin við að halda mér frá slíkum vandræðum. 

Við skulum ekki missa húmorinn í umræðunni því þá verða okkur fyrst allar bjargir bannaðar, óþarfi að vera með skítkast nema þá í svörtu formi krúttin mín.

(IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:18

36 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Svo furðulegt sem það má kallast kom þessi sama hugmynd upp hjá mér í gær eða fyrradag, en síðan minntist ég lána Seðlabankans, sem síðan reyndust án almennilegra veða og þá datt nú botninn úr þeirri hugmynd! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.5.2009 kl. 08:05

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ljóst að Seðlabankinn gerði allt sem í hans valdi stóð til að forða bönkunum frá gjaldþroti. Vera má að hann hefði átt að láta þá rúlla miklu fyrr. Reikna frekar með að hann hefði verið harkalega gagnrýndur hefði hann gert það.

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 08:10

38 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Vert er að taka það fram að þó að sumu fólki líki ekki það sem seðlabankinn gerði við fallið þá má ekki gleyma því að þrátt fyrir þetta fall var sama og engin röskun á bankakerfinu hér fyrir landann, allir gátu notað kortin sín eins og ekkert hefði gerst. Þetta í sjálfu sér er undravert afrek sem hefur ekki verið tekið mikið fram í fjölmiðlum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.5.2009 kl. 10:13

39 Smámynd: Baldur Hermannsson

Doddi, hvenær hafa fjölmiðlar haft áhuga á því sem vel er gert?

Baldur Hermannsson, 26.5.2009 kl. 11:30

40 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 hvenær hafa fjölmiðlar haft áhuga á því sem vel er gert?

Það er nú málið að það virðast þeir sjaldan gera.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.5.2009 kl. 23:55

41 Smámynd: Hlédís

Apar þar hvur eftir öðrum - 

Hlédís, 27.5.2009 kl. 10:36

42 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ofbeldi, nauðganir, fjársvik, prettir og svik, dauðaslys, meiðingar, meiðyrði og landráð - þetta eru ær og kýr fjölmiðlanna. Eins og ég hef alltaf sagt: það er meir en nóg að lesa Biblíuna og Njáls sögu.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 10:39

43 Smámynd: Hlédís

Bloggvinurinn kæri barasta með heimsádeilu og fortíðarþrá

Hlédís, 27.5.2009 kl. 11:01

44 Smámynd: Baldur Hermannsson

Æjá við erum svo meyrir þessir mjúku menn.

Baldur Hermannsson, 27.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Hermannsson

Höfundur

Baldur Hermannsson
Baldur Hermannsson

Meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér. (Ibsen, lauslega snarað)

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 340675

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband